Dagur - 28.02.2001, Síða 19

Dagur - 28.02.2001, Síða 19
Páll Rósinkranz. 200 maims í messu Kirkjusókn er víða nokkuð dræm sem kunnugt er en sl. sunnudag komu um 200 manns í messu á Húsavíkeða öllu fleira en venja er til í hefðbundnum guðsþjónustum. Þarna var um að ræða svokallaða gospelmessu með söng og hljóðfaeraslætti. Og söngvarinn ekki að verri endan- um, hinn vinsæli og ágæti Páll Rósinkranz sem væntanlega hef- ur dregið ýmsa í kirkju sem ekki eru þar fastagestir. Ásamt og með Páli var hljómsveit þannig að ekkert var til sparað. Gestapredikari í gospelmess- unni var hinn kraftmikli leiðtogi Krossins, Gunnar Þorsteinsson og gat þess þarna að hann teldi Húsvíkinga kjarkaða að bjóða sér að koma og messa yfir lýðn- um, því hann væri nokkuð um- deildur eins og flestir vissu. JS Akureynir flug í Áðal- dalinn? Margir eru búnir að fá yfir sig nóg af umræðum urn Reykjavík- urflugvöll og hugsanlega stað- setningu hans í framtíðinni. Einn kostur er sá sem kunnugt er, að flytja völlinn til Keflavík- ur. Og sú hugmynd hefur reynd- ar kveikt aðra hugmynd norðan heiða, í tengslum við enn aðra hugmynd í samgöngumálum, sem sé að gera jarðgöng undir Vaðlaheiðii Björn Sigurðsson, sérleyfis- hafi á Húsavík hefur bent á að ef að menn sætta sig við að aka frá Reykjavík til Keflavíkur til að kornast í flug, þá sé ekkert því til fyrírstöðu að aka svipaða vega- léngd á milli Aktir'éyrar og Húsa- víkur, eftir aö göng yrðu komin undir Vaðlaheiði. Og þar sem flestir sérfræðingar séu sam- mála um að Aðaldalur sé miklu heppik'gri staður fyrir flugvöll en Eyjafjörður, þá liggi heint við að leggja niður Akureyrarflug- völl og byggja ujrp stóran flug- völl fyrir innanlandsflug og millilandaflug í Aðaldal. Þessari ágætu hugmynd er hér með komið á framfæri og menn hvattir til þess að hefja mikla þrætubók um staðsetningu aðal- flugvallar á Norðurlandi. — js Beinasafnariim? Kvikmyndin „The Bone Collector" fjallaði um mann sem safnaði annars konar beinum en þeim sem Ásbjörn Björgvinsson er med á þessari mynd, sem eru úr búrhvalnum fræga „Kjálkarýrum". Meira um Ásbjörn og hvalina á öðrum stað íblaðinu. (O)vdkoniiii í eigin landi? Atvinnuþróimarfélag Þmgeyinga stendur fyr- ir ráðstefiiu um Þjóð- garða og friðlýst svæði/busetu og at- viunumál, undir yiir skriftiuni: (Ó)velkom iu í eigin landi? Fjall- að verður iim málefni sem brenna á mönnum víða um land og sem valdið hafa deilum og ágreiningi. Að sögn Tr\'ggva Finnssonar, fram- kvæmdastjóra Atvinnuþróunarfé- lags Þingeyinga, er aðalefni ráð- stefnunnar ekki síst sambúð byggðar við þjóðgarða og friðlýst svæði, tækifæri og ógnanir í Ijósi reynslu Þingeyinga í 25 ár. 1 Þing- eyjarsýslum eru tvö verndarsvæði, Mývatn og Laxársvæðið, en um það gilda lög frá 1974; og Þjóð- garðurinn í Jökulsárgljúfrum, en hann var stofnaður árið 1973. Að sögn Tryggva telja þeir hjá Atvinnuþróunarfélaginu að eftir þessa löngu sambúð sé ástæða til að staldra nú við og fjalla um hver- ju þessar ráðstafanir hafa skilað og hvort menn hafa nýtt sér tækifær- in eða hvort þessi skipan mála hafi verið mönnum fjötur um fót á einhvern hátt. Á ráðstefnunni verður leitast við að horfa á málið út frá sjónarhorni svæðisins, en fram til- þessa hefur mest verið horft til friðlýs- ingar svæða af sjónarhorni suð- vesturhorns landsins. Ráðstefnan verður haldin á Húsavík laugar- daginn 23. mars. Forsætisráðherra Davíð Oddsson mun setja ráðstefnuna og einnig mun iðnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir flytja ávaqr. Á ráðstefnunni verður og kynnt tillaga úr hugmyndasmiðju Landverndar um Vatnajökulsþjóð- garð, en samkvæmt þeim hug- myndum verður verulegt lands- svæði norðan jökulsins friðlýst Tryggvi Finnsson. með ýmsum hætti og sett undir stjórn Náttúruverndar ríkisins. Áherslumunur „Það er töluverður áherslumunur milli manna um þessi friðunar- mál. Hver er til- gangurinn og hvernig á að standa að þessu? Hver á að hafa forræði yfir svæðum og ráðstafa nýtingu þeirra? Mý- vatnssvæðið er auðvitað sér á parti því það er það eina af þes- um friðuðu svæðum sem veruleg búseta er á. Og menn eru stöðugt að velta því fyrir sér hvað má gera og með hvaða hætti í þjóðgörðunum og heimamenn vilja í mörgum til- fellum hafa þar hönd í bagga með stefnumörkun", segir Trvggvi Finnsson. Hann kveðst hafa verið á fund- inum þar sem hugmjTid Land- verndar um Vatnajökulsþjóðgarð var kynnt og þar hefði framsetning málsins v'erið ákaflega einhliða og raunar aðeins svart í skákinni en hvítur ekki með. „Við ætlum að reyna að leyfa sem flestum sjónar- miðum að njóta sín á okkar ráð- stefnu og ræða málin á breiðum grundvelli", segir Trv'ggvi. Sérfræðingax Auk ráðherranna munu ýmsir sér- fræðingar og leikmenn viðra skoð- anir sínar. M.a. Peter Prokosch frá Articprogram W'W'f í Noregi; Roger Crofts frá stofnun Skoska náttúruarfsins; lnga Rósa Þórðar- dóttir, framkvæmdastjóri FÍ; Gunnar Örn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar; Þor- leifur Þór Jónsson, hagfræðingur SAF; Gunnlaugur Júlíusson, hag- fræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga; Gunnlaugur Sig- mundsson, framkvæmdastjóri Kögunar; Einar Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður umhverfisráð- herra; Stefán Thors, forstjóri Skipulagsstofnunar; Arni Braga- son, forstjóri Náttúrverndar ríkis- ins; Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur; Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútu- staðahrepps og Sigurjón Bene- diktsson, tannlæknir og bæjarfull- trúi á Húsavík. — JS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.