Dagur - 28.02.2001, Page 20

Dagur - 28.02.2001, Page 20
20- MIDVIKUDAGVR 28. F F. B R Ú A R 2001 T>gptr Hvalræöismaöur íslands Unnið er að endur- byggingu á framtíð- arhúsnæði Hvalamið- stöðvarinnar á Húsa- vík og gert ráð fyrir að opna vorið 2002. Kostnaður við fram- kvæmdirnar em áætlaður um 24 milljónir. Hvalamiðstöðin á Húsavík mun fimmfalda núverandi húsnæði sitt þegar fyrsti áfangi safnsins verður tekinn í notkun eftir rúmt ár og þá eru enn fyrir hendi rúmir stækkunarmögu- leikar. Gamla slátur- og frysti- hús Kaupfélags Þingeyinga er mjög hentugt fyrir þessa starf- semi, hátt til Iofts og vítt til veggja sem gefur m.a. mögu- leika á að vera með stórar beinagrindur og líkön af hvöl- um hangandi í loftinu, m.a. 13 metra langa grind af búrhvaln- um Kjálkarýrum. Þegar er búið að skipta um verið unnið. Hefur enda borið hróður safnsins víða og fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir vikið. Hann segir að fram- kvæmdirnar séu styrktar af fjár- laganefnd Alþingis og Húsavík- urbæ og hefur Alþingi lagt 6 milljónir til verksins. „Þetta skiptir okkur miklu máli því framlagið er um leið staðfesting á því að Alþingi hefur markað þá stefnu að miðstöð hvala- skoðunar og hvalafræða skuli vera á Húsavík, á sama hátt og Síldarminjasafnið er á Siglu- firði og Vesturfarasafnið á Hofsósi." Þessa dagana eru unnið að því að fá heimild hjá Atvinnu- leysistryggingasjóði til þess að gera endurbæturnar á húsnæð- inu að átaksverkefni, þannig að hægt sé að nýta fólk sem er á atvinnuleysisskrá til ýmissa verka, m.a. við að klæða þakið að innan. „Við vonumst eftir já- kvæðri niðurstöðu sem fyrst, þannig að þetta geti farið í gang,“ segir Asbjörn. Fuglabjarg og fjara Asbjörn og samstarfsmenn hans hafa unnið við hönnum Með rif úr hvalsins síðu. Eins og sjá má hefdi búrhvaiurinn Kjálkarýr ekki átt í vandræðum með að geyma Ásbjörn eins og Jónas I maga sínum. Útsýnið er glæsilegt yfir höfnina, hafið og Kinnarfjöiiin úr giugga fyrirhugaðs ráð- stefnusalar. slíkum feiknum að kýrnar ærðust og hlupu í sjóinn, beint í kjaftinn á hvölun- um sem sporðrenndu þeim með húð og hala." Sömuleiðis verður kynningu á hvala- ströndum hér við land gert hátt undir höfði, en Ævar Pet- ersen hefur unnið gríðarlegt verk við að skrá og kortleggja hvalaströnd við ts- land, en heimildir um hvalsströnd ná um 1000 ár aftur í tímann. „Og mér er til efs að nokkur þjóð í veröldinni geti stát- að af svo langri skráningu á hvala- ströndum'1, segir Ás- björn. þak á húsinu, en gamla þakið var úr asbesti og verulega mork- ið og mosagróiið orðið. Þá er búið að skipta um fúnar og brotnar sperrur og mála húsið að utan. Og bændur úr Húna- vatnssýslu mættu á staðinn og rifu niður frystispírala úr frysti- klefunum og brúka þetta efni nú í hestagirðingar þar í sveit. S.l. sumar kom japönsk Iista- kona, Namiyo Kubo, sem er þekkt í heimalandi sínu og Bandaríkjunum og málaði helj- armikið listaverk á stafn húss- ins. Átaksverkefni? Asbjörn Björgvinsson, sem sumir kalla Hvala-Asbjörn eða „Hvalræðismann Islands“, er forstöðumaður Hvalamiðstöðv- arinnar á Húsav/k og driffjöður í öllu því starfi sem þar hefur safnsins að undanförnu og eru með margvíslegar hugmyndir. „Við ætlum til dæmis að setja upp sjófuglabjarg með upp- stoppuðum fuglum af ýmsum tegundum. Og erum ennfremur með hugmyndir um að setja upp „fjöru“ þar sem skiptist á hreinn og ómengaður sandur með skeljum og kuðungum og hins vegar fjara sem full er með plastbrúsum og mannlegri ntengun, svona rétt til að minna menn á rétta umgengni við náttúruna.“ Þá er verið að vinna að því að safna þjóðsögum um hvali og myndskreyta þær og kynna. „Það er gnótt af slíkum sögum. Ein er t.d. úr Flatey, þar sem segir frá því að bændur keppt- ust við að reka bústofninn í hús þegar hvalir nálguðust eyna, því hvalirnir bauluðu og blésu með Fræðasetur Hvalamiðstöðin hefur orðið sér úti um marga merkilega gripi og minjar um hvali og stöðugt eru beinagrindur í hreinsun. „En okkur vantar tilfinnanlega hvalabyssur og muni og myndir sem tengjast hvalveiðum, því við sinnum að sjálfsögðu hval- veiðisögunni ítarlega. Það er allt vel þegið og menn endilega beðnir að hafa samband ef þeir vita af munum og minjum sem varpa ljósi á sögu hvalsins og hvalveiða við Island," segir As- björn. Hann segist binda vonir við að í uppbyggingu safnsins á næstu árum, muni hlutverk þess sem rannsóknar- og fræða- seturs aukast. „Hér vil ég sjá ís- lenska og erlenda vfsindamenn, náttúrufræðinga og nemendur vinna að rannsóknum á hvöl- um, m.a. í tengslum viö hvala- skoðunarferðirnar. Hér er hægt að halda alþjóðlegar ráðstefnur um þessi má! og nefndu það bara, möguleikarnir eru óþrjót- andi.“ sagði Hvalræðismaður Islands, Ásbjörn Björgvinsson. - JS Það er hátt til lofts og vitt til veggja í gamla sláturhúsinu, framtíðarhús- næði Hvalasafnsins.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.