Dagur - 15.03.2001, Qupperneq 5

Dagur - 15.03.2001, Qupperneq 5
FIMMT11DAGUR 15. MARS 2001 - S Tfc^r. FólksfLótti vegna frj álsa framsalsms Frá árinu 1989 hefur hlutfall hráefnis aftekjum í fiskvinnslu farið hækkandi. Það hækkar úr 47,7% árið 1989 í 60,3% árið 1996. Á sama tíma lækkar hlutur launanna. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar kynnti nýja skýrslu um þetta ásamt fleirum á fundi í gær. Frjálst framsal veiði- heimilda hefur haft víðtækar afleiðingar á þróirn hyggðar. Vest- firðir hafa misst veiðiheimildir í þorski fyrir um 9 milljarða króna. Kvótinn safnast fyrir hjá stærstu fyrirtækj- uiiinii. „Ljóst er að ákvæði laganna um frjálst framsal veiðiheimilda hef- ur haft víðtækar afleiðingar á þróun byggðar í landinu með til- flutningi aflaheimilda á milli landshluta og einstakra byggðar- laga. Þetta hefur Ieitt til veru- legrar skuldaaukningar í sjávar- útvegi, lækkunar launa í fisk- vinnslu í samanburði við aðrar atvinnugreinar og fólksflótta af Iandsbyggðinni.“ Þetta er niður- staða nýrrar skýrslu um áhrif kvótakerfisins á býggðaþróun á Islandi. Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur vann skýrsluna (yrir Byggðastofnun. Mest skerðing á Vestfjördum 1 skýrslunni segir að heildar- veiðiheimildir í þorskígildistonn- um yfirstandandi fiskveiðiárs (2000/01) séu um 77% af því sem þær voru fiskveiðiárið 1992/93. Fjórir landshlutar taka á sig meiri skerðingu í veiði- heimildum en sem nemur heild- arskerðingu fiskveiðiheimilda á tímabilinu, það er Norðurland vestra, Suðurland, hiifuðborgar- svæðið og Vestfirðir. Mest er skerðing veiðiheimilda á Vest- fjörðum, þar sem veiðiheimildir í þorskígildistonnum eru um 45% af því sem þær voru fiskveiðiárið 1992/93. Fjórir landshlutar, þ.e. Norð- urland eystra án Akurevrar, Suð- urnes, Akureyri og Vesturland, eru með hærra hlutfall veiði- heimilda, en sem nemur skerð- ingu heildarveiðiheimilda. Akur- eyri hefur bætt sér skerðinguna upp 106% og Vesturland gott betur. Veiðiheimildir i þorski samtals hafa aukist um 8% á yfirstand- andi fiskveiðiári samanborið við fiskveiðiárið 1992/93. Þrátt fvrir það eru veiðiheimildir í þorski á Vestfjörðum ekld nema 56% af því sem þær voru 1992/93, á Austurlandi 89% og N-eystra 91%. „Þannig má Ijóst vera að verulegur hluti aflaheimilda í þorski hefur verið framseldur eða llust til annarra landshluta vegna samruna og/eða yfirtöku fyrirtækja," segir skýrsluhöfund- ur. Hráefniö sífellt dýrara I mörgum byggðarlögum þessara landshluta hclur þorskur verið undirstaðan í fiskverkun. Fisk- veiðiárið 1992/93 var úthlutað aílamark í þorski til skipa með heimahöfn á Vestfjörðum 23.295 tonn, til samanburðar er úthlutunin á yfirstandandi fisk- veiðiári 12.957 tonn. Þannig hafa verið fluttar frá landshlut- anum veiðiheimildir í þorski sem nemur 10.338 tonnum. Aætlað er að verðmæti þeirra veiðiheim- ilda í þorski, sem íiuttar hafa verið frá Vestfjörðum, sé um 9 milljarðar króna. Frá árinu 1995 til 2000 hækk- uðu skuldir í sjávarútvegi um 60,4%, eða úr 108 milljörðum í 173 milljarða á föstu verðlagi. Heildarverðmæti aflaheimilda er áætlað um 220 milljarðar. Til samanburðar eru skuldir sjávar- útvegsins áætlaðar samtals 173 milljarðar. „Tuttugu stærstu handhafar veidiheim- ilda í septemher 1992 réðu yfir 36% af heildarveiðiheim- ildunum. í mars 2001 ráða 20 stærstu handahafar veiði- heimilda yfir 59% af veiðiheimildunum. “ Frá árinu 1989 hefur hlutfall hráefnis af tekjum í fiskvinnslu farið hækkandi. Það hækkar úr 47,7% árið 1989 í 60,3% árið 1996. Þessu er alveg öfugt farið hvað hlutfall launa af tekjum varðar. Frá árinu 1988 hafa laun sem hlutfall af tekjum í fisk- vinnslu lækkað úr 23,3% í 16,5% árið 1996. Byggðarlög í vanda Á 15 árum, þ.e. frá 1980 til 1994, Ijölgaði íbúum á Isafirði og Hnífsdal um 21 7. Frá 1 995 til 2000 fækkar þeim öll árin og nemur fækkuninni samtals 433 íbúum. Veiðiheimildir báta og skipa frá Isafirði og Hnífsdal hafa minnkað úr 18.394 þorsk- ígildistonnum árið 1992 og 22.213 tonnum árið 1997, þegar þær voru mestar, niður í 13.267 tonn árið 2000. Árið 1996 voru starfandi sjö fiskvinnsluhús á lsafirði og í Hnífsdal með 35 manns og lleiri í vinnu við fiskverkun. Samtals störfuðu hjá þessum fyrirtækum 620 manns í fullu starfi. Árið 2000 er einungis eitt af þessum fyrirtækjum starfrækt og til hafa orðið tvö ný fyrirtæki af framan- greindri stærð. Samtals störfuðu á s.l. ári hjá þessum þremur fy'r- irtækjum 190 manns. Saman- borið við 620 manns hjá sjö fyr- irtækjum árið 1996. Þannig hef- ur störfum við fiskvinnslu hjá fyrirtækjum með 35 manns og fleiri í vinnu á ísafirði og í Hnífs- dal fækkað um 430. Á tímabilinu frá 1995 til 2000 fækkar íbúum Hríseyjar um 89. Þeir voru 277 í árslok 1994 en í árslok 2000 voru þeir komnir niður í 188. Veiðiheimildir skráðar á báta frá Flrísey minnka úr 4.038 tonnum fiskveiðiárið 1992/1993 í 579 fiskveiðiárið 2000/2001, eða um 3.459 þorskfgildistonn. Til viðbótar við skertar aflaheimildir hætti Snæ- fell hf., stærsti atvinnuveitand- inn í Hrísey, öllurn rekstri þar 1. febrúar 2000. í byrjun árs 1999 störfuðu um 50 starfsmenn hjá fvrirtækinu í Hrísey. Kvótinn til þeirra stærstu Fjöldi fiskveiðifyrirtækja var 1.810 árið 1992! Síðan hefur þeim fækkað og voru þau komin niður í 1.496 árið 1997, eða fækkun sem nemur 17%. Fyrir- tækjum með 10 og fleiri ársverk fækkar úr 175 árið 1991 í 112 árið 1997, eða um 63, sem er fækkun um 36%. Tuttugu stærstu handhafar veiðiheimilda í september 1992 réðu yfir 36% afheildarveiði- heimildunum. 1 mars 2001 ráða 20 stærstu handahafar veiði- heimilda yfir 59% af veiðiheim- ildunum. „Með hliðsjón af því hvernig veiðiheimildir hafa flust til á milli byggðarlaga og þróun íhúa- fjölda á landsbyggðinni hefur verið, cr ljóst að ákvarðanatökur- stjórnenda þeirra fyrirtækja, sem ráða yfir veiðiheimildunum, geta orðið aldrifaríkar fyrir þróun byggðar á næstu árum að öllu óbreyttu," segir í skýrslunni. Fækkunin vestan, norðan og austan Á tólf ára tímabili, þ.e. 1982 til og með 1993, fjölgar íbúum samtals á landsbyggðinni um 387. Síðan hcfur íbúum fækkað verulega frá árinu 1994 til og með 1999, eða samtals um 3.990 íbúa, sem er ekki í sam- rærni við það sem gerst hafði árin á undan. Samkvæmt bráða- „Talað hefur verið íini að dregið hafi úr fólksfækkim á lands- byggðinui s.l. miss- eri. Þegar hetur er að gáð á þetta ekki við um Vestfirði, Norður- land og Austurland.“ birgðatölum lyrir árið 2000 íjölg- aði íbúum á því ári á landsbyggð- inni um 205. Talað hefur verið um að dregið hafi úr fólksfækk- un á landsbyggðinni s.l. misseri. Þegar betur er að gáð á þetta ekki við um Vestfirði, Norður- land og Austurland. Fólki fækkar í um helmingi af sveitarfélögum á Suðurlandi. 1 þeim er fækkunin samtals um 155 íbú ar. Það fjölgar mest í sveitarfélögunum á Suðurlandi, sem eru innan áhrifasvæðis höf- uðborgarinnar. I þeim sveitarfé- lögum á Suðurlandi, þar sem ljölgar, var fjölgunin samtals um 435 íbúa, þar af um 177 í Sveit- arfélaginu Árborg. Það fjölgar í (illum sveitarfé- lögum á Vesturlandi á milli ár- anna 1999 og 2000, nema fjór- um, þar sem fækliar um 20 íbúa samtals. Þar sem fjölgaði var fjölgunin samtals um 229 íbúa. „Fjölgunin á Vesturlandi cr nokkuð athyglisverð með hlið- sjón af auknum veiðiheimildum skráðum á báta á Vcsturlandi," segir skýrsluhöfundur. Um 1100 störf í hættu Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 1100 störf sem tengjast flugrekstri á Reykja\ íkurflugvelli á einn eða á annan hátt séu í hættu ef ákveðið verður að tlytja völlinn burt úr Vatnsmýrinni. Þar af star- fa um 500 manns á Reykjavíkur- llugvelli við starfsemi sem tengist samgöngum og ferðamálum. í ályktun stjórnarinnar er m.a. lýst yfir vonbrigðum með þá y'fir- lýsingu borgaryfirvalda að ekki verði pláss fyrir flugtengda ferða- þjónustu í borginni eftir 2016 ef þau fái að ráða. Sérstaklega þegar haft sé í huga að allar framtíðar- spár gera ráð fyrir áframhaldandi vexti í ferðaþjónustu. Samtökin benda á að ReykjavíkurflugvöIIur hefur grundvallarþýðingu fyrir greiðar og áreiðanlegar flugsam- göngur innanlands og uppbygg- ingu ferðaþjónustunnar. Það sé þvf mikið áhyggjuefni ef borgarbúar hafna vellinum í at- kvæðagreiðslu n.k. laugardag. Verði það reyndin sé ljóst að mið- stöð innanlandsflugs mun flytjast til Keflavíkur því aðrir kostir séu óraunhæfir. Það mundi draga verulega úr notkun innanlands- flugsins og jafnvel hafa þær af- leiðingar að það legðist aö mestu af. - GRH Með 1,7 kíló af hassi Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli handtók sl. mánudag „burðardýr" með 1,7 kíló af hassi innan klæða sem hann var að koma með frá Kau pman nahöfn. M aðurinn, sem er 56 ára gamall, atvinnulaus og heilsutæpur, kom til tollaf- greiðslu á grænt tollhlið og var tekinn í úrtaksskoðun. Við leit kom í Ijós að 1700 grömm af hassi voru fest með límbandi víðs- vegar á líkama hans. Söluverð- mæti efnanna er lauslega áætlað 4-5 milljónir króna. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík tók við rannsókn máls- ins, sem telst upplýst. Maðurinn, sem ekki hefur áður komið við sögu hjá lögreglunni vegna fíkni- efnamála, sagðist hafa tekið að sér að flytja hassið fyrir nákominn ættingja sinn og viðurkenndi ætt- inginn að eiga efnið. Þriðji mað- urinn, sem hefur viðurkennt að hafa aðstoðað við útvegun efnis- ins og að koma því fyrir á líkama burðarmannsins, var handtekinn við komu frá Kaupmannahöfn á mánudagskvöldið. „Eg held að þetta lýsi vel hverj- ir eru fórnarlömb þessara að- stæðna - á hvaða aðila þessir glæpamenn eru að sækja," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra á fundi þar seni skýrt var frá þessu máli. — Hl.l Orkuveitan semur við Kíiiverja Þrfr fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur eru staddir í Beijing í boði borgaryfirvalda þar vegna fyrirhugaðs samstarfsverkefnis. Orkuveita Reykjavíkur og Enex hf. eru í samstarli við kínversk yf- irx'íild um hugsanlega hitaveitu á tveimur svæðum í Beijing, Lis- huiqiao ogYanqing. Fara fram við- ræður um möguleika á uppbygg- ingu hitaveitu í Yanqing og verð- ur væntanlega skrilað undir samning um hagkvæmniathugun á verkefninu, skv. frétt frá OR. - BÞ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.