Dagur - 15.03.2001, Page 11

Dagur - 15.03.2001, Page 11
10- FI M M T III) A G U H 1S. MARS 200 1 OMpur FIMMTUUAGUK 1S. MARS 2001 - 11 FRÉTTASKÝRING Dgptr FRÉTTIR Bankar á veiMadan markað FRIÐRIK ÞOR GUÐMUNDS- SON SKRIFAR 30 milljarða markaðs- verðmæti Landsbanka og Búnaðarbanka til sölu. Landssíminn seldur á sama tíma. Seðlabankinn og Þjóð- hagsstofnun tvístíg- andi. Stjómarandstað- an varar við sölunni. Bankamálaráðherra vill hluta andvirðisins í byggðamál. Stóru ríkisbankarnir, Landsbank- inn og Búnaðarbankinn, eru að fara á söluskrá. Ríkisstjórnin ætl- ar að selja hlut sinn í þessum bönkum, sem metnir eru nú á um 30 milljarða króna, á næstu 1-3 árum og á sama tímabili á önnur mjög verðmæt eign ríkisins að seljast, Landssíminn. Stjórnar- flokkarnir eru himinlifandi með áform sín, en stjórnarandstaðan er elins - ekki endilega á móti söluáformunum sem slíkum, heldur réttmæti þess að selja nú, þegar ólíklegt þykir að ríkið - fólk- ið í Iandinu - fái hámarksverð fyr- ir þessar eignir. Frumvarp ríkisstjórnarinnar er í sjálfu sér einfalt: „Heimilt er að selja hlutafé ríkissjóðs í Lands- banka Islands hf. og FBúnaðar- banka lslands hf“. I stcfnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar frá 28. maí 1999 segir að „hlutabréf í ríkisbönkunum verði seld með það að markmiði að ná fram hag- ræðingu á fjármagnsmarkaði en tr>'ggja um leið virka samkeppni á markaðnum til að ná fram ódýrari þjónustu. Við söluna verði þess gætt að ríkið fái hámarksverð fyr- ir eign sína í bönkunum". Þetta síðast talda er einmitt athyglis- vert í Ijósi gagnrýni á tímasetn- ingu sölunnar. 30 milljarðar á markaðsvirði Leitað var álits samkeppnisráðs á sameiningu Landsbanka og Bún- aðarbanka, sem taldi að „fyrir- hugaður samruni hefði skaðleg áhrif á samkeppni og bryti í bága við samkeppnislög". Var þá ákveðið að selja bankana í hvorn í sínu lagi. Þegar bankarnir voru hlutafé- lagsvæddir taldi ríkisstjórnin nauðsynlegt að „skilgreina að nýju hlutverk ríkisins á fjár- magnsmarkaði". Þótti henni ýmis rök hníga að því að „láta beri öðr- um eftir að stunda þá starfsemi sem einkaaðilar eru tilbúnir til að annast með eðlilegum hætti". Til að „tryggja festu í rekstri hlutafélagsbankanna" var við hlutafélagsvæðinguna miðað við að ríkissjóður sekli ekki hlutabréf sín f þeim fyrstu fjögur rekstrarár þeirra - en nú á að koma að þvf. Segja má að sala FBA hafi verið fyrsta sltrefið. Með sölu á eftir- standandi hlut ríkisins í Lands- banka og Búnaðarbanka er hlut- verki ríkisins í rekstri viðskipta- banka síðan loldð. Eftir fyrstu sölu hlutabréfa í bönkunum tveimur átti ríkið eftir um 85% í þeim báðum og hafði fengið um 2,7 milljarða fyrir hina seldu hluti. I desember 1999 voru 1 5% til viðbótar af hlut rík- isins í Landsbanka og Búnaðar- banka seld og nam söluandvirðið 5,5 milljörðum. Síðasta sumar varð síðan hlutafjáraukning í Landsbankanum og við það fór hlutur ríkisins niður í núvcrandi 68,3%, en hluturinn í Búnaðar- banka er 72,6%. Fjöldi bluthafa í Búnaðarbankanum var 28.197 í desember 2000 en í Landsbank- anum 15.623. Síðan bankarnir voru skráðir á Verðbréfaþing í lok árs 1998 hefur verðmæti Lands- bankans aukist um 42% og verð- mæti Búnaðarbankans um 53%. Markaðsverðmæti Landsbankans var 23,6 milljarðar miðað við jan- úarbyrjun 2001 og Búnaðarbank- ans 19,7 milljarðar. Heildarverð- mæti bankanna var því 43,3 milljarðar, en eignarhlutur ríkis- ins nam að markaðsvirði 30 millj- örðum króna. MiMl óvissa að mati Seðlabankans Verði frumvarpið að lögum er stefnt að því að sala á hlutafé rík- isins í bönkunum befjist árið 2001 og ljúki fyrir lok kjörtíma- bilsins árið 2003. Ríkisstjórnin leitaði álits Seðla- bankans og Þjóðhagsstofnunar á frumvarpinu og fékk skærgrænt ljós. Seðlabankinn var spurður um áhrif á fjármálamarkaði og stöðugleika fjármálakerfisins af áframhaldandi sölu ríkissjóðs á hlutabréfum í viðskiptabönkum. Seðlabankinn „er fylgjandi einka- væðingu fjármálastofnana í eigu ríkisins" og telur að „einkareknar fjármálastofnanir" séu „fremur undirseldar aga markaðarins, bæði hvað varðar afkomu og áhættu". Bankinn telur hættu á að „bankar í eigu ríkis hafi til- hneigingu til að veita viðskipta- legum forsendum um arðsemi fjárfestingar sem tengist lánveit- ingum minna vægi en einkarekn- ir bankar". Seðlabankinn telur engin þjóðhagsleg rök með því að ríkið haldi eftir hluta af eign sinni í bönkunum. „Eignarhald í fjár- málastofnunum getur valdið hagsmunaárekstrum og skert hlutleysi ríkisvaldsins gagnvart fjármálamarkaðnum í hcild". Valgerður Sverrisdóttir: Markaðurinn og aðstæður í þjóöarbúskapnum ráða því hvernig verður farið í söiuna og hversu hratt hún gengur fyrir sig. \ ' iý ■ - .... 7": • ■ ■ l ■ ísl^íur! 1V ■ 1 91 1 : Það var biíðviðri utan Landsbankans í gær en innandyra eru deiidar meiningar um framtíð bankans. - mynd: hþg Áhrif sölunnar á þjóðarbúskap- inn, á innlenda eftirspurn er að mati Seðlabankans „óviss og get- ur brugðið til beggja átta eftir því hvernig að sölunni er staðið. Seðlabankinn varar því sterklega við því að líta á sölu þessara eign- arbluta sem lið í eftirspurnar- stjórnun. Því er mjög varasamt að nota slíka sölu til að fresta nauð- synlegum hagstjórnaraðgerðum á öðrum sviðum". Vegna þessarar óvissu sé „ekki hægt að fullyrða Ússur Skarphéðinsson: „Þjóðhags- stofnun varar við því að demba of miklu á markaðinn í einu... Seðla- bankinn hefur einnig varað við þeirri miklu óvissu sem ríkir með áhrifin af söiu bankanna og telur að fara eigi með gát.“ að neitt í núverandi stöðu mæli sérstaklega með eða móti sölu. Þó má e.t.v. segja að í ljósi þess hve efnahagsástandið er við- kvæmt um þessar mundir og áhrifin óljós þurfi að gæta þess sérstaklega vel við útfærslu söl- unnar að hún verði ekki til þess að ýta undir ójafnvægi". Verði ekki selt í einuin áfanga Ahrifin af sölunni fara eftirýmsu. Guðjón A. Kristjánsson: „I/ið höfum áhyggjur af mikilli skuldsetningu sjávarútvegsins og hvernig eigi að bregðast við henni. Við... viljum fara hægt í sakirnar og þá byrja á Búnaðar- bankanum." í fyrsta lagi „af hegðun fjárfesta", t.d. því hvort kaupin eru fjár- mögnuð með erlendu lánsfé. I öðru lagi af því hvernig n'kissjóð- ur ráðstafar andvirði sölunnar. Samspil þessara þátta mun hafa áhrif á það hvort salan virkar eft- irspurnarletjandi eða hvetjandi og hvort áhrif verða á gengi krón- unnar til hækkunar eða lækkun- ar. „Ljóst er að áhrifin verða minnst á eftirspurn og innlenda fjármálamarkaði ef hlutaféð er Ögmundur Jónasson: Áfram verði við líði þjóðbanki sem kjölfestan í fjármálalífi landsins. selt innlendum aðilum og þeir minnka eign sína á ríkisskulda- bréfum á móti. Kaup erlendra að- ila á hlutabréfunum eða fjár- mögnun innlendra aðila með er- lendum Iánum mun stuðla að hærra gengi krónunnar en ráð- stöfun andvirðis til niðurgreiðslu erlendra lána mun hafa öfug áhrif. Seðlabankinn telur að við ríkjandi aðstæður sé mikilvægt til þess að hamla gegn verðbólgu að gengi krónunnar v'eikist ekki um of“. Þjóðhagsstofnun komst að þeir- ri niðurstöðu að þjóðhagslega hagkvæmt sé að ríkið selji að fullu hlut sinn í bönkum. „Líklegt er að sala stuðli að meiri hagkvæmni í rekstri og bættri nýtingu fram- Ieiðsluþátta hagkerfisins. Þjóð- hagsleg áhrif til skemmri tíma ráðast af samspili fjármögnunar kaupa á hlutabréfum í bönkunum og ráðstöfunar ríkissjóðs á sölu- andvirðinu. Ef afrakstur sölunnar er notaður til að auka ríkisútgjöld verður niðurstaðan aukin innlend eftirspurn ogverðbólga. Ef útgjöld ríkisins aukast hins vegar ekki er hægt að standa þannig að málum að innlend eftirspurn breytist lítið eða dragist saman. Ekki þykir ástæða til að mæla með því að sölu sé slegið á frest. Heppilegt kann þó að vera að hlutur ríkisins sé ekki seldur í einum áfanga". Þjóðhagsstolnun telur „flest rök hníga að því að ri'kið dragi úr eign- araðild sinni í bönkum og selji án mikilla tafa allan hlut sinn í þeim". Fliunbrugangur og óðagot Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ályktað um málið og telur að gæta eigi ítrustu varúðarsjónar- miða. Frumvarpið sé „opinn tékki", sem hvorki trvggir dreifða eignaðaraðild, virka samkeppni eða samráð við starfsfólk. „Það er flumbrugangur og óða- got að selja hlut ríldsins i' báðum bönkurn á sama tíma,“ segir Öss- ur Skarpbéðinsson formaður flokksins. „Samfylkingin vill að nú verði einungis veitt heimild til sölu á Búnaðarbankahlutnum. Við leggjum áherslu á að 10% af blutabréfum ríkisins verði dreift jafnt á milli ljárráða Islendinga og við viljum tryggja hag neytenda með dreifðri eignaraðild og virkri samkeppni f stað fákeppni. Við viljum tryggja hag starfsmanna bankanna með því að hagræðing leiði ekki til uppsagna og að starfsmenn fái fulltrúa í stjórn. Össur segir að haga verðf tíma- setningu og sölulyrirkomulagi þannig að ríkið fái sem mest lyrir eigur sínar. „Nú cr hlutabréfa- markaðurinn í sögulegri Iægð. Þjóðhagsstofnun varar við því að demba of miklu á markaðinn í einu, en markaðsvirði bréfa ríkis- ins í bönkunum er 30 milljarðar og sala Landssímans þá ótalin. Seðlabankinn hefur einnig varað við þeirri miklu óvissu sem ríkir með áhrifin af sölu bankanna og telur að fara eigi með gát. Það er að mínu mati ekki hægt að stóla á að útlendingar komi inn í dæmið með fullar hendur fjár, þeir standa ekki í röðum eftir því að fjárfesta á lslandi. Við teljum að það eigi í mesta lagi að bjóða uppá Búnað- arbankann fyrst í stað og meta síð- an revnsluna af því dæmi," segir Össur. Áhyggjur af sjávarútveginum Ekki náðist f fulltrúa vinstri græn- na í gær, en í umræðum um mál- ið á þingi lýsti Ögmundur Jónas- son því yfir að flokkurinn væri á móti frumvarpinu. Ögmundur sagði að áfrarn ætti að vera við líði öflugur þjóðbanki, slík kjölfesta yrði áfram að vera til staðar í fjár- málalífinu. Guðjón A. Kristjánsson segir að Frjálslyndi flokkurinn hafi markað þá stefnu að eðlilegt sé að einka- væða ýmsan rekstur ríkisins, þar á meðal bankana. „Við höfum hins vegar varað við því, í þeirri stöðu sem uppi er í stefnu og fram- kvæmdaröð ríkisstjórnarinnar, að fara að selja báða bankana og það jafnvel ofaní sölu Landssímans. Við teljum að fjármagnsmarkaður- inn sé hreinlega ekki í stakk búinn til að taka við allri þessari sölu á stuttum tíma." Guðjón segir að eðlilegra væri að að setja minni bankann, Bún- aðarbankann, fyrst í sölu og þá selja hann í áföngum til að tryggja dreifða eignaraðild. „Landsbank- inn er mjög stór lánveitandi t.d. á sviði sjávarútvegsins. Við höfum áhyggjur af mikilli skuldsetningu sjávarútvegsins og hvernig eigi að bregðast við henni. Við erum til- búin til að stíga þessi skref, en viljum fara hægt í sakirnar og þá í mesta lagi byrja á Búnaðarbank- anum," segir Guðjón. Smáatriðln enn ófrágengin Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra leggur áherslu á að það er búið að liggja fyrir allar götur frá því í desember að til þessa frumvarps kæmi eða frá því horfið var frá samruna bankanna. „Eg hygg að þessi áform séu hiö besta mál. En ég hef jafnframt tekið fram, að salan muni að sjálfsögðu taka mið af markaðinum og að- stæðunum í þjóðarbúskapnum. Þessi atriði munu ráða því bvern- ig verður farið f söluna og hversu hratt hún gengur fyrir sig. Það er enda alls ekki meiningin að selja bankana hvernig sem er og fyrir hvaða verð sem er. Þetta er fyrst og fremst markmið og smáatriðin enn ófrágengin." Valgerður tekur ekki undir þau orð Össurar Skarphéðinssonar að erlendir aðilar bíði ekki í röðum eftir því að fjárfesta hér á landi. „Össur veit ekki manna mest urn það. Miðað við það sem sumir kunnáttumenn sögðu, þegar verð- mætið var í hámarki, þá ættu þessar eignir að seljast einn, tveir og þrír," segir viðskiptaráðherra. Hún segir það sína skoðun að hluti af andvirði bankasölunnar eigi að renna bcint til byggðamála. linuríiorðí onrggissKpi? Er hugsanlegt að þeir sem búa á lslandi í ná- grenni við háspennulín- ur verði fyrir heilsu- skaða? Þessa spurði Drífa Hjartadóttir (D) á Alþingi í gær og vísaði í breskar rannsóknir, þar sem viðurkennt er að skoðað málið náið og Finnar athugað 170.000 börn og ung- linga sem bjuggu innan við 500 metra frá há- spennulínu. Niðurstaða þeirra væri að slík ná- lægð ylli ekki aukinni hættu á krabbameini. Ráðherra sagði jafn- börn sem búi í grennd Verða nýjar rannsókn- ________^ ^ við háspennulínur ir tilþess að rafmagn framt a(ý ís[ensk heil- kunni hugsanlega að verði i auknu mæli brigðisyfirvöld og eiga meiri hættu á feg? i jörð? Geislavarnir ríkisins krabbameini en önnur börn. Drífa vildi einnig vita hvort íslensk stjórnvöld hefðu hugsað sér sað láta gera faraldsfræðilega athugun á þessum málum innan- lands. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra varð til andsvara. Hún sagði þetta mál lengi hafa verið mönnunr hugleikið og sfðustu 3 áratugi hefðu fjölmargar rann- sóknir verið gerðar um þetta. Slík- ar rannsóknir væru vandasamar og erfiðar. S\íar og Finnar hefðu t.d. fylgdust mjög vel með athugunum erlendis en íslenska fámennið gerði það að verkum að erfitt væri um vik að rannsaka þessi tnál sérstaklega hérlendis. Katrín Fjeldsted (D) tók undir orð Dn'fu Hjartardóttur og spurði hvort niðurstöðurnar sýndu ekki að lslendingar ættu í auknum mæli að grafa Iínur í jörð. Kolbrún Halldórsdóttir sagði að fólk væri misnæmt fyrir áhrifum rafsegul- sviös og þess vegna ætti að hafa varúðarregluna til hliðsjónar. — BÞ I Prenttorg er alhliða prentsmiðja sem tekur að sér hverskonar prentverk og prentþjónustu. Prenttorg býðurm.a. uppá umbrot, filmuvinnslu, prentun, bókband, sölu á allskonar pappír, umslögum og mörgu fleiru. Prenttorg býðuralla velkomna í viðskipti til sín, bæði fyrirtæki og einstaklinga. Prenttorg er til húsa að Hjalteyrargötu 2 (sama hús og Límmiðar Norðurlands) A.T.H. Prenttorg hefur yfirtekið vélar og tæki Prentmanna (áður Pedit) svo og filmur og prentplötur gamalla verkefna. Prent/f^ Hjalteyrargötu 2 • 600 Akureyri Sími 462 1669 • Fax 462 4169 Netfang prettorg@est.is GSM 894 3912 Leifur . GSM 862 4258 Helgi lll

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.