Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 1

Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 1
I 1 Áslaug Einarsdóttir. Hún átti heima í ívarsseli meiri part ævi sinnar. sem nú er Seljavegur 19 og Ivars- sel Vesturgöta 66b sem í þessari grein verður fjallað um. ATHAFNAMAÐURINN ÍVAR BYGGIR Á SELSLANDI Ivar Jónatansson var fæddur á Æsustöðum í Mosfellssveit, en mun hafa alist upp á Alftanesi. Kona hans var Olöf Bjarnadóttir ættuð úr Landeyjum. Ivar var oft kallaður ívar ríki, líklega vegna þess að um tíma átti hann hús- eign í Aðalstræti. í desembermánuði árið 1869 fékk ívar leyfi til að byggja sér hús á landi Sels, fvrir neðan Litla - Sel, 1 1x7 álnir að grunn- fleti. I samantekt um Ívarssel i Arbæjarsafni þar sem vísað er til brunavirðingar á húsinu frá 1874, segir að húsið sé byggt af bindingi múruðunt með holta- grjóti, klætt utan með borðum á þrjá vegu cn suðurgafl með hell- um á plægðum horðum og með helluþaki á plægðri borðasúð. Þá voru í húsinu fjögur íbúðarher- bergi auk eldhúss. Húsið mun vera elsta hús í Vesturhæ Reykja- víkur og þótti mjög reisulegt í samanburði við litlu torfbæina sem voru í nágrenninu. I virðingu sem gerð var á hús- inu þann 26. febrúar 1919 kem- ur fram að búið er að klæða þak- ið með járni en hellur eru enn utan yfir borðaklæðningu á suð- urgafli. A aðalhæðinni eru þrjú íbúðarherbergi, eldhús og gang- ur. Allt þiljað að innan og tvö herbergin með brjóstþiljum að neðan en efri hluti veggja er klæddur striga og pappa á blind- Iistum og málað. Loftin eru ein- föld með klæddum bitum. Sjá framhald á hls. 3 ÍVARSSEL Árið 1379 var Sel í eigu Víkur- kirkju, en upphaflega var þar sel- staða frá jörðinni Vík. Litlar heimildir eru um Scl fram til 1 703 en þá er getið um býlið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Þá var einn ábú- andi í Seli sem greiddi landskuld til bóndans í Vík. Lending var talin sæmileg í Selsvör og reka- von nokkur. Mörg örnefni voru í landi Sels og má af þeim ncfna Bráðræðisholt, Lágholt, Lág- holtstanga sem var norðan við Bráðræðisholt en þar hafa orðið miklar breytingar vegna upþfyll- ingar. Það sama má segja um var- irnar sem tilheyrðu Seli eins og Litla - Selsvör, Mið - Selsvör og Stóra - Selsvör; þær eru nú allar horfnar vegna uppfyllingar og lætur nærri að gatan Ánanaust sé á þeim slóðum. Selsholt var á milli Hlíðarhúsamýrar og Bráð- ræðisholts. Selsmýri var mýrar- svæði sunnan Selsholts. Björns- holt var á þeim slóðum sem byggðin á Melunum er. Árið 1809 var með konungsúr- skurði ákveðið að prestur skyldi vera í Seli. Þangað flutti dóm- kirkjupresturinn Brynjólfur Sí- vertsen sem hafði búið í Aðal- stræti 9, (Bergmannsstofu). Á þeim tíma sem presturinn llutti að Seli voru húsakynni þar lítil og Iéleg. Býlið Sel var innlimað í Reykjavík þegar lögsagnarum- dæmið var fært út árið 1835. Nokkru síðar eða um I 860 seldi kirkjan það og nokkur býli á Bráðræðisholti. Selsbæirnir \'oru fimm að tölu, Stóra - Sel scm stendur enn og var liluti bæjarins reistur árið 1885, telst nú Holts- gata 41 b. Litla -Sel ogjórunnar- se! á Vesturgötu 61. Mið - Sel Vesturgata 66b ivar Jónatansson. Helga ívarsdóttir þegar hún var i Kvennaskólanum. Helga er þriðja frá vinstri. Úlöf Bjarnadóttir. L

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.