Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 6

Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 6
VI- LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MINNINGARGREINAR Klara Tryggvadóttir I haust sem leið, leyfðu forlögin mér að heímsækja föðursystur mína Klöru Tryggvadóttur og bónda hennar Isak Sigurgeirsson á heimili þeirra að Litlahvammi 7 á Húsavík . Rjart og fagurt ein- býli við elliheimilið, sem Húsvík- ingar, svo myndarlcga, búa öldruðum hjónum úr grenndinni. Þetta reyndist verða síðásta skiptið sem ég hitti mína kæru föðursystur. Erindið var að biðja hana að fræða mig um fortíðina. Þegar ég kom, hafði hún búið okkur ljúffenga matarveislu og engu gleymt þó komin væri á tí- ræðisaldur. Svo settumst við Klara í stof- una að spjaila, en ísak þvoði upp og gekk frá í eldhúsinu. Svona voru móttökurnar hjá öldungun- um - skiptu með sér húsverkun- um eins og ungu hjónin í dag. Lengst af bjuggu þau að Und- irvegg í Kelduhverfi. Þangað kom ég nokkrum sinn- um nteðan þau bjuggu. Mér er í barnsminni lágreistur, hlýlegur torfbærinn í sólargeisl- unum undir voldugum gjáveggn- um í skugganum bakvið. Blár himininn yfir og sólgljáð fagurgrænt túnið f forgrunninn. (I æsku sá ég bara björtu hlið- arnar- það beið seinni tíma að koma auga á erfiðleika Iífsbarátt- unnar) Það var heldur ekki í kot vísað hjá þeim Klöru og Isak á Undir- vegg þó salarkynni þættu trúlega rýr í dag. Viðmót þeirra var aukinheldur þannig að öðrum leið vel í návist þeirra. Heimsóknir á Undirvegg voru því ávallt tilhlökkunarefni sem aldrei sveik. Frá þessum gamla bæ - úr torfi, grjóti og dálitlu timbri (án flests sem við nú teljum nánast meðfædd þægindi, nema etv. skjólið) - átti hún frænka mín sínar ljúfustu endurminningar. „Maður var ungur og hraustur og taldi sig geta allt" sagði hún. Þegar búið var að „sandskúra" gólfið, sópa göngin og hlaðið ("þá sópaði maður hlaðið eins og göngin -þegar þurrt var“) setja birkigrein í vasa á stofuborðið - ilmurinn fyllti húsið og fagur- grænt Iaufið Iýsti í sólargeislun- um úr glugganum - þótti henni ekkert skorta. frá Undirvegg Önnur mynd, sem hún brá upp, var frá jólum, þcgar elsti sonurinn kom í fyrsta skipti, með verðandi brúði í hemsókn. í rökkvaðri stofunni hafðí kert- um verið raðað á þverbita sperr- anna. Svo birtist unga konan, í sínum fagurrauða kjól, (úr afhýsi úr stofunni, sem voru einu salar- kynnin í bænum sem leyfðu hlýju og fullkomið næði til fataskipt- anna) sveipuð töfrabirtu kert- anna „eins og drottning" sagði hún frænka mín. Þá trúi ég litla stofan Undir- vegg í Kelduhverfi hafi jafnast á við veglegustu sali í hugskoti við- staddra. Þrátt fyrir rennandi vatn, raf- magn og miðstöðvarkyndingu í nýja, trausta, rúmgóða og hlýja bænunt, grét yngsta dóttirin á fyrstu jólum , af söknuði yfir jól- unum úr þeim gamla. Þegar ég ynnti Klöru eftir hjálplegustu heimilistækjum nefndi hún fyrst „þvottabrettið". Nú eru þeir trúlega færri en hin- ir, sem vita hvað það var. Eg innti hana líka eftir mennt- un. Þá nefndi hún stuttlega þá tvo mánuði sem henni hlotnuð- ust (í farskóla á Hólsfjöllum) „og talaðu svo ekki meir við mig um menntun". Það hefur verið sárt fyrir greinda og námfúsa stúlku að eiga þess engan kost að mennta sig. Hún gerði það því sjálf og las við tunglsljósið í glugganum á kvöldin. Það eina, sem hún var bitur yfir, þessi síðustu 93 ár, var virð- ing og aðbúnaður almúgakvenna á hennar yngri árum. Klara hafði mikið yndi af Ijóð- um og var sjálf afbragðs hagyrð- ingur, þó hún segði það varla nokkrum utan sinna nánustu.. Ég vissi hve fróð hún var og spurði því hvort hún kynni vísu, sem móðir mín fór með fyrir mig á sínu dánarbeði. Þetta voru kveðjuorð ungs manns sem var að devja úr tær- ingu. Ekki þekkti hún vísuna né höfundinn. Þegar ljóðlínan rifjaðist upp fyrir mér, var það um seinan, en þessi fáu orð eru svo fagurlega meitluð að jafnvel nú er ekki of seint að skrá þau þó samtölum okkar sé lokið, hérna megin amk. Hér er mér ei framar fritt, frýs í æðum hjartablóð. Breiddu nú ofan á barnið þitt brekánið græna móðirgóð. Eg þakka forsjóninni þennan síðasta fund okkar í haust, sem og alla þá fyrri, og bið guð að blessa Isak og þau hin sem eiga um sárt að binda. Kristinn Helgason. Kristján Guimar Magnússon Frændi minn ljúfi og nafni er dáinn. Mér leið eins og ég hefði verið rekinn hnífi er mér var tjáð að Diddi frændi minn hefði látist af slysförum, og ég vonaði að mér hefði misheyrst herfilega. Þetta var því miður orðið og ég starði sljóum augum til himins og hvíslaði, guð minn hvað ertu eiginlega að hugsa ? Það veit víst enginn því þetta var svo tilgangslaust, ósanngjarnt og skelfilegt. Hann féll frá í blóma lífsins ekki orðinn 29 ára og faðir þriggja ungra barna. Verra getur það víst ekki orðið. Mér fannst ég alltaf eiga smá einkahlut í honum því ég hafði það fyrir mig og gortaði af því þegar enginn heyrði sem vissi betur að móðir hans og systir mín hefði skírt hann í höfuðið á mér og ég ætla að halda því áfram sama hvað hver segir. Við Diddi hittumst oft heima hjá foreldrum hans Systu systir minni og Madda mági mínum þar sem við hjónin erum tíðir heimiliskettir. Fleimili þeirra hjóna er ævinlega mannmargt og alltaf er hægt að ganga að því sem vísu að hitta eitt eða fleira af börnum þeirra þar og barnabörn- in oft fleiri en eitt og tvö. Diddi var ötull við að hjálpa foreldrum sínum og launa þeim þannig allt barnapassið. Pabbi hans gat alltaf reitt sig á að fá aðstoð son- ar síns við lagfæringar og nýsmíði þegar þess þurfti og var þar ekki í kot vísað með þessa líkamsburði sem hann hafði. Hann var með eindæmum duglegur til allra vinnu, ég veit að hann vann erfiða vinnu og mikla en þessi sterki skrokkur virtist samt alltaf eiga eftir nóg til að rétta öðrum hjálparhönd þó vinnudagurinn væri oftast langur og strangur. Við áttum óvænt tveggja manna tal í október s.l. er við fengum okkur kaffi saman í Esso skálanum á Húsavík, ég var þar á gegnumkeyrslu vegna starfs míns og var að taka olíu þegar heyrðist kallað glaðlega, „þú ert nú alveg blindur og heyrnarlaus, ég er bú- inn að vera að flauta á þig og þú tekur ekki eftir neinu, á ég að þurfa að setja á þig loftflauturn- ar?“ Og þarna sat nafni við stýrið á vöruflutningabíl svo stórum að hann virtist aldrei ætla að enda, og var býsna sposkur á svipinn. Við áttum síðan notalega stund frá erli dagsins og ræddum sam- eiginlegt áhugamál okkar beggja, stóra bíla. Margar góðar minningar á ég um frænda minn, og minningin um hann mun ylja okkur öllum, minningin um drenginn góða sem alltaf var síbrosandi, sem færði okkur birtu og gleði með nærveru sinni og lífsgleði. Elsku Ella, Sibba, Helga og Gunnar guð gefi ykkur styrk til að sigra sorgina og missinn, og elsku Systa og Maddi, Vala, Baddi og þið hin systkinin sem eruð ekki á Akureyri, guð blessi ykkur og gefi ykkur aftur gleði að lokum. Þú skildir eftir Ijós, sem aldrei slokknar Ijós sem lýsir dapra daga, Það lýsir sporin þín, spor drengsins Ijúfa Ijós minningana. Þú skildir eftir Ijós. Kristján Gunnarsson og fjölskylda. Jón Ólafsson Eystra-Geldingaholti Það er mikil auðlegð að eignast vináttu fólks, sem leggur fram allt það besta er í hjarta þess býr og ræktar vináttuna þannig að aldrei slái fölva á . Þetta kom mér í hug þegar ég settíst niður til að setja á blað nokkur kveðjuorð til vinar míns Jóns í Geldingaholti. Þetta var svo rfkur og eðlilegur þáttur í lífi hans. Hann átti trausta og trygga vini um land allt sem hann heimsótti þegar færi gafst eða talaði við þá í síma . Það sem heillaði mig mest var að sjá og finna hvað vináttusam- bandið við unglingana og vinnu- fólkið, sem var þar ár eftir ár, var náið, umhyggjan og ástúðin mik- il sem hann fékk ríkulega endur- goldið. Það stendur mér Ijóslif- andi fyrir sjónum er Gísli á Sleitustöðum ók bifreið sinni í hlað á Hólum fyrst í október 1944 með nýnema í skólann. En þeirra á meðal var Jón kominn til að búa sig undir draumaævistarf- ið. Þarna áttum við eftir að lifa viðburðaríkan vetur, með ein- stökum skólafélögum og kennur- um sem lögðu sig fram um að miðla reynsiu sinni og þekkingu. Ekki var mikið hægt að bæta við þekkingu Jóns er laut að ræktum íslenska sauðfjárins, man ég ekki betur en hann hafi fengið þá hæstu einkunn sem hægt var að fá f því fagi. Hann sýndi það sem bóndi að hann var í fremstu röð fjárræktarmanna. Jón var frjór í hugsun, félagslyndur með af- brigðum, líflegur og skemmtilcg- ur félagi. Það fengum við þrír Tungnamenn, scm vorum her- bergisfélagar á Hólum, að reyna er við nutum óteljandi skemmti- lcgra heimsókna hans. Stundum gat orðið ansi líflegt þegar mál- efni líðandi stundar voru til um- ræðu. Jón hafði skoðanir á mönnum og málefnum, var einn helsti talsmaður Sjálfstæðis- flokksins í skólanum, síðan varð hann sterkur hlekkur í störfum fyrir flokkinn. Þökk sé honum fyrir að eiga þátt í að koma á fimmtíu ára samfundum okkar félaga á Hólum. Það hlýtur að hafa verið gleðidagur í Geldinga- holti þegar Jón kom heim með þekkingu og aukið víðsýni tilbú- inn að feta í fótspor feðranna. Fyrst með foreldrum sínum, en síðan kom inn f líf hans Margrét Eiríksdóttir frá Steinsholti. Hún hafði hlotið í arf allar þær dyggð- ir scin mest máttu prýða góða húsfreyju. Sigldi lífsfleyinu sterk og örugg með Jóni í fimmtíu ára hjónabandi. Enda hefur farsælu starfi verið skilað í hverskonar uppbyggingu eins og sjá má í Geldingaholti, glæsilegu stórbýli með vel ræktaðan og afurðasam- an bústofn, sem var stolt Jóns. Hann var óþreytandi í félags- málastörfum fyrir sveit sína og hérað svo og bandastéttina, þetta veitti honum sanna Iífsfyllingu. Fyrir þessi störf og margt annað var hann sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku „Fálkaorðu". Jón var vel ritfær og hafði gott vald á íslenskri tungu, ritaði oft fundargerðir fyrir hin ýntsu félög og sendi skemmtilega fréttapistla í Morgunblaðið fyrr á árum. Jóni voru afréttir og náttúru- verndarmál afar hugleikin. Hann hafði frá unga aldri farið í fjall- ferðir, ævinlega á góðum smala- hestum, þekkti hvert kennileiti, kannski mætti segja hverja þúfu. Mér skildist alltaf að þessar oft svo crfiðu ferðir enduðu sem æv- intýri hjá Jóni. Honum líkaði ekki að fólk, sem taldi síg vera sjálfskipaða verndara hálendis- ins, kenndi sauðkindinni um ef gróður þreifst ekki á einhvcrjum svæðum. Jón taldi að nýting og gæsla afréttanna væri best komin í höndum bændanna. I Geld- íngaholti var jafnan gestkvæmt og öllum tekið með mikilli alúð og rausn við stóra borðstofuborð- ið sem var oft þétt setið. Rfkti gleði gestgjafanna þannig að öll- um leið vel þannig vildi Jón hafa það. Þó Jón hafi átt við heilsu- brest að stríða síðustu árin fékk hann að halda andlegri reisn til hinstu stundar. Fjölskyldunni í Geldingaholti votlum við Maja innilega samúð okkar. Vinur er kvaddur hinstu kveðju. Björn Erlendsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.