Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 4

Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 4
IV- LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MINNINGARGREINAR Stefán ÞengiU Jónsson Stefán Þengiil. í minningunni er hann ævintýramaður sem birtist íyrirvaralaust, renndi um hásum- ar í hlað heima á Öndólfsstöðum og lífið í sveitinni hans gömlu fékk á sig annan blæ. Reykjadal- ur á sjötta áratug liðinnar aldar. Stefán Þengill, heimsmaðurinn, kominn alla leið sunnan úr Reykjavík til að anda að sér sumrinu fyrir norðan. Með tón- listina í farteskinu, draumana og ævintýraþrána í brjóstinu. Settist við píanóið í stofunni og spilaði, Iét okkur krakkana syngja fyrir sig. Hló og gantaðist. Hafði farið til útlanda, séð blámenn og vilji- dýr, gat brugðið fyrir sig út- lensku. Fannst jafnleið- inlegt og okkur krökkunum að puða í heyskapnum frá morgni til kvölds. Fór með allan skarann í sund á Laugum, kaffærði okkur strákana, keypti handa okkur sælgæti á eftir og lét okkur hlæja eins og vitleysinga. Þegar heim var komið sentist hann svo kannski upp í fjós til að bragða á síldarmjölinu í fóðurgeymslunni og fá sér nokkra gúlsopa af spen- volgri mjólk. Naul ómældrar að- dáunar níu ára pjakks sem átti erfitt með að renna síldarmjölinu niður. Það fylgdi honum sífellt glens og gaman. Augun full af gáska. Fettur og brettur framan í smákrakkana til að láta þau hlæja eða gráta. Stríðnari en andskotinn, en ekki hægt að erfa það við hann. Jafnvel þegar hann tók sig til og snoðklippti mig einn daginn fannst mér það alveg frá- bært, þótt foreldrum mínum stæði hreint ekki á sama. Þetta voru sólrík sumur og mikið um gestakomur. Stefán Þengill og fjölskylda, fastir Iiðir eins og venjulega, í græna herberginu sem lengi vel var kallað Steþba- herbergi. Stundum komu svo gestir til þeirra og sfðan fólk til að hitta gestina. Það voru eigin- lega gestir út um allt, börn og fuliorðnir, tjaldað í túninu. Líf og fjör þegar nálgaðist töðugjöld. Við vissum að hann drakk stund- um brennivín. Þá varð hann glaðværari en endranær, hrekkj- óttari og ærslafyllri. AuðHtað! Þannig áttu ævintýramenn að vera. Hann gcrði líka óspart grín að því sem var hversdagslegt og venjubundið. Og ósjálfrátt fékk maður hugboð um að heimurinn sem var handan \að heiðar og vötn væri fullur af furðum og æv- intýrum. Ekkert var lengur með kyrrum kjörum. Stefán Þengill, svartskeggjaður garpur sem stundaði líkamsrækt, átti forláta boxhanska og æf- ingagorma til að þenja vöðvana. Bauð stráklingi í krók og krumlu og kunni víst ekki að hræðast neitt. Mikilfengleg röddin sem hefði átt að sigra heiminn fyllti húsið, hláturinn ógurlegi magn- aði stemninguna og í raun atger- við allt. Var hann ekki sannur víkingur að upplagi? Hetja á horð við Egil sterka eða Gunnar á Hlíðarenda? Eitt sumarið var með honum í för Japanssigldur júdókappi sem skrifaði nafnið sitt með táknum á hálfa síðu í gesta- bókinni. Þeir sýndu okkur fram- andi fangbrögð á grænum blett- inum sunnan við hús. Minningar um ferðir í Dimmu- horgir, Grjótagjá, Námaskarð, Ásbyrgi, Laxárdal og einu sinni í Möðrudal. Við hlustuðum á fjörgamlan bóndann söngla há- stöfum og spila undarlega, öfug- snúna tónsmíð á orgelið í kirkj- unni. Og veiðiferðir á Másvatn heyrðu líka sumrinu til. Svo liðu tímar, krakkar uxu úr grasi, fóru burt og út í heim. Sumir í ævintýraleit. Ekki laust við að einhverjum dytti meira að segja f hug að feta í spor frænd- ans sem hafði eitt sinn stefnt að ódauðleika. Einboðið að halda á vit ævintýranna. Þannig er lífið. Hetjur æskuáranna halda velli þrátt fyrir allt. Ævintýramaðurinn hætti ekki að vera ævintýramaður þótt tím- arnir breyttust og mennirnir sum- ir hverjir. Og þótt lífið væri ckki alltaf jafnleiftrandi af galsa og stráksskap hrá gléttninni í augun- um fyrir oftar en ekki. Meira f\'r- ir tilviljun að við hittumst. Löngu seinna eitt samtal f trúnaði um listina að lifa. Og enn liðu ár. I seinni líð nokkur óvænt og stund- um einkennileg símtöl, flest svo- Iítið endaslepp, en þó tími fyrir hlý orð sem skiptu máli. Myndbirting hugans. Stefán Þengill, glaðbeittur eins og forð- um daga, á leið út úr hrollköldum vetri, heim í norðlenska sumarið. Ævintýrið á enda. Það heyrist hlátur í fjarska, hljómmikil syngj- andi rödd og síðan hetjuleg þögn. Aðalsteinn Asberg Sigtirðsson. FYRSTUR MEÐ FRETTIRIMAR vavar'Ei EjigurÖEJEjaricir Gegri fíkriÍEjfriurri v/ww. vorrex. io/ociyno I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.