Dagur - Tíminn Akureyri - 03.01.1997, Page 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 03.01.1997, Page 5
|Dagur-®ammt Föstudagur 3. janúar 1997 - 5 F R E T T I R Akureyri Nýársdagur markaði tímamót hjá félags- og fræðslu- sviði Akureyrarbæjar en þá var Svæðis- skrifstofa um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra lögð niður. Skrifstofan hefur starfað á Akureyri frá 1985 til árs- Ioka 1996 en Akureyrar- bær tekur við allri ráðgjafar- þjónustu við fatlaða á Eyja- fjarðarsvæðinu í tengslum við samning við ríkið um hlutverk bæjarins sem reynslusveitarfé- lag. Með því stígur Akur- eyrarbær skrefi lengra en önnur reynslusveitar- félög en for- senda þess var að þjónusta Svæðisskrif- stofu um mál- efni fatlaðra væri góð. Frá áramótum fær- ast verkefni félagsmálastofnun- ar undir ráðgjafardeild og verk- efni sambýlis og öldrunardeild- ar undir búsetudeild. Á félags- og fræðslusviði starfa þá at- vinnudeild, deildarstjóri Rögn- valdur Símonarson; búsetu- deild, deildarstjóri Björn Þór- leifsson; ráðgjafardeild, deild- arstjóri Guðrún Sigurðardóttir; leikskóladeild, deildarstjóri Ingibjörg Eyfells; skóla- og menningardeild, deildarstjóri Ingólfur Ármannsson og íþrótta- og tómstundadeild, deildarstjóri Eiríkur Björn Björgvinsson en félagsmála- stjóri er Valgerður Magnúsdótt- ir. Hjá félags- og fræðslusviði eru nú liðlega 600 stöðugildi en um 2 þúsund manns eru á launaskrá. Öll þjónusta verður þrátt fyr- ir þessar breytingar til staðar sem áður en með samskipan fatlaðra við samfélagið verður hagstæðara að nýta þá íjármuni betur sem til málaflokksins renna og möguleikar aukast á auk- inni þjónustu. Ný verkefni á vegum Akur- eyrarbæjar sem reynslu- sveitarfélags eru auk mál- efna fatlaðra, öldrunarþjón- usta og rekstur heilsugæslu- stöðvar og koma til þeirra verk- efna um 600 milljónir króna frá Með samskipan fatlaðra við samfélag- ið verður hagstæðara að nýta þá fjármuni sem til málaflokksins renna og þjónusta ætti að aukast. Valgerður Magnúsdóttir félagsmálafulltrúi og Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður reynslusveitarfélagsverkefnis Ak- ureyrarbæjar, aðstoða Bjarna Kristjánsson, framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra, við flutning úr Glerárgötu 26, en skrifstofan hefur verið lögð niður og þjónustan veitt af Akureyrarbæ. Þremenningarnir hafa verið í verkefnastjórn um yfirtöku á málefnum fatlaðra á Eyjafjarðarsvæðinu. Mynd-.es ríkissjóði. í verkefnisstjórn vegna yflrtöku á málefnum fatl- aðra hafa setið frá því í febrú- armánuði Valgerður Magnús- dóttir, félagsmálastjóri, Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður reynslusveitarfélagsverkefnis- ins og Bjarni Kristjánsson, frá- farandi ‘ framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra, sem tekur senn við starfi framkvæmdastjóra Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. GG Svæðisskrifstofan lögð niður Austfirðir Byggðasamlag um eitt skíðasvæði Bæjarráð Seyðisfjarð- arkaupstaðar fékk ný- lega til umsagnar samning um byggðasamlag Seyðisfjarðar, Egilsstaða og Fellabæjar um rekstur og uppbyggingu skíðasvæða í Fjarðarheiði auk rekstrar- áætlunar. Bæjarráð sam- þykkti eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn Seyðisfjarð- ar samþykkir fyrirliggjandi samning um byggðasamlag Seyðisfjarðar, Egilsstaða og Fellabæjar um rekstur og uppbyggingu skíðasvæða á Fjarðarheiði. Ennfremur samþykkir bæjarstjórn Seyðisfjarðar með tilvísan til sveitarstjórnarlaga um byggðasamlög að veita bæj- arstjóra heimild til að ábyrgjast lán allt að upp- hæð 5,3 milljónir króna sem byggðasamlagið tekur í Búnaðarbankanum á Egils- stöðum til kaupa á snjótroð- ara. Ábyrgðin skiptist milli aðila I hlutfalli við íbúaflölda. GG Akureyri Jón HaJlur til ÚA Jón Hallur Pétursson hefur verið ráðinn for- stöðumaður ijárhags- sviðs ÚA frá 1. febrúar nk. Hann mun hafa með hönd- um fjármálastjórn, skrif- stofustjórn auk þess sem netaverkstæði og mötuneyti heyra undir ijárhagssvið. Jón Hallur er viðskiptafræð- ingur frá HÍ 1985, starfaði hjá Deutsche Banki í Saar í Þýskalandi en hefur verið framkvæmdastjóri Kaup- þings Norðurlands frá 1987. GG Leiðrétting Einhleypur og bamlaus Ifrétt í blaðinu fyrir áramót um meint morðmál f Ilafn- arfirði, sagði að Hlöðver heitinn Aðalsteinsson hefði verið fráskilinn. Hið rétta er að Illöðver var alla tíð einhleypur maður og átti ekki börn. Dagur-Tíminn leiðróttir þessa missögn og biðst afsök- unar á. Gallup-könnun Islendingar svart- sýnir á verkföll Mun meiri bjartsýni er ríkjandi í löndum heims nú en í fyrra, sam- kvæmt könnun sem Gallup Int- ernational lét fara fram í flest- um löndum heims í byrjun des- ember. Brasilíumenn eru bjart- sýnastir allra þjóða og telja tveir af hverjum þremur þeirra að hagur þeirra vænkist frá því sem var í fyrra. í könnuninni var spurt al- mennt um mat á högum manna á þessu ári miðað við síðasta ár, verkföll og átök á vinnumark- aði, deilur í alþjóðamálum og líkum á því að heimsstyrjöld brjótist út á næstu tíu árum. Danir eru bjartsýnastir Norðurlandaþjóða og telja hag sinn fara batnandi á árinu þó að þjóðirnar séu reyndar allar á svipuðu róli hvað bjartsýnina snertir. íslendingar skera sig þó úr hópnum því að meirihluti, eða tæp 60 prósent, telja að verkföll og deilur á vinnumark- aði aukist á næsta ári. fbúar í Hong Kong, sem voru svartsýnastir allra þjóða í fyrra, eru mun bjartsýnni nú. Svart- sýnustu þjóðir eru hins vegar í Austurríki, Hondúras, Simbab- we, Ungverjalandi, Tyrklandi og Slóvakíu. Innan við fimmtungur þessara þjóða taldi að árið 1997 yrði betra en 1996. Almennt séð telja þjóðir heims að deilur I alþjóðamálum verði meiri á þessu ári en því síðasta. Sérstaklega eru Evr- ópubúar svartsýnir á frið á al- þjóðavettvangi. -GHS / °PÍnit fyrirlestur Laugardaginn 4. janúar 1997 munu Halldóra Arnar- dóttir halda opinn fyrirlestur við Háskólann á Akur- eyri. Hefst fyrirlesturinn kl. 14 og verður í stofu 16 í húsnæði háskólans við Þingvallastræti 23. Halldóra Arnardóttir er Akureyringur að uppruna en hefur dvalið við nám og störf erlendis urn tíu ára skeið. Hún nam listasögu við University of Essex þaðan sem hún lauk BA prófi. Halldóra lauk síðan meistaraprófi í sögu nútíma byggingarlistar frá Bart- lett School of Architecture and Planning, University College í London. Fyrirlesturinn sem Halldóra nefnir „Arkitektar bjóða til veislu“ fjallar um stöðu arkitekta og hvaða tækniframfarir hafa gert það að verkum að skynjun manna á veröldinni breytist um leið og heimurinn smækkar. í lok erindisins leiðir Halldóra hugann að því hvernig lega íslands fær aðra merk- ingu og möguleikar landsins verða meiri með tilliti til tækniframfara nútímans. Fyrirlesturinn er öllum opinn.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.