Dagur - Tíminn Akureyri - 03.01.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Akureyri - 03.01.1997, Blaðsíða 12
Jbtgur^Emram Föstudagur 3. janúar 1997 Magnús Jónsson veðurfrœðingur Reykjavík °C 10 5- 0- -5 Lau Sun Mán -10 - 5 0 N2 S 3 S 4 S 4 55 SSA 3 S 4 SSA B SSA 6 Stykkishólmur Bolungarvík Sun Mán mm -10 - 5 SV3 SSV3 SSV3 SSV4 SSV4 SSV2 SSV3 S 3 S 3 Blönduós Lau Sun SV2 SSV 3 SSV 3 SSV3 S4 SSV2 SSV3 S 3 S 3 Akureyri 5- 0- Sun Mán f3rj mm Egilsstaðir SV2 SV2 VSV2 SV2 SSV3 V 2 VSV2 VSV3 SSV4 Kirkjubæjarklaustur 5- 0- Sun -10 - 5 0 Stórhöfði !? Lau Sun Mán Þri mm_ 10-1-------- --------- --------- ---------1-15 S 6 S7 56 S8 Candy uppþvottavél C4810 5 þvottakerfi • Sérstaklega hljóölátar • SparnaSarrofi Frábært verð kr. 54.590 KAUPLAND 0 Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Hæg vestlæg átt eða breytileg átt. Skýjað með lítilsháttar súld á stöku stað vestanlands en þurrt annars staðar og víðast bjart veður um landið austanvert. Sumsstaðar vægt frost í bjartviðri inn til landsins en annars hiti á bilinu 1 til 5 stig. Næstu vikuna lítur út fyrir suðvestlægt blíðviðri sem ekki er alveg í takt við árstímann en kannski í takt við dagtímann. ■■■■■ IÞROTTAMAÐUR ARSINS Jón Amar kjörinn í annað sim Jón Arnar Magnússon var í gær útnefndur íþróttamað- ur ársins í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Jón Arnar tók við verðlaunum sínum á Hótel Scandic Loftleiðum í gær- kvöldi. Þetta er annað árið í röð sem Jón Arnar hlýtur nafnbót- ina íþróttamaður ársins. Það sem hæst ber hjá Jóni Arnari á árinu er eflaust frammistaða hans á Ólympíu- Geir Sveinsson leiddi íslenska landsliðið í handknattleik í gegnum riðlakeppni HM. leikunum í Atlanta. Hann hafn- aði í 12. sæti í tugþrautar- keppninni á nýju fslandsmeti, 8274 stigum. Þá varð hann í þriðja sæti á Evrópumeistara- mótinu innanhúss í sjöþraut og bætti eigið íslandsmet í grein- inni. Guðrún Arnardóttir, frjáls- íþróttakona úr Ármanni, hreppti annað sætið. Hún var skammt frá því að komast í úr- slit í 400 m grindahlaupi á Ólympíuleikunum, þar sem hún fékk tíunda besta tímann í greininni. Hún bætti íslands- metið í greininni tvívegis. Geir Sveinsson hafnaði í þriðja sætinu en hann hefur verið styrkasta stoð íslenska handknattleikslandsliðsins á ár- inu. Vala Flosadóttir, sem látið hefur að sér kveða í stangar- stökki, hafnaði í 4. sæti í kjör- inu. Hún er Evrópumeistari í stangarstökki og á heimsmet í unglingaflokki, bæði utan- og innanhúss. Þessir fjórir íþróttamenn voru í nokkrum sérflokki á ár- inu, sé tekið mið af atkvæða- dreiflngxmni í kjörinu sem fram hefur farið árlega allar götur frá 1956. Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmaður úr UMSS, var kjörinn íþrótta- maður ársins af íþróttafréttamönnum, annað árið í röð. Hér heldur hann á Guðrúnu Arnardóttur sem náði mjög góðum árangri á árinu og hafnaði í ÖðrU Sæti í kjörinu. Mynd: BGS Þau fengu atkvæðií kjörinu á Iþróttamanni ársins Sími 462 3565 • Fax 461 1829 Alls fengu 32 íþróttamenn atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins sem kjörinn var af íþróttafréttamönnum og skiptust atkvæðin þannig. Þeir íþróttamenn sem höfnuðu í tíu efstu sætunum fengu að launum veglega bókagjöf frá Máli & Menningu og þeir þrír efstu fengu auk þess verðlaunagripi til eignar. 1. Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður úr UMSS 335 2. Guðrún Arnardóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni 310 3. Geir Sveinsson, handknattleiksmaður með Montpellier 240 4. Vala Flosadóttir, frjálsíþróttakona úr MAI/ÍR 240 5. Birgir Leifur Hafþórsson, kylflngur úr Leyni 91 6. Birkir Kristinsson, knattspyrnumaður úr Brann 64 7. Teitur Örlygsson, körfuknattleiksmaður Njarðvík/Larissa 43 8. Kristinn Björnsson, skíðamaður úr Leiftri 34 9. Ólafur Þórðarson, knattspyrnumaður úr ÍA 33 10. Kristín Rós Hákonardóttir, sundkona úr ÍFR 32 11. Dagur Sigurðsson handknattleiksmaður úr Val/Wupperthal 28 12. Vernharð Þorleifsson, júdómaður úr KA 24 13. Rúnar Alexandersson, fimleikmaður úr Gerplu 17 14. Kristján Ilelgason, snókerspilari 15. -16. Bjarni Guðjónsson, knattspyrnumaður með ÍÁ 15.-16. Julian Róbert Duranona, handknattleiksmaður með KA 17.-18. Ásthildur Helgadóttir, knattspyrnukona úr Breiðablik 17.-18. Eydís Konráðsdóttir, sundkona úr SFS 19. Nína Björg Magnúsdóttir, fimleikakona úr Björk 20. -21. Ólafur Eiríksson, sundmaður úr ÍFR 20.-21. Þórður Guðjónsson, knattspyrnumaður með Bochum 12 11 11 10 10 9 6 6 Aðrir sem fengu atkvæði í kjörinu: 22.-24. Gunnar Oddsson, knattspyrnumaður með Leiftri, Haraldur Ingólfsson, knattspyrnumaður með ÍA/Aberdeen og Vanda Sigur- geirsdóttir, knattspyrnukona með Breiðablik - öll með fimm at- kvæði, 25.-28. Guðmundur Ilrafnkelsson, handknattleiksmaður með Val, Guðni Bergsson, knattspyrnumaður með Bolton, Heimir Guðjónsson, knattspyrnumaður úr KR og Karen Sævarsdóttir, kylf- ingur úr Golfklúbbi Suðurnesja, öll með fjögur atkvæði. 29. Martha Ernstdóttir frjálsíþróttakona úr ÍR þrjú atkvæði, 30.31. Bjarki Sig- urðsson, handknattleiksmaður úr Aftureldingu, og Guðmundur Stephensen, borðtennismaður úr Víkingi, hlutu sitthvort atkvæðið í kjörinu.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.