Dagur - Tíminn Akureyri - 03.01.1997, Síða 9

Dagur - Tíminn Akureyri - 03.01.1997, Síða 9
Jbtgur-'ffitmirat ÞJÓÐMÁL Föstudagur 3. janúar 1997 - 9 Áramótaávarp forsetans Ávarp Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands 1. janúar 1997. Góðir íslendingar. Við hjónin óskum ykkur öll- um gleðilegs árs og þökkum samfylgd og hlýhug á liðinni tíð. Stuðningur þjóðarinnar hefur verið okkur mikils virði og veitt okkur þrótt til að axla nýjar skyldur. Hvatning ykkar og góð- ar óskir hafa fylgt okkur til Bessastaða. Á þessum tíma árs býr ísland að sérstæðri fegurð. Þótt birtan vari skamma stund sveipar hún oft heimabyggðir í heillandi hjúp ævintýra og dulúðar. Við eigum öll minningar frá slíkum dögum. Á Bessastöðum slær vetrar- sólin gylltum bjarma á nes og tjarnir. Túnin eru í skartklæð- um og íjallahringurinn er búinn tign og glæsileika. Stimdum gera veðurguðirnir sig þó heimakomna og sækja að staðnum með kröftugum storm- hviðum. Verður þá fátt um skjól á berangri Bessastaða. Hér hefur sagan leikið á marga strengi og enn óma tón- ar fyrri tíma um setrið allt. Sér- hver morgunstund á þessum stað er áminning um atorku landsmanna og sterkar rætur sem gert hafa íslendingum kleift að halda áttum í aldanna rás. Á liðnu sumri fannst hér langeldur frá landnámstíð, traust steinhleðsla sem hlaðin var skömmu eftir að Ingólfur Arnarson hóf búskap í ná- grenninu. Vösk sveit ungra fornleifa- fræðinga gróf upp þetta eld- stæði frá árdögum íslands- byggðar og einnig stéttir, stein- hleðslur og smiðjugólf frá tím- um hins forna þjóðveldis, öld- um Sturlunga og hinnar kaþ- ólsku kirkju. Fyrr var talið að Snorri Sturluson hefði verið fyrsti bóndinn á Bessastöðum. Nú vit- um við að saga íslendinga í rösk 1100 ár hefur skilið hér eftir sig íjölmörg önnur verks- ummerki. Fornminjar á Bessa- stöðum og aðrar þjóðargersem- ar sem hér eru varðveittar þurfa að vera sýnilegar og að- gengilegar öllum landsmönn- um. Það er ekki aðeins með rannsóknum á fyrri öldum sem ungir fræðimenn og rithöfundar veita okkur nýja sýn á sögu okkar og uppruna. Um þessi jól komu út margar bækur sem varpa nýju ljósi á vanda þess og vegsemd að vera íslendingur. Þær marka nýja drætti í sjálfs- mynd þjóðarinnar og leggja drög að umsköpun hennar. Áræði og dirfska einkenna þessi verk. Þau sýna hug- myndaauðgi og hæfni nýrrar kynslóðar sem óhrædd tekur á arfleifð fyrri tíma og færir hana í klæði sem hæfa íslendingum á tíð breyttrar heimsmyndar. Aðferðir höfundanna eru vissulega ólíkar en einkennast þó allar af frumleika og skarp- skyggni. Einn býr til spegil úr um- sögnum erlendra ferðalanga á fyrri öldum og dregur þannig fram margt úr fari forfeðra okkar og formæðra sem við höfðum af skammsýni lítt hald- ið til haga en kann að vera hollt að hafa að veganesti á komandi tíð. Annar klæðist dulargervi heimsmannsins sem grann- skoðar íslenskt samfélag með gamansömu ívafi en vekur okk- ur þó smátt og smátt til alvar- legrar íhugunar um lögmál og kennisetningar sem við höfum til þessa talið í fullu gildi en geta reynst okkur íjötur mn fót í harðri glímu þjóðanna. Sá þriðji sækir nýjan skilning á íslenskum samtíma í skjala- söfn erlendra rikja og bræðir þannig klakabönd kalda stríðs- ins. I stað víggirðinga frá fyrri tíð, sem oft voru dregnar um þjóðfélagið þvert, eru með margvíslegum vitnisburði opn- aðar dyr að nýjum skilningi á mikilvægu skeiði í samtímasögu íslendinga. Þjóð sem fær í hendur á sömu jólahátíð skáldskap og fræðirit sem á svo skarpan hátt bæta nýjum dráttum í sjálfs- mynd hennar getur vissulega glaðst yfir frjóum sköpunar- krafti ungrar kynslóðar. Auk þeirra þriggja verka sem hér eru nefnd hafa mörg önnur gert þessa jólahátíð að sannkallaðri hugmyndaveislu. Ný kynslóð lætur til sín taka og ætlar sér stóran hlut í um- sköpun íslenskrar sjálfsvitund- Það er ekki jafn sjálf- gefið ogfyrr að nýjar kynslóðir telji eðlilegt að búa alla sína œvi á íslandi og gera okkar fagra land að œttjörð barna sinna. íslenska þjóðin á nú ífyrsta sinn í harðri sam- keppni við heiminn all- an um hug og hjörtu œsku landsins. ar. í fyrsta sinn frá landsnáms- tíð gengur fram á sviðið sveit ungra karla og kvenna sem veit að hún getur haft heiminn allan að athafnasvæði og haslað sér völl hvar sem er á jarðarkringl- unni. Hún vill þó greinilega eiga ísland áfram að heimkynnum ef henni tekst að ryðja hér nýjar brautir í viðskiptum og verk- kunnáttu, vísindum, fræðastarfi og listum. Það er ekki jafn sjálfgefið og fyrr að nýjar kynslóðir telji eðli- legt að búa alla sína ævi á ís- landi og gera okkar fagra land að ættjörð barna sinna. fs- lenska þjóðin á nú í fyrsta sinn í harðri samkeppni við heiminn allan um hug og hjörtu æsku landsins. Úrslitum getur ráðið í þeirri glímu að þau sem nú ráða för í þjóðmálum og viðskiptalífi og reyndar allir sem forræði hafa í stofnunum og samtökum átti sig í tæka tíð á nauðsyn þess að opna nýjum kynslóðum braut til áhrifa á öllum sviðum þjóðfé- lagsins, skapa ungu fólki að- stöðu til að geta nú þegar hafist handa við að umskapa ísland. Aðeins á þann hátt getum við virkjað sköpunarkraft nýrrar kynslóðar og tryggt þjóðinni sigur í þessari sjálfstæðisbar- átttu íslendinga, baráttu sem enn mun harðna á nýrri öld. Þeir sem efast um réttmæti þess að veita ungu fólki aðstöðu til úrslitaáhrifa ættu að líta til sögu okkar fyrr á öldinni og gaumgæfa einnig framgöngu þeirra íslendinga sem náð hafa heimsathygli á síðustu misser- um. Ung var sú sveit sem gaf sjálfstæðishreyfingu þjóðarinn- ar nýjan kraft um síðustu alda- mót. í ghmunni við heims- kreppuna nokkrum áratugum síðar var forystan í höndum þeirra sem ekki höfðu náð fer- tugsaldri. Um þessar mundir er enn yngra fólk að hasla íslandi völl í höfuðborgum heimsvið- skipta og lyfta grettistaki landi og þjóð til heilla með táknmáli tóna og mynda. Nýjungar sem skipt hafa okkur íslendinga sköpum á síðustu árum á svið- um tækni og lista, vísinda og viðskipta eru flestar sprottnar úr verkheimi þessarar ungu kynslóðar. Örlög íslands á næstu öld munu einkum ráðast af því hve fljótt hún fær svig- rúm til að ryðja nýjar brautir landi og lýð tÚ heilla. Það eru mannauðurinn og menntunin sem ráða mestu um samkeppnishæfni og lífskjör þjóða í framtíðinni. Niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar um kunnáttu nem- enda í raungreinum hljóta að vera okkur íslendingum áfall og áhyggjuefni. Þær ættu að vekja okkur til vitundar um breytta heimsmynd og raunverulega stöðu okkar. Við höfum talið okkur trú um að við værum í fremstu röð ásamt frændþjóðum okkar á Norðurlöndum. Nú kemur í ljós að þjóðir í Asíu skara fram úr Norðurlöndum öllum. Úrelt heimssýn hefur hingað til hald- ið huganum svo föngnum að margir hafa með nokkru yfir- læti litið niður á skipan menntamála í Asíu. Fyrir nokkrum árum var vakin at- hygli á því hér heima að líklega mætti margt af Asíuþjóðum læra. Nú blasa staðreyndirnar við. Við verðum að líta með hreinskilni í eigin barm. Allir sem bera ábyrgð í menntamál- um á fslandi þurfa að lýsa sig reiðbúna að endurskoða eigin verk, meta kenningar og skipu- lag, starfshætti og kennslugögn með opnum huga, fúsir til breytinga og nýrrar sóknar. Þótt margt megi reyndar bæta án nýs fjármagns er menntunin tvímælalaust arð- vænlegasta íjárfestingin. Þjóðir sem vanrækja þá undirstöðu úrskurða eigin lífskjör úr leik á samkeppnisvelli veraldarinnar. Þær eiga á hættu að einstak- lingar og fjölskyldur taki ein- Menntakerfið fóstrar ekki aðeins mannrétt- indi hverrar kynslóðar heldur einnig auðlegð landsins og sjálfstœði þjóðarinnar á nýrri öld. Menntunin fcerir okkur íslendingum einnig aukinn kraft í glímunni við náttúru- öflin eins og dœmin sýndu á liðnu ári. faldlega ákvörðun um að flytja burt og búa til langframa þar sem betri kjör eru í boði. Menntakerfið fóstrar ekki aðeins mannréttindi hverrar kynslóðar heldur einnig auð- legð landsins og sjálfstæði þjóð- arinnar á nýrri öld. Menntunin færir okkur íslendingum einnig aukinn kraft í glímunni við náttúruöflin eins og dæmin sýndu á liðnu ári. Oft er borið við skorti á fjár- munum þegar umbætur í skól- um landsins ber á góma. Valda- stofnanir bregðast skjótt við og binda milljarða í nýjum virkjun- um séu verksmiðjur í boði. Slík viðbrögð geta verið eðlileg en jafn nauðsynlegt er að hafa hugfast að menntun, hæfni og kunnátta unga fólksins er hverri þjóð betri fjárfesting en nokkuð annað. Um slíka niður- stöðu ríkir sátt í samfélagi hag- vísindanna. Við íslendingar verðum að ákveða fjármögnun og skipulag menntamála í sam- ræmi við þau sannindi. Ella verðum við einfaldlega úr leik í gæðakeppni þjóðanna. Hin góðu gildi sem við höfum hlotið í arf eru dýrmætt vega- nesti á langri leið. Við leitum öll að okkar Völundi líkt og börnin í jóladagatali sjónvarpsins. Hin raunverulegu verðmæti, lykl- arnir sem best duga í lífinu, eru eins og í jólaleiknum trúnaður- inn og traustið, vináttan og kærleikurinn. Umhyggjan í garð annarra er leiðarljósið sem skín úr boðskap Bibh'unnar. Þegar fátæktin verður í vaxandi mæli smánarblettur á íslensku sam- félagi eigum við í krafti hinna góðu gilda að gefa hverjum og einum kost á að verða sinnar gæfu smiður, leita líkt og börnin að Völundi nýrrar veraldar. Siðaboðskapur kristninnar og íslensk þjóðmenning fela í sér þá kröfu að hver og einn geti framfleytt sér og sínum á sómasamlegan hátt, látið börn- um í té vandað uppeldi og treyst því að sjúkir og aldraðir fái þá umönnun sem hæfir sóma okkar og heiðri. Sú fram- för sem einungis birtist í hag- tölum en færir ekki líf fólksins í betra horf er harla lítils virði. Velferð sérhvers einstaklings er í raun markmiðið með viðleitni samfélagsins við að bæta lífs- kjörin í landinu. Við verðum að fara að temja okkur að hugsa og starfa sam- an með langtímahag að leiðar- ljósi. Okkur tókst í sameiningu að ráða niðurlögum verðbólg- unnar eftir áratuga stríð þegar loksins var litið til lengri tíma. Við höfum öðrum þjóðum betur varðveitt fiskistofna og ekki lát- ið ágreining um skipulag veiða draga úr varðveislu auðlindar- innar. Við höfum sýnt og sann- að að okkur tekst að hemja átök og ná áttum. Við njótum virðingar víða um veröld vegna hollustu okkar við mannréttindi, lýðræði og frið- samlega sambúð allra manna. Við ógnum engum og efnum hvorki til ófriðar né átaka. Við getum vísað veginn í varðveislu umhverfis, náttúru og auðlinda. Við eigum í ríkum mæli þá eig- inleika sem verðmætastir eru í framtíðinni. Vandinn býr í okkur sjálfum. Spurningin snýr að gæfu og getu í eigin garði. Það birtir nú óðum dag frá degi um strendur landsins, fjöll og dali. Megi hækkandi sól gefa ættjörð okkar nýjan þrótt og ís- lendingum áræði og þor á fram- tíðarbraut. Megi bjarmi nýs árs færa ykkur öllum farsæld og frið.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.