Dagur - Tíminn Akureyri - 03.01.1997, Page 10
10 - Föstudagur 3. janúar 1997
JLagur-Œmrhtn
ENSKA KNATTSPYRNAN
Úrvalsdeild
Úrslit
Arsenal-Middlesbrough 2:0
(Bergkamp 15, Wright 44)
Chelsea-Liverpool 1:0
(Di Matteo 43)
Coventry-Sunderland 2:2
(Dublin 10, Daish 28)
(Bridges 6, Agnew víti 18)
Everton-Biackburn 0:2
(Sherwood 18, Sutton 32)
Man. Utd.-Aston Vilia 0:0
Newcastie-Leeds 3:0
(Shearer 4, 77, Ferdinand 87)
West Ham-N. Forest 0:1
(Campbell 38)
Derby-Sheff. Wed. frestað
Leicester-Tottenham frestað
Southampton-Wimbledon frestað
Staðan Liverpool 22 12 6 4 38:20 42
Arsenal 21 11 7 3 39:20 40
Man. Utd. 21 10 8 3 42:25 38
Newcastle 21 11 4 6 38:22 37
Wimbledon 19 11 4 4 33:23 37
Aston Villa 21 10 5 6 29:19 35
Chelsea 21 9 8 4 33:29 35
Everton 21 7 7 7 29:29 28
Sheff. Wed. 20 6 10 4 21:22 28
Tottenham 20 8 4 8 22:26 28
Sunderland 21 6 6 9 21:30 24
Coventry 21 5 8 8 22:27 23
Derby 20 5 8 7 20:25 23
Leicester 20 6 5 9 20:27 23
Leeds 21 6 4 11 16:27 22
West Ham 20 5 6 9 18:26 21
Blackburn 20 4 8 8 19:22 20
Middlesbrough 21 4 6 11 25:40 18
N. Forest 21 3 8 10 19:36 17
Southampton 21 4 4 12 28:37 17
l.deild
Urslit
Bolton-Bradl'ord 2:1
Charlton-Ipswich 1:1
Huddersfleld-Stoke 2:1
Norwich-Portsmouth 1:0
West Brom-Tranmere 1:2
Barnsley-Oldham frestað
Birmingham-Man. City frcstað
C. Palace-Reading frestað
Oxford-Grimsby frestað
Port Vale-Southend frestað
Sheff. Utd.-Wolves frestað
Swindon-QPR frestað
Staðan
Bolton 27 14 10 3 55:37 52
Barnsley 25 13 8 4 44:27 47
Sheff. Utd. 26 13 7 6 44:28 46
Wolves 25 11 7 7 34:23 40
C. Palace 25 10 9 6 49:27 39
Norwich 26 11 6 9 35:36 39
Oxford 26 10 7 9 37:29 37
QPR 26 10 7 9 35:35 37
Stoke 24 10 7 7 32:33 37
Port Vale 26 9 10 7 29:26 37
Tranmere 26 10 6 10 34:33 36
Huddersfield 27 9 8 10 32:35 35
Ipswich 27 8 10 9 34:38 34
Charllon 26 10 4 12 27:34 34
West Brom 26 7 12 7 43:42 33
Swindon 25 10 3 12 35:32 33
Portsmouth 27 9 6 12 30:32 33
Birmingham 23 8 9 6 24:22 33
Reading 26 7 8 11 28:37 29
Oldham 25 6 9 10 28:31 27
Man. City 25 8 2 15 27:40 26
Southend 26 5 10 11 25:46 25
Bradford 27 5 8 14 24:44 23
Grimsby 24 5 7 12 26:44 22
Þrettánda-
gleði Þórs
verður
mánudaginn
6. janúar
kL 20.00
I
KARFA • Úrvalsdeild
Nýr leikmaður og þjálfari hjá KR
KR-ingar hafa ráðið
Hrannar Hólm, fyrrver-
andi þjálfara Njarðvík-
inga, til að taka við af Benedikt
Guðmundssyni sem þjálfari úr-
valsdeildarliðs félagsins. Þá
hefur félagið einnig fengið til
sín nýjan erlendan leikmann í
stað David Edwards og ætla
þeir að tefla honum fram gegn
Grindvíkingum á sunnudaginn í
undanúrslitaleik bikarkeppn-
innar.
Dagur-Tíminn hafði sam-
band við Hrannar sem sagðist
ánægður með að vera kominn
til KR. „Þetta er gott lið og
margir möguleikar í stöðunni.
Þetta er spennandi verkefni, við
byrjum á stórleik nú á sunnu-
daginn og upp á rekstur deild-
Hrannar Hólm tekur við þjálfun
KR-inga.
arinnar að gera er erfitt að
finna mikilvægari leik en und-
anúrslit í bikarnum. Fjárhags-
lega er þetta sennilega mikil-
vægasti leikur vetrarins."
Hrannar sagði einnig að nú
þyrfti hann að byrja á því að
kynnast leikmönnum liðsins.
„Þeir eru vanir breytingum,
hafa áður skipt um þjálfara á
miðju keppnistímabili en ég hef
aldrei byrjað með lið á miðju
tímabilinu. Ég mun byrja hægt
og rólega og ef gera þarf ein-
hverjar breytingar kemur það í
ljós síðar.“
Leikmaðurinn sem þeir KR-
ingar hafa fengið til sín heitir
Geoff Herman. Hann er nýkom-
inn til landsins og mætti á sína
fyrstu æfingu hjá KR í gær.
Þetta er þriðji erlendi leikmað-
urinn sem KR skartar á þessu
keppnistímabili en eins og
menn muna var Champ Wrenc-
her rekinn frá félaginu eftir
skamma viðdvöl í haust. Ekki
tókst blaðinu að afla annarra
upplýsinga um leikmannin en
að hann lék á Nýja-Sjálandi á
síðasta ári og þar áður með há-
skóla í Tennessee.
Kvennalið KR hefur einnig
fengið nýjan þjálfara og er það
Svali Björgvinsson, fyrrum
þjálfari Valsmanna, meðan þeir
léku í úrvalsdeildinni. Svali tek-
ur við blómlegu búi þar sem KR
virðist vera eina liðið sem getur
veitt Keflvíkingum þá sam-
keppni sem þeim er samboðin.
Það eru því spennandi tímar
framundan hjá körfuknattleiks-
deild KR. gþö
ENSKA KNATTSPYRNAN
Allt / hnút á toppnum
Alan Shearer er kominn í gamla formið og Newcastle gengur allt í haginn
á ný.
Liverpool tapaði en
Arsenal er komið
á sigurbraut
Fyrir ári síðan var New-
castle með örugga forustu
á toppi ensku úrvalsdeild-
arinnar og Manchester United
eina liðið sem gat ógnað forustu
liðsins. Nú er útlitið annað og í
ársbyrjun 1997 eru sjö lið enn
með í baráttunni um titilinn.
Liverpool heldur toppsætinu
þrátt fyrir tap gegn Chelsea en
liðið hefur leikið fleiri leiki en
næstu lið. Arsenal fann aftur
réttu Ieiðina til sigurs og New-
castle vinnur hvern stórsigurinn
af öðrum en Aston Villa náði að
stöðva sigurgöngu Man. Utd.
Fína spilið brást
Roberto Di Matteo skaut Liv-
erpool í kaf í þrautfúlum leik á
nýársdag og opnaði toppbarátt-
una upp á gátt. Leikmenn Liv-
erpool spiluðu nett saman aft-
arlega á vellinum og létu leik-
menn Chelsea eltast við sig en
það var einmitt þetta stutta spil
sem varð þeim að falli. Di
Matteo nýtti sér kæruleysislega
sendingu frá Michael Thomas,
hirti boltann á miðsvæðinu og
æddi í átt að marki. Skot hans
fann leið framhjá David James
og Chelsea var komið yfir. Roy
Evans, stjóri Liverpool, sagðist
ekki ætla að breyta um leikstíl
og vill ekki fórna „dúkkuspil-
inu“ þrátt fyrir tapið. „Við miss-
um ekki trú á leikkerfi okkar þó
svo það bregðist okkur einstaka
sinnum," sagði Evans eftir leik-
inn. Ruud Gullit, stjóri Chelsea,
var ánægður með sigurinn.
„Mér fannst sigurinn sann-
gjarn. Við erum eins og óslípað-
ur demantur sem þarf að pússa
á hverjum degi en nú loksins er
hann byrjaður að skína skært,“
sagði Gullit.
Wright kvaddi með marki
Arsenal hefur ekki leikið vel að
undanförnu en liðið náði sér á
strik á ný gegn Middlesbrough.
Ian Wright skoraði sitt 200.
deildarmark og tryggði Arsenal
2:0 sigur eftir að Dennis Berg-
kamp hafði hitað áhorfendum
með fallegu marki. Wright fer
nú í þriggja leikja bann en
maðurinn sem á að leysa hann
af, John Hartson, fékk rauða
spjaldið á síðustu mínútu þessa
leiks og hans bíður einnig
þriggja leikja bann. Þetta er
fjórða rauða spjaldið sem leik-
menn Arsenal hafa nælt í í síð-
ustu átta leikjum og má segja
að þeir séu sjálfum sér verstir í
baráttunni á toppnum.
Þetta var fyrsti sigur Arsenal
í síðustu fimm leikjum og sigur-
inn hefði getað verið mun
stærri. Merson og Bergkamp
brenndu af gullnum færum en
hinum megin var það Fabrizio
Ravanelli sem fékk besta færið.
Ilann skaut í þverslá úr víta-
spyrnu. Bryan Robson, stjóri
Middlesbrough, lék sjálfur sem
aftasti varnarmaður og var
traustasti leikmaður liðsins.
Þetta var fyrsti leikur hans í
meira en ár en Robson verður
fertugur 11. janúar. Boro hefur
aðeins náð einum sigri í 15
leikjum og það segir sína sögu
um ástand liðsins að besti mað-
ur liðsins er að komast á fimm-
tugsaldurinn.
Newcastle í ham
Newcastle fylgdi á eftir 7:1 sigr-
inum á Tottenham með 3:0 sigri
á Leeds. Alan Shearer var enn á
skotskónum og hafði komið sín-
um mönnum yfir eftir aðeins
Qórar mínútur. Hann skoraði
aftur skömmu fyrir leikslok og
Les Ferdinand nuddaði salti í
sár Leeds-ara með marki í lokin.
Blackburn vann fyrsta útisig-
urinn á tímabilinu þegar liðið
heimsótti Everton á nýársdag
og liðið er ekki lengur meðal
þriggja neðstu liða. Tim Sher-
wood og Chris Sutton skoruðu
mörkin sem sökktu heima-
mönnum í fyrri hálíleik en þetta
var annað heimatap Everton á
stuttum tíma.
Manchester United átti
ánægjuleg jól og liðið nálgast
nú kunnuglegar slóðir á toppi
deildarinnar en Aston Villa
stöðvaði sigurgöngu liðsins á
nýársdag. Leikurinn lofaði góðu
í byrjun en leikmönnum var
fyrirmunað að skora og þegar
leið á leikinn voru flestir orðnir
hundleiðir á að horfa á ósköpin.
Leikmenn United sóttu án þess
að brjóta vörn Villa á bak aftur
og markalaust jafntefli varð
staðreynd. Minnstu munaði að
upp úr syði á vellinum í fyrri
hálfleik þegar Savo Milosevic,
framherji Villa, hrækti á David
Beckham til að hefna sín vegna
brots en dómarinn sá ekki at-
vikið og gaf báðum leikmönn-
um gult spjald fyrir rifrildið
sem fylgdi í kjölfarið.
KARFA
Nýr kani
Cfl UMFG
Nýr bandarískur leikmað-
ur er kominn í herbúðir
Grindavíkur og heitir
hann Derwin Collins og er 27
ára og 195 sentimetrar á hæð.
Collins mætti á fyrstu æiingu
sína hjá Grindavíkurliðinu í
gærkvöldi.
Herman Myers hefur leikið
með Grindvíkingum að undan-
förnu. Hann mætti hins vegar
ekki til leiks eftir jólafrí og þá
fóru stjórnarmenn deildarinnar
á stúfana. Myers sem átti að
koma til Grindavíkur þann 27.
desember, mun hins vegar
væntanlegur til landsins í dag
og þegar þessar línur eru skrif-
aðar liggur það ekki ljóst fyrir
hvor þeirra leikur með liðinu í
vetur.