Dagur - Tíminn Akureyri - 03.01.1997, Page 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 03.01.1997, Page 11
Jkgur-®terám Föstudagur 3. janúar 1997 -11 Kylflngar á höfuðborgar- svæðinu geta vart kvart- að ef tekið er mið af æf- ingaaðstöðu vetrarmánaðanna. Reyndar er það svo, að kylfing- ar á þessu svæði geta oft á tíð- um leikið goif yfir veturinn, en það fer að sjálfsögðu eftir veðri og vindum og er misjafnt milli ára. Hinir ýmsu golfkfúbbar landsins hafa unnið að því að skapa félögum sínum inniað- stöðu yfir vetrarmánuðina og lagt áherslu á gifdi hreyfingar fyrir kylfinga sem aðra íþrótta- menn. Kylfingar á höfuðborgar- svæðinu hafa um þrjá golf- herma að velja. Fyrsti golf- hermir landsins var settur upp í Keiluhöflinni í Öskjuhlíð og er enn í fullu gildi. Næsti golf- hermir var settur upp í Golf- heimi sem í fyrstu var í Skeif- unni, en er nú að Vatnagörðum 14 og loks er að geta golfherm- isins sem er í Gullgolíí Sigurðar Péturssonar við Gullinbrú. Golfhermir á Akureyri I haust er leið var settur upp golfhermir á Akureyri og er ekki að efa að sú uppsetning sé akureyrskum kylfingum kær- komin nýjung. Eins og áður er getið er æf- ingaaðstaða kylfinga ærið mis- jöfn hvað landshluta varðar. Haustið hefur t.a.m. ekki verið sem best fyrir kylfinga á suð- vesturhorninu, en þeir eru van- ir að stunda sitt vetrargolf flesta mánuði ársins. Reyndar hafa hátíðadagarnir undanfarið gefið kylflngum ómæld tækifæri til að viðra kylfurnar og hefur mátt sjá ótrúlegan fjölda kyff- inga á völfum „hornsins" und- anfarna daga. önnur. Nokkrir golfklúbbar hafa þó sent úrsht móta regfufega og fréttir af gengi félaga innan- lands og utan. í tilefni áramóta vill Golftíminn sérstaklega þakka Hildi Haraldsdóttur, frá- farandi framkvæmdastjóra Golfklúbbs Reykjavíkur, fyrir samstarfið og Ágústi Húberts- syni, framkvæmdastjóra Golf- klúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Ennfremur vill Golftíminn þakka Kjartani L. Pálssyni hjá Samvinnuferðum Landsýn fyrir gott samstarf og fréttasending- ar. Sendið golffréttir Golftíminn hefur sitt eigið fax- númer sem getið var um í fyrr- nefndu bréfi. Faxnúmerið hefur einnig verið birt af og til í Golf- tímanum. Þrátt fyrir þetta hafa forráðamenn ýmissa golfklúbba ekki séð ástæðu til að senda síðunni úrslit móta né fréttir af starfsemi klúbba sinna. Golf- tíminn veit af mönnum á laun- um hjá golfklúbbum landsins, mönnum sem haft hefur verið samband við sérstaklega vegna golfsins, sem hafa ekki séð ástæðu til að senda síðunni ein- földustu fréttir af gangi mála hjá sínum klúbbi. Golftíminn væntir þess að nýtt ár veki forráðamenn golf- klúbba landsins af værum svefni og þeir noti tækifærið sem býðst með þessari sérstöku golfsíðu, þeirri fyrstu sinnar tegundar í íslensku dagblaði, til að koma golfíþróttinni á fram- færi. Þá staðreynd má hafa í huga, að golfíþróttin er að nálg- ast annað sætið hvað varðar Qölda iðkenda íþróttagreina á landsvísu. Golfmót á nýársdag Golftíminn frétti af golfmóti á nýársdag sem haldið var á Korpúlfsstaðavelli, en þrátt fyr- ir tilraunir tókst Golftímanum ekki að fá nánari fréttir af úr- slitum mótsins. Vegna þessa ítrekar Golftíminn tilmæli sín um fréttir af starfsemi hinna ýmsu golfklúbba um land allt og biður um gott samstarf. Fyrsta golfsíðan Þegar Golftíminn hóf göngu sína sendi hann öllum golf- klúbbum landsins bréf sem skýrði frá tilurð síðunnar. Golf- síða Dags-Tímans er sú fyrsta sinnar tegundar í íslensku dag- blaði. Umsjónarmaður bjóst við því að forráðamenn golfklúbba landsins mundu taka síðunni fegins hendi og nota tækifærið til að kynna starfsemi klúbb- anna, úrslit móta o.s.frv. Því miður hefur raunin orðið Golfið vinsælt Þegar Golftíminn hóf göngu sína, 5. júlí á sl. ári hafði hann samband við Frímann Gunn- laugsson framkvæmdastjóra Golfsambands íslands. Þá sagði Frímann frá því að fimmtugasti golfklúbbur landsins hefði verið tekinn inn í GSÍ á sexhundrað- asta stjórnarfundi sambandsins skömmu áður. Þessi staðreynd segir mikið. Hún segir það með- al annars að í golfíþróttinni er meiri gróska en í nokkurri ann- ari íþróttagrein sem stunduð er í landinu. Þrátt fyrir þær ásakanir sem fram koma í þessu spjalli er það von umsjónarmanns Golf- tímans, að forráðamenn hinna ýmsu golfklúbba landsins sjái sér hag í að standa við hliðina á honum. Með ósk um gott og gæfuríkt ár innan vallar sem utan. R.Lár. (Golftíminn fax: 5576516) Með hækkandi sól fara æ fleiri kylfingar að huga að golftækjum sínum. Sumir leggja kylfunum á haustin en aðrir nota hvert tækifæri sem býðst til að leika golf. Þar sem auðir golfvellir eru fyrir hendi má venjulega sjá kylfinga á röitinu á eftir kúiunni, svo framarlega sem veður leyfir. Flestir eru kylfingarnir að halda við heilsunni með þessum gönguferðum, en finnst ekki verra að fá aukahreyfingu með því að sveifla kylfunni af og til. Golftíminn sendir kylfingum bestu nýárskveðjur og vonar að árangur þeirra verði góður á komandi ári. Hörkubarátta / púttmótinu Verðlaunahafarnir í úrslitamótinu 29. desember sl. Talið frá vinstri. Kristján Ó. Jóhannesson sem hlaut önnur verðlaun eftir bráðabana við Karl Hólm. Sigurvegarinn Ingi R. Gíslason er fyrir miðju á myndinni, en Karl Hólm er lengst til hægri, en Karl hreppti þriðja sætið. (Golfttmamynd rl). Eins og getið hefur verið um hér í Golftímanum hafa farið fram púttmót í Golfheimi í allt haust, þar sem keppt hefur verið um þátttöku- rétt í úrslitamóti ársins. Mótin hafa farið fram á sunnudögum og hafa þrír efstu unnið sér rétt til þátttöku í sjálfu úrslitamót- inu sem fram fór 29. desember síðastliðinn. Leiknar voru tvær umferðir, eða 36 holur. Sextán aðilar höfðu unnið sér þátttökurétt og léku tveir og tveir saman í úr- slitakeppninni. Dregið var um skipan þátttakenda í fyrri um- ferð, en skor réði niðurröðun seinni umferðar. Áhorfendur fylgdust spenntir með keppn- inni, enda var til mikils að vinna. Fyrstu verðlaun voru golfferð til írlands með Sam- vinnuferðum Landsýn. Önnur og þriðju verðlaun voru vegleg- ar veitingar á Kaffi Óperu. Nokkrir keppendur höfðu verið á skorinu 32 til 34 eftir fyrri umferð og komu því til greina sem sigurvegarar. Jafet Sigurðsson og Svanþór Þor- björnsson voru á 32 höggum í fyrri umferð, en Kristján Ó. Jó- hannesson, Óskar Friðþjófsson og Karl Hólm á 33. Engum þessara keppenda tókst að skora betur en Ingi R. Gíslason hafði gert í seinni um- ferð, en þá var hann á 30 högg- um og samtals á 64. Ingi var því sigurvegari mótsins á 64 höggum. Jafnir í öðru til þriðja sæti urðu þeir Kristján og Karl, en Kristján vann bráðabana um annað sætið. Ingi hlaut sem sagt utan- landsferðina og var vel að sigr- inum kominn. Þess má geta að sunnu- dagspúttmót Golfheims halda áfram út veturinn. Golfreglan Ef bolti þinn lendir í hliðarvatnstorfæru, (rauðir hælar) máttu leika eins og um vatnstor- færu sé að ræða, eða láta boltann falla innan tveggja kylfulengda til hliðar við þann stað sem hann fór síðast yfir mörk hliðar- vatnstorfærunnar, en ekki nær holu. Þú mátt láta boltann falla hvorum megin hliðar- vatnstorfærunnar sem þú kýst, en ekki nær holu. I

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.