Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Page 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Page 6
6 - Föstudagur 10. janúar 1997 ^Dagur-®mmtn FRETTASKYRIN G Brotið blað á Nesja- völlum Væntanlega verður hafist handa við að reisa raforkuver á Nesjavöllum í vor, en það eru ekki allir sáttir við hvernig að því verð- ur staðið, né eru sann- færðir um að Reykvík- ingar fái nógu hátt verð fyrir orkuna sína. Endanleg ákvörðun um byggingu raforkuvers á Nesjavöllum verður tekin á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur í næstu viku. Samkomulag hefur tekist við Landsvirkjun um kaup á orkunni. Reisa á 60 MW orkuver og háspennulínu frá Nesjavöllum til aðveitustöðvar- innar Korpu í Reykjavík. Hún á að flytja þær 2 - 400 GW stundir af rafmagni, sem samið hefur verið um að selja Landsvirkjun á ári. Miðað er við að fram- kvæmdir hefjist í maí og fyrsta áfanga verði lokið eigi síðar en l.október 1998. í jjárhagsáætl- un Reykjavíkur 1997 eru áætl- aðar 1.780 þús. króna í þessar framkvæmdir á árinu. En það eru ekki allir á eitt sáttir um ágæti fyrirhugaðrar virkjunar, þótt hún hafi verið afgreidd einum rómi í borgar- ráði. Guðrún Zoega, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, telur að hagsmunum Reykvíkinga hafi verið fórnað. Alfreð Porsteins- son, borgarfulltrúi R-listans og formaður stjórnar veitustofn- ana, segir hins vegar að samn- ingurinn sé borginni mjög í hag. Sóun eða ekki sóun Guðrún segist mjög fylgjandi því að framleiða rafmagn á Nesja- völlum og að það sé nýtt eins og kostur er. „Ég tel vel koma til greina að selja Landsvirkjun rafmagn, en samningar verða að vera þannig að báðir hafí hag af. Það er eðlilegast að virkja rafmagnið í takt við heitavatns- notkunina á Nesjavöllum. Þá nýtir maður orkuna best og fær mest fyrir hana. En eins og stendur til að gera þetta verður orkuverið rekið eingöngu fyrir rafmagnsframleiðslu í marga mánuði á ári og gufunni bara fleygt. Það er sóun á orku. Ég held að það sé vel hægt að sam- ræma hagsmuni Landsvirkjunar og borgarinnar í þessum efnum. Það er mest þörf fyrir rafmagnið á sama tíma og þörfin fyrir heitt vatn er mest, þ.e. á veturna. í samningnum er hins vegar gert' ráð fyrir því að rafmagnið verði selt jafnt og stöðugt allt árið, líka á sumrin. Það finnst mér al- veg út í hött, því þá hefur Landsvirkjun nóg rafmagn. Mér finnst óafsakanlegt að sóa orku að óþörfu og vísvitandi." Alfreð Þorsteinsson, stjórnar- formaður veitustofnana, segir gagnrýni Guðrúnar að hluta á misskilningi byggða. „í samn- ingnum er gert ráð fyrir því að Hitaveita Reykjavíkur kaupi raf- orku af Landsvirkjun á mjög hagstæðu verði, þegar hún er aflögufær. Þá sparast Nesjavellir og það er einmitt gert til að koma til móts við þessi sjónar- mið, sem Guðrún er að viðra. Það er því ekki um sóun að ræða svo neinu nemi.“ Borgar sig ekki „Það væri kannski hægt að verja orkusóunina, ef við græddum á því, en þetta svarar ekki kostn- aði,“ segir Guðrún. Hún telur að verðið sem Hitaveitan fái fyrir raforkuna sé of lágt. Samkvæmt samningnum fær hitaveitan 79% af því orkuverði, sem Colombia álverið hefur samið um við Landsvirkjun. Það er hins vegar trúnaðarmál og hefur ekkert fengist upp gefið um orkusölu- samning þeirra. Guðrún segir að borgarfulltrúum hafi verið kynnt „líklegt orkuverð" og miðað við þá útreikninga sem hún hafi séð, verði tap á rekstrinum fyrstu 20 árin. Þetta segir Alfreð fjarri lagi. Hann kannast ekki við þessar tölur Guðrúnar. „Það hefur verið reiknað út að arð- semi virkjunar á Nesjavöllum sé 7,5% og það er talið mjög gott. Guðrún hefur ekki getað hrakið það,„ segir Alfreð og fullyrðir að umsamið orkuverð við Lands- virkjun, standi svo sannarlega undir kostnaði við virkjunina. Samið um leyndarmál Guðrún er mjög ósátt við þá leynd sem hvíli yfir orkuverðinu. „Þetta er svo mikið leyndarmál að menn vita í rauninni ekki hvað þeir eru að semja um.“ Þetta er sagt í þágu viðskipta- hagsmuna Landsvirkjunar, en Guðrún bendir á að, að samn- ingum um þessi mál komi marg- ir, sem sitji beggja vegna borðs- ins. Pétur Jónsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson séu í borgarráði og stjórn Landsvirkjunar og Helga Jónsdóttir, stjórnarfor- maður fyrirtækisins, sé jafn- framt borgarritari. Það sama sé upp á teningnum, þegar eigi að fara að semja um stækkun Járn- blendiverksmiðjunnar, en Jón Sveinsson, stjórnarformaður hennar sé einn aðalsamninga- maður ríkisins við Colombia og Valgerður Jóhannsdóttir skrifar Sturla Böðvarsson einn stjórnar- manna, sé einnig í stjórn Lands- virkjunnar. „Þannig að ég sé ekki annað en trúnaðurinn sé fyrst og fremst gagnvart al- menningi, sem þarf að borga brúsann.“ Guðrún hefur einnig efasemdir um að það þjóni hagsmunum Reykvíkinga að hafa sömu menn báðu megin við borðið í samningum. „Sama fólkið er að fjaila um þetta og samþykkja þennan samning fyr- ir hönd Reykjavíkur og fyrir hönd Landsvirkjunar. Ég held því fram að menn geti ekki þjón- Alfreð Þorsteinsson segirað samningurinn sé borginni mjög í hag. Guðrún Zoega telur hagsmunum Reykvíkinga hafaverið fómað.. að tveimur herrum á sama tíma og gætt hagsmuna beggja í einu.“ Brotið blað „Mér er fullkunnugt um verðið. Það er hins vegar að ósk Lands- virkjunar að það er ekki gefið upp“ segir Alfreð. Aðspurður um hvort hann telji eðlilegt að borgarfulltrúar taki afstöðu til samningsins, án þess að fá upp- lýsingar um umsamið orkuverð, segir hann. „Þú getur alveg eins spurt hvort Aiþingismenn treysti sér til þess að samþykkja eitt og annað, sem Landsvirkjun er að gera. Við urðum við ósk við- semjanda okkar að þessu leyti og annað hef ég ekki um það að segja.“ Alfreð segist ekki sjá neitt athugavert við að sömu menn hafi íjallað um virkjana- samninginn í borgarráði og Landsvirkjun. Hagsmunum Reykvíkinga hafi ekki verið fórn- að, heldur gerður mjög góður samningur. „Ég er mjög ánægð- ur með þessa fyrirhuguðu virkj- un. Hún er mjög hagkvæm og það vinnst margt með henni. Borgin nær sér í tekjur með sölu á raforku til stóriðjunnar og skapar atvinnu í kringum það. Hún eignast líka virkjun og fer samkvæmt þessum samningi að framleiða rafmagn fyrir eigið orkusvæði. Þar er brotið blað og það er kannski það mikilvæg- asta í þessum samningi. Þegar upp er staðið fær Reykjavíkur- borg virkjun, raforkumarkað og 5-6 milljarða að auki. Það er enginn smáávinningur og Guð- rún er eina gagnrýnisröddin." Skrípaleikur Borgarráð ákvað á þriðjudag að vísa formlegri ákvörðun um virkjun á Nesjavöllum til endan- legrar afgreiðslu í borgarstjórn á fimmtudag í næstu viku. Guð- rún segir það í sjálfu sér mjög jákvætt. „Ég gagnrýndi það m.a. á sínum tíma að borgarráð væri að taka ákvörðun um þessi mál, og taldi það reyndar brot á sveitarstjórnarlögum, af því þarna er um mikla fjárhagslega hagsmuni sveitarfélagsins að ræða. Þetta er viss viðurkenning á að borgarráð hafi farið út fyrir verksvið sitt. Mér finnst það samt sem áður hálfgerður skrípaleikur að gera þetta á þennan hátt, því borgarráð er búið að samþykkja samninginn og það er búið að samþykkja þessar framkvæmdir í fjárhags- áætlun borgarinnar. Það er al- gjört formsatriði að vísa þessu til borgarstjórnar. í sjálfu sér já- kvætt, en hefði átt að gerast á fyrri stigum." Þessu mótmælir Alfreð. „Það hafa engir samn- ingar verið samþykktir ennþá. Það er búið að árita þá, sem þýðir að það er búið að ná sam- komulagi, en það er ekki búið að samþykkja þá formlega. Samkvæmt lögum ber sveitar- stjórn að taka ákvörðun um meiriháttar ijárhagslegar skuld- bindingar og það var metið svo að hér væri um svo stórt mál að ræða, að það væri rétt að borg- arstjórnin sjálf, en ekki borgar- ráð, tæki endanlega ákvörðun."

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.