Dagur - Tíminn Akureyri - 22.01.1997, Qupperneq 1
LÍFIÐ í LANDINU
Miðvikudagur 22. janúar 1997 - 80. og 81. árgangur - 14. tölublað
„Akureyri hefur alltaf togað í mig, þessi þrettán ár sem ég hef verið í burtu. Hins vegar segir reynslan að mönnum gangi betur að koma undir sig fótunum annarsstaðar en í
heimabyggð,“ segir Óðinn Svan Geirsson. Myndin er tekin í Kexsmiðjunni á Akureyri þar sem hann hóf störf nú í vikunni. Mynd gs
ALLSGÁÐURÁ AKUREYRI
Fyrir skömmu kom Óðinn
Svan Geirsson bakara-
meistari aftur til búsetu í
heimbæ sínum, Akureyri, eftir
þrettán ára fjarveru bæði hér
heima og erlendis. Hann er nú
genginn til liðs við forsvars-
menn Kexsmiðjunnar - og verð-
ur þar einkum við sölustörf.
„Ég fór héðan frá Akureyri árið
1983 - þá strax eftir að ég kom
úr áfengismeðferð. Hér bjó ég
aldrei svo heitið gæti eftir að
rann af mér. En nú er ég alls-
gáður á Akureyri," sagði Óðinn
Svan, þegar blaðamaður Dags-
Tímans ræddi við hann á dög-
unum.
Frá ísafirði tii Oslóar
Leið Óðins Svans hefur víða leg-
ið síðustu ár. Fyrst eftir að
hann yfirgaf Akureyri bjó hann
um hríð í höfuðborginni, en síð-
an um sex ára skeið á ísafirði
og sá körlum og kerlingum í
þeim búsældarlega kaupstað
við Skutulsfjörð fyrir bakkelsi.
En tunnan valt og úr henni fór
allt, segir máltækið. Bakarí Óð-
ins varð gjaldþrota haustið
1992. „Reyndar var það ekki
vegna bakarísins, heldur vegna
ýmissa persónulegra skuldbind-
inga minna. Svo langt sem það
náði gekk bakaríið og rekstur
þess vel,“ segir Óðinn.
Þær sviptingar á ýmsa lund
sem voru fylgikvillar gjaldþrots-
ins segir Óðinn að hafi gefið sér
tilefni til endurmats á hlutun-
um. Lengi hefði blundað í sér
að róa á nýjum miðum og
þarna hefði gott tækifæri til
slíks gefist. Úr hefði orðið að í
desember 1992 hefði hann flog-
ið út til Óslóar, þar sem hann
hafði gengið milli bakara og
beðið um vinnu. Fljótlega hitti
hann bakara sem vantaði mann
í vinnu. Þannig var hálfur sigur
unninn - og íljótlega í framhaldi
af því fóru Óðinn og fjölskylda
hans með alls sitt hafurtask út
til Noregs og settust þar að. -
Þar úti hefur Óðinn bakað af
fullum krafti í fjögur ár, jafn-
framt því að hafa numið konde-
dor - það er köku- og ísgerð - í
Kaupmannahöfn. Þangað hefur
Óðinn farið reglulega - og notað
jafnt flugvélar, ferjur og lestir
til þeirra ferðalaga.
Akureyri
alitaf togað í mig
„Akureyri hefur alltaf togað í
mig, þessi þrettán ár sem ég
hef verið í burtu. Hins vegar
segir reynslan og sagan að
mönnum gangi alltaf betur að
koma undir sig fótunum ann-
arsstaðar en í heimabyggðinni.
Hins vegar hafa Akureyringar
tekið mér mjög vel að undan-
förnu, en hingað kom ég tveim-
ur eða þremur dögum fyrir jól.
Það er ekki nema von að fólk
hér í bænum hafi sett spurning-
armerki við mig á sínum tíma,
því þá var ég hér meira og
minna upptekinn við að drekka
áfengi. Var að burðast við að
búa með konu, og við áttum
barn saman. Það dæmi gekk
tæplega upp. En nú er ég kom-
inn hingað aftur með sömu
konunni, og börnin orðin ijögur.
Og allt gengur í haginn," segir
Óðinn Svan.
Óformlegur
fréttaritari
Útvarpshlustendur minnast Óð-
ins ef til vill sem óformlegs
fréttaritara Bylgjunnar á ísa-
firði og sfðar í Noregi. „Þetta
byrjaði allt með því að þegar ég
bjó fyrir vestan var ég var
stundum að hringja inn í ýmsa
spjallþætti á þessum stöðvum
þar sem fólk átti að þekkja
fuglahljóð eða hver hefði samið
hitt eða þetta ljóðið. Á ég orðið
nokkuð stórt safn bóka, sem ég
vann sem verðlaun í þessum
getraunum. Það var síðan fljót-
lega eftir að ég flutti til Noregs
sem Eiríkur Hjálmarsson, þá
annar tveggja umsjónarmanna
morgunútvarps Bylgjunnar, bað
mig um að vera óformlegur
fréttaritari þeirra úti. Ég gekkst
inn á það - og hef síðustu árin
margsinnis verið í sambandi við
Bylgjumenn hér heima,“ segir
Óðinn. Hann segir ófrágengið
hvort hann haldi áfram störfum
sem óformlegur útvarpsmaður,
en hitt sé annað að hann hafi
haft ánægju af þeim störfum.
Alltof mikið af
framsóknarmönnum
„Það er gott að vera kominn
aftur til íslands og heim til Ak-
ureyrar. Það einasta sem ég
kvíði er afkoman, að endar í
peningamálum nái ekki saman.
En þá er bara að skera niður
einkaneysluna," segir Óðinn,
sem lengi hefur skipað sér í
raðir jafnaðarmanna í litrófi
stjórnmálanna. - Við stjórnar-
hald þeirra í Noregi kveðst Óð-
inn hafa verið nokkuð sáttur -
og þar ytra séu fjölskyldum góð
skilyrði búin. Norskir stjórn-
málamenn séu einnig nokkuð
ábyrgir í afstöðu sinni og hiki
ekki við að styðja frumvörp og
tillögur þingmanna annarra
ílokka, horfi þau til framfara. Á
þeim forsendum geti minni-
hlutastjórn jafnaðarmanna í
Noregi vel haldið velli.
„Það er alltof mikið af fram-
sóknarmönnum á íslandi. Þar
tala ég um og á við menn sem
hugsa mest um sitt eigið kjör-
dæmi og eigin hagsmuni, frekar
en það sem er hagur þjóðarinn-
ar í heild. Þessir menn eru í öll-
um flokkum. En kæmu upp
önnur viðhorf og menn létu af
þessum smásálarhætti væri ég
alveg reiðubúinn til að kjósa
Framsóknarflokkinn. Ef góður
málstaður er í boði breytir það
ekki öllu fyrir mig hvort ég set
X-ið við béið eða einhvern ann-
an bókstaf.“ -sbs