Dagur - Tíminn Akureyri - 22.01.1997, Qupperneq 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.01.1997, Qupperneq 3
Miðvikudagur 22. janúar 1997 -15 .i'5'v...........ir ÍDíigur-®mmm ICV ÖLDMATARLÍFIÐ Á HÚSAVÍK Galtómt bitabox Abensínstöð Esso var Por- grímur Sigmundsson, tví- tugur bensíntittur, alveg glorhungraður. „Ég er ekki bú- inn að borða neinn kvöldmat. Hins vegar lýk ég vaktinni klukkan tíu og fer þá heim og fæ mér eitthvað gott að borða. Mitt mataræði er alveg andstætt öllum hollustuvenjum. Ég borða stærstu máltíð dagsins á kvöld- in, áður en ég fer að sofa,“ seg- ir hann. Bitaboxið hans Þor- gríms hafði gleymst á borðinu og hann sýndi okkur ofan í það. Galtómt. Hin barmmikla Pa- mela Anderson kinkaði góðlát- lega kolli og viðurkenndi fús- lega að hið versta mál væri að bensínafgreiðslumaður út við ysta haf fengi ekki eitthvað í gogginn á þessum napra vetr- arkvöldi. „Það er ágætt að vinna á bensínstöðinni, en launaseðilinn frá rækjuvinnsl- unni, þar sem ég starfaði til skamms tíma, var betri,“ segir Þorgrímur. Galtómt er það, Þorgrímur með nestisboxið sitt. Stappaðar kirniar Guðrún Björg Sigtryggs- dóttir og Tryggvi Berg Friðriksson, sonur henn- ar, sem búa á efstu hæð fjölbýl- ishússins að Grundargarði 15 voru rétt að ljúka við kvöldmat- inn þegar rannsóknarmenn Dags-Tímans buðu gott kvöld. Ungi maðurinn var rétt að ljúka við það sem eftir var á diskin- um; kinnar, kartöflur og hamsatólg stappaðar í mauk. „Þetta er svona dæmigerður mánudagsmatur," segir Guðrún Björg. Sá allra besti matur sem Tryggvi Berg fær er mjólkur- grautur. Á laugardögum er hann alltaf í mat hjá örnmu sinni og þá fær hann heldur betur tækifæri til að spæna í sig grautnum svo hann stendur nánast á blxstri. Hinn ungi mat- maður er vígalega klæddur í úníformi enska knattspyrnu- liðsins Man. Utd. Eftirlætisleik- maður Tryggva Berg er Ryan Giggs, sem skoraði mai'k um síðustu helgi. Geri aði'ir betur. Lærið gleymdist Fiskbúðingur á sunnudegi, lærið gleymdist. Myndir GS. Við erum bara búin að borða, en þið megið al- veg koma inn,“ sagði Gunnhildur Gxmnsteinsdóttir, sem býr á þriðju hæð í Grund- argarði 15. Sumxudagsmatur- inn, steikt læri, hafði verið á borðum á mánudagskvöldi. Á hinum helga degi hafði hins vegar verið fiskibúðingur í mat- inn. Það hafði hreinlega gleymst að vera með dæmigerð- an sunnudagsmat. „Lambakjöt stendur alltaf fyrir sínu, ég er með það í matinn svona einu sinni í viku. Annars reyni ég að blanda þessu sem mest saman og hef enga fasta reglu á því hvaða mat ég hef á hvaða degi,“ segir Gunnhildur. Hún segist aðspurð vera ágætur kokkur. „Mamma mín er fínn kokkui', þó hún vinni ekki á hóteli eða svoleiðis," segir dótt- irin Freyja, sex ára gömul. Son- urinn Hjörtur, 10 mánaða, er efalítið á sarna máli, þar sem hann á öruggt skjól við móður- barm. -sbs.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.