Dagur - Tíminn Akureyri - 13.02.1997, Side 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 13.02.1997, Side 1
Orkumál Akureyri Samkeppni í orkugeiraniim Samkeppni verður innleidd í orkumálum, samkvæmt þings- ályktun sem iðnaðar- ráðherra hyggst leggja fram fljótlega. Iðnaðarráðherra hyggst leggja fram á næstunni þingsályktun um breytingar á skipan orkumála. Tilgangur- inn er að auka samkeppni á því sviði. Eftir því sem næst verður komist er ályktunin byggð á til- lögum nefndar um framtíðar- skipan orkumála, sem skilaði af sér í haust. Gert er ráð fyrir að stofnað verði sjálfstætt fyrirtæki um flutningskerfið, Landsnet, sem hafi það meginhlutverk að flytja raforku frá framleiðanda til kaupanda, sem gæti verið dreifiveita eða endanlegur not- andi. Það er talin forsenda samkeppni í viðskiptum með raforku að vinnsla, flutningur, dreifing og sala verði aðskilin. Vinnsla raforku verður væntan- lega gefin frjáls í áföngum og færu þá fyrirtæki eins og Hita- veita Suðurnesja og Hitaveita Reykjavfkur að keppa við Landsvirkjun um framleiðslu og sölu á raforku til Landsnetsins. Einnig er gert ráð fyrir að kaup og sala raforku verði gefin frjáls í áföngum. Dreifiveitum verður þannig gert skylt að flytja orku fyrir sjálfstæða orku- kaupmenn. Þannig er talið að smám saman myndist markað- ur fyrir raforku. -vj Jti Al . Wá 1 1 ' J 1 Nammið er búið. Öskudagsskæruliði á Akureyri lærir allt um það að menn verða bera sig eftir björginni. Sveltur sitjandi bankastjóri, fljúgandi fær! gs Skólamál Þorsteinn Gunnarsson og Guðbrandur Steinþórsson, rektorar skóianna, undirrita samninginn. Upplýsmgatækni- fræði tveggja skóla Vinnumarkaður 10.000 störf hurfu! Háskólinn á Akureyri og Tækniháskólinn hyggja á samstarf til að bjóða upp á upplýsingatæknifræði við skól- ana. Þeir leggja saman atgervi til námsbrautar, sem verður sú sama sunnan og norðan heiða. „Hluti námsins er einmitt að nýta upplýsingatæknina við fjar- nám og -kennslu," segir Þor- steinn Gunnarsson, rektor HA. Veita á menntun til fólks sem á að geta hagnýtt sér upplýsinga- tækni við stjórn framleiðslu í fyrirtækjum, en mikil þörf er á slíkum starfskröftum. Vonast er til að nám við brautina liefjist næsta haust. Störfum á almennum vinnumarkaði fækk- aði úr 100.000 niður í 90.000 frá 1988 til 1994, í stað þess að fjölga um 6.000 með mannfjöldanum. Störfum á íslenskum vinnu- markaði fækkaði mikið á liðnum árum og er langt í land með að hér verði 128,000 ársverk unnin á ári eins og 1988. Erlendir tölurýnar undr- ast hvernig það megi vera að störfum fækki miklu meira en atvinnulausum íjölgaði. Segja má, með tilliti til fólksíjölgunar, að unnum ársverkum hafi fækkað um 14 þúsimd milli 1988 og 1994, en skráðum at- vmnuleysingjum fjölgaði þó ein- ungis um rúm 5 þúsund. Fækkun starfa þessi ár varð öll, og meira til, í fyrirtækjum utan opinbera geirans, þar sem segja má að störfum hafi fækk- að hlutfallslega um 16 þúsund. Að öllu eðlilegu hefði ársverk- um átt að ijölga um 6000 með auknum fólksfjölda. Störfum í iðnaði fækkaði t.d. næstum um 5.000 á þessum sex árum og 1.500 störf hurfu úr byggingarstarfsemi. í verslun, veitinga- og hótelrekstri fækk- aði ársverkum um 2.700 og í landbúnaði um 1.000. Hlutfall ársverka á almenna vinnu- markaðninn m.v. mannfjölda lækkaði þannig úr 40% niður í 34% þessi sex ár, samkvæmt nýrri Atvinnuvegaskýrslu Þjóð- hagsstofnunar. 12-13 þúsund störf vantar nú til að bæta tapið Síðustu tvö ár hefur störfum fjölgað á ný, en langt er í land að ná því stigi sem var 1988. Almenni markaðurinn fékk bróðurpartinn af þeirri 5 þús- und ársverka íjölgun sem áætl- að er að orðið hafi í landinu síðustu tvö árin. Hins vegar þarf að skapa 12-13 þúsund (arðbær) störf til ná því stigi sem var 1988. Þróun á atvinnumarkaði heldur því hvergi nærri í við fólksfjölgun. Þannig er ljóst að áætluð 5 þúsund ný störf síð- ustu tvö árin hafa aðeins nægt til að ná aftur sama tölulegum ijölda ársverka og árið 1988. Þarna á móti kemur hins vegar Qölgun þjóðarinnar um 20.000 manns. Eðlilegt telst að helm- ingur þess hóps sé nú á vinnu- markaði. Hlutfall ársverka af mannfjölda hefur því lækkað úr 51% niður í 47% á síðustu átta árum - sem samsvarar 10.000 ársverkum. Hvers vegna þessi fækkun starfa mælist ekki af fullum þunga í atvinnuleysistölum er svo íhug- unarefni sem menn hafa ekki komist til botns í. - HEI/-sjh Lífid í landinu Bls. 3 Jeppi yfir andlitið

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.