Dagur - Tíminn Akureyri - 13.02.1997, Side 2
Ptgur-mímtmt
2 -Fimmtudagur 13. febrúar 1997
w
Ipottinum tóku menn eftir því
að Össur Skarphéðinsson,
nýr ritstjóri Alþýðblaðsins,
boðaði mikla samkeppni við
Dag-Tímann. Nú er til þess
tekið að Össur muni hugsa sér
að koma upp sérstökum veiði-
þætti í Alþýðublaðinu sem
mótvægi við fluguveiðiþátt
Stefáns Jóns Hafstein í Degi-
Tímanum. Er talið víst að Öss-
ur muni einbeita sér að stór-
urriðaveiðum og breytingum á
rafstöðvarmannvirkjum við
Þingvallavatn í sínum þætti og
telja menn það nokkuð snjall-
an leik gegn fínhreyfingunum í
fluguköstum Stefáns Jóns.
Það sem menn bíða þó
spenntastir eftir er að sjá
hvernig mynd Össur birtir með
sínum þætti, en myndin af
Stefáni Jóni sýnir hann í fullum
veiðiskrúða og vægast sagt
afar vígalegan.......
£■ pottinum á Akureyri var ver-
I ið að ræða nýja samþykkt
bæjarstjórnar um að enn einu
sinni eigí að endurskoða
stjórnkerfi bæjarins. Fullyrt er
að menn í nefndum á vegum
bæjarins telji sig vita hvert
stefni, að bæjarfulltrúar ætli nú
endanlega að útrýma nefndar-
starfi í stjórnsýslunni þar sem
aðrir en bæjarfulltrúarnir sjálfir
komi að málum. Draumalandið
sé að hafa eintóma atvinnu-
menn í bæjarstjórn sem fylli
upp í starfskvótann með
nefndarstarfi..
Og í pottinum ræða menn
mikið um launahækkanir
bankastjóra ríkisbankanna.
Einn pottormurinn hafði ekki
miklar skoðanir á siðferðilegu
ágæti þessara hækkana en
taldi sig heppinn að hafa
sloppið lifandi út úr leigubíl þar
sem bílstjórinn hafði farið að
tala um málið og varð svo
æstur að hann gat varla hamið
sjálfan sig hvað þá bílinn.
Olafur Ragnar Grímsson er nú í opinberri heimsókn í Noregi. I gærmorgun fór hann á gönguskíði við Holmen-
kollen. Mynd: GTK
Hvetur til íslensks-norsks
frumkvæðis í alþj óðamálum
íslendingar og Norð-
menn geta lagt fram-
hugmyndir og greitt úr
ágreiningi á vettvangi
öryggismála Evrópu og
friðargæslustarfi á
vegum Sameinuðu
þjóðanna.
Olafur Ragnar Grímsson,
forseti íslands, sagði í
hádegisverðarræðu í boði
hjá norska forsætisráðherran-
um í gær að þróun lýðræðis og
mannréttinda ásamt verndun
umhverfis og auðhnda væru
brýnustu verkefni mannkyns.
Ólafur sagði þessa lykilþætti
nýrrar heimsmyndar skapa
Norðmönnum og íslendingum
nýja stöðu í heiminum og tiltók
hann sérstaklega íjögur svið
þar sem þessi tvö ríki geta látið
til sín taka.
„í fyrsta lagi þróun lýðræðis
og mannréttinda víða um ver-
öld. Margar þjóðir munu leita
liðsinnis í þeim efnum hjá ríkj-
um sem ógna engum og hafa
ekki annarlega hagsmuni,"
sagði forseti íslands. Hann
nefndi ennfremur hlutverk
landanna við að efla alþjóðlega
samvinnu á sviði umhverfis-
mála og við verndun á lífríki
jarðarinnar. Minnti hann á að
Gro Harlem Brundtland hafi
markað afgerandi spor í þeim
efnum og fordæmi hennar gefið
til kynna mikilvægi og mögu-
leika norrænnar forustu.
Þá kom forsetinn inn á þann
viðkvæma þátt sem varðar ör-
yggismál og þróun þeirra í Evr-
ópu og einnig nýskipan friðar-
gæslu og friðarstarfs á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna. Ól-
afur lagði til að íslendingar og
Norðmenn tækju ákveðið frum-
kvæði í þessum efnum og væru
jafnvel í hlutverki sáttasemjar-
ans: „Hér skapar staða Noregs
og íslands ríkjum okkar mögu-
leika umfram aðra til að leggja
fram hugmyndir og greiða úr
ágreiningi."
Loks lýsti Ólafur þeirri trú
sinni að mikil sóknarfæri væru
fyrir norrænt samstarf inn í As-
íu, Suður-Ameríku og Afríku.
Sagðist hann sannfærður um að
sameiginlegur árangur Norður-
landa hafi verið þjóðum í þess-
um heimshlutum hvatning til
sérstakra tengsla við Norður-
lönd.
Opinber heimsókn
Grímsey
Netabát-
ar lögðu
í gær
Olíuskip landaði olíu til
húsahitunar og ann-
arra nota í Grímsey í
síðustu viku og eru nú fjög-
urra mánaða birgðir af olíu í
eyjunni. Þessi löndun er til-
komin vegna ótta um að
siglingaleiðir til Grímseyjar
lokuðust vegna hafsíss, en
fyrir voru ekki nema tæp-
lega mánaðarbirgðir af olíu.
Grímseyjarbátar tóku upp
netin um mánaðamótin
vegna ótta við hafís sem þá
var kominn inn fyrir Kol-
beinsey og nálgaðist eyjuna
og stærri bátarnir lögðu net-
in ekki aftur fyrr en á mið-
vikudagsmorgun, bæði
vegna þess að ekki hefur
gefið fyrr og eins það að haf-
ísinn hefur verið að Ijarlægj-
ast Norðurland vegna hag-
stæðra vindátta. Slæm spá
er þó fyrir næstu daga. Næst
komst hafísinn suður að
Nafurhól, sem er aðeins 6
mflur norðaustur af Gríms-
ey. Línubátar hafa hins veg-
ar verið fleiri daga á sjó.
Flutningar vista og nauð-
synja hafa gengið mjög
skrykkjótt, mest liðið átta
dagar milli ferða með vistir,
póst og dagblöð til eyjar-
skeggja.
Þorrablót eyjarskeggja
verður haldið í félagsheimil-
inu Múla laugardaginn 15.
febrúar og þangað mæta all-
ir sem vettlingi geta valdið,
heimamenn sem brottfluttir.
íbúar í Grímsey eru nú
102, hefur fækkað um 15
milli ára, eða 12,82%. Að-
eins í Hjaltastaðahreppi á
Héraði hefur fólki fækkað
hlutfallslega jafn mikið, en
mest á landinu í Fremri-
Torfustaðahreppi í Vestur-
Húnavatnssýslu, eða um
13,85%. - GG
FRETTAVIÐTALIÐ
Sævar Gunnarsson
formaður Sjómannasambands
íslands
Sjómenn opnari á upplýs-
ingar um kvótabrask. Betra
atvinnuástand gefur mögu-
leika á annarri vinnu.
Aldrei Ijáð máls á auð-
lindaskatti.
Góðærið slær á svipu útgerða
-Hvernig gengur í baráttunni gegn
kvótabraskinu?
„Við fáum daglega mál um kvóta-
brask inn á borð hjá okkur. Ég held að
þetta sé bara að festast í sessi, frekar
en að það sé eitthvað að aukast. Menn
eru að verða opnari fyrir því að reyna
að stöðva þetta og þá fara mál að ber-
ast. Ég held að ég skrökvi engu þegar
ég segi að það sé heldur meira um það
að sjómenn gefi upplýsingar um kvóta-
brask og þá í ljósi þess að sjávarút-
vegsráðherra hefur opnað á að fram
fari opinber rannsókn á þeim málum
sem við fáum. Ég veit að það eru ýmis
mál í skoðun og ráðuneytið hefur haft
samband við sýslumenn á viðkomandi
stöðum. Það er hinsvegar engin niður-
staða komin í neinu þeirra."
-Eiga sjómenn ekki enn á hœttu að
verða reknir úr plássi ef þeir upplýsa
um kvótabrask?
„Jújú, það hefur ekkert breyst. Það
sem hefur þó breyst er að mönnum
finnst mælirinn vera orðinn fullur. Þá
eru sumir sjómenn hreinlega farnir að
hugsa í þá veru að það verði þá bara
að hafa það. Enda er atvinnuástandið
heldur að batna þannig að menn geta
frekar leyft sér það núna en verið hef-
ur á undanförnum árum.“
-Er ekki alltaf einhver stokkur af
sjómönnum á atvinnulegsiskrá?
„Ég er auðvitað ekki inni í atvinnu-
leysiskránum sem slíkum. En ég verð
ekki var við mikið atvinnuleysi hjá sjó-
mönnum og svo hefur verið á undan-
förnum árum. Almennt hefur atvinnu-
leysið heldur lagast með umræðum um
álver og fleiru og fleiru. Eftir því sem
atvinnuástandið lagast hjá öðrum þá
geta menn farið í annað ef þeim er
sagt að pilla sig í land.“
-Telja menn ekki að hœgt sé að
upprceta kvótabraskið ef allur ajli fer
á markað?
„Það er ekkert vafamál því það er
bullandi samhengi þar á milli. Við er-
um búnir að vinna tvö mál fyrir Hæsta-
rétti þar sem það var dæmt ólöglegt að
draga frá í kvótakaup af aíla sem seld-
ur var á markaði. Eftir þetta hefur
tonn á móti tonni aftur á móti færst í
aukana."
-Er eitthvað hæft í því að þú hafir
opnað á stuðning við veiðileyfagjald,
að því skilyrtu að allur afli væri kom-
inn á markað, á fundi með jafnaðar-
mönnum um sl. helgi
„Nei, það er rangt. Ég sagði við Jón
Baldvin á þessum fundi að við værum
að borga auðlindaskatt til handhafa
veiðileyfa í núverandi verðmyndunar-
kerfi. Það er því ekki inní myndinni að
borga auðlindagjald bæði til útvegs-
manna og eigenda auðlindarinnar. Ég
sagði jafnframt að þeim skilyrðum
uppfylltum að verðmyndunarmálin og
kvótabraskið væru út úr myndinni með
öllu, þá mætti hann ræða við mig um
hugsanlegt auðlindagjald. Þannig var
mitt svar því ég passaði mig mikið á
orðalaginu. Ég opnaði því ekki á neitt
auðlindagjald," segir Sævar Gunnars-
son formaður Sjómannasambands ís-
lands.
-grh