Dagur - Tíminn Akureyri - 13.02.1997, Síða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 13.02.1997, Síða 4
4 - Fimmtudagur 13. febrúar 1997 3kgur-®tmimT Hólmavík Sjávarútvegur Sorpi ekið til Reykjavíkur Hollustuvernd ríkisins leyfði ekki lengur notkun á sorphaug- unum. Miklar breytingar urðu á síðasta ári á hirðingu og eyðingu sorps á Hólmavík. Sorphaugum í landi Skeljavíkur var lokað og komið upp flokkunarstað fyrir spilli- efni og endurnýtanlegan úr- gang. Samið var við verktaka um hirðingu óflokkaðs sorps og flutning þess í Sorpu í Reykja- vík. Ástæða þessara breytinga var sú að Hollustuvernd ríkisins leyfði ekki lengur notkun á sorphaugunum, enda ekki hægt að hindra að mengandi efni bærust út í andrúmsloftið og jarðveginn. Nýr og fullkominn urðunarstaður kostar mikið fé, og framkvæmdir því taldar óhagkvæmar. Öllum spilliefnum skal skilað á flokkunarstað við „gamla pakkhúsið“ og sorp frá sveitabæjum austan Stein- grimsfjarðar er tekið hálfsmán- aðarlega en vestan megin er hægt að losa sorp í gám við Hvannadalsá. GG „Páskastoppið“ eftir páska Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur að tillögu Hafrann- sóknastofnunar gefið út reglugerð um friðun hrygning- arþorsks á vetrarvertíð 1997. Samkvæmt því eru allar veiðar óheimilar á tímabilinu 8. aprfl til 23. aprfl 1997 fyrir Suður- og Vesturlandi á svæði sem að austan markast af h'nu sem dregin er réttvísandi í austur frá Stokksnesi og að vestan af línu sem dregin er réttvísandi 250 gráður frá Skorarvita á Rauðasandi. Veiðibannið tekur gildi 6 sólarhringum síðar en var á árinu 1996, en stendur jafn lengi. Auk þess eru veiðar óheimilar á sama tíma innan þriggja sjómflna fjarlægðar frá fjörumarki meginlandsins fyrir Norður- og Austurlandi frá línu réttvísandi norður frá Horni að línu réttvísandi í austur frá Stokksnesi. Aðeins svæðið fyrir Vestfjörðum frá Horni suður að Bjargtöngum er því undanskilið friðun. Prátt fyrir ofangreint bann eru grásleppuveiðar, inníjarð- arrækjuveiðar, hörpudiskveiðar og ígulkeraveiðar heimilar þeim sem tilskilin leyfi hafa auk rauðmagaveiði á vissum svæð- um á innanverðum Faxaflóa. GG Bæjarhreppur Sameiningarviðræð- ur án skuldbindinga Hreppsnefnd Bæjar- hrepps var boðið til við- ræðna af Húnvetning- um og rétt þótti að þiggja boðið vegna margháttaðs samstarfs sveitarfélaganna. Samstarf Bæjarhrepps við hreppana í Vestur-Húna- vatnssýslu hefur verið mjög mikið undanfarin ár og því var það að forsvarsmönnum Bæjar- hrepps var boðið til viðræðna við Húnvetninga um hugsanlega sameiningu hreppanna í eitt sveitarfélag. Helstu hnökrar á því eru þeir að Bæjarhreppur er ekki í sama kjördæmi. Guðjón Ólafsson á Valdasteinsstöðum, oddviti Bæjarhrepps, segir það ekki rétt að meirihluti hrepps- nefndar Bæjarhrepps hafl verið fylgjandi sameiningunni, á því hafi ekki farið fram nein könn- un, en rétt hafi þótt að ræða við forsvarsmenn hreppanna í Vest- ur-Húnavatnssýslu án allra skuldbindinga. Það séu svo að sjálfsögðu íbúar Bæjarhrepps sem eigi síðasta orðið í almennri atkvæðagreiðslu. Guðjón segist ekki tilbúinn að greiða atkvæði strax um kosti eða galla samein- ingar, hann vilji sjá fleiri kosti og hvað sameining færi íbúum Bæj- arhrepps umíram það sem þeir hafi í dag. í viðræðunefnd á veg- um Bæjarhrepps hafa verið þeir Ragnar Pálmason og Sveinbjörn Jónsson. Næstu skrefin eru fundir í þeim þremur nefndum sem skipaðar hafa verið, þ.e. nefndir sem íjalla um skólamál, íjármál sveitarfélaganna og fjallskila- og afréttarmál. GG Þorlákshöfn Tvö vinnuslys á nokkrum dögum Vinnuslys varð í fiskimjöls- verksmiðju Hafnarmjöls í Þorlákshöfn á þriðjudag. Járnplata féll ofan á mann sem þar var við vinnu - og varð að flytja hann á slysadeild. Lögregla á Selfossi gat ekki gefið frekari upplýsingar um áverka mannsins. Þetta er ann- að slysið sem verður á fáum dögum í þessari verksmiðju, sem tók til starfa fyrir fáum dögum, en um helgina slasaðist maður mikið þegar hann lenti með hendina í snigli. -sbs.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.