Dagur - Tíminn Akureyri - 13.02.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 13.02.1997, Blaðsíða 8
8 - Fimmtudagur 13. febrúar 1997 |Dagur-'3Rm!mt PJÓÐMÁL ,3Dagur-®tmtmt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./lsafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Bankastjóralaun í fyrsta lagi Auðvitað eiga laun bankastjóra að vera góð. Þau eiga að vera með þeim hæstu. Ef mánaðarlaun bankastjóra eru kringum 500 þúsund á mánuði er það alls ekki fráleitt miðað við það sem gengur og gerist í ýmsum störfum hjá fyrirtækjum í landinu. Menn eru tæpast keyptir milli sjónvarpsstöðva fyrir minna en Seðla- bankastjóralaun með öllu þegar stjórastólar eru í húfi. Bankastjórar verða að vera hæfir í starfi, skila árangri og bera mikla ábyrgð. Og fá laun samkvæmt því. ~\ Hæfni: Engum dettur í hug að Birgir ísleifur Gunnars- son, Sverrir Hermannsson og Steingrímur Hermanns- son hefðu komið til ÁLITA sem bankastjórar nema vegna stjórnmálatengsla sinna. Eru bankaráðsmenn- irnir Pálmi Jónsson, Árni Mathiesen og Guðni Ágústs- son mestu hagspekingar sem völ er á til að gæta hags- muna almennings í ríkisbönkunum? Ábyrgð: Tugmilljarða afskriftir, óhagkvæmur rekstur, hálf þjóðin í ÁBYRGÐ fyrir útlánum! Árangur: 27-52% hækkun launa meðan almenningi eru skömmtuð þau heilræði að halda sig innan við 5%! í þriðja lagi Það er ekki von að almenningur sé hrifinn af þeim rökum að brýnt hafi verið á Þjóðarsáttartímanum að jafna laun bankastjóra upp á við. Um ein eða tvenn mánaðarlaun verkamanns. Og geta þó vel verið efnisleg rök fyrir því - útaf fyrir sig. En það er ekkert „útaf fyrir sig“ - þótt elítan reyni að hafa það svo. Fólk er fúlt og svekkt vegna þess að hvergi kemur fram nokkur vilji hjá þeim sem ráða ferð að hlusta á, vega og meta og koma til móts við kröfur um að bæta úr hjá þeim sem verst eru staddir. Okkur munar ekkert um fimmhundruð þúsund króna kepp í sláturtíðinni. Kannski er spurning við rúma milljón með sporslum og lífeyr- isréttindum. En okkur munar bölvanlega um það pólitíska og siðferðislega gjaldþrot sem loddara- skapurinn, pukrið og tvöfeldnin leiða af sér. Stefán Jón Hafstein. V________________________________I___________________/ daxtöiiiA Eiga upplýsingar um launahækkanir til ríkisbanka- stjóra eftir að spilla fyrir kjaraviðræðum? Friðbert Traustason formaður Sambands ísL bankamanna * Eg tel að gagnvart okkar stéttarfélagi ætti þetta að leiða til þess að auðveldara verði fyrir almenna bankamenn að sækja sín- ar launabætur. Almennt séð finnst mér þetta hins vegar sýna að ákveðinn hópur í þjóðfélaginu, bankastjórar og forstjór- ar stórfyrirtækja, geta skammtað sér skammar- lega háar hækkanir fram úr öllu hófi. Þórunn Sveinbjarnardóttir form. Starfsmanna félagsins Sóknar Þær munu ekki auð- velda viðræðurnar. Fólk hefur verið seinþreytt til reiði gagn- vart sjálftökuliði í launum og kannski hafa upplýs- ingar af þessu tagi sjald- an legið jafn glögglega fyrir. Þetta hlýtur að kalla á viðbrögð. ♦ ♦ Sigurður Jóhannesson form. Vinnumála- sambandsins Auðvitað er þetta ekki jákvætt inn- legg í viðræðurnar. En ég á hins vegar ekki von á því að þetta hafi einhvern afturkipp í för með sér í því ferli sem er í gangi. Ögmundur Jónasson formaður BSRB Nei, þvert á móti tel ég að þetta eigi eftir að hleypa nýj- um krafti í viðræðurnar. Það er greinilegt að góð- ærið er þegar komið inn á borð til bankastjóra og annarra þeirra sem nán- ast skammta sér launin sjálfir. Krafan er sú að allir fái sinn skerf í góð- ærinu. I I s Wfi ÉÉÉÆ Fjöllin líka suður...? „Já, það fer að sönnu vel um landsbyggðarfólk innan um flettiskiltin. Á sumrin heldur það heim í átthagana og hlustar á íjöllin. FjöIIin segja farir sínar ekki sléttar, nú langi þau suður líka,“ - segir Rúnar Helgi Vignisson rithöfund- ur í DV. Loftleiðir líka.. ? „í sjálfum sameiningarsamn- ingnum er hvergi talað um það að taka upp nafn annars (flug)félagsins enda er það svo mikil íjarstæða að engum hefur dottið það í hug fyrr. Þetta lýsir í mínum huga skorti á hug- myndaflugi. Það hlýtur að liggja beint við að taka nú upp á ný nafn Loftleiða, það félag átti allt Ameríkuflugið og um 70% af Evrópufluginu. Þar með ætti að teljast eðlilegt að utanlands- flugið yrði kallað Loftleiðir,“ - segir Kristjana Milla Thorsteinsson viðskiptafræðingur í DV um uppvakn- ingu Flugfélags íslands. Tilfinningahitinn í banni „Þjóðfélagið er orðið umburðar- laust gagnvart tilfinningahita. Ef við förum nokkra áratugi aftur í tímann þá sjáum við að greinar voru þá skrifaðar af miklu meiri tilfinningahita en nú tíðkast. Þá þorðu menn að sleppa sér í blöðunum. Nú segir maður við vin sem kæmi til manns með grein þar sem hann sleppti sér: Nei, þetta skaltu ekki birta.“ - Þorsteinn Gylfason í viðtali í Alþýðu- blaðinu. Upp eftir breiðu bökunum Einu sinni var verkalýðsleiðtogi sem lét kjósa sig á Alþingi til að gæta hagsmuna verkalýðsins og halda uppi merkjum jafnaðarstefn- unnar. Þaðan lá leiðin í bankastjóra- stól ríkisbanka þar sem fór vel um baráttujálkinn til æviloka. Þetta fallega ævintýri er alveg hreina satt og sýnir afskaplega vel hvort það borgar sig ekki að vera köll- un sinni trúr og vinna að heill og ham- ingu þeirra sem minna bera úr býtum. Einstaka öfundsjúk sál hafði eitthvað við það að athuga að Jón Baldvinsson, forseti ASÍ, formaður Alþýðuflokksins og þingmaður jafnaðarstefnunnar skyldi telja við hæfi, að gera sjálfan sig að bankastjóra Útvegsbankans. Hjáróma raddir muldruðu eitthvað um að hugsjónamaðurinn hafi klifrað upp eftir baki verkalýðsins, í sinn hæga og vellaunaða sess. Fyrirmyndirnar Nú er komið í ljós að Jón verkalýðs- leiðtogi vissi vel hvað hann söng þegar hann klifraði upp eftir bognum bökum launalýðsins til að gerast ríkisbanka- stjóri. Auðsjáanlegt er af ummælum leiðtoganna að verkalýðurinn ætlar að renna sér upp eftir breiðum bökum bankastjóranna til að ná eftirsóknar- verðum kjarabótum. Svona búa þeir í haginn fyrir launa- lýðinn með því að láta þingkjörin bankaráð hækka kaupið sitt og sporsl- ur langt fram úr öll- um vísitölum og verðbólgum. Launa- kjör bankastjóranna eru orðin öðnnn fyr- irmynd og er það vel. Jóhanna Sigurðardóttir neyddi við- skiptaráðherra til að upplýsa á Alþingi það sem allir vissu, að kjör ríkisbanka- stjóranna eru til mikillar fyrirmyndar. Upp voru gefnar tölur og prósentur sem sýna að bankarnir hafa vel efni á að gera vel við sína stjórnendur. Hér ber vel í veiði fyrir samninga- menn launþega, að gera samanburð á launahækkunum tekjuaðalsins og ann- arra á þjóðarsáttartímabili. Steingrímur Hermannsson hefur gumað mjög af sínum mikla þætti í þjóðarsáttinni og það að verðleikum. Þar sem þjóðarsáttin felst í því að hækka eigin laun um 36 af hundraði á tveim árum, plús ríflegar eftirlauna- hækkanir, hlýtur stjórn Seðlabankans að vera sátt við að aðrir launþegar fái svipaðar hækkanir. Þetta skilja allir nema samninga- menn Vinnuveit- endasambandsins. En þeim er vorkunn, því þeir flnna hvergi góðærið sem Kjaradómur og bankaráð ríkisbank- anna velta sér upp úr, eins og strípuð jómfrú í miðnæturdögginni á Jóns- messu. Sannir jafnaðarmenn Þegar Kjaradómur og bankaráð eru að bæta kjör embættismanna er tekið mið af einhverjum hálaunahópum, sem gera það gott úti í bæ. Kjör Seðla- bankastjóra voru bætt til að samræma þau tekjum bankastjóra viðskipta- bankanna. Allt er þetta gert í jöfnunarskyni og má með sanni segja að jafnaðar- mennskan á upp á pallborðið hjá kjaraelítunum. Því er ekkert eðlilegra en að láglaunaliðið, allt frá prófessor- um upp í afgreiðslufólk í sjoppum, taki mið af þeim kjarabótum sem háemb- ættismenn og ríkisbankastjórar telja við hæfi. Þar er fólk sem hefur hendina á púlsi efnahagslífsins og veit öðrum betur hvað þjóðarsáttin þolir. Jafnaðarmaðurinn Jón Baldvinsson ruddi brautina þegar hann klifraði upp eftir bökum verkalýðsins á sínum tíma. Nú er komið að verkalýðnum að fara svipaða leið og klifra upp eftir bökum bankastjóranna til að sækja sínar kjarabætur. Ekki skal dregið í efa að þeir munu fúslega beygja hné sín til að auðvelda láglaunaliðinu að ná einnig því tak- marki að njóta þjóðarsáttar og góð- æris. OÓ Oddur

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.