Dagur - Tíminn Akureyri - 13.02.1997, Síða 9
íDagur-Œímtrm
Fimmtudagur 13. febrúar 1997 - 9
ÞJÓÐMÁL
Að Náttúruvemdarþingi loknu
Bjarni E. Guðleifsson
náttúrujrœðingur hjá Rann-
sóknarstofnun landbúnaðar-
ins, búsettur á Möðruvöllum í
Hörgárdal, skrifar
S
g er nýkominn heim af
tveggja daga Náttúru-
verndarþingi. Þetta er ní-
unda Náttúruverndarþingið, og
hef ég setið allmörg þeirra.
Ekki sit ég svona fundi mér til
ánægju. Fundarseta er eitthvert
leiðinlegasta starf sem ég fæst
við, og aldrei kem ég þreyttari
heim heldur en að fundardegi
loknum. Ég hef oft sagt að
fundir og nefndir versna eftir
því sem þátttakendurnir eru
fleiri, og bestu fundirnir eru
þegar ég er einn, enda ekki stór
ágreiningsmál að leysa þá. Full-
trúum og gestum á Náttúru-
verndarþingum fjölgar stöðugt,
enda virðast nú allir vilja láta
náttúruvernd til sín taka. Það
er varla tekið viðtal við mann í
íjölmiðli að hann segist ekki
vera útivistarmaður og náttúru-
unnandi. Líklega hafa verið á
þriðja hundrað manns á Nátt-
úruverndarþinginu, og svo
blöskrar mönnum fjöldi aiþing-
ismannanna 63 við Austurvöii
(en þeir eru nú reyndar á full-
um launum).
Undiralda
En úr því ég er svona þreyttur
eftir fundi, hvers vegna sest ég
þá niður og skrifa um þessa
samkomu strax og ég er kom-
inn heim? Ég veit það ekki
sjálfur. Ef til vill er það vegna
þess að á þessu Náttúruvernd-
arþingi greindi ég undiröldu,
sem ég hef að vísu fundið fyrir
áður, en var nú sterkari en
nokkurn tíma fyrr. Þetta var
þung hreyfing fólks sem vill að
ísland fari aðra leið í atvinnu-
málum en nágrannalöndin, vill
ekki gera ísland að lélegri eftir-
líkingu mengaðra og spilltra
iðnaðarlanda. Þetta er fólk sem
vill vekja aðra til umhugsunar
um það hvert við stefnum í
orku- og iðnaðarmálum. Á
þinginu voru lagðar fram og
samþykktar margar tillögur,
meðal annars gegn álveri við
Grundartanga, friðlýsingu
vatnasviðs Jökulsár á ljöllum og
krafa um það að Fljótsdalsvirkj-
un fari í mat á umhverfisáhrif-
um. Mér er minnisstætt að
svona eindregnar ályktanir
fengust aldrei samþykktar á
Náttúruverndarþingum fyrir
10-15 árum þegar tekist var á
um Blönduvirkjun og álver við
Eyjafjörð. Þar urðu heimamenn
að berjast án eindregins stuðn-
ings Náttúruverndarráðs. Hitt
er svo annað mál að kannski er
ekkert gert með svona ályktan-
ir, sem beint er til stjórnvalda.
Þau halda eflaust sínu striki
áfram, reisa álver á Grundar-
tanga („við fylgjum öllum leik-
regium," segja ráðherrar sem
bjuggu reglurnar til sjálfir) og
virkja við Fljótsdal („við höfum
heimiidina," segir Landsvirkj-
un).
Tvær þjóðir
Oft er talað um að í landinu búi
tvær þjóðir. Er þá oft vitnað til
hátekjumanna annars vegar og
lágtekjumanna hins vegar, eða
landsbyggðarmanna og höfuð-
borgarbúa. Ég held, eftir að
hafa hlýtt á umræður í fjölmiðl-
um og á Náttúruverndarþing-
inu, að í landinu búi tvær aðrar
þjóðir. Annars vegar hagvaxtar-
postularnir, sem telja að vísu að
náttúruvernd só í lagi, ef hún er
ekki á kostnað hagvaxtar, og
þeir tala sem ábyrgir landsfeð-
ur. Hins vegar „við hin“ sem
viljum fara ótroðnar brautir,
vernda landið sem ósnortna
ferðamannaparadís, en ekki lé-
lega eftirlíkingu annarra iðnað-
arlanda og lítum á flest mann-
virki sem einhverja ógnun við
náttúruna, og við erum talin
óábyrg. Guðmundur Páll Ólafs-
son benti mér reyndar á það að
þessar tvær þjóðir tala tvö
tungumál og á máli hagvaxtar-
manna er landslag = flatarmál
og mengun = ásættanlegur út-
blástur.
Við erum nú líka að
taka við gömlu ál-
veri frá Þýskalandi.
Það á ekki að versla
með koltvísýrings-
mengunina á milli
þjóða, líkt og gert
er með kjarnorkuúr-
ganginn, hver og
einn á að taka til í
sínum garði.
Ást á landinu
Þeim sem unna landinu verður
oft heitt í hamsi og þeir tala af
mikilli tilfinningu og hita um
þessi mál. Þegar náttúruve'rnd-
armál ber á góma segja hag-
vaxtarpostularnir að málLn
verði að ræða án tilfinninga-
semi. Hvernig getur ástfanginn
maður talað án tilfinninga?
Maður sem er yfir sig ástfang-
inn af landinu sínu eða sinni
heimabyggð getur ekki sleppt
allri tilfinningasemi, og í raun
hafa sumir ekki aðrar forsend-
ur til að meta náttúruna. Mun-
urinn á hagvaxtarmanninum og
„okkur hinum“ er sá að við lát-
um stjórnast af hjartanu en
þeir af höfðinu. Best er ef þetta
fer saman, en ef ekki, þá kýs ég
að fylgja hjartanu. Á gelgju-
skeiðinu var mér sagt að þá
fyrst væri ég ástfanginn ef ég
hætti að hugsa rökrétt og léti
stjórnast af tilfinningunum. Ef
ég hefði látið höfuðið, rökhyggj-
una, ráða, hefði ég reynt að
giftast inn í kolkrabbann eða
einhverja aðra ei'naíjölskyldu.
Það gerði ég ekki, heldur lét til-
finningarnar, ástina, ráða og er
hamingjusamlega kvæntur. Það
eru sem sagt önnur rök en hin
hagrænu sem eru í fullu gildi,
tilfinningaleg, fagurfræðileg,
menningarleg og siðferðileg, en
þau eru bara ekki öll mæld í
krónum. Að tala út frá öðrum
forsendum en hinum hagrænu
er ekki að vera ómálefnalegur,
það er bara framandi. Við þurf-
um annað gildismat.
Gígavattstundir eða
unaðsstundir
Ilagvaxtarmönnunum liggur
þessi ósköp á svo við drögumst
ekki afturúr. Fyrrverandi orku-
málastjóri mun hafa sagt um
1965 að fyrir aldamót yrði
vatnsorkan orðn verðlaus og
því væri um að gera að flýta sér
að virkja og selja orkuna.
Óvirkjað vatnsfall var því hreint
tap. Allir sjá hve hrapallega
þessi framtíðarspá hefur brugð-
ist. Sigurður Þórarinsson sagði
á móti, að í stað tapaðra gíga-
vattstunda hefðu komið ófáar
og ómetanlegar yndisstundir
eða unaðasstundir við falleg-
ustu vatnsföll landsins. Við
skulum leggja áherslu á unaðs-
stundirnar í stað þess að safna
gígavattstundum, sem allir aðr-
ir eru að safna. Friðun lands er
nýting þess í þágu framtíðar.
Óspillt náttúra verður í framtíð-
inni meira virði en formfagrar
og sögufrægar borgir gróinna
menningarþjóða. í einni álykt-
un á Náttúruverndarþingi var
til þess mælst að við mat á um-
hverfisáhrifum yrði einnig reynt
að meta þann kost að fara ekki
út í framkvæmdina.
Að versla með
koltvísýring
íslendingar eru aðili að ramma-
samningi Sameinuðu þjóðanna
um loftslagsbreytingar þar sem
stefnt er að því að útstreymi
svokallaðra gróðurhúsaloftteg-
unda verði ekki meira árið
2000 en það var árið 1990.
Meðal annars vegna stækkun-
Náttúruvernd er
spurning um
hugarfarsbreytingu.
Menn þurfa að
þekkja þau lögmál
sem ríkja í náttúr-
unni og einnig þau
spjöll sem búið er
að vinna og hægt er
að vinna á
náttúrunni.
arinnar í Straumsvík mun þetta
ekki takast, og ef aðrir stóriðju-
draumar rætast mun útstreymi
gróðurhúsalofttegunda geta
tvöfaldast frá því sem var árið
1990. Því er nýjasta túlkun ís-
lenskra stjórnvalda sú að
samningurinn „feh ekki í sér
lagalega skuldbindingu" og
telja þau okkur íslendinga geta
aukið „losun gróðurhúsaloftteg-
unda staðbundið" ef aðrar
þjóðir draga úr mengun. Góður
árangur annarra þjóða við að
hreinsa til hjá sér á því að geta
komið okkur til góða, þannig að
við getum aukið okkar mengun.
Þetta er ekki stórmannlega
hugsað hjá þjóð sem vill kenna
sig við hreinleika. Við erum nú
Iíka að taka við gömlu álveri frá
Þýskalandi. Það á ekki að
versla með koltvísýringsmeng-
unina á milli þjóða, líkt og gert
er með kjarnorkuúrganginn,
hver og einn á að taka til í sín-
um garði.
Skipta um
Hollustuvernd
Þegar ég kom heim til mömmu
að afloknu Náttúruverndar-
þingi, þreyttur að sjálfsögðu,
settist ég fyrir framan sjónvarp-
ið og horíði á fréttir. Þar kom
fram að maður hefði bjargað
stúlku frá drukknun í sundlaug,
en hún hafði fest hár sitt í nið-
urfallsrist í lauginni. Vinnueftir-
litið hafði skoðað ristina og
taldi hana „í lagi.“ Björgunar-
maðurinn undraðist þetta og
svaraði svo frábærlega vel að
þá þyrfti „að skipta um vinnu-
eftirlit. “ Þá flaug mér í hug að
rétt fyrir lok Náttúruverndar-
þings steig Hermann Svein-
björnsson, framkvæmdastjóri
Hollustuverndar ríkisins, í stól.
Undraðist ég mjög orð hans, en
hann gerði lítið úr áhrifum
þessa eina álvers á Grundar-
tanga. í orðum hans lá þetta:
„Það munar ekki um einn kepp
í sláturtíðinni.“ Á þessari ræðu
varð ég „hissastur“ á þinginu,
en vegna ógnandi nálægðar
ráðherrakokteilsins var ekki
hægt að ræða mál hans. Ég hef
reyndar undrast afstöðu Holl-
ustuverndar í Grundartanga-
málinu og tel að það þurfi að
skipta um Hollustuvernd, alla
vega framkvæmdastjóra.
Hugarfarsbreyting
Náttúruvernd er spurning um
hugarfarsbreytngu. Menn þurfa
að þekkja þau lögmál sem ríkja
í náttúrunni og einnig þau
spjöll sem búið er að vinna og
hægt er að vinna á náttúrunni.
Vissulega greindi ég hugarfars-
hreyfingu í þessa átt á Náttúru-
verndarþinginu, en þessi hug-
arfarsbreyting þarf að byrja í
skólakerfinu. Þar þarf að kenna
þegnum framtíðarinnnar um
þessi lögmál, þannig að þeir
skilji og geti metið náttúruna út
frá þeim lögmálum sem þar
ráða. í því er hið nýja gildismat
fólgið. Samþykkt um aukna
náttúrufræðslu var gerð á Nátt-
úruverndarþinginu.
Þorgeir
Ljósvetningagoði
Auðvitað þurfum við að vera
ein þjóð í einu landi. Við þurf-
um öll að leggjast undir feld
eins og Þorgeir forðum og
hugsa málin. Hans niðurstaða
varð sú að við skyldum vera
kristin þjóð en leyfilegt var að
blóta á laun. Það er kristin af-
staða að vernda dásemdarverk
skaparans. Niðurstaða okkar
mats, eftir að við höfum legið
undir feldi, hlýtur að verða það
að við verndum náttúruna og
spillum henni einungis í hófi,
blótum á laun. Um launblótið
segir íslendingabók: „En síðar
fám vetrum var sú heiðni af
numin sem öimur heiðni."
Frá Náttúruverndarþingi sem var haldið á Hótel Loftleiðum í janúar sl. Þar var á meðal gesta Guðmundur
Bjarnason, umhverfis- og landbúnaðarráðherra. Mynd: wimar