Dagur - Tíminn Akureyri - 18.02.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Akureyri - 18.02.1997, Blaðsíða 9
|Ditgur-'2Stmrat PJÓÐMÁL Þriðjudagur 18. febrúar 1997 - 9 Fiskmarkaðir - Svanfríður Jónasdóttir skrifar Aundanförnum árum hafa mikla breytingar orðið í íslenskum sjávarútvegi. Pessar breytingar eiga m.a. rætur að rekja til tæknibreyt- inga, sóknar í úthafið, fiskveiði- stjórnunarkerfisins, íjarskipta og upplýsingastreymis, bættra samgangna og að fiskmarkaðir hafa haslað sér völl. Fiskmarkaðir hafa starfað í um 10 ár og um þá eru nú seld árlega um 100 þúsund tonn af bolfiski fyrir um 10 milljarða á ári. Þeir eru grundvöllur fyrir fjölmörg fyrirtæki sem hafa sér- hæft sig erlendum mörkuðum. Þeir hafa breytt viðhorfum vinnslunnar og gert hana með- vitaðri um samkeppni og gæði. Fiskverð á að heita frjálst en verð sem fæst á fiskmörkuðun- um hefur einnig orðið viðmiðun við verðlagningu þess afla sem aðrir hafa samið um í svoköll- uðum beinum viðskiptum. Og hversu frjálst er verðið þá? Get- ur vinnsla sem framleiðir á hefðbundna markaði sölusam- takanna risið undir því að greiða fiskmarkaðsverð fyrir hverja tegund? Það verð ræðst af eftirspurn á mörkuðunum þar sem einungis þriðjungur af bolfiskaflanum er seldur yfir árið? Mörg fyrirtæki sem eru bæði með útgerð og vinnslu hafa farið þá leið að nýta eigin skip til annarra veiða innan lögsögu en bolfiskveiða eða sent skipin í úthafið. Þau hafa nýtt veiðiheimildir skipanna þannig að þær hafa verið leigð- ar og keypt hráefni fyrir vinnsl- una til að hún geti sérhæft sig. Leiðin til sérhæfingar hefur þannig legið um viðskipti með veiðiheimildir fremur en afla. Krafa samtaka sjómanna Verðmyndun aflans er þannig að mikil tortryggni er milli sjó- manna og útgerðarmanna, ekki síst vegna fjölmargra dæma um að sjómenn eru látnir bera kostnað af kaupum eða leigu á veiðiheimildum.Verðlagningin er einatt þannig að erfitt er að greina á milli hvað er fiskverð samkvæmt hinni hefðbundnu skilgreiningu og hvað er kvóta- leiga eða kaup. Sjómenn sjálfir hafa, með vaxandi þunga, sett nýtt viðskiptainnhverfi fram kröfuna um að allur fiskur verði seldur yfir fiskmarkað, enda væri verðlagningin gegnsæ og ljóst hvert hið raunverulega skiptaverð er. Krafan um allan fisk yfir markað er meginkrafa allra samtaka sjómanna í dag. Hagsmunir útgerðar og sjó- manna eiga auðvitað að fara saman við verðlagningu á sjáv- arafla. Það á að vera beggja hagur að fá sem hæst verð sem þeir síðan skipta sín í milli eftir samningum og lögum. Sam- kvæmt samningum hefur út- gerðarmaður með höndum sölu aflans og hefur til þess umboð áhafnar. Einnig er kveðið á um að útgerðarmaður skuli tryggja skipverjum hæsta gangverð fyr- ir fiskinn. Hinsvegar hafa út- gerðarmenn í mörgum tilvikum ákveðið einhliða það verð sem greitt er til áhafna skipanna. Og þrátt fyrir skýr ákvæði kjara- samninga og laga um að óheim- ilt sé að sjómenn taki þátt í kostnaði útgerðar við öflun veiðiheimilda, hafa útgerðar- menn verðlagt afla til áhafna með tilliti til kostnaðar við öflun þeirra. Borguðu sjómenn hagræðinguna? Það hlýtur að vekja upp spurn- ingar af hverju viðsemjendur sjómanna, útgerðarmenn, vilja ekki fá eðlilegt verð á markaði fyrir þann afla sem kemur að landi. Er tregða útgerðarmanna gagnvart fiskmörkuðunum tengd því að ef afli er seldur á fiskmarkaði þá kemur hið rétta skiptaverð fram? Að hagræð- ingin sem leitt hefur til þess að útgerðin í landinu er öll rekin með hagnaði sé vegna verslun- ar með veiðheimildir sem sjó- menn eru látnir taka þátt í. Að það séu í raun sjómenn sem hafi borgað fyrir hagræðing- una? Með því að breyta leikreglum þannig að allur afli til vinnslu fari um fiskmarkaði má eyða þeirri tortryggni sem er milli útgerðar og sjómanna. Það hefði einnig áhrif í þá átt að það séu jafnan þeir sem bestum árangri ná sem eru við fisk- vinnslu á hverjum tíma. Sala alls afla sem seldur er innan- lands um fiskmarkaði er því bæði réttlætismál fyrir sjómenn og mikilvægt hagsmunamál vinnslunnar svo hún geti sér- hæft sig frekar með eðlilegum hætti. Helgi Seljan félagsmála- fulltrúi Ö.B.Í. Arla á vordögum 1996 eða í aprfllok þá, var gefin út reglugerð ein af ráðu- neyti tryggingamála, sem mjög hefur síðan í umræðu verið, enda við afar marga illa komið. Margar eru vissulega reglu- gerðir þessa ráðuneytis eins og annarra ráðuneyta, en fáar aðrar komið eins rækilega við fjárhag lífeyrisþega og þessi. Má með miklum rétti segja að hjá mörgum lífeyrisþeganum hafi heimilisbókhaldið hrein- lega í ógöngum lent af hennar völdum, enda tekjustig þessa fólks þannig að það má ekki við miklu. Mála sannast einnig að það eru auðvitað hrein býsn að í öllu góðærinu skuli þessi hóp- ur, einmitt þessi hópur, verða fyrir umtalsverðri tekjulækkun. En tilurð reglugerðarinnar var þó ekki á þann veg að til skerðingar á kjörum skyldi verða. Flöt skerðing uppbótar á lífeyri hafði verið framkvæmd 1. mars á því ári og henni af mörgum mótmælt, m.a. hélt Sjálfsbjörg sérstakan mótmæla- fimd við ráðuneyti trygginga- mála af þessu tilefni. Ráðherra tryggingamála brást vel við og kallaði til fundar og boðaði að- gerðir til leiðréttingar, þó ekki afturköllun skerðingarinnar, en úrbætur á skyldum sviðum ættu í staðinn að koma. Um þessa leiðréttingu var nokkuð fundað með ráðuneyti af hálfu samtaka aldraðra og fatlaðra og var nú bíðum og vonum ekki beysið í boði vægast sagt, en þakkarvert þó það sem það var. En í andrá snöggri var ráðuneytið allt í einu komið með viðbótarákvæði, strangt og stíft, um ákveðin tekjumörk líf- eyrisþega og raunar eignamörk einnig sem upphæfu rétt til uppbótar á lífeyri, sem er vel að merkja vegna tilfinnanlegs aukakostnaðar lífeyrisþegans. Víðtæk áhrif Við þessu ákvæði var alvarlega varað, bent á að við marga myndi koma og það óþyrmi- lega, en því svarað að þetta væri nánast staðfesting á þeim reglum sem þegar giltu hjá Tryggingastofnun, nema ef vera skyldu rýmri. Því miður var þessu um of af okkur trúað og þar er okkar sök. Enginn sem að kom við setningu þessara Mála sannast er það líka að við vit- um ekki um annan hóp þjóðfélags- þegna sem beinlínis varð fyrir umtals- verðri tekjulækkun á liðnu ári og svo aftur nú í ársbyrjun, sem betur fer allra annarra vegna. marka á tekjum og eignum hafði í raun hugmynd um við hve marga myndi koma, enda engar tölur tiltækar þar um, forðast raunar að fá á vettvang þá sem vísastir voru hér um. Þó bentum við ítrekað á þá hættu að þetta myndi við miklu fleiri koma en ráðuneytismenn ætl- uðu, en engu varð um þokað og réttinn til reglugerðarútgáfu ráðuneyta dregur raunar eng- inn í efa. Þegar tryggingaráðherra kynnti svo reglugerðina lofaði hún því hins vegar, og á því tók- um við virkilega mark, að hún skyldi endurskoðuð á haustdög- um, þegar í ljós kæmu endanleg áhrif hennar á hag lífeyrisþega. Sá varnagli var eðlilegur og þakkarverður um leið, þegar svo blint var rennt í sjóinn um afleiðingar allar. Okkur var auðvitað frá upp- hafi alveg ljóst að þessi um- deildi liður reglugerðar um há- marksmörk tekna og eigna sem skilyrði fyrir uppbót var bein- línis settur fram til að ná fram áætluðum sparnaði íjárlaga ársins 1996 í heimildarbótum trygginganna, sem var upp á 80-90 millj. kr. 1. ágúst sl. kom svo þetta ákvæði að mestu til framkvæmda og fljótlega kom í ljós að áhrif hennar á hag líf- eyrisþega voru miklu meiri og komu við pyngju miklu fleiri en nokkurn hafði áreiðanlega órað fyrir. Enda komu uggvænlegar tölur í ljós á Alþingi á haust- dögum við fyrirspurn Svavars Gestssonar og eins Ástu R. Jó- hannesdóttur og enn bólaði ekki á endurskoðunartilburðum þó afleiðingar lægju ljósar fyrir. Tvö þúsund manns urðu fyrir lækkun í ljós kom sem sagt að eitthvað í kringum tvö þúsund manns höfðu orðið fyrir tekjulækkun og henni umtalsverðri eða að meðaltali um 90 þús. kr. á líf- eyrisþega á ársgrundvelli, hvorki meira né minna. Um helmingur þeirra hafði alger- lega misst uppbótina og hinn helmingurinn fengið lækkun, margir afar umtalsverða. Hins vegar kom í Ijós að fáir höfðu notið leiðréttingaákvæða reglu- gerðarinnar. En hver var svo afrakstur ráðuneytisins, „sparnaðurinn“ sem að var stefnt að yrði 80-90 millj. kr.? Á ársgrundvelli nam „sparnaðurinn“ sem sé ekki bara 90 millj. heldur nær tvö- faldri þeirri tölu eða um 180 millj. kr. Er hæpið að annar „sparnaður" í ríkisgeiranum hafi heppnast betur. Leiðrétt- ingaákvæðin munu hins vegar aðeins hafa skilað litlu broti af þessum „sparnaði“ sem vel að merkja bættist ofan á „sparnað- inn“ frá 1. mars. Og nú var eðlilega farið að kalla eftir þeirri endurskoðun sem lofað hafði verið, en þrátt fyrir góðar undirtektir gerðist h'tið á liðnu ári. Afnotagjaldið í janúarmánuði komu svo enn frekari afleiðingar þessa reglu- gerðarákvæðis í ljós, því þá fengu lífeyrisþegar svo hundr- uðum skiptir hinar elskuríkustu tilkynningar frá ríkisútvarpinu okkar allra um að nú skyldu þeir fara að greiða afnotagjöld RÚV. Ástæðan einfaldlega sú að réttur til niðurfellingar afnota- gjalda er bundinn því að við- komandi hafi margumrædda uppbót á lífeyri. Framlag lífeyr- isþega til ríkisútvarpsins af þessum sökum gæti þannig numið á annan tug milljóna, jafnvel yfir tvo tugi, ef aðgerðin hefur nógu vel heppnast! Ekki þarf að efa að rflcisútvarpið okkar nýtir þessa (jármuni vel en engu að síður er það ætlan mín að þeir væru betur komnir hjá lífeyrisþegum, enda þörfin þar afar brýn. Nú er einmitt ákveðin vinna í gangi þó varðandi endurskoðun reglugerðarinnar og ég efa ekki að ráðherra og ráðuneyti henn- ar muni vilja nokkuð til móts við lífeyrisþega koma, svo al- varlegar afleiðingar sem þetta reglugerðarákvæði hefur víða haft. Mála sannast er það líka að við vitum ekki um annan hóp þjóðfélagsþegna sem bein- línis varð fyrir umtalsverðri tekjulækkun á liðnu ári og svo aftur nú í ársbyrjun, sem betur fer allra annarra vegna. Loforð um endurskoðun Við hljótum því að treysta á það að veruleg leiðrétting fáist og sannleikurinn sá að ekki væri til of mikils mælst að mæst yrði á miðri leið, ekki síst í Ijósi þess tvöfalda sparnaðar og ríflega það sem fékkst fram með reglu- gerðarákvæðinu. Við treystum á það að með endurskoðunarloforði sínu hafi ráðherra átt við að ekki yrði meira tekið en (járlög sögðu til um. En tíminn líður - íjárhags- áætlanir alltof margra lífeyris- þega hafa með öllu farið úr böndum og því er enn skorað á þá sem valdið hafa að koma nú myndarlega til móts við þetta fólk sem svo hart hefur verið leikið, svo jafnvel að öll efna- hagsleg tilvera þess hefur hrun- ið. Við bíðum og vonum, því ótalin hundruð bíða þess að úr rætist og rofa megi til.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.