Dagur - Tíminn Akureyri - 18.02.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 18.02.1997, Blaðsíða 10
10 - Þriðjudagur 18. febrúar 1997 JUtgur-®mtirai KNATTSPYRNA England FA bikarinn 4. umferð Blackburn-Coventry 1:2 (Sherwood 1) (Jess 28, Huckerby 44) 5. umferð Birmingham-Wrexham 1:3 (Bruce 37) (Hughes 51, Humes 61, ConnoOy 90) Chesterfield-N. Forest 1:0 (Curtis víti 54) Leeds-Portsmouth 2:3 (Bowyer 52, 90) (McLaughlin 7, Svennson 67, Bradbury 86) Man. City-Middlesbr. 0:1 (Juninho 77) Wimbledon-QPR 2:1 (Gayle 44, Earle 55) (Hateley 41) Bradford-Sheff. Wed. 0:2 (Mohan sjm. 84) Leicester-Chelsea 2:2 (Walsh 52, Newton sjm 88) (Di Matteo 16, Hughes 35) Drátturinn í 6. umferð Sheff. Wed.-Wimbledon Portsmouth-Leicéster/Chelsea Derby/Coventry-Middlesbrough Chesterfield-Wrexham Leikirnir fara fram 8. og 9. mars. Úrvalsdeild Derby-West Ham 1:0 (Asanovic víti 53) Tottenham-Arsenal 0:0 1. deild Bolton-Sheff. Utd. 2:2 Charlton-Barnsley 2:2 Grimsby-Huddersfieid 2:2 Norwich-West Brom 2:4 Oxford-Oldham 3:1 Port Vale-Ipswich 2:2 Southend-Stoke 2:1 Wolves-Crysai Palace 0:3 Bolton Barnsley Wolves Sheff. Utd. Crystal Pal. Norwich Stoke Ipswich Portsmouth Port Vale Oxford QPR Tranmere Swindon West Brom Huddersf. Charlton Reading Staðan 33 18 11 4 31 1510 32 16 7 3214 9 31 13 10 3214 711 3113 7 11 32 11 12 9 3213 613 33 1014 9 32 12 7 13 3211 1011 3112 712 3212 614 33 91410 33 1011 12 3111 614 31 91012 Birmingham 29 9 10 10 Man. City Southend Grimsby Bradford Oldham 3010 5 15 32 7 11 14 31 7 1014 32 710 15 30 6 1014 69:44 65 53:37 55 44:31 55 54:38 51 59:33 49 46:48 49 40:43 46 45:41 45 38:37 45 40:38 44 45:41 43 44:45 43 43:42 43 45:42 42 54:58 41 39:46 41 35:43 39 40:48 37 32:33 37 36:43 35 30:56 32 40:55 31 30:49 31 31:41 28 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð ■j 5 af 5 0 2.021.024 2.'$i wn 290.610 3.4*,s 63 7.950 4. 3a»5 1.970 590 Samtals: 3.974.784 Upplýsingar um vinningstðlur fást einnig I símsvara 568-1511 eöa Grœnu númeri 800-6511 og I textavarpl á sfðu 451. I I Þ R KARFA . DHL-deildin Ovæntur sigur Kfí í Ljónagryfjunni Atjándu umferð DHL- deildarinnar lauk á föstudagskvöldið með tveim leikjum. ÍA fékk Tindastól í heimsókn og UMFN tók á móti KFÍ í Ijónagryfjunni í Njarðvík. Það er skemmst frá því að segja, að ísfirðingar fóru frægð- arför í Njarðvíkina og unnu þar 11 stiga sigur 71 - 82. Þetta hljóta að teljast mikil tíðindi þar sem ísfirðingar með sitt unga og óreynda lið vinna ör- uggan sigur á margföldum ís- landsmeisturum undanfarinna ára. Með þessum sigri eykst möguleiki nýliðanna verulega á að vinna sér sæti í úrshta- keppninni sem hefst í mars. Til þess að það megi takast þurfa þeir helst að vinna alla sína leiki sem eftir eru og verða jafnframt að treysta á að liðin í næstu sætmn fyrir ofan þá misstigi sig á hinni grýttu leið að úrslitunum. För Tindastóls á Skagann var ekki eins glæsileg ferð KFÍ- mannanna til Njarðvíkur. Stól- arnir máttu kyngja því að tapa 77 - 74 fyrir ÍA þrátt fyrir að besti maður heimamanna, Ron- ald Bayless, væri í leikbanni. Það fer ekki á milli mála að Skagamenn eru búnir að stimpla sig rækilega inn meðal þeirra bestu í körfubolta á þessari leiktíð og fátt sem bend- ir til þess að þeir séu að lækka flugið. Þeir taka bráðlega á móti íslandsmeisturunum frá Grindavík sem hafa verið að leika mjög vel lengst af vetrar. Því má búast við hörku rimmu á milli þessara liða því með sigri í þeim leik gætu þeir tryggt sér 3. sætið í deildinni, sem gefur rétt á heimaleik í úr- slitakeppninni. Tindastóll berst harðri baráttu um sæti í úrslita- keppninni og gæti sem best náð því ef heppnin er með þeim. Nýji leikmaðurinn þeirra, Wayne Peterson, er mjög sterk- ur og þegar hann hefur fallið betur að leik Uðsins verða Stól- arnir ekki árennUegir. Staðan eftir 18. umferð er nú þessi: 1 Keflav. 18 15 3 1741 :1476 30 2 Grindav. 1815 3 ÍA 18 12 4 Haukar 18 12 5 UMFN 18 10 6 KR 18 9 7 I'R 18 8 8 Skallag. 18 8 9 Tindast. 18 7 10 KFÍ 18 7 11 Þór 18 5 12 Breiðb. 18 0 3 1722 :1583 30 6 1417 :1366 24 6 1426 : 1374 24 8 1508 : 1468 20 9 1546 :1484 18 10 1526:1508 16 10 1459:1519 16 11 1409:141014 11 1458 :1503 14 13 1427 :1583 10 18 1270 : 1635 0 gþö HANDBOLTI • 2. deild karla Brúnaþungur þjálfari Rússneski þjálfarinn Mikael Abkashev, hefur náð góð- um árangri með Þórsliðið, sem berst um sæti í 1. deild. Þórsarar bættu tveimur stigum í safnið með sigri á Ármanni 33:20 í íþróttahölUnni á Akureyri sl. föstu- dagskvöld. Leikur liðanna var tUþrifalítiU og merkja má það á svip þjálfarans að hann var ekki aUtaf ánægður með frammistöðu sinna manna. SKÍÐI . HM í svigi Krístinn ogArnór féllu báðir úr keppni Kristinn Björnsson og Arn- ór Gunnarsson féllu báðir úr keppni í fyrri umferð- inni í svigkeppni heimsmeist- aramótsins sem lauk í Sestriere á Ítalíu um síðustu helgi. Norðmaðurinn Tom Stian- sen, varð sigurvegari í grein- inni. Um helgina var einnig keppt í bruni kvenna og þar varð Hilary Lindht frá Banda- ríkjunum sigurvegari. Þá sigr- aði Renate Götschel frá Austur- ríki í alpatvíkeppni. Keppendur frá Noregi voru sigursælir á mótinu, þeir hrepptu þrjú gull- verðlaun og tvö silfurverðlaun. ítalir unnu einnig til þriggja gullverðlauna. KNATTSPYRNA . England Smáliðin stálu senunni Roberto Di Matteo skoraði glæsilegt mark gegn Leicester á sunnudag en það dugði ekki til því þrautseigir heimamenn náðu að jafna á síðustu stundu. Chesterfield og Wrex- ham úr 2. deild slógu stórliðin út úr FA bikarnum. að voru tvö 2. deildarUð sem stálu senunni í ensku bikarkeppninni um helgina. Chesterfield og Wrexham slógu Nottingham Forest og Birming- ham út og drógust síðan saman í 8-liða úrslitum þannig að öruggt er að annað þessara liða kemst í undanúrsUt. Það hefur aðeins sjö sinnum gerst í sögu bikarsins að Uð sem ekki er í tveimur efstu deildunum kemst þetta langt í keppninni. Chesterfield, sem kemst ekki í hóp efstu liða í 2. deild, fékk úr- valsdeildarlið Nottingham Forest í heimsókn og smáliðið vann verðskuldaðan sigur. Þeir höfðu kraftinn og áræðnina til að kom- ast áfram og það tókst með marki frá Tom Curtis úr víta- spyrnu eftir að Mark Crossley, markverði Forest, var vikið af leikveUi fyrir að fella Jonathan Howard inni í vítateig. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Chesterfield sem Uðið kemst í 6. umferð. Leikmenn Wrexham völsuðu framhjá sofandi varnarmönnum Birmingham og sigruðu sannfær- andi á útivelU, 1:3. Wrexham sló West Ham út í 3. umferð og Uðið hefur ávallt lent undir í bikar- leikjunum. Steve Bruce kom Birmingham yfir en eftir að Paul DevUn, framherja Birmingham, var vikið útaf snemma í síðari hálfleik tók 2. deildarliðið völdin og mörkin hefðu getað orðið fleiri. Leeds fékk rassskeU á heima- veUi gegn 1. deildarliði Port- smouth. Gestirnir sigruðu 3:2 og höfðu meira að segja efni á því að misnota vítaspyrnu. Alan McLoughlin, Svnnn Mathias Svensson og Lee Bradbury sökktu Leeds en Lee Bowyer náði tvívegis að klóra í bakkann fyrir heimamenn. Chelsea gaf eftir Liðsandinn getur oft reynst dýr- mætari en boltatækni og fallegt samspU. Leicester sannaði það þegar liðið náði að vinna upp tveggja marka forustu Chelsea á sunnudag og tryggja sér endur- tekningarleik á Stamford Bridge. Roberto Di Matteo og Mark Hug- hes komu Chelsea yfir í fyrri hálfleik en leikmenn Leicester neituðu að gefast upp. Þrátt fyrir að það vantaði lyldlmenn á borð við Emile Heskey, Neil Lenon, Muzzy Izzet og Matt EUiott tókst Leicester að jafna en fékk að vísu hjálp frá Eddie Newton, miðju- manni Chelsea, sem skoraði sjálfsmark tveimur mínútum fyr- ir leikslok. Sheffield Wednesday sigraði Bradford á sunnudag en það var sjálfsmark varnarmannsins Nic- ky Mohan í blálokin sem varð 1. deUdarUðinu að faUi. Wednesday hefur aðeins tapað einum af síð- ustu 18 leikjum og hefur ekki fengið mark á sig í meira en sex klukkutíma. Þar á bæ hugsa menn nú gott tU glóðarinnar og eygja möguleika á að næla í FA bikarinn í fyrsta sinn síðan 1935, enda öll stórUðin úr leik í keppn- inni. Möguleiki á þrennu Wimbledon á enn ágæta mögu- leika á því að vinna þrefalt í ár því Uðið er í toppbaráttu úrvals- deildarinnar, komið í undanúrsht Coca-Cola bikarsins og á laugar- dag komst liðið í sjöttu umferð FA bikarsins og varð í fyrsta sinn í sögu félagsins taUð líklegast aUra liða tU að vinna bikarinn hjá veðbönkum. Robbie Earle var enn á skotskónum og skoraði sig- urmarkið gegn QPR en það var jafnframt 150. markið sem hann skorar á ferUnum.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.