Dagur - Tíminn Akureyri - 18.02.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 18.02.1997, Blaðsíða 11
|Ditgur-®mrám Þriðjudagur 18. febrúar 1997 -11 HANDBOLTI Nýttutólf sóknir f röð! Ungverska liðið Fotex Veszprém státaði af frá- bærri sóknarnýtingu í fyrri hálfleiknum í leik iiðsins gegn KA í Evrópukeppni bikarhafa á laugardaginn. Leikmenn Fotex misnotuðu aðeins þrjár sóknir í fyrri hálfleiknum og skoruðu á þessum þrjátíu mínútum átján mörk. Á einum leikkaflanum nýtti Fotex-liðið hvorki meira né minna en tólf sóknir í röð. Eftir að ungverska liðið skor- aði sjöunda mark sitt, þegar liðlega tíu mínútur voru liðn- ar af leiknum, misnotaði liðið ekki sókn fyrr en á lokamín- útu hálfleiksins, þegar send- ing í hraðaupphlaupi rataði ekki rétta leið. Staðan á þess- um kaíla breyttist úr 6:6 í 18:12 og eftir það áttuðu bjartsýnustu KA-menn sig á því að orrustan væri töpuð. Fotex-KA 34:22 Veszprém Ungverjaland, Evrópu- keppni bikarhafa, 8-liða úrslit - síðari leikur. Fotex komst áfram í keppninni með því að sigra samanlagt 65:54. Gangur leiksins: 0:1, 3:1, 7:7, 12:7, 15:9 (18:10), 18:12, 21:13,25:15, 30:20, 34:22. Mörk Fotex: Joséph Elés 8, László Sótoný 7, István Csoknyai 6/1, Zoltan Vergendi 4, isván Pásztor 3, István Gulyás 2, András Oszlánczi 2, Igor Zubjuk 1, Janóz Ghourka 1. Mörk KA: Róbert Julian Duranona 10/5, Sergei Ziza 8/1, Heiðmar Fel- ixsson 2, Jóhann G. Jóhannsson 2. Varin skot: Guðmundur A. Jóns- son 8 (þar af 4 aftur til mótherja). Utan vallar: Fotex 8 mínútur, KA 4 mínútur. Dómarar: Lemme og Ulrich frá Þýskalandi. Áhorfendur: Fullt hús, 2200. Vigo-Stjarnan 28:19 Vigo Spáni, EHF-keppnin, 8-Uða úrslit - síðari leikur. Vigo fór áfram í keppninni með því að sigra samanlagt 56:45. Mörk Stjörnunnar: Hilmar Þór- lindsson 9, Valdimar Grímsson 5, Magnús Magnússon 2, Einar Ein- arsson 2, Konráð Olavson 1. HANDBOLTI • Evrópukeppni bikarhafa KA-menn héldu í við lið Fotex /15 mínútur Ungverska liðið Fotex Veszprém tryggði sér réttinn til að leika í und- anúrslitunum í Evrópukeppni bikarhafa á laugardaginn, með auðveldum sigri á KA, 34:22. KA- menn héldu aðeins í við ungverska liðið á fyrsta stund- aríjórðungnum í leik Iiðanna í Ungverjalandi á sunnudaginn. Rétt eins og í fyrri leiknum á Akureyri fór h'tið fyrir varnar- leik og markvörslu og það nýttu Ungverjarnir sér, eins og loka- tölurnar bera vitni um. Besti kafli KA-manna var fyrsti stundarfjórðungur leiks- ins, en á þeim kafla höfðu KA- menn í fullu tré við andstæð- inga sína. Sóknarleikur gekk vel og svo virtist sem KA-menn væru með svör við framstæðri vörn gestgjafanna. Jafnt var 7:7 eftir fimmtán mínútur, en á næstu fimm mínútum skoruðu heimamenn fimm mörk í röð og eftir það virtust KA-menn missa alla trú sína á verkefninu. Stað- an í leikhléi var 18:10 og síðari hálfleikurinn nánast formsat- riði. Hann var ekki jafn vel leik- inn af leikmönnum Fotex, mun meira var um mistök hjá báð- um liðum, enda ljóst hvort liðið kæmist áfram. Róbert Julian Duranona og Sergei Ziza voru lykilmenn í sóknarleik KA og þeir Leó Örn og Heiðmar komust þokkalega frá sínu, í fyrri hálfleiknum. Rétt eins og í fyrri hálfleiknum var varnarleikur og markvarsla hjá KA-liðinu nálægt núllinu, enda heyrði það til undantekn- inga að leikmenn Fotex nýttu ekki sóknir sínar. KA-menn hafa eflaust haft gott af því að mæta þessu sterka liði, en Ak- ureyrarliðið getur ekki talist öf- undsvert að leika til bikarúr- Urslit á Evrópumótunum Síðari leikirnir í Evrópumótunum fóru fram um helgina og urðu úrslit þeirra þessi. Liðin sem talin eru á undan, léku heimaleikinn fyrst, liðin sem eru feitletruð komust áfram í undanúrslitin. Evrópukeppni meistaraliða Pick Szeged (Ungverjal.)-Barcelona (Spáni) 26:28/17:40 42:66 ABC Braga (Portúgal)-Badel Zagreb (Króatíu) 24:23/22:26 46:49 Caja Santander (Spáni)-THW Kiel (Þýskal.) 26:23/19:24 45:47 Winterthur (Sviss)-Celja Piv. Lasko (Slóveníu) 21:21/19:28 40:49 Evrópukeppni bikarhafa Magdeburg (Þýskal.)-TBV Lemgo (Þýskal.) 24:17/22:29 46:46 Us d’ivry (Frakkl.)-RK Mladost (Makedóníu) 35:22/35:23 70:45 Petro. Plock (Póllandi)-Elg. Bidasoa (Spáni) 21:21/14:23 35:44 KA (Ísland)-Fotex Veszpr.(Ungverjalandi) 32:31/22:34 54:65 EHF-keppnin Stjarnan (fslandi)-Acad. Vigo (Spáni) 26:28/19:28 45:56 Prato (Ítalía)-Virum Sorgenfri (Danmörku) 21:25/26:26 47:51 Montpellier (Frakkl.)-Granollers (Spáni) 21:20/24:26 45:46 Gorenje Velenje (Slóveníu)-Flensborg Handew. (Þýskal.) 19:28/17:29 36:57 Borgakeppni Evrópu Us Creteil (Frakkl.)-Drammen (Noregi) 24:24/19:28 43:50 Horn Sittardia (Hollandi)-Sandeljord (Noregi) 22:20/14:16 36:36 Kolding (Danmörku)-IFK Skövde (Svíþjóð) 20:18/21:22 41:40 Pr. Adernar Leon (Spáni)-Nettelstedt (Þýskal.) 27:21/21:28 48:49 Dregið verður í undanúrslit mótanna í dag. slita á laugardaginn, eftir að vera búið að fá tvo skelli í röð. Sótóny Lazslo, Joséph Elés og Csoknyai Isván voru bestir í jöfnu liði Ungverja, sem var betra á öllum sviðum. Sóknar- leikur liðsins var mjög beittur og það tók leikmenn yfirleitt ekki langan tíma að finna smugur á KA-vörninni. Hraða- upphlaupin voru einföld, en mjög árangursrík, Ungverjarnir voru yfirleitt komnir 10-15 skref fram á völlinn, áður en sóknarmenn KA höfðu náð að snúa við. Sergei Ziza átti þokkalegan leik í Ungverjalandi á laugardaginn, en það var langt frá því að duga KA-mönnum til að komast áfram. HANDBOLTI • EHF-keppnin Migo tók völdin I síðarí hálfleiknum Stjarnan féll úr EHF-keppn- inni í handknattleik með tapi fyrir Academica Oct- avio Vigo í leik liðanna á Spáni á laugardaginn. Fáir áttu von á því að Stjarnan mundi ná að veita Spánverjunum keppni, eftir tveggja marka tap á heimavelli sínum, en annað kom á daginn. Jafnræði var með liðunum fram að leikhléi, en þá var jafnt 13:13 Á þessu tímabili lék Stjörnuliðið vel, sérstaklega Valdimar Grímsson og Hilmar Þórhndsson, sem voru bestu menn Stjörnunnar. f síðari hálfleiknum skildi í sundur með liðunum og lokatöl- ur urðu 28:19, Vigo í vil. Valdimar brotnaði og verður frá í átta vikur Stjörnumenn urðu fyrir miklu áfalli á síðustu mínútu fyrri hálfleiksins, þegar Valdimar Grímsson handarbrotnaði og hann má byrja að leika hand- knattleik að nýju eftir átta vik- ur, þá með spelku. Það er gríð- arlegt áfall fyrir Stjörnumenn. Nær engar líkur eru á því að hann geti leikið með Stjörnunni í úrslitakeppni íslandsmótsins og vafasamt hvort hann verður kominn í nógu góða æfingu fyr- ir heimsmeistaramótið í Japan, í byrjun maí. Atvikið átti sér stað á loka- mínútu fyrir hálfleiksins, Valdi- mar reyndi „undirskot" og höndin lenti á einum varnar- manni Vigo, með þeim afleið- ingum að bein í handarbakinu, sem liggur frá þumalfmgri og að úlnlið, brotnaði. Valdimar mun gangast undir aðgerð á morgun. Reynt verður að nota nagla til að festa beinið. Gangi það ekki, mun Valdimar gangast undir aðra aðgerð n.k. föstudag. Einar Einarsson. KNATTSPYRNA EinartilKA Einar Einars- son hefur ákveðið að ganga í raðir KA- manna í 1. deildinni í knatt- spyrnu. Einar, sem aðallega hefur leikið á miðjunni, er 31 árs að aldri og lék síðast með Leiftri og var um tíma liðsstjóri Ólafsíjarðarliðs- ins. Hann hefur þó h'tið leikið knattspyrnu á síðustu tveimur árum vegna meiðsla. HANDBOLTI • Þýskaland Eins marks sigur Essen Patrekur Jóhannesson skoraði þrjú af mörkum Tusem Essen, sem sigraði Grossvaldstadt í hörkuleik á heimavelli sínum 24:23 í leik liðanna í 1. deildinni í Þýskalandi um helgina. Al- exander Tutschkin varð markahæstur hjá Essen með sex mörk. Minden, sem Sigurður Bjarnason leikur með, mátti þola tap á útivelli fyr- ir Bayer Dormagen, 23:21 og var Sigurður ekki á meðal markaskorara Min- den. Þá sigraði Hameln lið Rheinhausen á útivelli, 20:25. Aðeins þrír leikir fóru fram vegna leikja á Evrópumótunum Wupperthal heldur topp- sæti sínu í 2. deildinni, en liðið vann útisigur á Biele- feld, 17:24. hb Þýskal./fe BLAK ÞrótturN. i toppsætið Þróttur frá Neskaupstað skaust í toppsæti 1. deildar karla um helgina, með tveimur sigrum gegn Stjörnunni á Neskaupstað. Fyrri leikur liðanna var háður á föstudagskvöld og urðu lyktir hans 3:1, heimamönnum í hag, 15:9, 15:4, 8:15 og 15:10. Liðin mættust aftur daginn eftir og voru úrslit þá á sömu lund, 5:15, 15:13, 15:12 og 15:11. Stúdentar sigruðu KA 3:2, þar sem norðanmenn náðu að jafna 2:2, eftir að hafa tapað tveimur fyrstu hrinunum Lyktir í einstök- um hrinum urðu 15:10, 15:13, 6:15, 10:15 og 15:8. Staðan er nú þessi í 1. deild karla: Þróttur N 14 11 3 34:16 34 Þróttur R 12 10 2 33:12 33 ÍS 12 5 7 20:27 20 KA 13 4 9 17:31 17 Stjarnan 13 2 11 17:35 17 Þá sigraði Þróttur Nes- kaupstað Víking í tveimur leikjum í 1. deild kvenna, 3:0.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.