Dagur - Tíminn Akureyri - 22.02.1997, Qupperneq 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.02.1997, Qupperneq 5
|Dtagur-'2Rirann M E N N I N G O G LISTIR Freyja Rögnvaldsdóttir (t.v.), Guðrún Guðmundsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir. Hveijir eru Sam-Fmnurarar? Yfir fáum félagasamtökum hvílir jafnmikil leynd og Frímúrarareglunni. Kjól- fataklæddir karlmenn eru það sem fyrst kemur upp í huga þeirra sem ekki þekkja til en færri vita að einnig er til önnur regla, Sam-Frímúrarareglan, sem er bæði opin körlum og konum. Þeir sem forvitnir eru um síðarnefndu regluna geta svalað forvitni sinni að einhverju leyti um helgina á opnum kynningarfundi á Akur- eyri sem er sá fyrsti sinnar teg- undar hérlendis. Tilefni fundarins er að Akur- eyrardeild Sam-Frímúrara er sjötug um þessar mundir og finnst félagsmönnum kominn tími til að kynna regluna. „Við höfum orðið varar við misskiln- ing hjá fólki. Bæði að það held- ur að við séum konur frímúrara og einnig að reglan sé eingöngu fyrir konur," segir Margrét Guðmundsdóttir um ástæðu þess að ákveðið var að efna til kynningarfundar. Margrét hef- ur starfað með samtökunum í 18 ár en stöllur hennar sem einnig ræddu við blaðið, þær Freyja Rögnvaldsdóttir og Guð- rún Guðmundsdóttir, í 12 og 13 ár. Tilgangur starfsins Tilgangur Sam-Frímúrararegl- unnar er að leita sannleikans, skilja raunveruleikann, út- breiða hugsjón bræðraþels og þjóna mannkyninu. Til að tak- ast á við þessi stóru verkefm lætur reglan í té sérstaka að- ferð sem meðlimir hennar geta tileinkað sér með því að kynna sér táknfræði frímúrara og helgisiði. Innan reglunnar starfa sam- an konur og karlar á jafnréttis- grundvelli og eru engar skorður settar vegna trúar, kynþáttar eða litarháttar. Alls tilheyra 340 manns Sam-Frímúrarareglunni á ís- landi og þar af eru 43 á Akur- eyri. En hvernig skyldi inntaka nýrra félaga fara fram? „Engum er boðið að fyrra bragði heldur leitar einstakling- urinn til okkar. Síðan er skipuð viðtalsnefnd og í framhaldi er tekin ákvörðun um hvort við- komandi fái inngöngu," segir Guðrún. Leitin að innra manninum Forvitni er hluti af mannlegu eðli og því vaknar sú spurning hvort algengt sé að fólk leiti eftir inngöngu til að komast að leyndarmálun- um og hætti síð- an eftir það. Þær Margrét, Guðrún og Freyja eru sam- mála um að fæstir sýni áhuga vegna þess. „Við finn- um um leið hvort um raunverulegan áhuga sé að ræða eða ekki,“ segir Margrét. En hvers vegna skyldi ein- hvern langa að vera frímúrari? Hvað er það í starfinu sem heillar? Það er Margrét sem verður fyrst fyrir svörum: „Reglan agar okkur, kennir okkur reglufestu og stundvísi. Hún hefur kennt mér að meta eðliskosti svo sem góðvild, vin- áttu, hógværð, umburðarlyndi og trú. Þarna fæ ég tækifæri til að þekkja minni innri vilja, hinn kyrra og hljóða mátt sem býr í hverjum manni." Og Guðrún heldur áfram: „Hún gefur okkar tækifæri. Þetta er leið til að þroska sjálfa sig og fara inn á við. Mér finnst við koma sterkari út í lífið,“ segir hún. „Þetta er mannbæt- andi félagsskapur,“ bætir Freyja við. - En hvað með samstöðuna? „Hópurinn er mjög samstæð- ur,“ segir Margrét. „Vegna þess að við förum svo mikið inn á við þá vinnum við í mjög mikilli einlægni. Því myndast ákveðin tengsl milli okkar og við treyst- um hvert öðru.“ Allar leggja þær áherslu á að sú vinna sem unnin er innan reglunnar skili sér í daglegu lífi. Fyrst þurfi að fara inn á við og taka sjálfan sig í gegn en síðan skili sú leit von- andi únhverju út á við í sam- skiptum við annað fólk. Meira fáum við ekki gefið upp um innra starfið að sinni. „Mæta bara á fundinn, þar er hægt að spyrja,“ segja þær leyndar- dómsfullar. Fundur á morgun Á kynningarfundinum mun yfir- maður Sam-Frímúrarareglimn- ar á íslandi, Njörður P. Njarð- vík, halda framsögu og síðan gefst fundargestum tækifæri á að bera fram spurningar. Fund- urinn verður haldinn á morgun, sunnudag, klukkan 14 í hús- næði Sam-Frímúrara á Akur- eyri, Glerárgötu 32, 3. hæð. Vilji einhver fá nánari upp- lýsingar er einnig hægt að hafa samband við Guðrúnu, núver- andi formann Akureyrardeild- arinnar, í síma 462 1985. AI „...hefur kennt mér að meta eðliskosti svo sem góðvild, vináttu, hógvœrð, umburðarlyndi og trú. Þarna fœ ég tœkifœri til að þekkja minni innri vilja, hinn kyrra og hljóða mátt sem býr í hverjum manni “ Laugardagur 22. febrúar 1997 -17 LEIKFELAGIÐ BÚKOLLA SÝNIR i UÓSVETNINGABÚÐ GAMANLEIKINN ^ ^ g> © © © g) V eftir Rick Abbot í þýðingu Guðjóns Ólafssonar Leikstjóri: SKULI CAUTASON FRUMSYIUIIUG: LAU. 22. FEB. KL. 20:30 2. SYN. MANUD. 24. FEB. KL. 20:30 3. SÝN. FIMMTUD. 27. FEB. KL. 20:30 © © g) © MIÐAPANTANIR f SÍMA 464 3550 f UÓSVETNINGAB. FYRIR SÝN. S: 464 3617 Freyvangs- leikhúsið I rumsýnum firna fyndinn gamanleik: „Meb vífib í lúkimum" eftir Ray Cooney Leikstjóri: Hákon Waage 2. sýning sunnud. 23. febrúar. kl. 20.30 3. sýning þriðjud. 25. febrúar. kl. 20.30 4. sýning föstud. 28. febrúar. kl. 20.30 5. sýning laugard. 1. mars. kl. 20.30 6. sýning sunnud. 2. mars. kl. 20.30 Miöasala og pantanir í sím- um 463 1196 og 463 1193. Kór Leikfélags Akureyrar Kossar og kúlissur Laugard. 22. febr. kl. 20.00. Föstud. 28. febr. kl. 20.00. Atbugið breyttan sýningartíma. Afmælistilboð Miðaverö 1500 krónur. Börn yngri en 14 ára 750 krónur. Undir berum himni eftir Steve Tesich Sýningar á „Renniverkstæðinu" (Strandgötu 49) Aukasýning Laugard. 1. mars kl. 20.30. Þetta er allra síóasta sýning Látíð hana ekki fram hjá ykkur fara Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hæat að hleypa gestum inn í salinn ertir að sýning er hafin. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. jRtgur-mtnmm - besti tími dagsins! ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00 VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen I kvöld, laugard. 22. febr. Uppselt. Laugard. 1. mars Nokkur sæti laus. Laugard. 8. mars - Föstud. 14. mars ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Á morgun, sunnud. 23. febr. Nokkur sæti laus. Sunnud. 2. mars - Föstud. 7. mars Fimmtud. 13. mars Ath. Fáar sýningar eftir. KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson Fimmtud. 27. febr. - Fóstud. 28. febr. Sunnud. 9. mars - Laugard. 15. mars LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Á morgun, sunnud. 23. febr. kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Sunnud. 2. mars kl. 14.00. Laugard. 8. mars kl. 14.00 Sunnud. 9. mars kl. 14.00. Sunnud. 16. mars kl. 14.00 Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford í kvöld, laugard. 22. feb. Uppselt. Fimmtud. 27. feb. Nokkur sæti laus. Laugard. tmars. Uppselt. Laugard. 8. mars - Sunnud. 9. mars Athygli skal vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson Sunnud. 23. feb. Nokkur sæti laus. Næst siðasta sinn. Sunnud. 2. mars - Síðasta sinn Aukasýning - Sunnud. 2. mars Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Gjafakort í leikhús - sfgild og skemmtileg gjöf Miðasalan er opin mánudaga og þriöjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim líma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga. LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS Mánud. 24. febrúar. kl. 21.00 FLÓTTAFÓLK Dagskrá til ágóða fyrir Amnesty Intemational. Meðal lislamanna Arnar Jónsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Sigurður A. Magnússon, Sif Ragnhildardóttir, Þóra Friða Sæmundsdóttir, Eyrún Ólafsdóttir, Jóhann Kristjánsson og Þórunn Guðmundsdóttir söngkona. Aðgangseyrir er kr. 600 en kr. 400 fyrir meðlimi Listaklúbbsins. Dagskréin hefst kl. 21 en húsið opnar kl. 20.30.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.