Dagur - Tíminn Akureyri - 22.02.1997, Page 12
24 - Laugardagur 22. febrúar 1997
Wiatarkrókur
Uppskriftir dagsins koma
frá Helgu Finnbogadóttur
á Árskógsströnd. Helga
er upphaflega frá Stykkishólmi
en flutti á Árskógsströnd fyrir
22 árum. Þar vinnur hún á leik-
skólanum Leikbæ. Fyrri upp-
skriftirnar tvær segist hún nota
oft þegar gestir koma í mat eða
kaffi. Ávaxtakökuna smakkaði
hún hins vegar fyrst í sauma-
klúbbi nýlega og fannst hún svo
meiriháttar góð að hún ákvað
að fá uppskriftina og deilir
henni nú með lesendum.
Helga skorar á mágkonu
sína í Mývatnssveit, Sigurlínu
Ragúels, í næsta Matarkrók.
Pottréttur
500 g kjöt (t.d. folaldagúllas)
hveiti
smjörlíki
1 tsk. karrg
1 púrra
Vz dós sveppir + soð
^Da^r-Stmtrat
2 hvítlauksgeirar
3 gulrœtur
2 laukar
1 grœn paprika
2 dl tómatsósa
1 msk. kínasoja
1 tsk. engifer
Veltið kjöti upp úr hveiti og
steikið upp úr smjörlíki sem
karrýi hefur verið blandað sam-
an við. Bætið öðrum efnum
saman við og látið malla í 1
klukkustund. Berið fram með
hrísgrjónum, gulum baunum og
snittubrauði.
KASSAGERÐ REYKJAVIKUR HF
hefur opnað á
AKUREYRI
Verið velkomin í afgreiðslu okkar við Hvannavelli ogfáið faglega
ráðgjöfhjá sölumönnum.
WftPið eigum fyrirliggjandi á lager:
Kassa til flutninga í ýmsum stærðum
og gerðum.
Bylgjupappa þrjár gerðir og sníðaefni,
ýmsar gerðir.
Umbúðapappír, brúnan og hvítan.
Kassa og öskjur fyrir matvælaframleiðslu.
Kassa og öskjur fyrir fiskiðnað og útgerð.
Öskjur undir gjafavöru, skartgripi o.fl.
Pizzakassa.
Fataöskjur, sælgætisöskjur
og brauðöskjur.
Möppur fyrir skjalavörslu, videóhulstur,
blaðastanda o.fl.
Skúffur á varahlutalagerinn og í hillumar.
Bréf- og pappírspoka í ýmsum stærðum.
Sérframleiðum kassa og
öskjur eftir þinum óskum.
v/Hvannavelli • Sími: 461 3580 • Fax: 461 3581
Jkgur-'Simmn
Rabarbarakaka úr
pönnukökudeigi
Pönnukökudeig:
100 g hveiti
1 egg
3 dl mjólk
15 g bráðið smjörlíki
salt
Rabbabarafylling:
50 g smjör
500 g rabarbari
100 g sykur
1 tsk. engifer
Hveitið sigtað í skál ásamt
salti. Egg, bráðið smjörlíki og
helmingurinn af mjólkinni sett-
ur útí. Afgangnum af mjólkinni
hrært saman við. Deigið er nú
tilbúið.
Skerið rabarbarann í 5 sm.
bita. Smjörið er sett í eldfast
mót og brætt. Niðurskorinn
rabarbarinn er settur yfir
smjörið í mótinu. Sykri og engi-
feri er stráð yfir rabarbarann.
Síðan er pönnukökudeiginu
hellt yfir rabarbarann. Bakað
við 220° C í 30 mínútur. Hitinn
er lækkaður niður í 200° C og
kakan bökuð áfram í 15 mínút-
ur. Berið fram volgt með ís eða
þeyttum rjóma.
Toblerone ávaxtakaka
Púðursykurmarengs:
2 eggjahvítur
2 dl púðursykur
(má nota 25-30
makkarónukökur í staðinn)
Bakað við 150° C í 45 mínút-
ur.
Rjómakrem:
2'/ dl rjómi
2 eggjarauður
3 msk. flórsykur
100 g toblerone (brytjað)
Eggjarauður og sykur þeytt
saman. Rjóminn þeyttur og öllu
blandað saman.
Ferskir ávextir:
25 jarðaber
20 vínber
2 kiwi
'/ hunangsmelóna
'/-/ askja bláber
Ávextirnir eru skornir niður
(nema bláberin). Varist að
skera of smátt.
Súkkulaðisósa:
100 g toblerone
1 msk. rjómi
Hitið í potti þar til súkkulað-
ið er bráðið.
Marengsinn er brytjaður
frekar smátt. Meirihlutanum er
dreift í botn á fati eða diski með
háum börmum. Rjómakremið
sett yfir. Afgangur af marengs
og brytjaðir ávextir settir yfir.
Skreytt með súkkulaðisósunrú.
Helga Finnbogadóttir.
á síðustu ARCTIC CAT vélsleðunum
Eigum einnig nokkra notaða sleða.
SUÐURLANDSBRAUT 14, SIMI: 568 1200