Dagur - Tíminn Akureyri - 22.02.1997, Side 17

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.02.1997, Side 17
JDagur-'ffimtimt Laugardagur 22. febrúar Í997 - 29 L I F O G LAND Land og þjóð Sigurður Bogi Sævarsson skrifar 1. Fjall skammt frá Grindavík ber alþekkt íslenskt karlmanns- nafn. Umsvifamikið útgerðar- fyrirtæki í bænum er nefnt eftir því, en framkvæmdastjóri þess er forseti Slysavarnafélags ís- lands. Hvað heitir ijallið, fyrir- tækið - og hver er fram- kvæmdastjórinn og slysavarna- maðurinn? 2. Spurt er um bæ í Saurbæ í Dölum. Þar er rekið stórt kúabú sem oft hefur komist í fréttir, sakir þess að þar eru einar nyt- hæstu kýr landsins. Hver er bærinn? 3. Hvað hét maður sá sem fyrr á öldinni bjó í Selárdal á vet- urna og var nefndur listamað- urinn með barnshjartað? 4. Eyja nokkur í Blöndu hefur verið gerð að útivistarparadís Blöduósbúa. Þar er góðursæll skógarreitur, sem mikil vinna hefur verið lögð í að rækta síð- ustu áratugi. Hvað heitir eyjan? 5. Það var stefna og verk Jónas- ar frá Hriflu að reisa héraðs- skóla landsins á jarðhitasvæð- um úti á landsbyggðinni. Einn slíkur skóli var reistur á Noður- landi eystra. Hvar er hann? 6. Varnarliðið byggði sér mann- virki víðsvegar um landið, með- an umsvif þess voru mest hér á landi. Meðal annars byggði það ratsjárstöð á Austurlandi. Hvar var hún? 7. í landi efsta bæjar í Lands- sveit á Suðurlandi er mikið skóglendi og þar eru á hverju sumri haldnar hátíðir bindind- isfólks. Hvað heitir þessi bær? 8. Fyrir um 35 árum skrifaði Árni Óla bók um byggðarlag á Suðurlandi, sem hann nefndi Þúsund ára sveitaþorp. Hvert er byggðarlagið og fyrir hvað er það þekktast? nisgiajuiBjjnijo -JJB5J juáj jnjsnj5j?j9cj J9 jæq!A5j5jX<j jj •jjjjjjæj -njjno tpuBj t j9 jngojjsjBfjjæjBJino ■/ ■JQJIJEUJOH ÍUJ JJUUIBJJS ‘ÍS9USJJ5IOJS y '9 njsXsjBKo -Sujq-jngng i jnpEfjjÁaa ; uiníinE'i gy <; Á9jnJH -p •uossuof jgnuiES '£ uuuæq Jjjjaq Euunjg-uja 'Z uossEUipj, juuuno Ja uuungEiu go ujpfqjoq J9 grajBjq \ JpAS Hin brennandi vötn um land og stórum jökulhlaup- um á Skeiðarársandi. Á 20. öld- inni hafa nokkrum sinnum orð- ið eldsumbrot í Grímsvötnum og nágrenni. Má nefna eldgos í Grímsvötnum 1922, norðan Grímsvatna 1933, í Grímsvötn- um 1934 og enn norðan þeirra, á sama stað og gosið 1996 byrj- aði, árið 1938. Mjög stór jökul- hlaup, með 20.000-40.000 rúm- metra rennsli á sek., fylgdu tveimur síðasttöldu gosunum. Það svarar til 5-10 falds meðal- rennslis Þjórsár. III. Framan af var talið að 2-4 smá- gos hefðu komið upp í Gríms- vötnum á árabilinu 1939-1954 en nákvæm athugun sérfræð- inga leiddi í ljós að gömul ösku- lög og niðurfallspyttir hafa lík- lega villt mönnum sýn. Þar með hefur orðið óvenjulangt goshlé því jarðeldur bærði ekki á sér fyrr en smágosinl983 og 1984 (náði ekki upp úr íshellunni) bættust við. Gosið 1983 stóð í þrjá daga og dálitlar gjósku- sprengingar sáust í gati á ís- hellunni, í stöðuvatninu sem þar glitti þá í. Atburðarásin 1996 sem fól í sér smágos á Lokahryggnum milli Hamarsins og Grímsvatna, skjálftahrinu í Bungunni og upphaf sprungu- goss norðan Grímsvatna er afar sérkennileg og þarfnast nánari skýringa. Eldgos í Grímsvötnum hafa verið tíð. Fyrstu staðfestu gosin skrifast á 1598 og 1619 en gos urðu vafalít- ið tíð fyrir þann tíma. stöðvarnar voru í Grímsvötn- um. Nokkru síðar var orðið ljóst að stór askja (sigdæld) er þarna í miklu eldfjalli. I öskjunni er stöðuvatn sem hefur verið 10- 30 ferkílómetrar að flatarmáli en ofan á henni er 200-250 metra þykk íshella (íljótandi jökull). Fyrir nokkrum árum skilgreindu sérfræðingar svo Grímsvötn sem virka megineld- stöð í eldstöðvakerfi (mjórri sprungurein með eldstöðvum) sem nær frá Lakagígum um Vötnin og alllangt norður fyrir þau. II. Eldgos í Grímsvötnum hafa ver- ið tíð. Fyrstu staðfestu gosin skrifast á 1598 og 1619 en gos urðu vafalítið tíð fyrir þann tíma. Á 17. öld og fram á 20. öld kom upp jarðeldur í Gríms- vötnum sjálfum eða í eldstöðva- kerfi þeirra utan Vatnanna á 10-15 ára fresti og voru sum gosin mikil; með gjóskufalli víða Ari Trausti Guðmundsson skrifar I. Ekki vitum við hvaða vitneskju menn höfðu á miðöldum um eldstöðvar í Vatnajökli. Hitt er jafn víst að þær gusu oft og fyrr á öldum urðu til munnmæli um brennandi vötn þar sem risinn Grímur átti að búa. Seinna rugluðu menn saman Græna- lóni og eldstöðinni Grímsvötn- um og það var ekki fyrr en 1919 að sænskir könnuðir stað- festu að stór dæld (þeir héldu hana vera eldgíg) væri í miðjum vestanverðum Vatnajökli. Þá var unnt að festa örnefnið Grímsvötn á réttan stað. í eldgosinu 1934 fór leiðang- ur á staðinn og staðfesti að gos- Fluguveiðar að vetri (7) Bréf um þurrflugur Stefán Jón Hafstein skrifar Já, það er fiðringur kominn í mannskapinn. Þar sem tveir hittast er talað um úthlutun á hinum og þessum veiðistöðum, talað um að „vor sé í lofti“ og mikið skeggrætt. Hið íslenska fluguveiðifélag á Akureyri er að koma sér upp heimasíðu, Ár- menn eru komnir með eina. Getur einhver snjall nethaus sent okkur lista yfir netföng og heimasíður um fluguveiðar? Það væri nú vel þegið. Vel var þegið bréfið frá félaga okkar í listinni, Iljalta Þorsteins- syni málarameistara, um þurr- fluguveiðar. Grunaði mig svo sem að til væru meiri spekingar um það mál en sá sem hér hefur umsjón. Rit- gerð Hjalta er gagnmerk og ætla ég að leyfa ykkur að njóta í skömmtum. Hjalti ávarp- ar ritstjóra blaðsins vegna um- mæla í blaðinu 8. feb. um hve- nær rétt sé að skipta um flugu, ef fiskur í töku gín ekki við henni: „Fyrst er til að taka hversu fljótt þú vilt skipta um flugu. Þú vilt skipta um flugu eftir þrjú til Ijögur köst yfir fisk í töku (þ.e. fiskur vakir). Þar finnst mér þú vera of bráður nema auðvitað að þú sórt afburðarkastari. Nær þætti mér að þú settist niður og veltir fyrir þér góða stund hvernig þú gætir boðið fiskinum fluguna betur, og á sem kyrrlát- asta hátt svo að hvorki þú, línan eða taumurinn valdi styggð. Af hverju segi ég þetta? Það er vegna sérstöðu íslands á veiðum með þurrflugu, sem byggist á hversu fáskrúðugt skordýralífið er. Þú getur verið nánast 80- 90% viss um að vera með réttu flugutegundina. Sennilegasta ástæðan fyrir því að fískurinn tók ekki er því ekki sú að þú hafir beitt rangri flugu, heldur að hreyfingar flugunnar þinnar hafi ekki verið nógu eðlilegar á vatninu eða þá hreinlega að þú hafir styggt fiskinn". Þetta er auðvitað hárrétt og alls ekki nógsamlega staðnæmst við þetta atriði í mínum skrifum. Raunar segja margir afburða fluguveiðimenn að flugan sjálf skipti mun minna máli en hvernig hana ber fyrir fiskinn, og skiptir ekki máli hvort hann heitir silungur eða lax. Þetta eru þakksamlega þegnar ábending- ar, enda sá sem hér skrifar bráður um of, en ekki „afburða- kastari". Nóg um það. Hjalti gef- ur fleiri heilræði: „Ef þú ætlar að veiða á eftir- líkingu af lifandi æti fiska í ám eða vötnum, verður þú að kynna þér hvað fiskurinn er að éta hverju sinni, þ.e. að segja púpu, lirfu eða flugu. Auðvitað er fisk- urinn ekki síétandi frekar en þú, en hann er hins vegar lítið gef- inn fyrir íjölbreytni í mataræði. Ef fiskurinn er t.d. í litlu ljós- vængjuðu vorflugunni, lítur hann ekki við stóru brúnu og matarmiklu flugunni og svo öf- ugt. Jafnvel þó maður sjái fisk- inn vaka er oft erfitt að sjá á hverju hann er að gæða sér, sér- lega er það erfitt í straumvatni, svo ég tali nú ekki um ef hann er að gæða sér á lirfum eða púpum vatnaflugna... Til að komast að því hvað er á matseðli fiskanna, á þeirri stundu og stað sem þú ert staddur á, með þína fisléttu flugustöng og vígalega veiðihatt, þarft þú að skyggnast vel um og sjá hvort þú sérð eitthvað, sem getur upplýst þig um hegðun fisksins. Enginn hreyfing á yfir- borðinu, reyndu púpu. Smá- hreyfing á yfirborðinu, reyndu púpu rétt í vatnskorpunni. Sjá- irðu fisk vaka, reyndu þurr- flugu.“ Gott og vel. Einfald- ara getur það ekki verið! Þessu til við- bótar vil ég benda á að oft er taka fiskanna varla sýnileg, og alls ekki í straumvatni eða ströngum vindi. Þá er heilræði að hlusta! Stakt skvamp segir heilmikla sögu. Þá er hann uppi, og rýfur vatnsflötinn. Ég man eftir þurr- flugufiski sem ég tók í sumar leið: hávaðarok og sól glampaði á straumnum - ég sá ekki neitt- en skvampið sagði mér að eitt- hvað væri í gangi. Púpan fór af, þurrflugan á! Hann greip svarta títlu um leið og hún lenti á yfir- borðinu. Eini fiskur morgunsins í lok vaktar! En meira frá Hjalta. Nú er það æskileg með- ferð á veiddum fiski: „Þegar þú hefur náð einum fiski á land, hálsbrjóttu hann með greipartaki og losaðu síðan úr honum fluguna. Opnaðu fisk- inn, settu hrogn eða svil í lítinn plastpoka. Það er nammið þegar heim kemur. Skerðu vélindað frá upp við kok og kreistu úr því í glas. Settu vatn saman við og hristu glasið varlega svo graut- urinn leysist í sundur og þá blasir við þér hvað þessi fiskur var að éta rétt áður en þú fékkst hann á krókinn. Ef þú átt eftir- líkingu af einhverju því kvikindi, sem þú ert nú með fyrir augun- um, festu það þá á tauminn, ef ekki, þá vertu með það næst í farteskinu. Kannski hefur mataræðið ekki breyst. Taktu nú innvolsið og tálknin úr fiskinum og settu í plastpoka, sem þú hendir í næstu ruslatunnu. Ilentu aldrei slógi úr bleikju út á víðavangi, síst af öllu við stöðu- vatn, því það er vísasti vegurinn til að sýkja allan fiskstofn vatns- ins af ormum. Að síðustu set- urðu fiskinn í kælingu, kælibox." Heiðra skaltu móður náttúru! Bestu þakkir Hjalti, enn eru eftir frábærir og lærðir þankar hans um þurrílugur sem ég birti síð- ar. Ps. látið Jluguveiðimenn vita af dálkinum. Netfangið er: rit- stjori@dagur. is; heimilisfangið: Dagur-Tíminn, Strandgata 31 Ak. Þverholt 14, Reyk Hittumsl nœstu helgi.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.