Dagur - Tíminn Akureyri - 01.03.1997, Qupperneq 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 01.03.1997, Qupperneq 3
Ptgur-®mmm Laugardagur 1. mars 1997 - III ISLENDINGAÞÆTTIR Dengsjáping Ellin þvingar aldin hró anda slyngir týna; dauðans fingur dofinn sló Dengsjáping í Kína. Að hans liðnu œvikveldi okkur mœtir spurning sú; hver mun stýra Kínaveldi, kommúnismans vígi nú. Allar spár er best að banna, bráðum úr því skorið fæst hverjir þessum milljarð manna munifá að stjórna nœst. Fregnir vorum vafa eyða, veita kvíðnum þjóðum svar, hverjir muni lýðinn leiða í landi Konfúsíusar. Stóran víðan heimsins hring hellist fréttin yfir. -Þó að deyi Dengsjáping drekinn forni lifir. Búi. Einræktun Hryllings frétt var flutt í gœr, flest er gott á þrotum; sköpuð var með einrœkt œr -að ég held hjá Skotum. Þá er hœgt að þurrka út þessa gömlu dorra! Enda þarf nú engan hrút við œxlun sauða vorra. Viðsjál eru vísindin, vondu framtíð spáir. Heimsins gervalt karla-kyn kvíðans hrollur hrjáir. Búi. Nóbelsvísa Margir njóta Nóbelsprísa nú um stundir, til ogfrá. -Hér á fróni elds og ísa ekki margir hnossiðfá; nema þessi Nóbelsvísa nái því að sigra. - Váá! Búi. Það er gamalt blóð okkar Eins og bóndinn sem heimtir fé af íjalli gleðst yfir hverri kind þá fagna áhugamenn um ættfræði sérhverri útgáfu í þessari grein. Eins og hver kind hefur sitt sér- staka hornlag og yfirsvip, þannig eru ættfræðibækur ólíkar á ýms- an hátt. Fimmta bindi af Ættum Þingeyinga er mislitur gripur, vel holdfylltur víða en annars staðar er grunnt á beini. Hér kemur framhald af ritsafni, voru komin íjögur bindi og er það því illskilj- anlegt hvers vegna nýtt brot er tekið upp. Það telst galli. Hér er nýr formáli en jafnframt vísað í formála 1. bindis en þar var greint það markmið ritsafnsins að telja Þingeyinga sem fæddir væru í sýslunni fyrir 1950. Nú er frá þessu vikið og í sumum þáttum talið fólk að hætti niðjatals allt til þessa dags. En í öðrum er svo sagt að eigi verði nánar frá fólki greint þareð það hafi flust burt úr sýslunni. Skýring þessa hlýtur að vera misjafn aldur þáttanna og svo því að fleiri séu höfundar en einn þótt ekki sjáist nein sérstök auðkenni þess nema dálítið ólíkt málfar. Sem dæmi um það má nefna að hér eru notaðar sagn- irnar að flytjast og flytja án reglu (fluttist-flutti). (Orðið talva í for- mála verður að skiljast sem tölva.) Myndir eru í bókinni en þær eru þar engin skrautfjöður, ein- tómar “passamyndir” af einstak- lingum, allar jafn stórar, í röðum eins og í fyrri bindunum eða flekkjum og heilum síðum. Af þessu verða þær ekki sam- ferða umgetningu viðkomandi einstaklings en þó á svipuðum slóðum. Þær eru merktar nafni án nokkurra tilvísana að tveim frátöldum sem bera tilvísunar- Guðmundur Bjarnaon, ráðherra. Guðmundur Karl Ásbjörnsson listmálari. Eva Ásrún, dagskrárgerðarkona. Guðlaugur Friðþórsson, afreksmaður í Eyjum. Jónas Jónsson, fyrrverandi bún aðarmálastjóri. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur, og dætur hennar Dalla og Yrsa Sigurðardætur. númer. Hér er enga Qölskyldu- mynd að finna, ekki brúðkaups- mynd, enga mynd af fundi, mannfagnaði, bæjum eða lands- lagi, en auðir síðubútar verða milli þáttaskila. Bókin hefði orð- ið stórum ásjálegri við aukið og Qölbreyttara myndefni. Það er þakkarvert að ekki eru prentvillur í þessari bók að frá- töldu því skrýtna fyrirbæri að nær alls staðar í meginmáli vant- ar punkt þar sem millinöfn eru skammstöfuð. Þetta lýti hverfur hinsvegar að mestu í nafna- skránni. Galli er það í nafnaskrá hve blaðsíðutilvísanir eru langt frá nöfnunum og hún því óþægilegri aflestrar en nafnaskrá fyrri binda. Framanritað má nú kalla sparðatíning en það er aðalatrið- ið að hér birtist heilmikið af áður óbirtum fróðleik og skýrast ætta- tengsl í Þingeyjarsýslu við það og það er því góður fengur. Að sjálf- sögðu skarast þetta bindi víða við hin fyrri og sá sem villl hafa af því fullt gagn þarf að hafa þau öll undir. Sá er fræðast vill um samlíð- armenn hefur úr mörgu að moða og það er fjölbreyttur gróður á þingeyskum heiðum og dölum mannlífsins. Hér eru þau frændsystkinin Guðlaugur Frið- þórsson afreksmaður í Eyjum og Eva Ásrún dagskrárgerðarkona og Guðmundur Karl Ásbjörnsson listmálari og Guðmundur Bjarnason ráðherra, öll sömu ættar en sýnast ólík. Úr annarri ætt koma þau Hjálmar Helgi Ragnarsson tón- skáld, Auður Eir Vilhjálmsdóttir prestur, Hjálmar Torfason gull- smiður og Jónas Jónsson fv. bún- aðarmálastjóri. Þetta verður að telja ljölbreytt safn úr síðustu leit. Áfram, Þingeyingar. ás.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.