Dagur - Tíminn Akureyri - 01.03.1997, Page 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 01.03.1997, Page 5
IDagur-'2Immm Laugardagur 1. mars 1997 - V sem í henni hafi verið, enginn athugaði það, væri beinakass- inn úr Hjástoðarkirkjugarði færður með leynd í kirkjugarð- inn á Bakka. Þekkti ég náið mektarbóndann, sem um þetta hafði annast. Þeir, sem um vissu, en ekki má enn nafn- greina, voru því glaðir í leynd- um hugans og hlægjandi yfir þagnarmálinu. Hafi svo verið, sem ég hef persónuleg kynni til að ætla, en mér var tekinn var- inn á því þegar eftir þessa at- burði að vera spurull við til- tekna Öxndæli. Aðeins gleðjast á góðra vina fundum eftir messu. Ef svo, eru beinin á Bakka, þetta sem til landsins kom, nema leggurinn á Þing- völlum. Þruskið fyrir utan gluggann á Möðruvöllum af fyr- irhöfn Sigurjóns að koma nokkru ígildi fyrir í beinakist- unni. í síðustu grein var vikið nokkuð svo að morgungleði hins svefnlausa, vonlausa manns hinnar undarlegu hug- sjónar. Þessar sagnir eru ekki stað- festar, né aðrar áþekkar, til þess yrði að rjúfa heilög þagn- arheit, en minna nokkuð svo á hugvonir, þegar lík finnst eigi og ekki er unnt að gefa út dán- arvottorð. Einnig þjóðvon 18. aldar, að Eggert Ólafsson, skáld og náttúrufræðingur, hafi ekki horfið í bráðan Breiðaijörð, en skip hans borið að ijarlægri strönd. Þannig áttu leifar Jónasar ekki að hafa horfið á braut, en Brynjólfur Sveinsson hreppstjóri Öxndæla mátti ekki aðhafast eins mikið og vildi, fulltrúi fógetavalds í sveit sinni. Hann var í sendinefnd- inni sem kom út að Möðruvöllum 7. október, eins og sagði í síðustu grein. orðið eftir að jarðneskri geymd í Öxnadal, ekki aðeins að hin- um andlega sanni. - Þó að slík- ar lyktir hefðu verið auðveldar í framkvæmd, raunar í samræmi við alla þá leynd og feluleikinn, sem var um uppgröftinn í Kaupinhöfn hinn 31. ágúst 1946, heimflutninginn, kistu- lagninguna og norðurferð Sig- urjóns á Álafossi, væri ekki á þeim full sönnun. Óneitanlega samt studdar þeim líkum, sem gleðibragð Sigurjóns að morgni dags var á Möðruvöllum og svo hin afar nánu vináttubönd síra Sigurðar og Öxndæla með öllu ljúflyndi og gamansamri dul. Feginleik, sem aldrei brást, en ekki mátti afhjúpa. Sameigin- leg, gleðileg vitneskja um ánægjulega niðurstöðu heiður- ligrar sögu. Það var nokkru eft- ir að öllum formsatriðum var fullnægt syðra á afmæli skálds- ins, að tók að léttast brúnin á Öxndælingum, en hvern “skerf handritanna” þeir fengu er enn ívið snemmt að lýsa. Sama er, hvað lítið væri; var betra en ekki. Hitt get ég óhikað sagt, án þess að rjúfa að fullu hálfrar aldar þagnarmál, að bein nátt- úrufræðingsins, sem var svo þungur til gangs, að nær ekkert gat borið sig yfir á rannsóknar- ferðum, geta verið í 3 görðum, hins veiklynda skálds, sem þó náði því í máli og snilli vísu og brots að fella saman í þau heildarkvæði og fullgerð ljóð, að hann fékk af það hrós, að hér væri listaskáldið góða, jafn- vel ástmögur íslands. Minnug líka orða hins spámannlega, andlega stórmennis hér við Eyjaijörð, sem sagði, að Jónas Hallgrímsson væri “skáldið par excellence, með glæsibrag, síns köllunartíma og landsins, en abstract enginn afburðalista- maður eða stórmenni andans.” Fjallið Skjaldbreiður er þó svo frumlegt og einstætt listaverk náttúruskoðarans og vísinda- Bernharð Stefánsson alþm. frá Þverá var einn líkmanna á Þing- völlum. Jafnvel hann vissi ekki undir hvað hann hélt ekki... Jónas Jónsson bóndi í Hrauni, for- maður sóknarnefndar í Öxnadal, var mikilvirkur aðili í beinamálinu. mannsins, að ber frá, en t.a.m. Dalvísurnar, sem orktar eru um skjóldalinn hér frammi í Eyja- firði, leiðina heim í Steinsstaði úr einmanaleik og heimþrá í fóstrinu hjá Guðrúnu móður- systur hans í Hvassafelli, síðar Anna Sigurjónsdóttir Ijósmóðir og maður hennar Ármann Þorsteinsson bóndi og stöðvarstjóri á Þverá. Jónsson sagnfræðingur og pró- fessor sem var katólskur, hafði látið taka upp bein Jóns bisk- ups Arasonar, sem að trúarlegri arfsögn höfðu verið lögð milli líkama Ara lögmanns og síra Björns sona hans fyrir kirkju- dyrum á Hólum. Voru nú bein herra biskups múruð í vegginn gegnt inngöngudyrum hins mikla minningaturns. Af þeim tiltektum reis ekki nýtt beina- mál, sem þó hafði verið óttast, þótt íslensk þjóð sé eigi svo uppvæg fyrir helgra manna beinum, aðeins raskinu í fornri gröf. Grafarhelgin er sæmilega virt, innan tímamarka, svo má öllu raska og jafnvel byggja í gömlu kirkjugarðsstæði. Varð- andi upptöku biskupsbeinanna á Hólum, sem sagan slær þó friðhelgi um, er það að segja, að vakti fyrir dr. Guðbrandi að fá Jón Arason tekinn í dýrlinga- tölu. Þá var hvert bein mikils virði, heilagt og dýrt. Leggjar- bein Jónasar skálds minnir svo- lítið á þetta. Var erindi dr. Guð- brands að vonum illa tekið í páfans sal. Jón Arason var póli- tískur þjóðardýrlingur með sinni þjóð, alls ekki dýrðlegur orðinn í hinni alþjóðlegu móð- urkirkju. Bein hans, sem um all langan tíma höfðu verið geymd á Landakoti í Reykjavík, voru svo innmúruð í turnvegginn. Ekki er vitað til, að Jónas frá Hriflu hafi reynt til að fá bein biskups Jóns, sem þó var skáld og tíðum nefndur “síðasti ís- lendingurinn”, austur aftur í Árnesþing, þangað, sem Norð- lendingar sóktu þau sumarið eftir að hann var þar drepinn. Þegar alls er gætt, var Jónas frá Hriflu svo mikill Norðlend- ingur í lund og hætti, að hann ýjaði ekki einu sinni að því, að bein Hólabiskups yrðu sett nið- ur í þjóðargrafreitnum, en hér fylgdi höfuðið ineð, þótt höggvið væri af bolnum í morgun- skimunni hinn óhugnanlega nóvemberdag í Skálholti á alda- hvörfum og að skilnaði forns og nýs siðar á íslandi. Líkflutningur herra Jóns og Ara lögmanns í Möðrufelli og síra Björns á Melstað norður er sterkur þáttur í mótun okkar Norðlendinga. Svo sterkur að vér tókum ógleði, einnig börnin, þegar spurðist, að færa ætti bein Jónasar Hallgrímssonar suður þangað. Mundi ekki einn leggur vera nægur - svo að ekki yrði með öllu hunsuð lögin um þjóðargrafreitinn - þó að fárán- leg væri. Davíðshúsi á Akureyri á mið- þorra 1997. Ágúst Sigurðsson á vist með hreintrúarstefnu- manninum síra Jóni lærða í Möðrufelli, en hjá honum átti Jónas að búa sig undir skóla. Einnig hlaut hinum lítt vinnandi dreng og áhugalitla um skóla- lærdóm að leiðast harðla mjög og hefur Skjóldalurinn því verið vonarleiðin út úr vandanum. En þá varð hann að fá hestlán. Krafturinn til að ganga Skjóldalinn, yfir Kambskarð og niður Þverárdal, var víst ekki nægur. Það var löngum eitthvað meir en lítið að, eins og brátt mun sýnt með sögubrotum af Þorsteini bróður hans. Hvað, sem um það er og ýmsa stað- Séra Hálfdán kastaði rekunum. reynd, varð Jónas afar vinsælt skáld, síðar nefndur listaskáld, sem er ekki alþýðlegt orð, en komið frá skólafélögum hans og lærðum mönnum, en einkum til komið vegna þess hver snilldar- maður íslensks máls hann varð og hugkvæmur einkum lýsing- arorðasmiður í grein sinni nátt- úrfræðinni, sem naut sín til fulls í ljóðbundnu máli. Þá efldist hann sem skáld, er hann dó ungur, skv. alþjóðlegu lög- máli, en hitt var virt vel og þókti merkt, að hann hafði ver- ið Fjölnismaður og viljað taka allan þátt í þjóðlegri endur- reisn. Svo óhönduglega tókst þó til að öllu leyti, þegar líkamsleifar þessa dáða þjóðskálds skyldi fluttar til Islands, að slíkt sjón- arspil um uppgröft líkamsleifa skálda og annarra þjóðmæringa í grafreitum erlendis eða á heimalandi til flutnings í þjóð- argrafreitinn á Þingvöllum, var Kári Þorsteinsson á Þverá. ekki endurtekið. Svo var beina- málið viðkvæmt, bletturinn, sem ekki verður af skafinn, að tæpum 4 árum síðar, þegar minningarturninn við Hóladóm- kirkju var vígður á Hólahátíð- inni á engjaslættinum 1950, var þess vandlega gætt, að ekki yrði áberandi, að dr. Guðbrandur Þverá í Öxnadal 1935. Landafjall í baksýn.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.