Dagur - Tíminn Akureyri - 01.03.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 01.03.1997, Blaðsíða 8
ANDLÁT Ágúst Valdimarsson Egilsbraut 9, Þorlákshöfn, iést á Kumbaravogi 21. febrúar. Áslaug Sigurðardóttir Langholtsvegi 60, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 19. febr- úar síðastliðinn. Bjöm Vilhjálmsson garðyrkjumeistari, áður tii heimilis í Brautarlandi 18, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 19. febrúar sl. Einar Maimquist lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akur- eyri, 23. febrúar. Einar Malmquist lést á dvalarheimilinu Hli'ð, Akureyri, 23. febrúar. Geir Friðbergsson hjúkrunarfræðingur lést á gjörgæslu- deild Landspítalans miðvikudaginn 19. febrúar. Guðfinna Bjarnadóttir frá Homafirði, Hraunbæ 114, Reykjavík, andaðist á heimili sínu fóstudaginn 21. febrúar. Guðfinnur Karlsson Efstasundi 29, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum fóstudaginn 21. febrúar. Guðjón Jónsson Aðalgötu 5, Keflavík, lést sunnudag- inn 23. febrúar á Sjúkrahúsi Suður- nesja. Guðný Kristjánsdóttir frá Rauðaskriðu lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur 20. febrúar. Iianna Kristín Guðlaugsdóttir sem lést á Kumbaravogi 14. febrúar, hefur verið jarðsungin í kyrrþey. Hans Pétur Christensen lést af slysforum þann 18. febrúar. Helga Ást Ólafsdóltir Holtabraut 12, Blönduósi, lést á Landspítalanum 23. febrúar. Ingveldur Lára Kristjánsdóttir Aðalgötu 14, Stykkishólmi, lést á St. Franciskusspítaianum í Stykkishöhni 23. febrúar. Jón Dal Þórarinsson Árskógum 6, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. febrúar. Kristín Ólafsdóttir Drápuhlíð 23, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðviku- daginn 19. febrúar síðastliðinn. Magnea Árnadóttir Kirkjuvegi 11, Keflavík, lést að kvöldi þriðjudagsins 18. febrúar í Sjúkra- húsi Suðurnesja. Margrét Tryggvadóttir Fornhaga 13, Reykjavík, lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 18. febrúar. Ninna Nielsen (Kristín SigurbjömsdóttirJ andaðist 20. febrúar á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. Pétur Pálsson trésmiður, Safamýri 36, lést í I.and- spítalanum 20. febrúar. Ragnheiður Ingibergsdótlir Asparfelli 12, áður Selási 8, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. febrúar. Scsselja Guðbjörg Einarsdóttir Hátúni 4, Reykjavík, iést 8. febrúar. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigríður Friðfinnsdótth' Drápuhlíð 42, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. febrúar. Sigríður J. Jóhannesdóttir frá Skálholtsvík, til heimilis á Aust- urbrún 2. Reykjavík, andaðist í Landspítalanum að kvöldi 19. febr. Sveinbjörn Hjaitason Álfheimum 38, Reykjavík, er látinn. Sæmundur Þórðarson Neshaga 5, Reykjavík. lést á VífUs- staðaspítala 24. febrúar. I ryggvi Steingrímsson Hæðargarði 33, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 19. febrúar. lr\ ggvi Steingrímsson Hæðargarði 33, Reykjavík, lést í Landspítalanum 19. febrúar. Valgerður Ingólfsdóttir Baðsvöllum 8, Grindavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 24. febrúar. Þorbjörg Sigríður Jónsdóttir frá Kleifarstekk í Breiðadal, Lauga- teigi 5, Reykjavík, lést á Landspítal- anum 19. febrúar. Þóra Anna Karlsdóttir Kantola lést á heimili sínu í Bakersfield, Kali- forníu, 22. febrúar. Þórður EUert Guðbrandsson fyrrv. verkstjóri hjá Olíuverslun fs- lands, áður Sporðagrunni 2, lést á Droplaugarstöðum 21. febrúar. Þórunn Sigurðardóttir fyrrv. símstjóri, lést þann 13. febrú- ar. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey. Þórunn Sigurðardóttir fyrrverandi símstjóri, lést þann 13. febrúar. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey. ot< hiiii ru nn iliun VTTTTV-I Tm' Þorbjörg Sigríður Jónsdóttir Þorbjörg S. jónsdóttir fæddist í Papey 30. aprfl 1895. Hún lést á Landspítalanum 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hcnnar voru Jón Jónsson, f. 1.4.1858, d. 1897, og kona hans Sigríður Gróa Sveinsdóttir, f. 12.8.1865,d. 12.3.1924. Systkini Þorbjargar voru fjögur: Lárus Krist- björn, f. 31.5.1892, d. 29.3. 1933, en þrjú dóu á unga aldri. Eiginmaður Þorbjargar var Emil Þórðarson frá Kömbum í Stöðvarfirði, f. 12.6. 1894, d. 20.7. 1952. Þau gengu í hjónaband 25.10. 1920 og bjuggu í Kleifarstekk í Breiðdal tii 1948. Þá fluttu þau til Breiðdalsvíkur Þorbjörg flutti til Reykjavíkur 1956 og bjó lengst af á Laugateig 5. Börn þeirra eru Nanna, f. 5.2. 1923; Sigurður Hafsteinn, f. 10.11. 1926, d. 25.10. 1948; og Daníel Þór, f. 31.12. 1927, kvæntur Ernu Helgu Þórarins- dóttur og eiga þau þrjú börn, Haf- stein, Þór og Helgu. Hjartkær fóðursystir mín, Þorbjörg Sigríður Jónsdóttir, lést á Landspítal- anum miðvikudaginn 19. febrúar síð- astliðinn eftir stutla legu þar. Hún var fædd í Papey 30. aprfl 1895. Foreldrar voru hjónin Sigríður Gróa Sveinsdóttir frá Hofi í Öræfum og Jón Jónsson frá Efriey í Meðallandi, en hann var þá ráðsmaður hjá Lárusi bónda í Papey. Þau hjónin eignuðust 5 börn, en þrjú þeirra dóu í frumbernsku. Hin voru Lárus Kristbjörn, fæddur 1892, en ólst upp hjá hjónunum Sveini Jónssyni frænda sínum frá Gerði í Suðursveit og konu hans Ingileifu Jónsdóttur, sem bjuggu lengi í Fagradal í Vopnafirði, og Þorbjörg sem hér er áður nefnd. Þor- björg ólst upp hjá móður sinni, því fað- ir hennar dó þegar hún var tveggja ára. Eftir lát hans var Sigríður amma mín hjá bræðrum sínum sem bjuggu á Rannveigarstöðum og Markúsarseli í Álftafirði. Árið 1907 fluttust þær mæðgur að Fagradal í Vopnafirði til Sveins og Ingileifar. Hjá þeim var amma mín vinnukona í nokkur ár. Sig- ríður var karlmannsígildi til allra verka, eins og segir í bók sem ég hef nýlega lesið, þar sem meðal annars er getið um hana. 18 ára gömul var Þor- björg send til Reykjavíkur á sauma- stofu þar sem saumuð voru herrafót. Það voru saumastofur í Reykjavík sem danskir klæðskerar settu upp, en hún lærði hjá íslenskum mönnum, sem höfðu lært í Þýskalandi. Eftir tvö ár fór hún austur á land og ætlaði bara að heimsækja frændfólk sitt. En það fór á annan veg. Vorið 1916 fluttist hún að Höskuldsstöðum í Breiðdal, en það vor hóf Lárus bróðir hennar búskap þar ásamt eiginkonu sinni, Þorbjörgu R. Pálsdóttur frá Gilsá í sömu sveit. Sigríður amma mín flutt- ist eimiig að Höskuldsstöðum með Lárusi s'mi sínum vorið 1916, þá 50 ára að aldi I. Á Höskuidsstöðum var Þorbjörg í fjögur ár. Á þeim árum kynntist hún mannsefni sínu, Emil Þórðarsyni. ilann var fæddur að Kömbum í Stöðv- arfirði. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Sigurðardóttir lrá Gilsá í Eyjafirði og Þórður Árnason frá Stöðv- arfirði. Árið 1918 lör Þorbjörg á vefnaðar- námskeið til Sigrúnai' P. Blöndal sem síðar varð skólastjóri Húsmæðraskól- ans á Haliormsstað. Enda var Sigrún aðaldrifljöðrin í stofnun skólans. Vorið 1920 flytjast þær mæðgur með Lárusi og Ijölskyldu hans að Gilsá, en þar var kona Lárusar fædd og upp- alin og átti hálfa þá jörð. 25. október það ár giftust þau Þorbjörg og Emil. Þau bjuggu svo í tvíbýli á Gilsá til vors- ins 1924 en fluttust þá að Kleifarstekk í sömu sveit ásamt dóttur sinni Nönnu, sem þá var á öðru ári. Á Kleifarstekk bjuggu þau svo til haustsins 1948 að þau fluttu til Breiðdalsvíkur, en þar höfðu þau látið byggja sér íbúðarhús um sumarið í félagi við Kaupfélag Stöðfirðinga, sem rak þar útibú. Kaup- fólagið átti 1/4 í húsinu. Ákveðið hafði verið að Þorbjörg ræki þar saumastofu fyrir kaupfélagið, og gerði hún það til vorsins 1956 að þær mæðgur Þorbjörg og Nanna fluttu til Reykjavíkur í júm það ár. Þar fékk Þorbjörg vinnu hjá Kristjáni Friðrikssyni í karlmannafata- versluninni Últíma. Ilún vann þar í 17 ár við saumaskap og var þá orðin 78 ára gömul. Fyrstu árin í Reykjavík áttu þær mæðgur heima á Hrísateig 3. Síð- an keyptu þær íbúð í húsinu númer 5 við Laugateig, þar hafa þær átt heima síðan. Þau 24 ár sem Þorbjörg og Emil bjuggu á Kleifarstekk höfðu þau frem- ur lítið bú, enda bauð jörðin ekki upp á annað. Þorbjörg stundaði líka alltaf saumaskap og vefnað, bæði heima og einnig að heiman, því að hún kenndi mörgum vefnað og óf oft fyrir fólk bæði heima og á öðrum bæjum. Hún var framúrskarandi vel verki farin og sér- lega vandvirk. Hún vann mikið að út- saum og öðrum hannyrðum og var frá- bærlega smekkvís. Henni var mjög sýnt um að búa til góðan mat og baka fínt brauð. Ég man alltaf hvað mér þótti kaffibrauðið á Kleifarstekk gott og ekki síður rúgbrauðið sem hún bak- aði. Á heimilum Þorbjargar hefur alltaf verið frábær þrifnaður og mikil gestrisni. Ég man enn hve timburgólfin í gamla bænum á Kleifarstekk voru hvítskúruð og hrein hvenær sem ég kom þangað. Á þeim árum voru ekki allskonar þægindi til sveita, svo sem rafmagn og annað sem því fylgir. Samt var þrifnaðurinn á Kleifarstekk bæði úti og inni til stakrar fyrirmyndar. Þor- björg var eftirsótt til að sjá um á sam- komum og mannfundum, en þá tíðkað- ist að hafa kafflveitingar og á samkom- um bæði skyr og rabbarbaragraut með rjóma út á. Skemmtisamkomur þá voru með allt öðru sniði en nú á seinni árum, enda haldnar miklu sjaldnar. í Breiðdal var algengast að hafa tvær stórar samkomur á hverju sumri. Aðra sem ungmennafélagið hélt en hina sem Líknarfélagið Eining hélt, en það félag var stofnað til þess að safna fé til að styðja fólk sem þurfti að leita sér lækn- inga á sjúkrahúsum en þá voru engin sjúkrasamlög til, en mig minnir að þau væru stofnuð á árunum 1937-39, en það var upphafið á Tryggingastofnun ríkisins sem allir kannast við og hefur á síðustu áratugum gert sjúkum og fotluðum fært að bjarga sér þannig að flestir hafa haft möguleika á að fæða sig og klæða þó að á síðustu 5-6 árum hafi verið minnkaður stuðningur, sér- staklega til þeirra sem þurft hafa að nota mikið af lyfjum. Einingarfélaginu var breytt í kvenfélag árið 1947 ef ég man rétt. Þorbjörg starfaði mikið í Ein- ingarfélaginu. Hún átti sæti í stjórn þess í allmörg ár og var formaður þess í þrjú ár. Eins og fyrr segir þá var það fóst venja að félagið hélt eina sam- komu á hverju sumri og var vandað mjög til undirbúnings þeirra. Fengnir voru nafnkunnir fyrirlesarar eða ræðumenn og lesin upp ljóð eftir þjóð- skáldin. Samkoman hófst oftast klukk- an 15 með áðurnefndum skemmtiat- riðum, síðan var kaffidrykkja og um klukkan 19 hófst dansleikurinn sem stóð fram til ljögur eða 5 að morgni. Ekki var það furða þó að margir vildu kaupa sér mat. Þorbjörg sá oftast um veitingar á fundum í Breiðdalsdeild kaupfélagsins, en þeir voru á þeim árum mjög vel sóttir. Þorbjörg og Emil eignuðust þrjú börn, eina stúlku og tvo drengi. Nanna fæddist 5. febrúar 1923, Sigurður Haf- steinn fæddist 10.11. 1926 og Daníel Þór 31.12. 1927. Sigurður Hafsteinn dó haustið 1948 eftir langvinn veik- indi. Hann var mikill harmdauði sínum nánustu, því hann var einstaklega vel gefinn og frábært prúðmenni. Hann stundaði nám við Alþýðuskólann á Eið- um tvo vetur og fékk mjög lofsamlegan vitnisburð og sérstök verðlaun fyrir góðan námsárangur og prúðmennsku. Allir sem kynntust, honum munu minn- ast hans fyrir gáfur, háttvísi og prúð- mennsku. Daníel er húsgagnasmiður í Reykjavík. Ilann er kvæntur Ernu H. Þórarinsdóttur húsmæðrakennara. Hún hefur verið hótelstjóri á Edduhót- elinu á Laugarvatni í meira en 30 ár. Þorbjörg missti mann sinn sumarið 1952 eftir stutta legu. En hún bar sorgir sínar með æðruleysi og resin, enda mjög trúuð kona. Þorbjörg hefur alla tíð verið ákaflega örlát. Þeir eru margir ættingjar og vinir hennar, sem hún hefur glatt með alls konar gjöfum, einkum jóla og afmælisgjöfum og við önnur tækifæri. Ég efast um að þeir séu margir sem varið hafa eins mikl- um hluta af tekjum sínum til þess að gleðja aðra. Eins og áður hefur komið fram, hafa þær mæðgur alltaf búið saman. Eftir að heilsu Þorbjargar fór að hnigna hefur Nanna í æ ríkara mæli aðstoðað hana og hjálpað henni, og hefur þannig veitt henni ómetanlega aðstoð í ellinni. Þess er skylt að minn- ast. Þorbjörg hefur alla tíð verið glæsi- leg kona, hávaxin og beinvaxin, og samsvarar sér mjög vel. Hún hélt sér mjög vel allt fram yfir síðustu áramót en þá fór líkamlegi þrótturinn að dvína, en andlegum þrótti og skýrri hugsun hélt hún fram undir 10. febrú- ar, þrátt fyrir það að hún veiktist í síð- ustu vikunni í janúar. Hún hefur alltaf verið mjög snyrtileg í klæðaburði og þegar hún klæddist íslenska þjóðbún- ingnum fannst mér hún alltaf glæsileg- ust. Lengst af ævinni var hún heilsu- hraust, en síðustu 15-18 árin hefur hún ekki gengið heil til skógar líkam- lega. Okkur nánuslu aðstandendur hennar langaði til að fá einhvern vel færan útvarpsmann til að taka við hana viðtal á 100 ára afmælisdegi hennar. Þessvegna talaði ég við hinn snjalla útvarpsmann Ómar Ragnarsson snemma í apríl 1995 og bað hann að taka viðtal við hana 30. aprfl og lofaði hann mér því. Ekki bað ég hann að birta það í útvarpinu heldur sagði ég honum að þetta væri gert til þess að nánustu aðstandendur hennar gætu átt það á spólum til minningar um hennar trausta og frábæra minni. Ákveðið var að upptakan færi fram klukkan 15 á afmælisdaginn. En'kl. 12 hringir Ómar vestan af Fjörðum og hafði þá gleymt þessu. í aprfl 1996 bað ég Sigríði Arnardóttur dagskrárgerð- armann að taka viðtal við hana og brást hún vel við því. Hún tók svo við- talið 30. apríl 1996. Hún undraðist mjög hvað hún var minnug og skýr í þætti sínum, Samfélagið í nærmynd. Svo var sami hluli úr þættinum endur- tekinn nokkrum kvöklum síðar og undruðust margir hve skýr hún var í hugsun. Elsku frænka, við biðjum góð- an Guð að varðveita þig og efumst reyndar okki um að hann geri það. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurður Lárusson og Herdís Erlingsdótlir

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.