Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Síða 1
Fréttir og þjóðmál
Sjóslys Akureyri
Áfall við
björgun
Erfiðar aðstæður
við björgun á þýsku
flutningaskipi.
Nítján manna áhöfn
bjargað.
Skipverja tók út af varðskip-
inu Ægi í gærkvöld og ann-
ar slasaðist þegar brot
kom á skipið á níunda tíman-
um. Varðskipsmenn voru að
reyna að komu línu til þýska
flutningaskipsins Vikartinds
sem var í nauðum statt, rétt
undan strönd Þjórsárósa á Suð-
urlandi. Skömmu síðar tókst
Landhelgisgæslunni að bjarga
allri 19 manna áhöfn flutninga-
skipsins við mjög erfiðar að-
stæður með því að hífa þá um
borð með þyrlu og fljúga með
þá í land, þar sem björgunar-
sveitir tóku við þeim. Slæmt
veður var og rak þá Vikartind
upp í sandinn. Síðustu fregnir
hermdu í gær að skipið sæti fast
en hefði ekki lagst á hliðina.
Vikartindur er ársgamalt
skip, 8000 tonn að stærð. Til-
kynning barst fyrst til Land-
helgisgæslunnar um hádegi í
gær en þá var skipið statt um
sex sjómflur frá landi og rak.
Ankeri skipsins náðu festum
um 1,5 sjómflur frá landi og
skömmu síðar náðu skipverjar
að koma aðalvélinni í gang. Þá
brást ankerisbúnaður og þurfti
áhöfn skipsins að rífa afturspil-
ið til að fá varahluti. Unnið var
að viðgerðum án árangurs fram
á kvöldið þangað til skipstjórinn
þáði aðstoð Gæslunnar. BÞ
Á fundi sem menntskælingar á Akureyri héldu í gær um umhverfismál og stóriðjur sagði Hjörleifur Guttormsson
m.a. að erlendir fjárfestar virtust í sömu stöðu og landsmenn forðum, að geta helgað sér land hér þegarþeim
hentaði. Dávei var mætt á fundinn eða 60-70 manns og sýndu MA-nemar málflutningnum mikla athygli. A góifinu
hvíldi fyrrum Kínaleiðtoginn en ósagt skal látið hvort það endurspeglar stjórnmálaástandið í MA. Myn±gs
Biskupskjör
Vígslubiskup fer fram
Kandídötum til
biskups fjölgar hratt.
Ein kona og tveir
karlar komnir fram.
Sr. Sigurður Sigurðar-
son vonast eftir að
tekist verði á um
málefni.
Séra Sigurður Sigurðarson,
vígslubiskup í Skálholti,
ætlar að gefa kost á sér til
biskupskjörs. Þetta kom fram í
samtali við Dag-Tímann í gær.
„Ég er ákveðinn í að vera með
og sú ákvörðun er tekin í sam-
ráði við nokkra presta,“ sagði
sr. Sigurður sem segist hafa
byrjað undirbúning fyrir
nokkru og vonar að kosninga-
baráttan snúist ekki aðeins um
persónur heldur málefni.
„Óneitanlega er einhver blæ-
brigðamunur á okkur þótt guð-
fræðilega greini okkur ekki á.“
Kandídötum fjölgar nú hratt,
því í fyrradag lýsti sr. Gunnar
Kristjánsson, sókn-
arprestur á Reyni-
völlum í Kjós, því
yfir að hann yrði
með í biskupskjöri.
Auk þeirra tveggja
hefur sr. Auöur Eir
Vilhjálmsdóttir,
sóknarprestur í
Þykkvabæ, skýrt
frá að hún verði í
kjöri.
Séra Karl Sigur-
björnsson, sóknarprestur í Hall-
grímskirkju, hefur sterklega
verið nefndur til sögunnar og
nýtur hann mestra vinsælda hjá
þjóðinni ef marka má nýlega
skoðanakönnun DV. En það er
ekki þjóðin heldur guðfræðipró-
fessorar í föstu starfi, allir
prestar landsins og leikmenn á
Kirkjuþingi sem kjósa biskup,
auk kjörmanna í prófastsdæm-
unum. Gjaldgengir til kjörsins
eru allir prestar á landinu.
Aður Eir sagði í gær að hún
væri farin að kynna sínar hug-
myndir sem fælust einkum í að
reynt yrði að finna prestum
betra skipulag í störfum þeirra.
„Að við prófum að vinna saman
á svæðum og leitum hugmynda
um aukið samstarf og meiri að-
gæslu í prestastarfinu. Þar þarf
bæði meiri sálgæslu og betri
skipulagningu. Þetta þyrfti að
útfæra þannig að hugmyndirn-
ar kæmu frá grasrótinni.“
-Einhverju sinni var því spáð
að þú gætir aldrei náð kosningu
þar sem þú værir kona?
„Já, það á eftir að koma í
ljós. Ég færi ekki fram ef ég
teldi ekki að ég ætti mögu-
leika.“
Sr. Karl Sigurbjörnsson sagð-
ist enn bíða átekta með að taka
ákvörðun um hvort hann færi
fram. „Biskupskjör hefur ekki
verið tímasett og ég mun ekkert
láta uppi fyrr en það liggur fyr-
ir.“ BÞ
Flugieiðir
Aldrei íleiri
farþegar
Hagnaður af starfsemi
Flugleiða í fyrra var 632
milljónir króna, en var
656 milljónir árið áður. Hagn-
aður af reglulegri starfsemi,
þ.e. rekstri og ijámagnsliðum,
var hins vegar rúmar 400
inilljónir króna, sem er veru-
lega betri afkoma en í fyrra,
eða 92 milljónum meiri. Velta
fyrirtækisins jókst um 20% frá
árinu 1995. Flugleiðir fluttu
fleiri farþega en nokkru sinni
fyrr í sögu sinni, eða
1.275.954.
Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, segir að góður vöxt-
ur á öllum sviðum, bætt nýting
og aðhald hafi skilað sér í
bættri afkomu, þótt ýmis ytri
skilyrði hafi verið óhagstæð.
Verðhækkanir á eldsneyti hafi
t.d. hækkað kostnað fyrirtækis-
ins um 300 milljónir í fyrra.
Eldisneytisverð fer nú lækkandi
áný.
Sr. Sigurður Sigurðarson
vígslubiskup:
„Ég er ákveðinn í að
vera með og sú ákvörðun
er tekin í samráði við
nokkra presta. “
Lítill Víkingurkr. 250.-
o
Éj ^ FiÆcwastofan
Skipagata 14, 5. hæð, sími 462 7100 - opið öll hádegi og öll kvöld