Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Síða 4
4 - Fimmtudagur 6. mars 1997
^agur-Œmimrt
FRÉTTIR
Vestmannaeyjar
Sigmundsbaujan á
erlendan markað
Gísli Már Gíslason frá samstarfsnefnd Háskólans og Vestmannaeyja-
bæjar, Þorsteinn I. Sigfússon formaður samstarfsnefndarinnar, Sigmund
sem heldur á neyðarbaujunni og dr. Bjarki frá Þróunarfélaginu.
róunarfélag Vestmanna-
eyja hefur undirritað
samstarfssamning við
þýska stórfyrirtækið Comet
Gmbh um lokaþróun og mark-
aðssetningu á nýrri tegund
neyðarbauju fyrir skip og báta.
Neyðarbaujan inniheldur
þrjá neyðarílugelda, ljósgjafa
og rafeindabúnað sem bæði
skynjar stöðu baujunnar í sjón-
um og ræsir eldflaugarnar í fyr-
irfram ákveðinni tímaröð. Auk
þess fylgir baujunni sjálfvirkur
sleppibúnaður sem losar bauj-
una verði farkosturinn fyrir
áfalli. Áætlað er að markaðs-
setja neyðarbaujuna alþjóðlega.
Frumhugmyndina að neyð-
arbaujunni átti uppfinninga-
maðurinn Sigmund Jóhannsson
og hefur hún því verið nefnd
„Sigmundsbaujan.“ Sigmund er
landsþekktur fyrir uppfinningar
sínar tengdar öryggismálum
sjómanna og má þar meðal
annars nefna „Sigmundsgálg-
ann,“ sjósetningarbúnað fyrir
gúmmíbjörgunarbáta.
Hugmyndin var síðan þróuð
áfram með aðstoð Nýsköpunar-
sjóðs og slysavarnardeildarinn-
ar Eykyndils af Guðjóni Guð-
jónssyni, eðlisfræðinema, undir
leiðsögn Próf. Þorsteins 1. Sig-
fússonar við Háskóla íslands
sem einnig er formaður stjórn-
ar samstarfsnefndar Háskóla
íslands og Vestmannaeyjabæjar.
Þróunarfélag Vestmannaeyja
hefur nú tekið að sér að ljúka
þróun Sigmundsbaujunnar og
vinna að markaðssetningu
hennar og er undirritun samn-
ingsins við Comet Gmbh fyrsta
skrefið í þá átt. Lokaþróun Sig-
mundsbaujunnar er styrkt af
Rannsóknarráði íslands.
Sigmund Jóhannsson, teikn-
ari og uppfinningamaður, segir
að hugmýndin sé nokkurra ára
gömul.
„Hugmyndin varð til þegar
ég fór að hugleiða hvers vegna
þessir litlu bátar hafa horfið
sporlaust. Ekki virðist hafa ver-
ið tími til að skjóta upp rakettu.
Það hefur alltaf sýnt sig að
neyðarblysin eru fljótvirkasta
aðferðin til að láta vita af sér
hvað varðar nærstadda báta.
Það eins og og neyðarblysin sjá-
ist alltaf. Þetta er fljótvirkari
aðferð en gervihnattamóttakar-
arnir," segir Sigmund.
Eins og flestum landsmönn-
um er kunnugt um hefur Sig-
mund verið ötull liðsmaður sjó-
manna undanfarna áratugi
hvað varðar öryggismál þeirra.
Sigmund segir að þetta áhuga-
mál sitt tengist einfaldlega því
að búa á þessu skeri í Eyjum
þar sem íbúarnir hafl lifibrauð
sitt af fiskveiðum.
SFR
Haukarnir
gefa byr
✓
g er mjög glaður fyrir
hönd Dagsbrúnar og
Framsóknar. Boðaðar
aðgerðir þeirra gefa okkur
byr undir báða vængi,“ seg-
ir Jens Andrésson, formað-
ur Starfsmannafélags ríkis-
stofnana.
Hann hafnar því að op-
inberir starfsmenn séu eitt-
hvað linari til verkfalla en
félagsmenn stéttarfélaga á
almenna markaðnum. Hins-
vegar geta félög opinberra
starfsmanna ekki boðað til
aðgerða á einstökum vinnu-
stöðum eins og félög á al-
menna markaðnum. Ef fé-
lag hjá hinu opinbera ætlar
í verkfall verður það að
boða til allsherjarverkfalls.
Enn sem komið er hefur
engin ákvörðun verið tekin
um það hvað sem síðar
kann að verða. Þess í stað
hafa aðildarfélög BSRB
boðað til fundaherferðar á
næstu dögum til að leggja
áherslu á sínar kröfur. Þá
hefur verið boðað til for-
mannafundar aðildarfélaga
bandalagsins nk. mánudag,
10. mars. -grh
Þjóðarbúskapurinn
Hagvöxturinn 5,7%
Vöxturinn í efna-
hagslífinu sá mesti
frá 1987 og sömu-
leiðis einn sá mesti
í iðnríkjum í fyrra
Góðæri síðasta árs kemur
glöggt í ljós í bráða-
birgðauppgjöri Þjóðhags-
stofnunar á helstu þjóðhags-
stærðum. Hagvöxturinn var um
5,7% á árinu, hinn mesti síðan
1987 og er þetta jafnframt með
hæstu hagvaxtartölum í iðnríkj-
um á síðasta ári. Byggist hann
annars vegar á auknum þjóðar-
útgjöldum, einkum til íjárfest-
ingar og einkaneyslu og hins
vegar auknum útflutningi.
Áætlað er að þjóðarútgjöld
hafi aukist um 7,4% í fyrra,
sem skýrist af nær íjórðungs
aukningu í ijárfestingum og
6,5% aukinni einkaneyslu. Út-
flutningur vöru og þjónustu
jókst um nær 10% milli ára.
Viðskiptajöfnuðurinn var þó
óhagstæður um meira en 9
milljarða - 12,5 milljörðum
óhagstæðari en árið áður - sem
skýrist af íjárfestingu og einka-
neyslu.
Á árabilinu 1994-96 hefur
afkoma atvinnulífsins verið góð
í samanburði við árin þar á
undan, segir Þjóðhagsstofnun.
Hreinn hagnaður kringum 3%
af tekjum hvort ár. Eigi að síður
voru jafnaðarlega um 5.800
manns atvinnulausir í fyrra og
fækkaði minna heldur en Þjóð-
hagsstofnun hafði áætlað. - HEI
Reykjavík
ÁT£N($'
JDagnr-^tmtim
í ár mun fara fram
ljóðasamkeppni
MENOR (Menningarsamtaka Norðlendinga)
og Dags-Tímans, en samkeppnin
er með sama sniði og undanfarin ár.
Skilafrestur er til 14. apríl.
Ljóð í keppnina skal senda undir dulnefni en rétt nafn
fylgja í lokuðu umslagi. Allir, hvar sem er á landinu, hafa
rétt til þátttölcu og mun dómnefnd velja eitt vinningsljóð
auk tveggja ljóða sem fá aukavinning.
Sigurvegarar fá glæsileg bókaverðlaun.
Þátttökuljóð
sendist til:
MENOR
Hrísalundi la
PO 328,
600 Akureyri.
Skóflustunga
Björn Bjarnason, menntamálaráð-
herra, tók fyrir helgi fyrstu skóflu-
stungu að nýjum nemendagörðum
hjá Kennaraháskólanum, á horni
Bólstaðarhlíðar og Stakkahlíðar.
Þarna verða reistar 42 íbúðir fyrir
sérskólanema og hefur verið skrif-
að undir kaupsamning við Húsa-
nes ehf. um byggingu þeirra.
Mynd: ÞÖK
Vodkasmyglmálið
Nálgast
lokastig
Rannsókn á stóra vodka-
smyglmálinu, eins og það
hefur verið nefnt, er að
nálgast lokastig en ekki er enn
ljóst hvenær Ríkissaksóknara
verður send ákæra eða hve
margir verða ákærðir. Annars
vegar hefur rannsóknin beinst
að smyglinu inn í landið og hins
vegar dreifingu. Málið reyndist
mjög umfangsmikið og voru
margir yfirheyrðir. Enginn situr
lengur í gæsluvarðhaldi en þeir
voru 6 þegar mest var. BÞ