Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Síða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Síða 5
Ikgur~3Immm F R E T T I R Fimmtudagur 6. mars 1997 - 5 Akureyri „Staðgreitt“ með kredit Laxá hf. með kattafóður Einar Sveinn Ólafsson, verksmiðjustjóri, Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri, og Jón Árnason, fóður- fræðingur, en þróunarstarf við gerð kattafóðursins hefur að mestu hvflt á hans herðum. Mynd: jhf Fóðurverksmiðjan Laxá hf. hófst árið 1992 handa um þróun kattafóðurs úr há- gæða loðnumjöli en markmiðið með þróunarstarfinu var fyrst og fremst að gera Laxá hf. að gæludýrafóðurfyrirtæki sem byggi yfir þeirri sértæku þekk- ingu sem lýtur að gæludýrafóð- urgerð og markaðssetningu á gæludýrafóðri. Fljótlega var ákveðið að leggja áherslu á kattafóður enda væri það al- mennt dýrara fóður, kettir erfið- ari „kúnnahópur" og því líklega unnt að ná árangri ef tilraunin á annað borð tækist. Við gerð Cató-kattafóðurs var lögð áhersla á hollustu og heilbrigði, að eingöngu yrðu notuð nátt- úruleg hráefni en engin kemisk efni, prótein úr dýraríkinu, nýtt innlent hráefni eins og kostur væri, og að fóðrið yrði á allan hátt samkeppnishæft við það fóður sem fyrir er á markaðn- um, bæði hvað varðar verð og gæði. Þannig væri framleitt hollt fóður fyrir feld, tennur og bein. Talið er að á íslandi séu um 15.000 kettir og heildarmarkað- urinn af þurrfóðri sé 270-330 tonn. Ef gert er ráð fyrir að helmingur kattanna éti þurrfóð- ur og markaðshlutdeild Laxár hf. verði 25%, má reikna með að árleg sala verði um 40 tonn eða 80.000 pakkningar. Því er nauð- synlegt að huga að útflutningi þrátt fyrir mikilvægi markaðs- setningar á íslandi og á hana lit- ið sem nauðsynlegan þátt í þeirri ætlun að Laxá verði „gæludýra- fyrirtæki". Þau lönd sem helst hefur verið litið til eru Belgía og Danmörk. Íslensk-ameríska verslunarfélagið hf. annast dreif- ingu Cató-kattarfóðursins. GG Handhafar Visakorta öfluðu sér 2ja milljarða króna reiðufjár (skammtímalána) með kreditkortunum sínum á síðasta ári, þar af um 200 milljóna í desember, samkvæmt upplýs- ingum Einars S. Einarssonar forstjóra Visa ísland. Peninga- úttektir með kreditkortum inn- anlands, sem fyrst voru heimil- aðar snemma árs 1995, voru umtalsverður liður í 7 milljarða veltuaukningu kreditkorta hjá Visa ísland í fyrra. Þetta „láns- fé“ munu ýmsir m.a. nota til innkaupa í Bónus og ÁTVR, sem ekki taka við kreditkortum. En er ekki dýrt að afla sér skammtímalána (15-45 daga) með þessum hætti? „Það fer eftir því hvernig á það er litið“, segir Einar. Kostnaðurinn felst í föstu 85 kr. færslugjaldi og síð- an 1,35% vöxtum. Lántöku- kostnaður af 10.000 kr. úttekt er þannig 220 kr., eða 2,2% (sem gæti svarað gæti til 30% ársvaxta að meðaltali). En Ein- ar bendir á að með þessa pen- inga geti fólk líka farið í búðir og fengið 5% og jafnvel allt upp í 10% staðgreiðsluafslátt. „Þannig að fólk er samt 3-5% í plús. Þetta getur því verið skyn- samleg lántaka,“ segir Einar. Vegna fastagjaldsins verður kostnaðurinn hlutfallslega þeim mun hærri sem úttekin Ijárhæð er lægri. Olíuhreins- unarstöð kemur ekki Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri segir að ekki komi til greina að setja upp hreinsunarstöð fyrir smurolíu þegar starfs- leyfi Áburðarverksmiðjunn- ar í Gufunesi rennur út. Guðrún Ágústsdóttir, for- maður skipulagsnefndar, tekur í sama streng og telur það „algjörlega fráleitt.“ Þetta kom fram á opnum fundi Regnbogans á Korn- hlöðuloftinu í fyrrakvöld. Borgarstjóri sagði á fundinum að vitað væri að áburðarverksmiðjan hefði lengi verið íbúunum þyrnir í augum. Rekstrargrundvöll- ur hennar væri brostinn og til greina kæmi að taka upp hátækniiðnað eða þrifaleg- an matvælaiðnað á þessum stað. íbúar í Grafarvogi þyrftu ekki að hafa áhyggj- ur af því að um mengandi stóriðju eða álver yrði að ræða. -GHS íslenska útvarpsfélagið Samdi við þrjú félög um 14% launahækkim Félagsmenn í BÍ og RSÍ fá greiðslu fyrir höfundarrétt. Nú viljum við bara fara að sjá útspilið hjá Davíð,“ segir Helgi Gunnarsson, skrifstofustjóri Rafiðnaðarsam- bands íslands. Hann segir að samningurinn geti orðið for- dæmisgefandi fyrir aðra. í gær gerði íslenska útvarps- félagið nýja kjarasamninga við Blaðamannafélag íslands, Verslunarmannafélag Reykja- víkur og Rafiðnaðarsamband fslands. Þetta er annar kjara- samningur VR á skömmum tíma en sá fyrsti sem BÍ og RSf gera fyrir sína félagsmenn í yfirstandandi kjaralotu. Þessir samningar ná til flestra starfsmanna ÍÚ. Þeir gilda frá 1. mars sl. til 29. febrúar árið 2000, 14% launahækkun á samningstímanum og 8-10% kaupmáttaraukning eins og í samningi VR við Félag stórkaup- manna frá sl. helgi. Ákvæði um 70 þúsund króna lágmarkslaun kemur strax til framkvæmda, auk þess sem enginn félagsmað- ur BÍ hjá ÍÚ verður undir 100 þúsund krónum á mánuði. Þessi ákvæði eru fremur táknræns eðl- is því flestir starfsmenn íslenska Útvarpsfélagsins eru með hærri mánaðarlaun í reynd. Þá eru prósentuhækkanir og dagsetn- ingar þær sömu og í samningi VR við FÍS, auk þess sem engin endurskoðunarákvæði eru í samningunum. Síðast en ekki síst náðu BÍ og RSÍ sameiginlegri lendingu í höfundarréttarmálum sinna fé- lagsmanna við ÍÚ. Samkvæmt því fellst útvarpsfélagið á það grundvallaratriði að félags- menn þessara félaga eigi að fá greiðslu vegna höfundarréttar. Stefnt er að því ljúka útfærslu á þessu ákvæði 1. júh' á næsta ári. -grh Taflfélagið má selja Miðstöð nýbúa flytur úr Faxafeni 12 í Skerjafjörð. Borgarráð hefur heimilað Taflfélagi Reykjavikur að selja hluta af húseign sinni að Faxafeni 12. Þessi heimild er skilyrt því að öllu söluandvirðinu, eða 18 milljón- um króna, verði varið til greiðslu áhvflandi veðskulda. Skuldir félagsins nema 21 millj- ón króna. Þessi sala hefur það í för með sér að miðstöð nýbúa verð- ur flutt úr húsakynnum TR í húsnæði borgarinnar í Skerja- firði. Þá er það mat félagsins og framkvæmdastjóra ÍTR að um- rædd sala muni ekki hafa nei- kvæð áhrif á aðstöðu félagsins. Þá samþykkti borgarráð að veita TR 3,6 millj. króna styrk til greiðslu veðskulda, sam- kvæmt samkomulagi frá 1991. Þessu til viðbótar var samþykkt að styrkja félagið um tæpar 460 þúsund krónur til greiðslu á fasteignaskatti. Þessi aðstoð borgarinnar við Taflfélag Reykjavíkur breytir hinsvegar ekki því skilyrði sem borgin setti félaginu þegar hún tók að sér að greiða hluta þeirra veðskulda sem hvfldu á húseign félagsins árið 1991. Samkvæmt því er TR bannað að selja eða veðsetja eignarhluta í húseign félagsins án samþykkis borgarinnar til ársins 2001. -grh

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.