Dagur - Tíminn Akureyri - 18.03.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 18.03.1997, Blaðsíða 2
14 - Þriðjudagur 18. mars 1997 ICRAFTALÍFIÐ í LANDINU Parf hugrekki til Hún dró sekki, 2ja tonna jeppa, lyfti bíl og drumbi og hélt fyrir vikið titlinum Sterkasta kona íslands; Bryndís Ólafsdóttir. Bryndís tók þátt í keppn- inni um titilinn Sterkasta kona íslands í 3. skipti nú um helgina og sigraði annað skiptið í röð. Keppendur þóttu nokkuð jafnir og var því hörku- keppni á milli þeirra. „Pær voru öflugar,“ segir Bryndís um hina keppendurna. „Mér leið miklu betur núna en fyrir ári síðan. Ég er greini- lega miklu sterkari og þetta er allt miklu léttara fyrir mig. Ef þyngdirnar verða ekki mikið meiri þá get ég alveg haldið áfram í einhver ár.“ Keppni sem þessi útheimtir samt gífurleg átök þótt líkam- inn sé vel þjálfaður. „í jeppa- átökunum t.d., þar sem maður er að vinna í 40-50 sekúndur, þá er maður bara gjörsamlega búinn á eftir. Skjögrar bara á brauðfótum og leggst niður. Maður þarf að hafa smá hug- rekki. Allar þessar stelpur í keppninni eru hugrakkar." Æfir 7,5 klst. á viku Bryndís byrjaði að þjálfa fyrir þessa keppni í september sl. Æfingaprógrammið saman- stendur af lyftingum og hlaupi. Bryndís hleypur í 30 mín. þrisvar í viku og lyftir í 2 klst. þrisvar í viku. En er þetta nóg til að verða sterkasta kona fs- lands? „Já. Þetta eru náttúrlega ofsalega erfiðar æfingar. Það er tekið vel á í lyftingunum. Ég er ekkert að teygja á og hvfla mig á milli.“ íslenskur fiskur Það er víst tilgangslítið að pumpa vel og lengi ef hvað sem er fær að fljóta umhugsunar- laust ofan í maga. Þegar Bryn- dís er að þjálfa sig sérstalega fyrir keppni borðar hún mikið af grænmeti og ávöxtum og tek- ur fæðubótaefni í hófi. Á morgnana drekkur hún prótein- og kolvetnidrykk og blandar kjarngóðum en orku- rikum höfrum saman við. Á kvöldin borðar hún gjarnan ís- lenskan fisk (sem hún tekur með sér að heiman), hrísgrjón eða pasta og reynir að borða lítið af kjöti. „Ég borða lítið af sælgæti og sleppi gosdrykkjum alveg. Þeir eru algjört eitur. Ég drekk heldur ekkert kaffi en mikið vatn,“ segir Bryndís en viðurkennir að hún fái yfirleitt kökur á sunnudögum. Toppefni í vaxtarræktarkonu Eftir svona mataræði í um hálft ár er Bryndís orðin 78 kíló (176,5 cm). í haust var hún ca. Linda Jónsdóttir tók nú þátt í annað sinn og tók allverulega á eins og sjá má á svipnum. Dagsdaglega rekur Linda Ifkamsræktarstöð í Hveragerði. 5 kflóum léttari en þegar hún hætti í sundinu fyrir nokkrum árum var hún um 67 kfló. „Ég þyngdist strax um 5 kfló þeg- ar ég byrjaði í kraftlyftingum og aftur um 5 þegar ég fór að pumpa meira. Vöðvarnir á mér eru mjög hæfileikaríkir. Þeir taka mjög vel á móti lyft- ingum. Mass- inn hefur alltaf rokið upp um leið og ég byrja að lyfta. Vöðv- arnir stækka strax. Það eru sumir sem lyfta og lyfta en eiga ofsalega erfitt með að þyngj- ast. Ég á mjög auðvelt með það. Þess vegna er ég í raun toppefni í vaxtarræktar- konu. Ég get stækkað og minnkað eins og ég vil.“ Það þýðir líka að Bryndís á mjög auðvelt með að fitna. En er þetta ekki hálfgerður vítahringur, þarftu þá ekki að æfa fram í rauðan dauðann? „Það er náttúrulega spurning hvernig maður æfir. Ég myndi þá fara frekar út í að æfa þol- fimi, hlaupa og hjóla.“ Býr á bóndabæ Bryndís býr með sterkasta manni Þýskalands, Heinz Ollesch, á bóndabæ í Bæheimi, nálægt Múnchen. Þau stunda reyndar ekki sjálf búskap heldur er bærinn tvíbýli og það er móð- urbróðir Heinz sem rekur þar nautgriparækt. Bryndís flutti út til þýska kraftakarlsins í júní á síðasta ári og fóru fyrstu mánuðirnir í að læra tungumálið og komast inn í þýskt samfélag. „Það gengur ágætlega að tala þýsku. En ég er bara ekki á stað þar sem menn tala háþýsku. Þarna er töluð bæ- verska sem þýskt fólk skilur ekki einu sinni. Ég þarf að læra þarna eitt og hálft mál.“ Þjóðverjar hafa ekki sýnt kraftadellunni jafn mikinn áhuga og íslendingar og etja þeir sínu kraftafólki ekki saman í keppni. Bryndís og IJeinz eru að gera sitt til að slík keppni verði sett á laggirnar. Ekki er hægt að stunda atvinnumennsku í þessari grein og því vinnur sterkasta kona íslands á fatalag- er stórrar verslunar á milli þess sem hún veitir fólki heilun og nudd en hún hefur lært sogæða- nudd og ilmolíumeðferð. Hún notar nuddið og olíurnar líka á sjálfa sig til að halda líkamanum hraustum og örva líkamsstarf- semina. Ein keppnisgreinin fólst í því að hlaupa með jeppadekk, tunnur, hveitisekk og 80 kg. karl- mann. „Við settum þetta allt ofan í fiskikar,“ sagði Bryndís, „nema karlmanninn." Þú hefur varla hlaupið með þinn karl? „Nei, jesús. Hann er áreiðaniega 150 kíló.“ Bryndís hefur mest lyft 120 kg í einni lyftu. „Það er nú ekki meira. “ En hún hefur þyngst dregið 3ja tonna bíl og vœri ekki amalegt að eiga hana fyrir nágranna í slœmskuveðrum þegar bílinn hefur fennt í kaf og marga meðaljóna þarftil að bifa honum úr stœðinu. Sterkasta kona heims Titillinn er fenginn og Bryndís er á leiðinni út til Þýskalands aftur. En það er ekkert hæg- indalíf og sælgætisát sem bíður hennar því framundan er fyrsta keppnin um titilinn Sterkasta kona heims. Sem verður að öll- um líkindum haldin í lok júlí. Hvar? Nú, á íslandi. En ekki hvað? lóa Freyvangs- leikhúsiö Sýnum firna fyndinn gamanleik: „Meb vífib í lúkunum" eftir Ray Cooney Leikstjóri: Hákon Waage 11. sýning laugard. 22. mars kl. 20.30 12. sýning laugard. 22. mars kl. 23.30 Miðnaetursýning 13. sýning miðvikud. 26. mars kl. 20.30 14. sýning fimmtud. 27. mars kl. 20.30 15. sýning laugard. 29. mars kl. 20.30 16. sýning mánud. 31. mars kl. 20.30 Miðapantanir í síma 463 1195 milli kl. 18 og 20. A ö&rum tímum er hægt að panta í gegnum símsvari.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.