Dagur - Tíminn Akureyri - 18.03.1997, Síða 16

Dagur - Tíminn Akureyri - 18.03.1997, Síða 16
Dctgur-gimmm Borgamcs Þriðjudagur 18. mars 1997 Úr dagbók lögreglunnar í Reykjavík 14.-17. mars Af umferðarmálum ber mest á þeim 27 öku- mönnum, sem kærðir voru fyrir of hraðan akstur, auk þess sem 12 ökumenn, sem stöðvaðir voru, eru grunaðir um ölvunarakstur. Tuttugu og einn var sektaður fyrir stöðu- brot, aðallega að degi til í mið- borginni, og tilkynnt var um 40 umferðaróhöpp. í þeim skemmdust u.þ.b. 80 ökutæki og það þrátt fyrir gott veður og ágæta færð á vegum og götum. Á föstudag meiddist maður eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Háaleitisbrautar og Safamýri. Eftir óhappið fóru ökumenn út til að huga að skemmdum, en þá var þriðju bifreiðinni ekið aftan á aðra þá sem fyrir var. Við það varð ann- ar ökumannanna á milli og varð að flytja hann á slysadeild með sjúkrabifreið. Forstjórinn keypti þýfi Á laugardagsmorgun stöðvuðu lögreglumenn ökumann og reyndist sá vera ökuréttinda- laus. Tveir aðrir, sem voru í bif- reiðinni með honum, voru handteknir og færðir á lög- reglustöð. í framhaldi af handtökunni var farið í hús- leit við Bergstaðastræti. Par var hald lagt á fleiri hluti og ætluð fíkniefni. Síðdegis hand- tóku lögreglumenn mann með fíkniefni; 5 g af hassi og 2 g af amfet- M amíni, á Frakkastíg við Hverfis- götu. Hann var fluttur á lög- reglustöð. Um kvöldið fannst smávægilegt af fíkniefnum á tveimur mönnum, sem stöðvað- ir voru á göngu í Tryggvagötu. Við húsleit í Gullengi og á Hverfisgötu var lagt hald á 2 slög amfetamíns og 3 mola af hassi, auk lítilsháttar blandaðs efnis. Húsleit var gerð við Hafn- arstræti. Þar var lagt hald á stera, bola og lyf. Þá var lagt hald á stera, kylfur, kasthnífa, loftbyssu og hasspípur við hús- leit við Laugaveg. Um helgina bönkuðu lög- reglumenn upp á hjá forstjóra fyrirtækis í borginni og spurð- ust fyrir um tölvu, sem hann hafði nýlega keypt. Um þýfi reyndist vera að ræða og varð forstjórinn að skila tölvunni. Á 224 km hraða og al- varlegt hælsæri Á föstudagskvöld var ökumaður kærður og sviptur ökuréttind- um til bráðabirgða eftir að lög- reglumenn o ...vertu viðbúinn 21. mars höfðu mælt hann á 224 km hraða á vestur- landsvegi í Ártúnsbrekku. Kona var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið eftir að hafa feng- ið háan hæl annarrar konu í gegnum vinstri fótinn á einum veitingastaðanna. Stúlku var ekið á slysadeild eftir að veist var að henni á veitingahúsi við Fischersund. Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um hugsanlega nauðg- un á veitingastað við Lækjar- götu. Dyravörður hafði komið að pari í samförum og virtist stúlkan meðvitundarlaus. Við nánari athugun virtist ekki hafa verið um nauðgun að ræða. Allir á „réttum“ aldri Aukið eftirlit var með áfengis- veitingastöðum um helgina. Auk vínhúsaeftirlitsmanna fóru lögreglumenn úr forvarnadeild og útlendingaeftirliti á nokkra staði, sem ástæða þótti til að skoða sérstaklega, en auk þeirra fóru lögreglumenn úr al- mennu deild ásamt starfsfólki útideildar félagsmálastofnunar og ÍTR á nokkra staði þar sem spurnir höfðu verið af að ung- lingar og ungmenni ættu innan- gengt. Engir undir leyfilegum aldursmörkum fundust við leit á stöðunum. Þá þurftu lögreglu- menn engin af- skipti að hafa af unglingum utan leyfi- legs útivistartíma um helgina. Óeinkennisklæddir Á undanförnum árum hafa lög- reglumenn á vöktum almennr- ar deildar starfað tímabundið í fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Sú reynsla hefur nýst þeim vel þegar þeir hafa farið á ný yfir á vaktir, auk þess sem lögreglumenn í fíkniefna- deild hafa miðlað skipulega upplýsingum til annarra lög- reglumanna um fíkniefni og fíkniefnafólk. í byrjun árs 1996 urðu hins vegar þáttaskil í þessum málum, en þá var byrj- að að hafa óeinkennisklædda lögreglumenn á vakt er höfðu þann meginstarfa að safna skipulega upplýsingum um þessi mál, miðla þeim til ann- arra og unnu sjálfír úti á vett- vangi með sambærilegum hætti og starfsmenn fíkniefnadeildar hafa gert gagnvart fíkniefna- neytendum og sölumönnum fíkniefna. Samhliða þessu sérstaka eft- irliti hefur lögreglan haldið úti einkenndu eftirliti með tiltekn- um stöðum, þar sem grunur er um að fíkniefnasala eða neysla fari fram. Með því hefur verið hægt að gera fíkniefnasölum erfiðara fyrir en áður og fælt fólk frá því að leita á þá staði. Þetta eftirlit hefur gefið fleiri lögreglumönnum tækifæri til að þekkja betur hagi þess fólks, sem annað hvort tengist þess- um málum með einum eða öðr- um hætti eða hefur áhuga á að nálgast efnin. Eftir afskipti lög- reglumanna hefur verið lagt hald á nokkurt magn af fíkni- efnum, auk þess sem upplýst hefur verið um íjölda innbrota og þjófnaða. Umsvif lögreglu í fíkniefnamálum Á síðasta ári höfðu lögreglu- menn í eftirliti með fíkniefna- fólki í 529 tilvikum afskipti af 871 einstakling, þ.a. 87 konum. Af þessum hópi þótti ástæða til að handtaka 193. Leitir voru gerðar á 784 aðilum eftir að stöðvuð höfðu verið 210 öku- tæki, farið inn í 96 hús eða leit- að á gangandi vegfarendum. Þjófagóss fannst á 34 stöðum, áhöld til fíkniefnaneyslu á 42 stöðum og nálar eða sprautur á 39 stöðum. Lagt var hald á amfet- amín í 114 til- vikum, 93 sinn- um fannst hass og 13 sinnum marijúana. í einu til- viki fundu lögreglumenn skammt af LSD, en þeir lögðu nýlega hald á 50 slíka skammta við húsleit. Tólf sinnum var lagt hald á kókafn, 7 sinnum E-töfl- ur og í 12 tilvikum var um sveppi að ræða. Auk þess var í 22 tilvikum lagt hald á önnur ætluð fíkniefni. Hlutfallslega flestir, sem afskipti voru höfð af voru á aldrinum 16-24 ára. Lögreglan mun halda þessu eftirliti áfram og jafnframt reyna að efla það og þróa eftir því sem aðstæður og möguleik- ar gefa tilefni til. Öryggisbelti enn ekki sjálfsögð! í skyndikönnun lögreglunnar fyrir helgina kom í ljós að 31% ökumanna, sem könnunin náði yfir, notaði ekki bílbelti. Um helmingur farþega í framsætum notaði þau ekki heldur. Þetta er svipuð útkoma og í öðrum ný- legum könnunum á höfðuborg- arsvæðinu. Akureyri Úr dagbók lögreglunnar á Akureyri 9.-16. mars Um s.l. viku má segja að hún hafi verið að mestu laus við alvarleg mál og helgin frekar róleg, enda kalt þótt veður væri að öðru leyti ákjósanlegt til útiveru. 201 mál var fært til bókar hjá lögreglunni þessa viku og ber þar hæst að vanda ýmis umferðarmál og það verður því miður að segja að ekki er merkjanleg stór framför hjá stjórnendum ökutækja þrátt fyrir að mikið hafi verið unnið í þeim málaflokki undanfarið og margir kærðir fyrir brot á umferðarlagabrotum. í vikunni voru 14 kærðir fyrir að aka of hratt, 16 sinn- um var lögregla kölluð til vegna umferðaóhappa, 2 voru kærðir fyrir að aka gegn ein- stefnu, 4 fyrir ólöglegar lagn- ir bifreiða sinna, 4 fyrir að mæta ekki í lögbundna skoðun, 8 fyrir að nota ekki öryggisbelti og 1 fyrir brot á gerð- og búnaði ökutækis. Sumir vilja alltaf sofa á nóttunni Sem fyrr segir var helgin ró- leg og menn virtust flestir kunna sér hóf í drykkju- og gleðilátum því einungis tveir . menn þurftu að gista n» fanga- hús vegna ölvun- ar en all- mörg- um var hinsvegar ekið í heim til sín. Þá var að vanda nokkuð um að lögregla væri kölluð í hús þar sem fólk vildi halda uppi gleðskap og há- reysti að nóttu til án þess að taka tillit til annara íbúa sem vildu hafa svefnfrið. Yfirleitt er tilmælum lögreglu um að stöðva hávaðann vel tekið en þó eru að sjálfsögðu undan- tekningar á því sem öðru. Á föstudagskvöldið voru höfð afskipti af 17 ungmennum sem voru á ferli í miðbænum eftir að útivistartíma þeirra lauk. Ungviði þessi voru færð á lögreglustöðina þar sem tekin voru niður nöfn þeirra en síðan voru foreldrarnir látnir sækja þau eða lögreglan flutti þau heim. Vonskuveður í síð- ustu viku Svo vikið sé að einstökum málum þá gerði vonskuveður á Öxnadalsheiðinni á mánu- dagskvöldið og lentu vegfar- endur þar í vandræðum og þurftu sumir að ganga af bif- reiðum sínum sem festust í snjó eða hættu að ganga vegna veðurs. Ekki er þó annað vitað en að allir hafi komist með stærri og betur búnum bifreiðum til byggða. Rétt er að benda ferðamönn- um á að afla sér upplýsinga um færð og veður áður en haldið er af stað en hjá Vega- gerð ríkisinns og í textavarpi sjónvarpsins er að finna nýj- ustu upplýsingar þar um. Landsbankinn brann ekki Á þriðjudag varð vinnuslys á Óseyri er bifreið féll niður á mann sem var að vinna við hana. Kvartaði maður- [A-j inn um eymsli í herðum og hálsi og var fluttur með Mj sjúkrabifreið á slysadeild. iVf: A föstudag varð það óhapp að snjófylla féll af þaki húss og lenti á konu sem var að ganga út úr húsinu. Konan var flutt á slysadeild en ekki eru upplýsingar um hvort hún hlaut skaða af. Á föstudags- og laugar- dagsnótt var slökkviliðið kvatt að Landsbanka íslands í Strandgötu en viðvörunarkerfi sýndi boð um eld. Sem betur fer var ekki um slíkt að ræða heldur bilun í búnaði. IS

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.