Dagur - Tíminn Akureyri - 21.03.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 21.03.1997, Blaðsíða 6
18 - Föstudagur 21. febrúar 1997 iDagur-®mmn M I G I Ð í S AIT A N S J Ó Ekkí að ræða það! Jonni á Uppsölum skrifar af miðunum ÞJÓDLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00 KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson í kvöld Nokkur sæti laus. Síöasta sýning VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Á morgun. Örfá sæti laus. Laugard. 5. apríl. 1KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams 5. sýn. föstud. 4. apríl. Uppselt. 6. sýn. sunnud. 6. apríl Örfá sæti laus. ÞREK OG TÁR eftir Óiaf Hauk Símonarson Sunnud. 23. mars. Síðasta sýning Uppselt Aukasýning fimmtud. 3. apríl. LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Laugard. 22. mars kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Sunnud. 6. apríl kl. 14.00. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford i kvöld Örfá sæti laus. Laugard. 22. mars Uppselt. Athygli er vakin á að sýnlngin er ekki við hæfi barna. F.kki er hægt að hleypa gestum inn i salinn eftir aO sýning hefst. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga. Ef ég fengi að ráða, væru notaðir pappadiskar og pappaglös á mínu heimili. En af því að málum er þannig háttað að ég ræð svo til engu á mínu heimili eru ekki notuð pappaglös eða pappadiskar. Mér ætti auðvitað að vera nokk sama, af því að ég vaska svo sjaldan upp að ef kvenréttindin kæmust í það mundi ég heita karlrembusvín eða kannski pungrotta. Þá sjaldan að ég þurrka leirtauið fyrir konuna er ég yflrleitt stoltur af því. Ég er líka ánægður með mig þegar ég býðst til að passa fyrir hana börnin okkar. Ég veit auðvitað að svona á þetta ekki að vera og ákveð þúsund sinnum í hverjum túr að nú verði ég almennilegur við konuna mína þegar ég kem í land og sjái jafnvel alveg um uppvaskið alla heilu inniveruna. Þetta bara klikkar jafnharðan eins og margur góður ásetning- ur hjá mér. Kór Leikfélags Akureyrar Kossar og kúlissur Samkomuhúsið 90 ára Söngur, gleði gaman Laugard. 22. mars kl. 20.00. Síðasta sýning Athugið breyttan sýningartíma. Afmælistilboð MiSaverð 1500 krónur. Börn yngri en 14 ára 750 krónur. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Simsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. ^Dagur-^tmtrm - besti tími dagsins! Skálkaskjól Það er nú bara einhvern veginn þannig, að sértu sjómaður í mánaðartúrum, fjarlægist þú smám saman venjuleg heimilis- störf og það er ekki af illkvittni. Þetta bara gerist. Á sama hátt veit sjómaðurinn ekki fyrr en hann er búinn að missa sætið sitt við eldhúsborðið heima hjá sér og húsbóndastóllinn er frá- tekinn fyrir einhvern annan fjölskyldumeðlim. Ég gæti svo sem alveg sætt mig við það ef það væri ekki þannig í mínu til- felli, að það er kattarandskot- inn sem er búinn að taka af mér uppáhaldssjónvarpsstólinn til íjölda ára. Nú orðið er það þannig að ef dætur mínar ákveða að leyfa mér að sjá fréttirnar í inniverunum, verð ég að sitja á gömlum eldhús- kolli, sem óg hata mjög mikið, og lofa að vera stilltur. Freyvangs- leikhúsið Sýnum firna fyndinn gamanleik: „Meb vífib í lúkunum" eftir Ray Cooney Leikstjóri: Hákon Waage 11. sýning laugard. 22. mars kl. 20.30 12. sýning laugard. 22. mars kl. 23.30 Miðnætursýning 13. sýning miðvikud. 26. mars kl. 20.30 14. sýning fimmtud. 27. mars kl. 20.30 15. sýning laugard. 29. mars kl. 20.30 16. sýning mánud. 31. mars kl. 20.30 Miöapantanir í síma 463 1195 milli kl. 18 og 20. A öörum tímum er hægt a& panta í gegnum símsvara. „Þetta eru leiðinda- verk sem ég erfeg- inn að vera laus við. Má ég þá frekar biðja um að standa helgaddaður og krókloppinn, berj- andi ísingu af skip- inu norður á Hala með horinn oná höku í vansœldinni. “ Þarf ekkert að eiga við körfudjöfulinn Á meðan flatmagar kattarófétið í gamla stólnum mínum og veit vel að mér er ekki hlýtt til hans. Honum er bara alveg nákvæm- lega sama af því að hann veit líka að það verð ég sem dætur mfnar reka út ef einhverjum á að vísa út á annað borð. Því er það svo að forréttind- in, sem ég gæti í fljótu bragði virst hafa í sambandi við heim- LEIKFÉLAGIÐ BÚKOLLA SÝNIR í UÓSVETNINGABÚÐ eftir Rick Abbot í þýðingu Guðjóns Ólafssonar Leikstjóri: SKULI CAUTASON Föstud. 21. mars kl. 20.30 Sunnud. 23. mars kl. 14.00 g> Allra síðustu sýningar yjjgÖKOUAí s> g> © MIÐAPANTANIR í SÍMA 464 3550 i UÓSVETNINGAB. FYRIR SÝN. S: 464 3617 ilisverkin, vega lítið móts við ýmsan réttindamissi á mínu eigin heimili. Þar spyr mig ekki nokkur maður álits á einu eða neinu lengur og ég er stundum eins og hvert annað rekald í reiðum sjó þar sem ég eigra um konuveldið, íjóra daga í mánuði og reyni að passa mig að vera ekki fyrir. En frómt frá sagt, þá er ég til í að slá svolítið af eðlislægri frekjunni í mér af því að ég slepp við allra versta verkið á heimilinu. Þannig háttar til heima hjá mér að það er rauð tágakarfa ofan á ísskápnum, sem er þeirrar náttúru að snúi maður við henni bakinu, fyllist hún af gluggabréfum. Ég geri auðvitað ráð fyrir að það séu svipuð ílát á flestum heimilum, þó að þau fyllist e.t.v. mishratt. En það er semsagt sjómannskonan, konan mín, sem vaktar þennan körfu- djöful alein og reynir að borga eins margar tommur af reikn- ingabunkanum og hægt er hverju sinni. Hún verður líka að reyna að friða misfúla lána- drottna og reyna að semja til hægri og vinstri til að við séum ekki kölluð mikið verri nöfnum en hæfilegir vanskiiamenn. „Ég vaska svo sjald- an upp að ef kven- réttindin kœmust í það mundi ég heita karlrembusvín eða kannski pungrotta. “ Það er ljótt að segja það, en þetta eru leiðindaverk sem ég er feginn að vera laus við. Má ég þá frekar biðja um að standa helgaddaður og krókloppinn, berjandi ísingu af skipinu norð- ur á Hala með horinn oná höku í vansældinni, heldur en að standa í svona löguðum leiðind- um endalaust. Ekki vildi ég skipta. Ekki að ræða það!

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.