Dagur - Tíminn Akureyri - 22.03.1997, Side 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.03.1997, Side 3
(IDagur-'3Imtttm Laugardagur 22. mars 1997 -15 Katrín Bjarnadóttir og Guðrún Dís Emilsdóttir. Myndir: GS nám við skólann frá upphafl og er því að fá styrkinn í þriðja sinn, 40.000 kr. „Ég fékk 37.000 í fyrra og hækkunin er svo sem ekki mikil milli ára. Ég reyni að borga skólann að mestu leyti sjálf og þessir pen- ingar eiga að fara í mötuneytið. Ég fæ það sama og þeir sem búa t.d. í Eyjafirðinum.“ Oddný er ágætlega sátt við sína upphæð en finnst þó mun- urinn dálítið mikill hjá þeim sem leigja á eigin vegum og hinna sem búa á vist. „Eg er að fá 40.000 á ári og borga 200.000 fyrir mat og húsnæði. Ég ætla að leigja á næsta ári því ég hef heyrt að krakkarnir sem það gera spari sér pening. Þau eyða kannski ekki jafnmiklum peningum í fæði. Hér erum við að borga fyrir tvær heitar mál- við að fá styrk á annað borð. Ég hugsaði ekkert út í það þegar ég fór hingað að ég fengi neinn styrk. Það var bara bónus,“ sagði Oddný Eva og hélt áfram að rýna í skruddurnar. Dýrara að leigja sjálfstætt Gústav Magnús Ásbjörnsson er ekki nágranni Oddnýjar Evu, en hann kemur frá svipuðum slóð- um úr Borgarfirði. Hann er á þriðja ári og hafði nauman tíma til að tala við blaðamenn Dags- Tímans enda nýbúinn að fá sér pizzusneið og ekkert vit að láta hana kólna. „Ég fæ 40.000 og er ánægður með mitt. Þetta dugar akkúrat fyrir húsaleig- unni og það er ágætt.“ Gústav Magnús segist sjálfur borga sitt nám að langmestu leyti. Dráttur greiðslunnar olli honum þó engum vandræðum. „Ég veit hins vegar nokkur dæmi þess að aðrir nemendur Allir ánægðir með dreifbýlisstyrkinn Það rikti gleði um síðustu helgi þegar framhalds- skólanemar fengu margir hverjir úthlutað dreifbýlisstyrk. Dreifbýlisstyrk hlýtur sá sem getur ekki stundað nám á fram- haldsskólastigi í sinni heima- byggð og er upphæðin frá 40.000 og J,rtir qq ,nöspJónsd0 ^srun usv upp í rúmlega 63.000 eftir aðstæðum. Á Alþingi var tekist á um þennan málaflokk í vikunni og kom fram gagnrýni á ýmis atriði við úthlutun. En styrkþegarnir á heimavist MA sem Dagin-Tíminn heimsótti í vikunni, voru ánægðir með sitt. Ánægð miðað við hina Ásrún Ösp Jónsdóttir kemur frá Árskógsströnd og býr á her- bergi í heimavist MA með Hilmu Gunnarsdóttur úr Aðal- dal. Þær eru báðar í fyrsta bekk í skólanum og eru því að fá dreifbýlisstyrkinn í fyrsta skipi. Upphæðin nemur um 40.000 og eru báðar sáttar við sitt. „Mað- ur fær ekki fullan styrk þegar maður er á heimavist, þetta er borgað niður, en ég er bara ánægð,“ segir Ásrún Ösp. „Miðað við hvað hinir krakkarnir eru að fá,“ bætir hún við. Það er fljótfarið Ár- skógs- strönd til Akureyr- ar og Ás- rún Ösp fær eng- Gunnarsdow ■ ferða styrk. Öllu lengra er úr Aðaldalnum en dæmið lítur eins út frá hinu opinbera. Þess má geta að fyrir fullt fæði eru greiddar 160.000 á heimavist MA en húsnæðiskostnaðurinn er metinn á 40.000. Naumur ferðastyrkur Katrín Bjarnadóttir og Guðrún Dís Emilsdóttir koma langan veg í MA, eða alla leið frá Vopnafirði. Þær eru báðar í fyrsta bekk og hlutu 49.000 kr. frá hinu opinbera. Þær fá því 40.000 til að lifa sem þær eru sáttar við og 9.000 í ferðastyrk sem verður að teljast harla lítið Oddný Eva Böðvarsdóttir. miðað við að flugfar frá Vopna- flrði til Akureyrar kostar á m- unda þúsundið. Álíka langt er fyrir Katrínu og Guðrúnu Dís að sækja skóla á Egilsstöðum. „Þetta er náttúrlega dálítið lítið sem ætlað er í ferðastyrk og hlutfallslega mætti þessi hluti styrksins vera metinn hærrá. En 49.000 kr. eru hámarksupp- hæð, ef maður er í nið- urgreiddu húsnæði á heimavist og þetta er allt í lagi,“ segja vopnfirsku námsmeyjarnar. Katrín og Guðrún Dís segjast ekki hafa orðið fyrir neinum persónulegum erfiðleikum vegna þess að dregist hefur að borga styrkinn út. Fyrst var rætt um febrúar. „Ekki fyrir okkur en þetta hefur kannski valdið foreldrum okkar smá vandamálum.“ En þegar stóra stundin rennur upp og ávísunin kemur í hendur námsmannanna, hvað gerist þá? „Það er gleði hjá öll- um og margir sem nota tæki- færið og djamma ærlega.“ Styrkurinn fer í mötuneytið Oddný Eva Böðvarsdóttir kem- ur frá Hvanneyri og er á þriðja ári í MA. Hún hefur stundað tíðir á dag sem er kannski full- mikið.“ Ástæða þess að Oddný Eva fór alla leið til Akureyrar var þó upprunalega heimavistin og stóð valið milli Laugavatns og Akureyrar. „Það kom ekki til greina að fara til Akraness, af því að það er Akranes,“ segir hún með áherslu og hlær. Rökin fyrir því að Oddný Eva fær yfirleitt styrk eru þau að ekki er dagleg ferð til Akraness frá Hvanneyri. „Ég er mjög sátt voru orðnir staurblankir.“ Gústav telur óhkt Oddnýju Evu að munurinn hjá þeim sem búa á heimavist og hinna ætti að vera meiri, þeim í hag sem leigja sjálfstætt. „Það er miklu dýrara dæmi,“ segir Gústav og horfir girndaraugum á pizzuna sína. Blaðamenn kveðja. BÞ Gústav Magnús Ásbjörnsson. $1 Félagsfundur LÍPÍlÍj Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund mánudaginn 24. mars n.k. á Hótel Sögu, Súlnasal kl. 20:30. Fundarefni: 1. Nýgerður kjarasaniningur kynntur. 2. Allsherjaratkvæðagreiðsla um samninginn verður meö eftirfarandi hætti: Á félagsfundinum 24. mars kl. 21:00-23:00 Þriðjudag 25. mars kl. 08:00-22:00 í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 á 1. hæð Miðvikudag 26. mars kl. 08:00-18:00 í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 á 1. hæð Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.