Dagur - Tíminn Akureyri - 22.03.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.03.1997, Blaðsíða 4
16- Laugardagur 22. mars 1997 Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 LEIKFÉLAGIÐ BÚKOLLA SÝNIR f UÓSVETNINGABÚÐ GAMANLEIKINN © s © 1 ’q eftir Rick Abbot í þýðinau Guðjóns Ólafssonar Leikstjóri: SKULI GAUTASON Föstud. 21. mars kl. 20.30 Sunnud. 23. mars kl. 14.00 Allra síðustu sýningar e> s © © MIÐAPANTANIR f SÍMA 464 3550 1 UÓSVETNINGAB. FYRIR SÝN. S: 464 3617 Freyvangs- leikhúsið Sýnum firna fyndinn gamanleik: „Meb vífib í lúkunum" eftir Ray Cooney Leikstjóri: Hákon Waage 11. sýning laugard. 22. mars kl. 20.30 12. sýning laugard. 22. mars kl. 23.30 Miðnætursýning 13. sýning miðvikud. 26. mars kl. 20.30 14. sýning fimmt'ud. 27. mars kl. 20.30 15. sýning laugard. 29. mars kl. 20.30 16. sýning mánud. 31. mars kl. 20.30 Miðapantanir í síma 463 1195 milli kl. 18 og 20. Á öðrum tímum er hægt að panta í gegnum símsvara. MENNING O G ^agur-'CEtmmn LISTIR Aðalleikkonurnar þrjár: Pheobe McEnery Beacham (t.v.), Mali Harries og Belinda Kelly. Vertíðarlífið með augum Breta Þrjár breskar stúlkur á vertíð á Suðureyri við Súgandafjörð eru aðalpersónur í leikriti sem leikhópur frá breska leiklistarskólanum Bristol Old Vic œtlar að sýna hér á landi um miðjan apríl. Leikstjórinn er íslendingur, sem er við leikstjóranám við skólann, en uppsetningin er útskriftarverkefni hans sem hefur undið upp á sig. Eitt af því sem ég þarf að gera til að útskrifast er að leikstýra klukkutíma leik- riti. Ég mundi eftir leikriti sem var sýnt heima á íslandi fyrir nokkrum árum undir nafninu „ísaðar gellur“, hafði samband við höfundinn og hann gaf mér leyfi til að nota það. Þar sem leikritið gerist á íslandi kom upp sú hugmynd að fara þang- að með allan hópinn og sýna verkið í fullri lengd,“ segir leik- stjórinn, Gunnar Sigurðsson. Þegar hugmyndin um íslands- för kom upp kannaði Gunnar möguleika á styrkjum frá ís- lenskum fyrirtækjum og við- brögðin urðu framar öllum von- um. Meðal þeirra fyrirtækja sem styrkja ferðina eru t.d. Lík- amsræktarstöðin World Class, Sælgætisgerðin Góa-Linda og Bílasalan Skeifan. Afleiðing þorska- stríðsins Leikritið heitir á ensku „Nort- hern Lights“ eða „Norðurljós" en höfundurinn er Frederick Harrison. Hann samdi verkið upphaflega fyrir leikhús í hafn- arborginni Hull. En hvað í ósköpunum fær breskt leikrita- skáld til að skrifa um vertíðar- lífið á íslandi? „Þegar þorskastríðið var í al- gleymingi og íslendingar færðu landhelgina út í 200 mílur skapaðist mikið atvinnuleysi í Hull. Þá fóru margar ungar stúlkur til íslands til að vinna í fiski og Harrison var fenginn til að skrifa leikrit sem átti að ijalla um það ástand sem skap- aðist í Hull á þessum tíma. Hann fór til íslands og dvaldi á Suðureyri við Súgandafjörð í þrjár vikur. Tók viðtöl við stelp- urnar sem þar voru að vinna og spurði af hverju þær væru þarna, hvað þær væru að gera o.s.frv. Síðan bjó hann til þrjár persónur úr þessum viðtölum," segir Gunnar. Bubbi syngur með Leikritið fjallar sem sagt um þrjár breskar farandverkakon- ur í vestfirsku sjávarplássi og af því tilefni fannst Gunnari við hæfi að fá ekki ómerkari tón- listarmann en Bubba Morteins til liðs við sig. „Bubbi hefur samið marga góða texta einmitt um farandverkafólk og hann passar því mjög vel inn í sýn- inguna. Hann syngur öll sín lög á íslensku en við tölum á ensku. Bubbi mun syngja lög eins og Aldrei fór ég suður, Stál og hnífur, ísbjarnarblús og fleiri góð lög. Annars er það mikið undir honum komið hvaða lög hann vill setja inn,“ segir Gunn- ar. Sýningarnar á íslandi verða í Þjóðleikhúskjallaranum og þar verður Bubbi uppi á sviði. í vor, þegar verkið verður sýnt í Bristol Old Vic leiklistarskólan- um, verður leikhópurinn hins- vegar að láta geisladiska nægja eins og á æfingunum. „Bubbi er biíinn að hljóma mikið hér und- anfarnar vikur,“ segir Gunnar. Vakið athygli í Bristol Þetta verkefni leikhópsins hefur vakið töluverða athygli í Bristol, ekki síst fyrir þær sakir að förin til íslands er algjörlega styrkt af íslenskum fyrirtækjum. „ísland hefur líka verið mikið í fréttum hér undanfarið,“ bætir Gunnar við og nefnir ferðaþætti í sjón- varpi, þátt um íslenska jeppa- menn, umfjöllun um eldgosið í Vatnajökli og Björk. „Nú á líka að fara að selja dagsferðir til ís- lands frá Bristol þannig að landið er mikið í umræðunni.“ Önnur ástæða fyrir þeirri at- hygli sem leikhópurinn hefur notið er sú að ein aðalleikkon- an, Pheobe McEnery Beacham, er dóttir tveggja þekktra leik- ara. Móðir hennar er Stephanie Beacham, sem m.a. lék á sínum tíma í bandaríska sjónvarps- þættinum Dynasti. Faðir henn- ar, Johne McEnery, er einkum þekktur sem Sheakspere leikari í London en hefur einnig leikið í kvikmyndum og verið tilnefnd- ur til óskarsverðlauna. Nýleg mynd sem hann lék í er t.d. mynd Sean Penn „When Satur- day Comes“. Leikhópurinn kemur til landsins í dag en heldur brátt til Tálknaíjarðar í tveggja vikna æfingabúðir. Auk Gunnars og aðalleikvennanna þriggja eru í hópnum tveir karlleikarar, hönnuður, sýningastjóri og að- stoðarsýningastjóri. Sú síðast- nefnda, Anna Pála Kristjáns- dóttir, er reyndar einnig íslensk og stundar nám í sýningastjórn við sama skóla og Gunnar. Sýn- ingar á leikritinu verða í Þjóð- leikhúskjallaranum 10.-13. apr- fl. AI Aftari röð frá vinstri: Barry Satchwell Smith, leikari, Gunnar Sigurðsson, leikstjóri, Anna Pála Kristjánsdóttir, aðstoðarsýningastjóri, og aðalleik- konurnar þrjár Belina, Mali og Pheobe. Fremri röð frá vinstri: Brad Fitt, sýningastjóri, Corrine Clark, hönnuður og Oded Feher, leikari.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.