Dagur - Tíminn Akureyri - 22.03.1997, Síða 14
26 - Laugardagur 18. janúar 1997
jPagur-^fatttnn
Bólur, bólur!
Nýlega var ég í bíó sem ekki er íJrásögur fœrandl
Við sœlgœtissöluna stóð við hlið mér ung stúlka,
16-17 ára gömul. Andlit hennar, þó sérstaklega
kinnarnar, voru alsettar graftarnöbbum, húðorm-
um og sárum eftir kýli sem voru grafin út.
Mig rak í rogastans því
þó áður fyrr hafi ekki
verið óalgengt að sjá
unglinga svo illa farna af bólu-
húð er minna um það í dag
þegar svo mörg úrræði eru til.
Mig dauðlangaði til að ávarpa
þessa myndarlegu ungu stúlku
og bjóða henni aðstoð mína
vegna þessa vandamáls.
Húðlæknar geta ráðið bót á
þessu með lyfjum og kremum.
Ávaxtasýra er notuð bæði af
húlæknum og snyrtifræðingum.
Snyrtivörufyrirtækin framleiða
mörg hver snyrtivörur sem
hjálpa til að vinna gegn afleið-
ingum of mikillar fitufram-
leiðslu húðarinnar.
En hvers vegna fá sumir ból-
ir en aðrir ekki? Svarið liggur
m.a. í erfðum. Ef foreldrar hafa
átt við bóluvandamál að stríða
er hugsanlegt að börnin erfl þá
eiginleika. Hormónastarfsemin
getur einnig valdið vissum teg-
undum af bóluhúð og getur pill-
an þá m.a. haft áhrif, reyndar
stundum til hins betra.
Erfitt að laga örin
Mikilvægt er að meðhöndla
húðina fljótt þegar bólurnar
fara að gera vart við sig því að
örin sem myndast fylgja manni
það sem eftir er. Aðeins er hægt
að draga úr örum með skröpun
eða sýrmeðferð hjá húðlæknum
en aldrei alveg ef örin eru djúp.
Ella Baché snyrtivörumerkið
framleiðir vörur sem hafa gefist
vel til að laga bóluhúð en með
þetta eins og annað gildir að
vera duglegur að hirða húðina
reglulega alveg eins og að
bursta tennur og hár.
Á hverju kvöldi þarf að
Förðunarskólinn
Ný námskeið
Helgamámskeið
fyrir einstaklinga og hópa í:
Húðgreiningu - húðhreinsun - plokkun
Leiðréttinga- og skyggingaförðun
Dag- og kvöldförðun - litaval
Kynntar verða helstu nýjungar í förðun frá París,
„tískan ’97“
6 vikna förðunamámskeið, grunnur I
hefst 15. apríl nk.
Iátgreining - ljósmyndaförðun
Leiðréttingaförðun - skyggingar
Tískusýningaförðun, tískan ’97 ofl.
Nemendur fá myndamöppu í lok námskeiðs.
Hárkolluleiga! Nýtt frá París
Gular, grænar, bláar, rauðar, hvitar,
alls konar litir og gerðir.
Förðunarskóliim á Akureyri
Innritun og upplýsingar milli kl. 17 og 19
í síma 462 6112 alla daga.
Nanna G. Yngvadóttir,
snyrti- og förðunarmeistari.
—..--.... ■■■■..........------------------ni
hreinsa húðina með exotic
hreinsimjóik, bera hana jafnt
og vel á allt andlitið og hálsinn
líka. Skola síðan hreinsimjólk-
ina vel af og er þá best að nota
hreinar hendurnar og rennandi
vatn. Bleyta síðan bómull í and-
litsvatni (Skin Tonic) og þurrka
vandlega yfir. Ef grefur í einni
og einni bólu skal bera með
eyrnapinna aðeins á bóluna
sjálfa Intex 2 maska en Intex 2
krem skal bera á allt andlitið og
láta vera á alla nóttina.
Um morguninn skal þurrka
vel yfir andlitið með andlits-
vatninu og bera á húðina olíu-
laust dagkrem sem heitir Moist-
urizer og Powder Base. Þetta
þarf að gera á hverjum degi.
Þolinmæði það
sem gildir
Tvisvar í viku, að lokinni
hreinsun með hreinsimjólk,
þarf að nota sérstakt krem eða
efni sem heitir Revitalissant
Concentré. Efnið er borið þunnt
á andlit og háls en sleppið
svæðinu næst augunum (skiljið
eftir svæði eins og stór gleraugu
myndu hylja).
Látið þorna og nuddið síðan
þar til kremið rúllast af eins og
strokleður. Ef húðin er sérstak-
lega viðkvæm, t.d. í kinnum, er
betra að þvo kremið af en rúlla
því af á höku, nefi og enni. Þvo-
ið síðan allt sem eftir verður
með vatni og þerrið andlitið.
Þar næst er Intex 2 maskinn
borinn á allt andlitið nema
augnsvæðið, hann látinn vera á
í 20 mínútur og þá þveginn af
með vatni. Intex 2 kremið borið
á og látið vera á yfir nóttina.
Þannig er hægt með þolin-
mæði, hreinlæti, réttum efnum
og hollum lifnaðarháttum að
halda þessu vandamáli í skefj-
um og fyrirbyggja að myndist
ör sem skemma húðina varan-
lega.
Inga Þyrí Kjartansdóttir,
snyrtifrœðingur.