Dagur - Tíminn Akureyri - 02.04.1997, Síða 2
2 - Miðvikudagur 2. apríl 1997
F R E T T I R
mmsem
Imiðrí skyggnusýningu
Markúsar Möllers, hag-
fræðings Seðlabankans, á
blaðamannafundi í gær,
varð rafmagnslaust í húsi
Rúgbrauðsgerðarinnar.
Málið sem fjallað var um á
fundinum voru skuldir og
vanskil fjölskyldnanna.
Fundarmenn voru fljótir að
finna ástæðu fyrir raf-
magnsleysinu: Skuldir og
vanskil ríkisins við Raf-
magnsveitu Reykjavíkur!
Sú saga gengur staf-
laust að Hörður Sigur-
gestsson, forstjóri Eim-
skips, sé eigandi að Vikar-
tindi ásamt öðrum. Önnur
saga segir að Hörður sé
leigjandi að skipinu. Hvor-
ug sagan mun hins vegar
eiga við rök að styðjast
heyrðum við eftir góðri
heimild í gær. Vikartindur
var í svonefndri tímaleigu
hjá Eimskip...
Einn vel lesinn í pottin-
um í Árbænum á
páskadag, þar var nefni-
lega opið, sagði okkur frá
því að Flugleiðir hefðu
auglýst ferðir frá New York
til Evrópuþorga fyrir 15-20
þúsund krónur - báðar
leiðir að sjálfsögðu. Petta
tilboð var háð 7 daga dvöl
minnst en mánaðar langri
mest, tvennt saman í ferð.
Mönnum þótti sem fyrr aö
tilþoðin til ríkra Ameríkana
séu rausnarleg, á sama
tíma og það kostar tvö-
þrefalt meira að fljúga
þennan spöl frá Keflavík til
Evrópu...
Iðja
Everest
Sairniingur líklega felldur
Undirtektir á kynn-
ingarfundum verið
daprar. Erfitt að
mæla með samningi
sem er lakari
en aðrir.
Forystumenn Iðju, lands-
sambands iðnverkafólks,
búast alveg eins við því að
kjarasamningur þeirra við at-
vinnurekendur verði felldur
miðað við þá gagnrýni sem
hann hefur fengið á kynningar-
fundum. Atkvæði í póstat-
kvæðagreiðslu um samninginn
verða talin nk. föstudag, 4. apr-
íl.
Garðar Vilhjálmsson, skrif-
stofustjóri Iðju, segir að á kynn-
ingarfundum um samninginn
hafl undirtektir félagsmanna
verið daprar, enda sé hann lak-
ari en þeir sem gerðir voru síð-
ar. Af þeim sökum kæmi það
ekki á óvart þótt meirihluti
þeirra sem greiða atkvæði muni
hafna honum. Aftur á móti hef-
ur iðnverkafólk ekki haft í
frammi neina teljandi gagnrýni
á þá samninga sem það hefur
haft til hliðsjónar í aðfinnslum
sínum á eigin samning.
Ef samningur Iðju verður
felldur verður líklega farið í
allsherjaratkvæðagreiðslu um
nýjan samning með þeim við-
bótum sem fengust í samning-
um VMSÍ við VSÍ. Þar vegur
einna þyngst að upphafshækk-
unin fer úr 4,2% í 4,7%, samn-
ingstíminn lengist fram í febrú-
ar árið 2000 og 70 þúsund
króna lágmarkslaunin verða
tryggð með sérstakri tryggingu.
Verði samningurinn hinsveg-
ar samþykktur er talið nægjan-
legt að samninganefndin sam-
þykki viðbótina eftir einn fund
með atvinnurekendum. Síðan
verður samningurinn póstlagð-
ur til félagsmanna.
-grh
Skíðamenn
Fengu rigningu og
rok í andlitið
Fimmmenningarnir, sem eru gangandi á skíðum þvert yfir landið, eru
komnir í Ingólfsskála norðan við Hofsjökul og áætla að koma á Þingvelli
eftir fjóra til fimm daga.
Fimmmenningarnir úr
Hjálparsveit skáta í
Garðabæ, sem fara
gangandi á skíðum þvert yfir
landið frá Fonti á Langanesi út
á Reykjanes, hafa haldið áætlun
og eru nú komnir í Ingólfsskála
fyrir norðan Hofsjökul og áttu
aðeins 35 km eftir að Hvera-
völlum síðdegis í gær. Ólafur
Jónsson leiðangursstjóri segir
að þau hafi verið heppin með
veður og ferðin hafi gengið
mjög vel.
„Við fengum reyndar suð-
vestanátt í tvo daga með átta
vindstig í fangið og rigningu
beint í andlitið en það var bara
til að herða mannskapinn.
Þetta var talsverð bleyta," sagði
hann þar sem hann hafði sam-
band við Dag-Tímann síðdegis í
gær og bætti við að þau hefðu
snætt páskalamb og drukkið
rauðvín um páskana. Þegar
rætt var við hann í gær var hins
vegar austanátt og léttskýjað.
Ferðalag fimmmenninganna
er rúmlega hálfnað og áætla
þeir að vera komnir á Þingvelli
eftir Ijóra til fimm daga. -GHS
Tvær krónur
á metrann
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði
hafa samþykkt að veita ís-
lendingunum sem klífa fjallið
Everest í Nepal tvær krónur í
styrk á hvern metra sem þeir
klífa, að þeirra eigin beiðni.
Komist mennirnir upp á topp
má búast við að styrkurinn
nemi um 18 þúsund krónum.
Fjallgöngumennirnir sendu
bæjarráði Ilafnarljarðar beiðni
um styrk og var þar um staðl-
aða styrkbeiðni að ræða. Sama
beiðnin var send til annarra
sveitarfélaga og fyrirtækja og
má því búast við að safnist þeg-
ar saman komi. -GHS
Elsti íslend-
ingurinn
látinn
Kristín Hallgrímsdóttir frá
Neðri Rauðalæk í Glæsibæj-
arhreppi lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri þann
29. mars síðastliðinn. Kristín,
sem var elsti íslendingurinn,
var á 105. aldursári en hún
fæddist 17. október árið 1892.
FRÉTTAVIÐTALIÐ
Akureyringar hætti rafhitun
Franz Árnason
frkvstjóri Hitaveitu Akureyrar
Gengið hefur verið frá samn-
ingum milli bœjarsjóðs Akur-
egrar fgrir hönd Hita- og vatn-
sveitu Akuregrar og Citi Bank
í London um skuldbregtingu á
lánl Það var upphaflega 32
milljónir dala en er í dag 25.
- Fjórða apríl nk. rennur lánsfrestur-
inn út. Stóð til að borga niður lánið á
þessum tíma?
„Nei, það stóð aldrei til og árangur-
inn nú er ásættanlegur að mínu mati.
Kostnaðurinn við lántökuna og umsjón
þess er lágur og þetta er sami lánveit-
andi og fyrr. Samningurinn er hag-
stæður í heild sinni.“
- Hér rœðir um lán með ríkis-
ábyrgð?
„Já og fulltrúi Seðlabanka og Ríkis-
ábyrgðarsjóðs kom að þessum samn-
ingi ásamt bæjarstjóra og fjármála-
stjóra Akureyrar, auk mín. Þess má
geta að lánið er í þremur gjaldmiðlum,
dollar, frönskum franka og þýsku
marki og svarar til þess að árið 2007
ætti það að nema 8-9 milljónum doll-
ara ef við getum staðið við allar af-
borganir. Við hefjum afborganir í mars
árið 2001 en að auki skuldar veitan
um 600 milljónir í jenum og annað
eins í ísl. krónum.“
- Hvað hefur raunverulega verið
greitt niður?
„ Það hefur saxast töluvert á skuld-
irnar sem eru nú í kringum þrír millj-
arðar. Þær lækkuðu töluvert í fyrra,
bæði greiddum við niður og auk þess
hefur gengi verið hagstætt."
- Stendur HA það fyrir þrifum hve
lítið af heitu vatni er á svœðinu?
„Það er varla hægt að segja það, en
kostnaðurinn en náttúrlega töluvert
meiri en t.d. þar sem það rennur nán-
ast sjálfkrafa upp úr jörðinni."
- Gjaldskráin er enn um helmingi
dýrari en t.d. í Reykjavík?
„Tæpur helmingur já. Hún hefur þó
lækkað í krónutölu og umtalsvert að
undanförnu miðað við byggingavísi-
tölu. Bærinn er hins vegar að stækka
og það má skjóta því inn í að ef þeir
Akureyringar sem rafhita hús sín
myndu snúa sér að hitaveitunni, skipti
það miklu máli. Við erum sennilega að
tala um 100-150 notendur þar. En lán-
in setja okkur vissulega skorður.“
- ESB samþykkti nýlega að veita
styrk til nýrra rannsókna. Hvar
stendur það mál?
„Við ásamt samstarfsaðilum okkar
fengum styrk sem nemur allt að 54
millj. ísl. króna til að leiða vatn frá Ak-
ureyri fram í Laugaland í Eyjafjarðar-
sveit og láta það síðan renna þar niður
í ónotaðar holur til að nýta hitann sem
er í berginu. Það er vatnið sem vantar
en ekki hitann. Við erum búnir að
leggja líklega u.þ.b. 10 km af þessu 12
km. röri og höfum pantað tölvubúnað
og annan stjórnbúnað sem tilheyrir
þessu. Stefnan er sú að byrja að dæla
niður 1. júlí og þar með ættum við að
fá einhverjar hugmyndir um hve mikið
vatn við getum sett niður, án þess að
lækka hitastigið, of hratt eða of mikið.
Frumniðurstöður ættu að liggja fyrir
um næstu áramót, en að öðru leyti
stendur tilraunin í 2 ár.“
- Einhver önnur svœði, þar sem
hœgt vœri að nýta sér þessa tœkni?
„Það er talið já, annars fengjum við
ekki þennan styrk. Dæmi hér heima
gæti verið Siglufjörður og jafnvel fleiri
staðir."
BÞ