Dagur - Tíminn Akureyri - 02.04.1997, Side 9

Dagur - Tíminn Akureyri - 02.04.1997, Side 9
JDagrar-®mmm Miðvikudagur 2. apríl 1997 - 9 Samúð og svikahrappar Matthías Kristiansen skrifar f.h. stjórnar FFMB Samúðin er öflug tilfinning. Hún kveikir með flestum þörf fyrir að bregðast við, láta gott af sér leiða og styrkja þá sem minna mega sín. íslend- ingar hafa löngum verið þjóð full samúðar með sínum minnstu systkinum og þeim sem standa í ströngu og skemmst er að minnast ótrú- legra upphæða sem safnast hafa saman vegna hörmunga hér á landi og erlendis. Fé má safna saman á ýmsa vegu, sum- ir efna til happdrætta eða bjóða fólki að hringja inn í tengslum við þætti í Jjölmiðlum, aðrir standa fyrir beinum peninga- söfnunum í kirkjum eða annars staðar þar sem fólk kemur saman. Enn aðrir standa í stór- verslunum eða á torgum úti og kalla fólk til aðstoðar. Og fólk gefur. Peningarnir komast til skila með ýmsum hætti og yfirleitt að mestu leyti en eitthvað verður stundum eftir hjá þeim sem safna í formi sölulauna, t.d. þegar merki eru seld, og stund- um kemur fyrir að fólk treystir sér ekki til að standa við stóru orðin þegar að greiðsludegi kemur. En með nýrri tækni koma fram nýjar aðferðir - og nýir svikahrappar. Símasvik Símasala af öllu tagi hefur tröllriðið samfélaginu nú um margra ára skeið og er þar fal- boðið allt mögulegt. Kveður svo rammt að þessu að margir segja umsvifalaust nei við þannig tilboðum og leggja strax á en aðrir hlusta og kaupa jafn- vel. Og hvaða leið hafa hinir óprúttnu þá til þess að svíkjast aftan að fólki? Jú, þeir þykjast vera að selja einhvern varning tii styrktar góðu málefni. í vor knúði dyra hjá For- eldrafélagi misþroska barna Magnús nokkur Karlsson. Hann kom þokkalega vel fyrir og tengdist félaginu í gegnum skyldleika. Sagðist hann vera að heíja rekstur símasölufyrir- tækis og hafði ákveðið að bjóða Foreldrafélagi misþroska barna 10% ágóða af hverju seldu hljómdiskseintaki í söluherferð, gegn því að félagið veitti honum leyfi til að segjast vera að selja til styrktar því, enda átti þetta að vera félaginu að kostnaðar- lausu. Eiginkona hans var skráð fyrir fyrirtækinu. Eftir nokkra íhugun ákvað félagið að taka þessu kostaboði enda áform um aukna starf- semi á prjónunum. Gerður var við hann skrifiegur samningur. Hófst nú söluherferðin og bár- ust fréttir frá Magnúsi um góð- ar undirtektir og mikla sölu. Hann kvaðst þó vera að fjár- festa fyrir gróðann um sinn en að okkur kæmi síðari hluta sumars. Segir fátt af einum í september féll svo bomban. Undirritaður var kallaður á fund þeirra Sigurðar P. Guðjón- sonar og Baldurs Sigurðarsonar og sagt að fyrirtækið Viktor væri komið á hausinn, engir peningar til en jafnvel stæði til að reyna samt að greiða eitt- hvað af fénu, þótt síðar yrði. Þeirra nýja fyrirtæki, Ofur og/eða Marknet, hefði yfirtekið reksturinn til að bjarga því sem bjargað yrði. Okkur var lofað föstum greiðslum með haustinu og fram eftir vetri en aldrei sá- ust peningar. Eftir mikið vesen fram og tilbaka voru loks 100.000 kr. greiddar inn á reikninginn í desember en meiru lofað á nýju ári. Ekki var þó tekið fram á hvaða ári (!) og þrátt fyrir margar tilraunir hef- ur ekki fengist króna til viðbót- ar út úr þeim kumpánum. Reyndar hafa þeir þrátt fyrir fögur orð aldrei síðan í septem- ber haft samband við okkur að fyrra bragði og nú er svo komið að búið er að loka hjá þeim öll- um símum og þeir finnast ekki þegar þetta er skrifað í dymbil- viku. Við nánari eftirgrennslan hefur reyndar einnig komið í Ijós að í kjölfari nefnds Magn- úsar eru svik, prettir og ólögleg starfsemi reglan, ekki undan- tekningin. Það sem safnað var í okkar nafni lenti líklega í rass- vösum glæpahunda sem njóta þess að pretta, snýta fólki eins og þeir kalla það sjálfir. Og samt halda þeir áfram að þykj- ast vera að styrkja góðgerðafé- lög sem að öllum líkindum eiga ekki eftir að sjá nema brot af því sem þeim er ætlað. Eða hvað varð urn milljónirnar sjö og hlut foreldrafélagsins af þeim? Þess má einnig geta að margt af símasölufólkinu sem seldi fyrir prósentur hefur held- ur ekki fengið laun sín greidd nema með höppum og glöpp- um. Afsökunarbeiðni og áskorun Foreldrafélag misþroska barna biður alla kaupendur hljóm- diska og snælda af fyrirtækinu Viktor ehf og Magnúsi Karlssyni innilega afsökunar á því að hafa tekið, að vísu óafvitandi, þátt í þessum blekkingavef, ekki síst þá sem voru nógu vak- andi til að gruna að ekki væri allt með felldu og hringdu í okkur. Við vonumst einnig til þess að fólk njóti eigi að síður tónlistar margra af bestu tón- listarmanna landsins. Að lokum vill undirritaður skora á alla íslendinga að kaupa aldrei neitt sem selt er um síma í nafni góðgerða- eða styrktarfélaga. Því miður eru miklar líkur á að féð lendi í höndum svikahrappa og lodd- ara sem hafa bestu hvatir með- borgara sinna að féþúfu. Ef þið viljið kaupa eitthvað, farið þá út í búð því þar fæst hluturinn ör- ugglega og oft ódýrari en í símatilboðinu. Ef þið viljið gefa fé, leggið það beint inn á bankareikninga viðkomandi samtaka næst þegar þið eigið erindi í bankann ykkar, þá er öruggt að peningarnir rata rétta leið. Við höfum að minnsta kosti lært eina lexíu, við látum ekki sama hundinn bíta okkur tvisvar. Brú yfir Kleppsvíkina forgangsverkefni SFriðrik Hansen Guðmundsson Nýtt aðalskipulag Borgarstjórinn í Reykjavík kynnti íbúum Grafarvogs nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavíkur- borg sem gilda á næstu 15 árin eða til ársins 2013. Þær helstu breytingar sem á skipulaginu hafa verið gerðar varða íbúa Grafarvogs nokkuð. Jafnframt hefur komið fram nokkur gagn- rýni á þessar breytingar á skipulaginu. Einkum vegna þess að þar er breytt út frá áð- ur gildandi skipulagi, er gerði ráð fyrir að á Geldinganesi yrði íbúðarbyggð. í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir er gert ráð fyrir að þar geti hvort heldur risið íbúðarbyggð eða iðnaðar- hverfi. Þá var í eldra skipulagi gert ráð fyrir að í Eiðsvíkinni yrði byggð upp hafnaraðstaða, en svæðið umhverfis höfnina hefur samkvæmt þessum nýju tillögum verið stækkað umtals- vert. Það hlýtur að vera eðlilegt að sitt sýnist hverjum um slíka breytingu. Við sem búum hér í Grafarvogi hljótum að þurfa að skoða hug okkar til þessara skipulagsbreytinga, og hvaða áhrifa sem þær kunna að hafa. Einn af þeim þáttum sem upp koma, þegar rædd er frek- ari uppbygging í Grafarvogi, eru vegtengingar inn í hverfið. Stöðug og góð uppbygging í hverfinu á undanförnum árum er farin að segja til sín á götun- um. Á mestu annatimum mynd- ast langar biðraðir bfla að fara út úr hverfinu, oft hundruð metra langar, ef ekki kflómetra. í dag búa tæplega 13 þúsund manns í hverfinu og er gert ráð fyrir að íbúafjöldinn verði orð- inn um 20 þúsund eftir 5 til 6 ár, ef miðað er við að hverfin sem nú eru í byggingu verði að fullu byggð. Það er því ljóst að núverandi vegtengingar sem þegar anna varla þeirri umferð sem er á götum hverfisins í dag, munu ekki geta annað hverfinu þegar í það eru flutt um 20 þúsund manns sem mun þýða 50% aukningu bfla og um- ferðar í hverfinu á þessu tfma- bili. Brú yfir Kleppsvíkina í dag eru tvær vegtengingar inn í hverfið, önnur er um Gullin- brú og hin er um Víkurveg. Báðar þessar götur hafa eina akrein í hvora átt, þannig að alls liggja tvær akreinar út úr hverfinu og tvær inn í hverfið. Þegar eitthvað er að veðri, þá er Víkurvegurinn fyrsta gatan x Reykjavík sem lokast og er þá ein vegtenging opin inn í Graf- arvoginn og er hún um Gullin- brúna. Eins og flestir þekkja þá er allnokkur brekka niður að Gullinbrúnni og þegar veður eru með versta móti, þá kemur það fyrir að bflar sitja fastir í brekkunni. Þetta vandamál er orðið enn alvarlegra eftir að sett voru upp umferðarljós í brekkunni miðri, og bflarnir sem stoppa á ljósunum ná ekki að taka af stað aftur. Umferðarmálin í Grafavogi þarf að leysa á næstu 2 til 4 ár- um og þau verða ekki leyst Það er því eðlilegt að kröfur íbúa hverfisins verði háværari en ella, að þessi umferðarmál verði leyst, þegar fyrir liggur nýtt aðalskipulag sem gerir ráð fyrir auknum umsvifum í hverfinu. nema með því að ný vegtenging komi til inn í hverfið, þ.e. að farið verði í gang með fyrsta áfanga Sundabrautar og brú verði byggð úr Hamrahverfinu yfir Kloppsvíkina sem tengist inn á Sæbrautina. Það er því eðlilegt að kröfur íbúa hverfis- ins verði háværari en ella, að þessi umferðai-mál verði leyst, þegar fyrir liggur nýtt aðal- skipulag sem gerir ráð fyrir auknum umsvifum í hverfinu. Það þarf að koma því skýrt til skila til ráðamanna að áframhaldandi uppbygging í Grafarvogi kallar á þessa teng- ingu inn í hverfið. íbúarnir í Grafarvogi þurfa að standa fast saman um það, að ekki verði hafist handa um uppbyggingu á Geldinganesi, hvort heldur þar verður um að ræða íbúðabyggð eða athafnasvæði, né heldur hafist handa við byggingu hafn- ar, nema samhliða verði byggð brú yfir Kleppsvíkina. Knýjum á Þau svör sem borgarstjóri kom með við spurningunni hvenær hafnar yrðu framkvæmdir við fyrsta áfanga Sundabrautar, þ.e. að byggja brú úr Hamra- hverfi yfir í Kleppsvíkina, þá upplýsti borgarstjóri að það yrði fyrst eftir 5 til 6 ár. Jafn- framt upplýsti borgarstjóri að hér væri um að ræða þjóðveg í þéttbýli sem þýðir að þessi framkvæmd öll verður á hönd- um ríkisins og það eru fjár- málaráðherra og ráðherra samgöngumála sem hafa með þetta mál að gera. í þessu máli eins og mörgum öðrurn þá bendir hver á annan og ekkert gerist. Stórverkefni eins og brú yfir Kleppsvíkina sem sett er á áætl- un, ekki á næsta kjörtímabili heldur því þarnæsta, það er verkefni sem ekki er ofarlega á forgangslistanum. Búast má við að slíkt verkefni verði látið víkja fyrir öðrum, þegar þar að kemur og þvf ýtt aftur um enn ein 5 til 6 árin. Það mun taka nokkurn tíma að undirbúa framkvæmd sem þessa og því er mikilvægt að koma brúnni inn á vegaáætlun þannig að hönnun brúarinnar geti farið af stað sem allra fyrst. Það má íbúum Grafarvogs vera ljóst að ef við ekki knýjum á um þessa framkvæmd og fylgjum málinu vel eftir þá mun ekkert gerast. Það hlýtur að vera markmiðið að hafist verði handa við brúarsmíðina á næsta kjörtímabili, eftir 2 til 3 ár og hönnun hennar heQist fyrir alvöru í ár eða í síðasta lagi á næsta ári 1998. Fram- kvæmdir gætu síðan hafist 1999 eða árið 2000. Það virðist vera ljóst að ef við íbúar Grafarvogs tökum ekki til okkar ráða þá munum við eftir örfá ár búa við að um- ferðarþunginn hefur aukist um 50% frá því sem nú er og við verðum með óbreytt samgöngu- kerfi inn og út úr hverfinu. Allt stefnir í það að ekki verði farið að huga að framkvæmdum fyrr en allt er komið í óefni og þá verði hugsanlega farið að gera eitthvað. Þá mun það taka þessi 3 til 4 ár að undirbúa fram- kvæmdir og byggja brúna og þá munu íbúar Grafavogs þurfa að búa við óviðunandi ástand í umferðarmálum árum saman. Höfundur erformaður fbúasamtaka Grafarvogs.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.