Dagur - Tíminn Akureyri - 02.04.1997, Blaðsíða 2
14 - Miðvikudagur 2. apríl 1997
Jlagur-®mrötn
LIFIÐ I LANDINU
STEFÁN JÓN
HAFSTEIN
SKRIFAR
Það er auðvitað sérstök
stemmning að vakna
snemma á morgni föstu-
dagsins langa og spóla mynd-
bandinu tilbaka meðan kaffi-
kannan suðar; neitaði mér um
að hlusta á Rás 2 í beinni á
skírdagskvöld til að horfa á
sjónvarpið síðar: KA-Hauka.
Hélt að helvítis textavarpið væri
að ljúga: íþróttaauki klukkan
01.50! Má ég minna á að sjálf
lýðveldishátíðin varð að hörfa í
sjónvarpinu fyrir opnunarleik
heimsmeistaramótsins í fótbolta
- var engan veginn hægt að
skjóta inn 15 mínútna úrslita-
handbolta fyrr í dagskrá skír-
dags? Fyrirgefið, aðfaranótt
föstudagsins langa!
Sem sagt - þarna var maður
að skríða smám saman upp úr
flensu, kvefpest, hita og bein-
verkjum þegar morgunkornið
var komið út á diskinn, köttur-
inn undrandi á þessu sjón-
varpsstússi í býtið á frídegi og
kafíið rjúkandi þegar ég sé að
númer 17 í gulu peysunni er
kominn í hraðaupphlaup!
Gamlir tímar, glory days! Al-
freð negldi í slána og nú hafði
maður á tilfinningunni að
páskahelgin yrði nokkuð góð
boltahelgi.
Við vorum að skralla saman,
ég og séra Pálmi á miðviku-
dagskvöld (meira skrall á mér
en honum) og leist hæfilega á
handboltablikuna. Minnugur
þess velti maður fyrir sér hvort
páskahátíðin yrði upprisuhátíð
þeirra gulu eða... útförin aug-
lýst þá og þegar. Arnar Björns-
son fór að tala um að hann
hefði ekki séð Guðmund Arnar
verja betur í allan vetur en í
þessum leik, takk Arnar, bara
15 spennandi mínútur eftir og
þú búinn að kjafta frá úrslitun-
um! Allir vita að markmenn
vinna (og tapa) leikjum nú til
dags.
Akureyringarnir sýndu fi'na
takta, fljótari og graðari en oft-
ast áður, nema Dúranóna eins
og hann væri með snjóþyngsla-
vetur á sínum breiðu herðum
eða væri að klofa skafla á sín-
um skóm númer 57; ekki
páskaungalegur á vappi. Ilauk-
arnir eru náttúrulega með hel-
víti gott lið, því neitar enginn
nema þessir 1700 sem voru í
KA-heimilinu; Gústaf Bjarna
hreinasti fítonlínumaður, Bjarni
Frosta stabíll og Daninn líka.
Samt var eins og Akureyring-
arnir í Haukum væru bestir -
Róbert til dæmis. Skrítinn þessi
hálfatvinnubolti nú til dags: KA
kaupir Kúbumann og Rússa en
3-4 Þórsarar fara í Hafnar-
fjarðarstrætó til að spila bolta.
Úr því að Guðmundur var að
verja gat þetta ekki klikkað,
ekki með bolvindur Ziza á rétt-
um stöðum og númer 17 muldi
grjót með jöxlunum út í gegn-
um framlenginguna og allt
fram í fingurgóma Dúranóna;
hvers vegna eða hverrtig hann
hrökk í gang veit ég ekki, ein-
hver verður að finna patentið.
Meira síðar um dag-
inn...
Nú viðurkenni ég að hafa ekki
lyft augnloki í allan vetur til að
spá í Framliðið, svo föstudagur-
inn langi var ágætis upplifun.
Guðmundur Guðmundsson er
greinilega að gera fína hluti
með þessa stráka, og þeir áttu
skilið að fara jafn langt og þeir
fóru... en ekki lengra. Einar
Þorvarðar er með betra lið
(Aftureldingu, þið sem ekki vitið
það) og eins marks sigur eftir
framlengingu var nauðsynlegur
í nafni réttlætisins. Báðir þjálf-
ararir eru greinilega fagmenn:
Guðmundur og Einar samtals
með eitthvað nærri þúsund
landsleiki og mátti vel sjá að
þeir voru að kreista það besta
út úr sínum mönnum. Sérstak-
lega Guðmundur. Hver einasti
handboltaunnandi hlýtur að
taka ofan fyrir Framstrákun-
um. Ilefðu þeir unnið ef Daði
hefði ekki rekið hausinn í
framhandlegg einhvers þarna í
varnarmúrnum? Virkilega
spennandi strákur. Reynir í
markinu er ekki orðinn góður
markmaður þótt hann geti
mögulega orðið það og þarf að
fá krefjandi séræfingar til að
verða verðugur arftaki Guð-
mundar og Bergsveins á al-
þjóðamótum.
Mosfellingar...
Ég hélt að Bjarki væri eini mað-
urinn í Aftureldingu, svona við
hliðina á Einari Gunnari og
með Bergsvein í markinu, en
Páll Þórólfsson getur verið
ánægður - fínn skemmtikraftur.
Annars veit maður ekki hvað
er að verða um íslenskan bolta,
það er rétt hjá Alfreð (í Dags-
Tímaviðtali) að þetta eru hálf-
gerðir kókópöffsstrákar í vext-
inum. Fljótir og leiknir, en Guð
forði þeim frá að spila við lýsi
og mjöl í heimshornabolta. Er-
um við kannski að færa okkur
yfir í danskan bolta? Lille og
söd, men hurtig? Við eigum
enga unga risa sem skjóta út
gafla í íþróttahúsum þegar þeir
brenna af.
Laugardagur...
Einar Kára var þegjandi hás
eftir að hafa öskrað áfram
Fram daginn áður - ánægður
með sitt lið - ég ennþá með
flensuna og hás útaf henni og
mitt lið „á brattann að sækja“ -
kettinum leist ekki á blikuna
þegar öskrin byrjuðu inni í
stofu annan daginn í röð... en
það fór vel af stað. Ó, Jón
Freyr! Hvað dreymdi þig að-
faranótt páskadags? Hauka-
hornamaðurinn sem greip ekki
þegar íjórar sekúndur voru til
loka - en er vorkunn. Boltinn
sem kom ekki góður og Dúra-
nóna á fleygiferð í átt til hans
sem reyndi að krafla sig í loka-
færi til að jafna. KA-menn áttu
skilið að vinna en hefðu vel get-
að tapað. „Vendipunktarnir"
voru svo margir að ekki er
hægt að tala um neinn slíkan,
og þó. Ég held að þegar Jó-
hann Gunnar náði að krafla sig
í gegnum leikmann Hauka sem
VAR MEÐ BOLTANN og komst
samt í hraðaupphlaup þegar 3
mörk voru í mínus, hljóp og Iét
hrekjast í senn inn í teig undan
ofurþrýstingi og náði samt að
snúa tuðrunni framhjá Bjarna
Frosta og inn, hafi verið
VENDIPUNTKURINN. KA komst
aftur inn í leikinn - sálrænt -
eftir að hafa verið með gjör-
unnið taugastríð í 45 mínútur,
og tapað þar á eftir. Kaílinn á
undan þessu kraftaverki Jó-
hanns var 9-2 Haukum í vil og
„heilladísirnar" búnar að
skarta sínu rauðasta nógu
lengi til að breyta íjögurra
marka forskoti norðanmanna í
tap - næstum tap.
Auðvitað voru fleiri punktar
þessar mínútur: Gústaf má
naga sig upp í kviku fyrir að
hafa látið Guðmund verja hjá
sér - einn frír fyrir opnu marki.
Og Guðmundur... sá átti skilið
að fá páskaegg frá Alfreð eins
og Siggi Sveins sagði.
100% sirkus
Leikirnir voru allir hvílíkt dúnd-
ur að ekki er hægt að biðja um
meira, en liðin geta öll haft smá
bakþanka. Nema kannski
Fram, sem gerði meira og bet-
ur en nokkur trúði. Afturelding
einhvern veginn ekki meistara-
efni ef menn kunna ekki að
jarða andstæðinginn við svona
kringumstæður, keyra þétt út í
gegn á fullum styrk. Haukarnir
hefðu vel getað sigrað á mót-
inu með þetta lið - áttu að
klára KA eftir allt bramboltið.
Það er eins og þessi lið hafi
ekki fúnkerandi heila þegar sig-
urinn er í höfn og bara af-
greiðsla eftir. Þjálfararnir, Siggi
Gunn. og Einar Þ. eiga auðvitað
að kunna svona úrvinnslu, en
þegar verkinu er ekki skilað
inni á velli er þeim vorkunn.
Alfreð var í þeirri stöðu að
vera inná og geta miðlað 179
landsleikja reynslu beint út í
spilið; krítísku lokaátökin í
svona leikjum vinnast á hugs-
un - ekki hasar. Útfærslan á
vörn KA, 4 gegn 6, síðustu 30
sekúndurnar, var nákvæmlega
eins og á að gera og enginn
kjúklingur getur fundið hjá
sjálfum sér. Þegar allt annað er
jafnt sigrar sá sem hugsar. Og
jafnvel þó á halli.
Staðreyndin er sú að öll
þessi lið eru búin að sýna að
þau eru ekki nógu góð. Það sem
okkur finnst skemmtilegt og
spennandi - sveiflurnar og
tækifærin á báða bóga - er ein-
faldlega veikleikamerki á lið-
unum. Klúður á klúður ofan
með gjörunna stöðu er nokkuð
sem góð - GÓÐ - lið láta ekki
gerast.
Lærisveinar Bogdans
Þjálfarar liðanna fjögurra sem
skemmtu um páskahelgina eru
allir lærisveinar Bogdans: Al-
freð, Guðmundur, Einar og