Dagur - Tíminn Akureyri - 02.04.1997, Qupperneq 6
18 - Miðvikudagur 2. apríl 1997
íkgur-ÍEímmtt
MENNING OG LISTIR
Alaugardaginn var voru
50 ár liðin frá upphafí
síðasta stóra Heklugoss-
ins sem stóð í rúmt ár. Af því
tilefni og því að 70 ár eru liðin
frá því að þéttbýli tók að mynd-
ast á Ifellu á Rangárvöllum var
blaðamönnum boðið í leiðangur
á Heklutind.
Hekia, drottning eldijall-
anna, hefur verið sveipuð dulúð
í gegnum aldirnar og menn fyrr
á öldum voru þess fullvissir að
þar væri að finna innganginn,
að helvíti. Erlendir ferðasögu-
ritarar gumuðu ósjaldan af því
að hafa gengið á Heklu og séð
þar kynjaverur og illa anda á
sveimi og þessum ósköpum öll-
um fyigdu vægast sagt dularfuil
hljóð. Á galdraöld fengu þessar
sögur byr undir báða vængi þar
sem menn sáu djöfla og púka á
uðu síðan ítarlega um þessa
ferð sína í ferðabók sinni. Á leið
blaðamanna urðu þó engar
slíkar verur, raunar voru blaða-
menn, hreppsnefnd Rangár-
vallahrepps og afmælisnefndin,
auk félaga Flugbjörgunarsvcit-
arinnar á Hellu þeir einu sem
röskuðu ró drottningarinnar
þennan dag. Til fararinnar voru
notuð nýtísku farartæki í eigu
Flugbjörgunarsveitarinnar og
sáu meðlimir hennar um að
koma leiðangursmönnum á
toppinn með hjálp snjóbfls og
ljögurra vélsleða. Heklutindur
er talinn vera í um 1490 metra
hæð yfir sjávarmáli og í góðu
skyggni er víðsýnt til allra átta.
Ferðalangar sl. sunnudag voru
svo heppnir að ekki var mistur
yfir toppnum eins og oft er
þannig að aðstæður voru hinar
bestu. Tvennt vekur furðu
þeirra sem á tindinn koma.
Nánast auð jörð er efst á toppn-
um og hiti er mikill í gjóskunni.
Útsjónarsamir leiðangursstjór-
ar grófu samlokur í jörðina og
viti menn eftir skamma stund
voru samlokurnar heitar eins
og úr besta örbylgjuofni.
Eldgosið 1947 hófst 29. mars
kl. 6.40 með miklu gosi og síð-
an rifnaði jörðin í tvennt í mikl-
um jarðskjálfta. Þá myndaðist 4
kflómetra löng sprunga eftir
fjallshryggnum endilöngum.
Gjóska úr gosinu barst alla leið
til Finnlands og drunur í Ijall-
inu heyrðust vestur í Bolungar-
vík og norður í Grímsey. Gríðar-
legt gjóskumagn fylgdi gosinu.
Það tók enda 13 mánuðum síð-
ar eða í aprfl 1948.
Dagskrá afmælisárs Hellu
var kynnt á Heklutindi. llún
hófst laugardaginn 29. mars
með leiksýningu og tónleikum
og verða ýmsar menningar-
uppákomur á dagskrá fram á
sumar og vegleg þjóðhátíðar-
dagská 17. júní. í sumar verður
sýnd kvikmynd frá gosinu 1947
og einnig verður útilistarsýning
sett upp við Heklurætur. í sum-
ar er einnig ætlunin að setja
upp sýningu á framleiðslu fyrir-
tækja á Hellu og ýmsum verk-
um eftir heimamenn. Unnið er
að gerð afmælisrits sem rekur
sögu þéttbýlisins og sögu skól-
anna í sveitarfélaginu.
Hólrnfríður Pórisdóttir,
Selfossi.
ÞJÓDLEIKHÚSID
Stóra sviðið kl. 20.00
VILLIONDIN
eftir Henrik Ibsen
Laugard. 5. apríl.
Örfá sæti laus.
Laugard. 12. apríl.
KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI
eftir Tennessee Wiliams
5. sýn. föstud. 4. apríl.
Uppselt.
6. sýn. sunnud. 6. apríl
Uppselt.
7. sýn. fimmtud. 10. apríl
Uppselt.
8. sýn. sunnud. 13. apríl
Uppselt.
9. sýn. miðvikud. 16. apríl
ÞREK OG TAR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Aukasýning
á morgun, fimmtud. 3. apríl.
LITLI KLAUS OG
STÓRI KLÁUS
eftir H.C. Andersen
Sunnud. 6. apríl kl. 14.00.
Sunnud. 13. apríl kl. 14.00
Smíðaverkstæðið kl. 20.30
LEITT HÚN SKYLDI
VERA SKÆKJA
eftir John Ford
Laugard. 5. apríl kl. 15.00
Laugard. 12. apríl kl. 20.30
Sunnud. 20. apríl kl. 20.30
föstud. 25. apríl kl. 20.30
Athygli er vakin á að sýningin
er ekki við hæfi barna.
Ekki er hægt að hleypa gestum inn
í salinn eftlr að sýning hefst.
Miðasalan er opin mánudaga
og þriðjudaga kl. 13-18, frá
miðvikudegi til sunnudags kl.
13-20 og til 20.30 þegar sýn-
ingar eru á þeim tíma. Einnig
er tekið á móti símapöntunum
frá kl. 10 virka daga.
hverju strái og kynjamyndir í
hrauninu hafa sjálfsagt ýtt und-
ir ímyndunaraílið.
Eggert Ólafsson og Bjarni
Pálsson þóttu hafa unnið mikið
afrek er þeir gengu fyrstir
manna á ijallið 1750 en mann
þann er var þeim til fylgdar,
sem var liklega heimamaður,
skorti kjark að fara á toppinn
og bar við höfuðverk. Þeir skrif-
Freyvangs-
leikhúsið
Sýnum firna
fyndinn gamanleik:
„Meb vífib
í lúkunum"
eftir Ray Cooney
Leikstjóri: Hákon Waage
17. sýning fimmtud.
3. apríl kl. 20.30
18. sýning föstud.
4. apríl kl. 20.30
19. sýning laugard.
5. apríl kl. 20.30
Nœstsíðasta sýningarhelgi.
Mibapantanir í síma
463 1195 milli kl. 18og20.
Á öðrum tímum er hægt at)
panta í gegnum símsvara.