Dagur - Tíminn Akureyri - 03.04.1997, Page 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 03.04.1997, Page 1
|Bagur-®mtmt íjfc r\ ^ / VÍKUR y BtAÐIÐ Miðvikudagur 3. apríl 1997 - 19. árgangur -12. tölublað Borgarhólsskóli Sjúkrahús Þingeyonga Óvenju margir kennarar á förum Borgarhólsskóli auglýsir um þessar mundir lausar óvenju margar kennara- stöður við skólann. En hingað til hefur skólanum yíirleitt haldist mjög vel á starfsliði. Tveir kennarar hætta alfarið störfum við skólann í vor og nokkir eru að fara í orlof og ársleyfi, launuð eða ólaunuð. Að sögn Halldórs Valdimars- sonar skólastjóra, er hreyíing á kennaraliði nú með mesta móti. Hann taldi ástæðuna m.a. nei- kvæða umræðu um störf kenn- ara og kjörin hefðu eins og áð- ur mikil áhrif, ekki síst þegar þensla væri í atvinnulííi á land- inu og kennarar hefðu því ijöl- breyttari möguleika á að kom- ast í betur launuð störf. Þegar hafa kennarar haft samband við skólann vegna auglýsinga um lausar stöður, en fyrsti umsóknarfrestur rennur út 10. apríl n.k. js Húsavík Kardemoin m u - bærinn frum- sýndur á laugardag Kvenfélagskonurnar Jónasína, Jóhanna og Kristbjörg afhenda ráðherra undirskriftalistana fyrir framan Heilsu gæslustöðina. 1200 Þingeyingar mótmæla niðurskurði Hið sívinsæla og, a.m.k. á íslandi, klassíska leikverk Torbjörns Egn- ers, Kardimommubærinn, verður frumsýnt í Samkomu- húsinu á Húsavík n.k. laugar- dag kl. 15.00. Sigurður Hallmarsson leikstýrir verk- inu sem er samstarfsverkefni Leikfélags Húsavíkur og Pýra- musar og Þispu, leiklúbbs Fr amhaldsskólans. Um 30 manns á öllum aldri koma fram í leikritinu en alls starfa um 50 manns við upp- setninguna. f helstu hlutverk- um eru: Anna Ragnarsdóttir leikur Soffíu frænku, ræningj- ana Kasper, Jesper og Jónat- an leika þeir Kristján Hall- dórsson, Valgeir Sigurðsson og Hjálmar Bogi Hafliðason, Bastían bæjarfógeta leikur Svavar Jónsson og Þorkell Björnsson fer með hlutverk Tóbíasar í turninum. Tónlistarstjóri er Aton Fo- urnier og stjórnar hljómsveit sem hefur stóru hlutverki að gegna í sýningunni. js S.l. laugardag voru Guð- mundi Bjarnasyni ráð- herra og 1. þingmanni Norðurlandskjördæmis eystra, afhentir undirskriftalistar með nöfnum 1143 Þingeyinga þar sem mótmælt var þeim áætlun- um ríkisstjórnarinnar að rýra ijárveitingar til Sjúkrahúss Þingeyinga frekar en orðið er. í haus undirskriftarlistans stóð ennfremur: „Ef heldur sem horfir, verður óhjákvæmilegt að draga svo úr „Ef heldur sem horfir, verður óhjá- kvæmilegt að draga svo úr þjónustu á Sjúkrahúsinu að til vandræða horfir fyrir sjúka, aldraða og verðandi mæður.“ þjónustu á Sjúkrahúsinu að til vandræða horfir fyrir sjúka, aldraða og verðandi mæður. Má þá segja að við séum ver sett hér en fyrir 30-40 árum. Þess- um niðurstöðum unum við ekki, enda hætt við að þær stuðli að fólksflótta frá Húsavík og úr ná- grannabyggðum.“ Það voru konur í Kvenfélagi Húsavíkur sem höfðu frum- kvæði að þessari könnun á við- horfum Þingeyinga til niður- skurðar á Sjúkrahúsinu. Og kvenfélagskonurnar Jónasína Skarphéðinsdóttir, Kristbjörg Jónasdóttir og Jóhanna Aðal- steinsdóttir afhentu ráðherra undirskriftarlistana. Guðmund- ur Bjarnason tók við skjölunum og lofaði að koma þeim í hend- ur ríkisstjórnarinnar og þing- manna kjördæmisins. Og lét þess um leið getið að hann tæki undir þau sjónarmið að ef breytingar sem gerðar væru í sparnaðarskyni hefðu í reynd einungis í för með sér tilfærslu á kostnaði eða jafnvel aukinn kostnað, þá væri erfitt að rétt- læta slíkt. js Innbrot um páskana Brúna máln- ingin blekkti Innbrot eru sem betur fer fá- tíð á Húsavík en eitt slíkt var þó framið í bænum um páskana. Brotist var inn í Borg- arhúsið, hleri fjarlægður úr glugga og rúða brotin í þessu framtíðar stjórnsýsluhúsi bæj- arins. Kaupfélag Þingeyinga geymdi þarna lager, m.a. úr KÞ Miðbæ, en einnig málningu, tölvur oíl. Af ummerkjum að dæma voru þarna aungvir stórglæpa- menn á ferð því engar grip- deildir voru framdar og ekkert skemmt. Þó brá mönnum sem komu á staðinn nokkuð í brún er þeir komu á klósettið, en þar var dálítið útbíjað í brúnum lit og klósettpappír með ókræsi- legum brúnum slettum um allt. Virtist við fyrstu sýn að hús- brotsmönnum hefði orðið hast- arlega bumbult og hin brýna þörf hreinlega knúið þá til inn- brotsins til að komast á salerni. En svo reyndist ekki vera held- ur kom í ljós að þeir höfðu eitt- hvað farið að sulla í brúnni málningu á staðnum og síðan reynt að þrífa sletturnar af sér eftir bestu getu. js

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.