Dagur - Tíminn Akureyri - 03.04.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 03.04.1997, Blaðsíða 4
|Ocrgur-®úrtmri Fimmtudagur 3. apríl 1997 M Óvenjulegur afli á land Páskalömb heimt úr Naustavík að var vægast sagt nokk- uð óvenjulegur afli sem hraðbáturinn Jón Sör kom með að bryggju á Húsavík um hádegisbil s.l. mánudag, annan í páskum. Um borð voru sem sé ein ær og þrjú sannköll- uð páskalömb. Björgunarsveit- armenn á Húsavík höfðu orðið varir við féð vestur í Naustavík handan Skjálfanda og látið bændur í Kinn vita, en líklegast þótti að þeir ættu féð. Og það kom reyndar á daginn. Hlöðver Pétur Hlöðversson frá Björgum mætti til Húsavíkur ásamt félögum sínum um morg- uninnr og fengu bændur Þórð Pétursson til að sigla yfir flóann í Naustavík. Þar gekk greiðlega að ná skepnunum með aðstoð smaiahunds. Þetta var ær með Óvæntur fengur í fiskikarinu um borð. tvö Iömb í eigu Þórólfs Jónas- sonar á Syðri-Skál og ómarkað- ur lambhrútur, sem Hlöðver Pétur taldi einsýnt að dæmdist eign hreppsins, þar sem erfltt yrði að sanna eignarrétt á hrútnum. Féð var furðu vel á sig komið en reyndar ekki í verulegum holdum en virtist hafa komist þokkafega af í vetur. js Skipt um farartæki, úr bátnum í bílinn. Bridge- fréttir Lokastaðan í aðaltvímenn- ingi Bridgefélags Húsa- víkur var þessi: 1. Þórólfur - Einar 158 stig. 2. Magnús - Þóra 123 stig. 3. Gaukur - Friðgeir 111 stig. 4. Hermann - Gunnar 39 stig. 5. Gunnlaugur - Þórir 16 stig. Næstu mánudagskvöld og eitthvað fram í maí verða spilaðir eins kvölds tvímenn- ingar. BL Mývatnssveit Vinsa‘1 píslarganga að var fjölmennt í Mývatns- sveit um páskana, um 40 manns dvöldu þar í góðu yfir- læti og stunduðu holla og fjöl- breytta útiveru í ægifögru um- hverfi. Að sögn Péturs Snæ- björnssonar, hótelstjóra í Hótel Reynihlíð, ríkti almenn ánægja með dagskrá, veður og annað gott sem upp á var boðið þar efra. Og ijölmargir tóku þátt í „píslargöngunni“ svokölluðu umhverfis Mývatn á fóstudag- inn langa og gengu um 36 kíló- metra. js Víkurblaðíð opið fyrir umraeðu Við viljum benda lesendum okkar og áskrifendum á að Víkurblaðið býður enn upp á sömu þjónustu og áður. Blaðið er áfram opið fyrir greinarskrifum og hugleiðing- um um málefni Þingeyinga og hvers kyns innansveitar- króníkum. Við erum þakklátir fyrir myndir af atburðum í héraði og ábendingar um fréttnæma atburði eru vel þegnar. Garðarsbraut 7. 640 Húsavík Sími - 464-1585 Fax - 464-2285 % VIKUR BIAÐIÐ cM/ftf) oÆ mann/aptó Gamlir sæhaukar fylgjast með aflabrögðum. Arngrímur Gíslason, Sig- tryggur Kristjánsson og Birgir Lúðvíksson. Húsavík Framhalds- skóliim 10 ára Iapríl s.l. varð Framhalds- skólinn á Húsavfk 10 ára, en skólinn var stofnaður 1. apríl 1987 við undirritun samn- ings á milli Húsavíkurkaupstað- ar og Menntamálaráðuneytis. Að sögn Guðmundar Birkis Þor- kelssonar, skólameistara, hefur skólinn á þessum 10 árum átt vísan stuðning bæjarbúa, fyrir- tækja og félagasamtaka og fyrir það væru aðstandendur skólans og nemendur þakklátir. Og einnig væru þeir fullvissir um áframhaldandi velvild í garð skólans f framtíðinni. Formlega verður haldið upp á 10 ára afmæli skólans með hátíðarsamkomu í íþróttahöll- inni laugardaginn 19. apríl n.k. kl. 14. js SNAKI „Betri er baldinn biskup...“ Biskups-kandídatar skjóta nú upp kolhnum hver á fæt- ur öðrum og verður auð- veldara um að tala en í að komast þegar margir eru kallaðir en aðeins einn út- valinn. Almenningur fylgist grannt með, en áhuginn þó minni en ætla mætti þar sem óbreyttir safnaðarlimir fá ekki að kjósa biskup heldur aðeins vígðir þjónar kirkj- unnar og örfáir aðrir. Bisk- upskjör verður því aldrei fjörugur allsherjarhasar heldur í mesta lagi innbúð- arupphlaup í kirkjunni sjálfri og því stormur í kaffi- krús. Þeir kandídatar sem fram eru komnir virðast í fljótu bragði fyrirmyndarmenn og konur og allir líklegir til að valda vel verkefninu. En að mörgu er að hyggja í þessu sambandi og það þarf að gaumgæfa feril viðkomandi kandídata þannig að ekkert óvænt spretti upp úr fortíð viðkomandi þegar á bisk- upsstól er sest. Siðferðilega þarf biskup auðvitað að vera yfir allan vafa hafinn og eins gott að ekki leynist maðkar í mór- als-mysunni. Ganga þarf úr skugga um flekkleysi fram- bjóðenda til orðs og æðis afturábak um alla fortíð. Ekki getur talist heppilegt að biskupsefnin séu veru- lega fátæk af veraldlegum auði, því slíkt býður heim hættu á yfirvinnu-snöpum, svo sem þátttöku í auglýs- ingum og öðru veraldar- vafstri óhelgu. Hinsvegar mega biskupsefnin gjarnan vera fátæk í anda, því slíkra er guðs ríki sem kunnugt er. „Enginn verður óbarinn biskup,“ er ritað í yfirfærðri merkingu. Óþarfi er því að kanna hvort kandídatar hafa einhvern tírnann verið lamdir, t.d. í denntíð á dans- leikjum í Hrunamanna- hreppi eða Miðgarði. Hins- vegar má skoða hvort þeir hafa, í yfirfærði merkingu, brugðist við höggum með því að berja á móti, í stað þess að rétta fram hina kinnina í sannkristilegum anda. Mikilvægast af öllu, þegar klerkar gera upp hug sinn í komandi biskupskjöri, er þó að hugleiða vel og vandlega hið fornkveðna sem kom úr páskaegginu á dögunum, málsháttinn snjalla: „Betri er baldinn biskup en barn við aldur.“ Húsvíkingar og nærsveitarmenn Miðillinn Skúli Viðar Lórenzson verður með skyggnilýsingarfund í Húsi verkalýðsfélaganna föstu- daginn 4. apríl kl. 20.30. Allir velkomnir. Miðaverð kr. 1000,-

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.