Dagur - Tíminn Akureyri - 03.04.1997, Page 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 03.04.1997, Page 2
II - Fimmtudagur 3. apríl 1997 JQagur-‘3Snróm ! á lífi af 27 ofnfélöaum - ' Mý- vetninga og síðar við Austfirð- inga, Flateyinga og lið á Norð- urlandi, Þór og KA, Grenvíkinga VIKUR BLAÐIÐ U. avriln.M^' félagið Víkingur, en najninu það horf sem enn er. fnfmdinum en 4 bættust 23 drengir voru “ J Jpað er við hœfi að geta sv0 við sem stofnfelW1 • Benedikt Bjarkhnd, frumherjanna en þ jheódorsson, Hjalmar Jón Bjarklind, Knstj jóhannesson> Sigtryggur Theódorsson, hgg L Kristjánsson, Gunnar Flóvent *lbensS2rZ Biarnaton, Númi Knst- Bjarnason, VernhnJnason> Bjarni Pétursson, Jo- jánsson, Magnus J Bergmann Jonsson, iann Gunnar Benedttsso • EngUbert Georg Jónsson, Asi)jörn Benediktsson, Sig Valdimar Vigfusson, J Hafstein, Jakob V. tryggur ^J^Zfstein, Ásgeir Pálsson Hafstein, Jon Práinn Kristjánsson, Al- Marteinn Steing n -óren Einarsson. bert Jóhannesson ogSoren^^^------------ í fótbolta á selí maður sem uppi hefur verið á Húsavík!" Og Valdi ætti að vita það, hefur mætt á völlinn í 70 ár samfleytt og fylgst með kyn- slóðum knattspyrnumanna vaxa úr grasi. Og hann er helst á því að Helgi hefði getað orðið atvinnumaður í knattspyrnu ef hann hefði búið í Reykjavík. Hann hefði t.d. einu sinni spilað gegn Björgvini Schram, sem þá þótti einna bestur fótboltamað- ur á landinu, og Helgi hafði hann alveg í vasanum. Helgi gaf lítið út á það að hann hefði verið svona góður. En sagðist hafa verið nokkuð lengi að og verið að spila svona framundir 1944. Teiknari og sólóisti Matti segir að vörnin hafi verið sterkasti hluti liðsins, menn eins og Söri, Valdi og Jón Bjark- lind. „Við gátum alltaf treyst á vörnina og við framherjarnir ur og snöggur. Og það voru traustir leik- menn meðal andstæð- inganna einnig. „111- ugi á Bjargi var firna- sterkur í liði Mývetn- inga og harðskeyttur mjög, en fór reyndar illa því hann fótbrotn- aði í fótbolta sem ekki var algengt þá, a.m.k. ekki eins og nú,“ segir Sigtryggur. Þórsarar grófir í 70 ár! Þeir félagar fylgjast allir vel með fótbolta og horfa mikið á leiki í sjónvarpinu. Og Sör- en þykir harkan í út- löndum keyra úr hófi fram og mikil áhersla lögð á að berja menn niður og helst koma Sigtryggur á Melum. Af þessum 27 stofnendum fé- lagsins eru 12 á lífi enn og verður það að teljast nokkuð hátt hlutfall á 70 ára afmæli fé- lags. Stafar ugglaust af því að þetta eru styrkir stofnar, pilt- arnir búa enn að hollri íþrótta- iðkun í æsku og e.t.v. ekki síst vegna þess hve ungir stofnfé- lagarnir voru. í tilefni 70 ára afmælisins bauð Ingólfur Freysson, for- maður Völsungs, 5 af stofnfé- lögunum í kaffisamsæti fyrir skömmu, þeim Marteini Stein- grímssyni, Sigtryggi Alberts- syni, Sören Einarssyni, Valdi- mar Vigfússyni og Helga Krist- jánssyni, en þeir eru allir bú- settir á Húsavík. Auk þeirra voru mættir blaðamaður Víkur- blaðsins og Þormóður Jónsson, fyrrum, formaður Völsungs, en hann er manna fróðastur um sögu félagsins og hefur viðað að sér heimildum og skrásett ýms- an fróðleik um starfsemi Völs- ungs, sem vonandi verður ein- hvern tímann komið á þrykk. Völsungur og Sameinuðu þjóðirnar Fimmmenningarnir voru hver öðrum hressari og þeim leiddist ekkert að ræða hina gömlu góðu daga, rilja upp forna kappleiki, frækna sigra, góða og gengna félaga og minnisverð atvik úr íþróttalífi Húsavíkur s.l. 70 ár. Þeim bar ekki alveg saman um hvar stofnfundur Völsungs var haldinn, enda heimildir um það á reiki. En Marteinn sagði að þeir IJafstein bræður hefðu verið helstu hvatamenn að stofnun félagsins, enda verið foringjar í drengjahópi Húsa- víkur á þeim tíma. Og Helgi segir að stefnan í alþjóðamál- um hafi kannski verið mörkuð með stofnun Völsungs, þ.e. að gefa mönnum kost á að vera stofnfélagar, þó þeir væru ekki á stofnfundi. Þessu fordæmi ungra Húsvíkinga hef'ðu svo ráðamenn þjóðanna fylgt þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar á sínum tíma! Með Björgvin Schram í vasanum Á fyrstu árunum var leikið við lið úr Reykjadal, Tjörnesinga, Helgi Brasi. leikið var við lið úr Reykjavík t.d. Val. Valur kom norður eitt sumarið og spilaði við KA, Þór og Völsung. „Og unnu alla leik- ina en við stóðum okkur best, töpuðum bara með svona 6 marka mun en Akureyringar með þetta í kringum 14 marka mun,“ segir Matti. En hvaða leikmaður var bestur á þessum árum? Valdi- mar er með það alveg á hreinu: „Það er enginn vafi á því, Helgi Kristjánsson er besti fótbolta- þurftum ekkert að vera flækjast aftur að ná í boltann, því vörnin sparkaði svo fljótt og langt fram.“ Og Söri tekur undir þetta. „Við vorum ekkert að tefja leik- inn með því að vera þvæla boltanum á milli okkar þarna aft- ur.“ Fleiri góðir leik- menn koma upp í umræðunni. Jóhann Hafstein var mjög góður spilari, en það kom fyrir að hann neitaði að hafa Kobba bróður sinn með. „Jakob spilaði eins og þeir gera í dag, var voðalega flinkur með boltann en gaf hann aldrei frá sér held- ur sólaði um allt og þvældi einn á eftir öðrum, og þetta vildi Jó- hann ekki sjá,“ upplýsir Matti. Og Jakob var ekki síður flinkur að teikna, því hann teiknaði á sínum tíma merki Völsungs sem enn er notað. Sveinbjörn Helgason var minnisstæður markmaður og greip boltann oft vel, enda „voru þetta svo voðalega stórar lúkur á manninum." Kristján Theódorsson var lipur leikmað- þeim út af. „Enda snýst þetta allt um peninga og menn eru hættir að spila ánægjunnar vegna eins og við gerðum.“ En var aldrei hart barist á völlum fortíðar? Jú, það var tekið á en aldrei reynt að meiða menn. Það voru helst aðstæðurnar sem gátu skapað hættu. Einu sinni voru Völsungar að spila á Akureyri í slydduhríð og kulda og þá þurftu nokkrir af yfirgefa völl- inn vegna vosbúðar. „Þeir voru búnir að velta Manga Bjarna upp úr sama drullupollinum aftur og aftur og nánast búnir að drepa hann. Og líklega bjargaði Haraldur á Einarsstöð- um lífi Magga, því þegar hann skreið skjálfandi af velli, þá náði Halli í brennivín og hellti upp á hann og lífgaði hann við með því.“ Valdi segist muna eftir leik á móti Þór, þar sem flestir Völs- ungar voru meira og minna lemstraðir í lokin, og m.a. brotnaði önnur legghlíf Valda undan fimbulsparki. „Þórsarar voru grófir og spiluðu fast, en KA-menn voru alltaf liprari. Og þetta hefur ekkert breyst á 70 árum, Þórsarar eru enn grófir en KA-menn spila fínni bolta," segir Valdi. Og bætir því við að það hafi alltaf verið heldur leiðinlegt að spila við Akureyringa. „Þegar við spiluðum við önnur lið, þá tóku þeir vel á móti okkur og við eignuðust kunningja og vini til lífstíðar. En Akureyringum kynntumst við aldrei, það var einhver hroki í þeim og þeir eins og litu niður á okkur og vildu sem minnst hafa við okk- ur saman að sælda. Kannski stafaði þetta af því að þeir þoldu bara ekki að tapa fyrir okkur og voru skíthræddir." Boltanum sparkað til Flateyjar En það var spilað við fleiri lið en Akureyringa, m.a. við Flat- eyinga, eins og áður sagði. Og þjóðsagan segir að upphaf þeirra samskipta hafi verið að Völsungar misstu fótbolta í sjó- inn og náðu ekki aftur. Boltann rak síðan til Flateyjar og eyjar- skeggjar tóku fegins hendi við fengnum og hófu umsvifalaust æfingar og þá var hægt að fara að spila við þá. Það var ekki óalgengt að boltinn færi í sjóinn, enda völl- urinn skammt frá bjargbrún úti á Höfða. „Það voru okkar þrek- æfingar, að hlaupa að heiman eftir fjörunni og klifra síðan upp bjargið, og fara svo margar ferðir niður það til að ná í bolt- ann,“ segir Matti. Og iðulega þurfti að fara á bát á eftir bolt-

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.