Dagur - Tíminn Akureyri - 03.04.1997, Page 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 03.04.1997, Page 3
 Jlagur-Œímmn Fimmtudagur 3. apríl 1997-III VÍKUR BLAÐIÐ kínnsskóm fyrir 7 0 árum Kempurnar Sören Einarsson, Sigtryggur Albertsson og Engilbert Valdimar Vigfússon í aftari röð. Marteinn Stein- grímsson og Helgi Kristjánsson fyrir framan. anum og þá teygðist auðvitað á æfingunum. Hinir ungu Völsungar spil- uðu stundum æfingaleiki við Leynifélag Fjörukalla, sem voru eldri menn úr ungmennafélag- inu, sem höfðu gaman af því að spila við strákana. Ásgeir Krist- jánsson smalaði þá köllunum saman og þetta voru menn á borð við Dodda Geira, Sigurjón Jónsson, Þórmar Albertsson og fleiri minnisstæðar kempur. Fyrir daga Adidas Vallaraðstæður og ekki síður staðsetning vallarins var ekki upp á það besta. En aðrar græj- ur til knattspyrnuiðkunar? Boltarnir voru auðvitað reimað- ir blöðurboltar, stundum býsna harðir. „Enda var ekki mikið um að menn skölluðu á þessum árum.“ Þeir örfáu sem höfðu til þess hugrekki vöktu aðdáun og voru nefndir menn á borð við Gísla Steingrímsson og Árna í Ásgarði sem áttu það til að setja höfuðið í boltann með brúklegum árangri. En fótboltaskórnir? „Gúmmí- skór og strigaskór," segir Matti. „Ég fékk einu sinni lánaða fót- boltaskó hjá Þráni Mara, en ég þurfti að rimpa þá saman með snæri svo þessir skóræflar héngu utan á löppunum á mér,“ segir Söri. Og auðvitað var einnig spilað á selskinnsskóm, sem urðu reyndar óþægilega harðir í sól- skini og þurrki en mýkri og meðfærilegri í bleytu. En þjálfarar? Þjálfara höfðu þeir félagar aldrei. Þó man Sig- tryggur eftir að séra Róbert Jack kom hér og þjálfaði um tíma, en það var nokkru síðar á öldinni. Með gogginn í hnénu Þeir félagar voru mislengi í boltanum, Helgi einna lengst. Og Helgi þótti gríðarlega fjöl- hæfur íþróttamaður og hefði ör- ugglega náð langt ef hann hefði lagt stund á æfingar. En vinnan og b'fsbaráttan hafði forgang eins og eftirfarandi saga Helga ber vel með sér. „Jakob Hafstein hafði mikinn áhuga á að gera mig að íþrótta- manni, en ég keppti bara einu sinni í frjálsum iþróttum og þá fyrir hönd Þingeyinga. Ég var þá 23 ára og var auðvitað á sjó. Ég var að koma úr róðri að kvöldlagi, þegar Jakob kemur niður á bryggju og segir að nú eigi ég að keppa í frjálsum dag- inn eftir, mig minnir við Aust- firðinga. Ég taldi þetta meina- laust og mætti daginn eftir og keppti í 4 greinum og vann til verðlauna í þrem. Sfðar ætlaði ég að keppa á Laugum, en þá kom babb í bát- inn. Við rérum þetta í viku, hálfan mánuð í einu og háset- arnir fóru aldrei heim á kvöldin þann tíma og varla upp úr bátnum. Við komum að, hent- um fiskinum upp á bryggju og tókum við nestinu sem komið var með niður eftir og síðan var farið út aftur. Þetta var kannski ekki besti undirbúningurinn undir íþróttamót, en ég ætlaði sem sé að mæta á eitt slíkt. En í róðrinum varð ég fyrir því að reka gogg í hnéð á mér, fékk blóðeitrun eða eitthvað slíkt, og var heldur slæmur síðustu dag- ana með uppblásið hnéð og gat varla gengið. Þegar Jakob Haf- stein segir mér frá mótinu, þá segist ég varla vera til stórræð- anna því ég geti ekki einu sinni gengið. Morguninn eftir var hann þó mættur snemma til að athuga hvort ég treysti mér ekki, og virtist hafa þá trú að ég gæti spjarað mig á annarri löppinni á við íþróttamenn með báða fætur heila. En það varð nú ekki og ég keppti aldrei aftur í frjálsum íþróttum.“ „Sjáumst á einhverju brölti“ Félagarnir fimm gleyma sér við umræður um forna frægðartíð og eru þær stórfróðlegu og skemmtilegu umræður óskráð- ar, a.m.k. að sinni. Og tími til kominn að kveðja eftir að veit- ingum höfðu verið gerð veru- lega góð skil. Lystin hjá köllun- um var eins og þeir væru að koma af erfiðum fótboltaleik eða úr löngum róðri. Enda hver öðrum hraustari og sprækari. Sören sagði að þetta hefði nú verið heldur ánægjuleg stund, „enda ekki víst að við komum saman með þessum hætti aft- ur.“ Matti hafði ekki verulegar áhyggjur. „Við sjáumst nú ör- ugglega karlanir á einhverju brölti í bænum.“ Væntanlega eiga þessir heið- ursmenn a.m.k. eftir að hittast 12. apríl n.k. þegar þeir fagna stórafmæli félagsins sem þeir stofnuðu fyrir 70 árum. js M Þankar þingeyings Spillti Spaugstofan feraiingarundirbúningi? Jóhannes Sigurjónsson skrifar Klerkar og margir aðrir prýðilega kristnir ein- staklingar hafa rifið hár sitt og skegg síðustu daga vegna meintrar árásar Spaug- stofupilta á guðs kristni og góða siði í landinu. Spaugstofan not- aði sum sé tækifærið að séra Heimi burtflognum úr Rúv- hreiðinu og gerði glannafeng- inn páskaþátt þar sem snúið var út úr guðspjöllunum og þau teygð og toguð í ýmsar óvæntar áttir. Þjóðarsálin talar um guðlast í þessu sambandi og helgispjöll. Og leikir og lærðir benda á að fermingarbörnum sé hætta bú- in á afkristnun vegna þessa þáttar. Og enn aðrir tala um ábyrgð ríkisútvarpsins sem hefði aldrei átt að sýna þennan þátt. Rushdie og Reykás Og talandi um ritskoðun. Sal- man nokkur Rushdie skrifaði bók þar sem hann m.a. fjallaði um spámanninn Múhameð með óviðurkvæmilegum hætti að dómi réttrúaðra og er Rushdie réttdræpur fyrir vikið hvar sem til hans næst. Það er ekki bein- línis búið að gefa út veiðileyfi á Spaugstofugengið eins og á Sai- man kallinn, en það ar a.m.k. búið að útskúfa þeim víða, all- tént uppi háværar kröfur um slíkt. Allt er þetta dálítið hlægilegt (nema náttúrlega dauðadómur- inn yfir Rushdie), og vissulega mun fyndnara en umræddur þáttur Spaugstofunnar. Er boðskapurinn ekki spaug-heldur? Kristin kirkja og boðskapur frelsarans hafa um aldir staðið af sér árásir, óhróður og of- sóknir, svo ekki sé talað um góðlátlegt grín. Kristnin hefur lifað af níðingsverk í nafni kirkjunnar, trúardeilur og inn- byrðist styrjaldir, klofning, klámhunda á páfastólum og víðar. Boðskapur Jesúsar stend- ur óhaggaður, kristnin hefur aldrei verið öflugri og kirkjan sjaldan traustari í sessi. En nú er öllu þessu ógnað af Spaug- stofunni. Staðreyndin er auðvitað sú að ekki er endilega víst að sannkristinn maður hafi hlegið af útleggingu Spaugstofuskelma á guðspjöllunum. En sannkrist- inn maður hefði varla gert meira en hrist höfuðið af góð- látlegu umburðarlyndi og sagt sem svo: „Ja, ekkert er þeim nú heilagt þessum blessuðu grín- isturn." Sem er auðvitað mergurinn málsins, því grínistum er ekkert heilagt, annars væru þeir af- skaplega lélegir grínistar. Sam- anber kaþólska spaugarann Dave Allen sem dró guð, páfann og kaþólska kirkju sundur og saman í háði í ríkissjónvarpinu fyrir nokkrum árum, án þess að þjóðarsálin steypti verulega stömpum. Þeir sem hinsvegar hafa ekki bjargfasta trú, eru ekki öruggir um málstaðinn eða boðskapinn, t þeir þola auðvitað ekki að trúin sé höfð í flimtingum. Sannkrist- inn maður veit að ekkert fær haggað trú hans, og hamr sýnir umburðarlyndi og vorkunn þeim sem eru svo óheppnir að vera ekki frelsaðir. Og sann- kristinn maður þolir mismun- andi skoðanir og meðferð skap- andi listamanna á guðs orði, af því hann veit að ekkert fær haggað orðinu. Siggi Sig og séra Jón Ef einhverjir klerkar álíta að einn hálftíma grínþáttur í sjón- varpi, geti spillt trúarhugmynd- um fermingarbarna, ja, þá hafa þeir sömu guðsmenn ekki mikla trú á mætti orðsins, eða ágæti eigin uppfræðslu í margra mán- aða fermingarundirbúningi. Og þau börn sem hugsanlega ganga af trúnni fyrir tilstilli Spaugstofunnar, þau eru örugg- lega ekki nógu þroskuð til þess að fermast yfirhöfuð og gera Jesúm að leiðtoga lífsins. Það virðist a.m.k. eitthvað hafa klikkað í uppfræðslunni ef Siggi Sigurjóns hefur meiri áhrif á hálftíma en presturinn á mörg- um mánuðum. Og líti nú hver í eigi barm og kasti svo fyrsta steininum.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.