Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Qupperneq 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Qupperneq 11
JOagur-®ímttm Laugardagur 5. apríl 1997 - 11 ÞJÓÐMÁL Skólamál á Akureyri Vortilboð Fallegir frúarkjólar 15% afiláttur íþrjá daga, 7., 8. og 9. apríl. Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. 1997 Aðalfundur Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. verður haldinn á Hótel KEA fimmtudaginn 10. apríl nk. og hefst kl. 16. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkv. 12. grein samþykkta félagsins. 2. Tillögur um breytingu á samþykktum félags- ins. 3. Önnur mál löglega fram borin. Ársreikningur, tillögur og endanleg dagskrá munu liggja frammi á skrifstofu Kaupþings Norðurlands hf. frá og með 2. apríl. Akureyri, 3. apríl 1997. Stjórn Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. Aundanförnum misserum hefur töluverð umræða átt sér stað um málefni skóla hér á Akureyri. Margir valinkunnir einstaklingar hafa látið þar ljós sitt skína með blaðaskrifum, t.d í Degi-Tíman- um, okkur hinum til gagns og gaman. Að sjálfsögðu er það svo, að allir telja sig hafa réttu lausn- ina á vanda skólamála. Alla- vegana hafa skrif manna á síð- um dagblaða verið á þann veg. Til að fyrirbyggja allan mis- skilning skal ég fúslega játa það að þar er ég engin undantekn- ing þ.e.a.s. ég tel mig hafa réttu lausnina á þessum málaflokki, nema hvað. En ekki hvarflar það að mér að reyna að leysa þessi mál í einni svipan heldur ætla ég að varpa ljósi á einn þátt sem mér virðist hafa gleymst í öllu orðagjálfrinu. Það sem hefur vakið hvað mesta athygli hjá mér er; hvað sumir einstaklingar hafa sveifl- ast ( eins og laufblað í vindi ) milli málaílokka jafnvel enn hraðar en Ragnar Reykás. Einn daginn eiga málefni grunnskólanna hug manna svo um munar, ef vindarnir blása þannig. En við breytta vindátt, þá eru menn jafnvel tilbúnir að hvetja til þess að peningum verði ausið í að reisa einhverja menningarmiðstöð Akureyrar, fínt skal það nú vera. Þegar umræðan fór að snúast um há- leita drauma ákveðinna manna um glæsibyggingu sem hýsa skuli stofnun menningarmála Akureyringa fannst undirrituð- um kominn tími til að láta ljós sitt skína. Okkur Akureyringa vantar síst af öllu einhverja snobb byggingu þar sem menningarpostular geta hist og raupað spekingslega um menningu og listir yfir kaffi- bolla eða bjórkönnu, nóg er til af slíkum stöðum. Týndi málaflokkurinn Um leið og það virðist vera að- almálið í dag að einsetja skóla hvað sem það kostar og láta alla skóla bjóða uppá vistun til að gera foreldrum auðveldara fyrir með útivinnuna, þá virðist það gleymast að það þarf að manna þessar ágætu stofnanir. Ég verð að játa að þetta eru bæði nauðsynlegir og sjálfsagð- ir hlutir í því nútíma þjóðfélagi sem við lifum í dag. Það er nefnilega staðreynd að skólarnir hafa ekki úr eins mörgum starfskröftum að moða eins og æskilegt er og hvað þá peningum. Það er hreinlega óþolandi að börnin skuli ekki fá þá þjónustu sem okkur ber að veita þeim innan veggja skólans. Hugsum okkur barn sem er að byrja skólagöngu. Ef barnið verður t.d. fyrir stríðni í sturtu eftir leikfimi eða sund getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar. Þannig getur sund og leikfimi orðið að algjöru helvíti fyrir varnarlaust barnið. Þetta eru aðstæður sem við höfum ekki heimild til að skapa börnum okkar. Við verðum að vera þess minnug að við berum ábyrgð á þeim og verðum að haga okkur samkvæmt því. Sturtur og bún- ingsklefar eru ákjósanlegir staðir til að heíja og stunda einelti og áreiti. Skóli eins og t.d. Glerárskóli hefur yfir að ráða bæði íþrótta- húsi og sundlaug en er í al- gjöru svelti hvað varðar mann- afla. Að mínu viti þarf skóli eins og Glerárskóli að hafa minnst íjóra sturtuverði ( af báðum kynjum ) á vakt í einu þ.e.a.s tvo í sundlaug og tvo í íþróttahúsi. Því er það óþolandi að bæjaryfirvöld skuli ekki sýna þessum málaflokki meiri skilning en raun ber um vitni. Krafa mín sem foreldris er sú að þeir sem stjórna skóla- málum okkar Akureyringa taki sér tak og manni skólanna með sómasamlegum hætti. Það er lítið vit í því að hrúga niður skólum á framhaldskólastigi eins og t.d. háskóla og eyða í þá miklum Ijármunum ef við tím- um ekki að manna barnaskól- ana með viðunandi hætti. Einnig er það sorgleg stað- reynd að kennarar geta t.d. ekki lengur með góðu móti far- ið með börn í vettvangskannan- ir eða ferðalög uppí vetrar- íþróttamiðstöðina (þið vitið þessa uppí Illíðaríjalli) sem eru að verða fjarlægur draumur vegna peningaskorts. Meðan ástandið er svona ættu allir sæmilega vitibornir menn að hætta öllu bulli um að ausa peningum í einliverjar snobb byggingar á borð við menning- armiðstöð eða álíka vitleysu. Nú vil ég taka það fram að ég er síður en svo eitthvað á móti Háskóla eða öðrum fram- haldsskólum. Málið er bara við verðum að byrja á því að koma börnunum í gegnum barna- skóla með sæmilegri reisn. Ef sá málaflokkur sem að börn- unum snýr væri í lagi þá væri ekkert að því að leggja ríka áherslu á Háskóla eða aðra framhaldsskóla. En verum þess ávallt minnug að lengi býr að fyrstu gerð. F örðunarskólinn Ný námskeið 6 vikna förðunamámskeið, gruimur I hefst 1S. apríl nk. Litgreining - ljósmyndaförðun Leiðréttingaförðun - skyggingar Tískusýningaförðun, tískan ’97 ofl. Nemendur fá myndamöppu í lok námskeiðs. Hárkolluleiga! Nýtt frá París Gular, grænar, hláar, rauðar, hvitar, alls konar litir og gerðir. Förðimarskólinn á Akureyri Innritun og upplýsingar milli kl. 17 og 19 í síma 462 6112 alla daga. Nanna G. Yngvadóttir, snyrti- og förðunarmeistari.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.