Dagur - Tíminn Akureyri - 19.04.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 19.04.1997, Blaðsíða 5
ÍDiigur-®mmm Laugardagur 19. apríl 1997 -17 MENNING OG LISTIR Verk eftir frönsku tónskáldin Poulenc og Fauré eru á dagskrá á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar og Kórs Akureyrarkirkju á morgun. Stórtónleikar í Akureyrarkirkju Litlar líkur eru á öðru en að jjöl- menni verði í Akur- eyrarkirkju á morg- un þegar Kór Akur- eyrarkirkju og Sin- fóníuhljómsveit ís- lands halda saman tónleika, þar sem flytjendur komast nálœgt því aðfylla hundraðið og þá eru ótaldir vœntan- legir áhorfendur. Flutt verða verk eft- ir Francis Poulenc og Gahriel Fauré. etta er í þriðja skipti sem Sinfóníuhljómsveitin tekur þátt í Kirkjulistaviku á Akureyri en í fyrsta sinn sem kórinn syngur með. „Við höfum sungið með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands en aldrei áður með Sinfóníuhljómsveit ís- lands,“ segir kórstjórinn og org- anistinn, Björn Steinar Sól- bergsson. Akveðið var að hafa franska tónlist á dagskrá á tónleikunum og segir Björn Steinar tónlistina eftir Poulenc og Fauré hafa orðið fyrir valinu „aðallega vegna þess að þetta er svo stór- kostleg tónlist." Alvaran og grínið Fyrsta verkið sem ílutt verður er konsert fyrir orgel og hljóm- sveit í g-moll eftir Poulenc og mun Björn Steinar spila einleik á orgel. Sjálfur taldi tónskáldið þennan orgelkonsert vera eitt af hans veigameiri verkum og á eitt sinn að hafa sagt: „Vilji ein- hver gera sór fulla grein fyirr alvöruþunga í verkum mínum er hans hér að leita og þá einnig í trúartónlistinni." Alvöruþunginn er þó ekki allsráðandi í öllum verkum Poulenc því Björn Steinar segir að það sem einkennt hafi tón- skáldið öðru fremur hafi verið mikill húmor og grín. „Þetta skilar sér að einhverju leyti í verk hans. Alltaf annað slagið kemur eitthvað fyndið,“ segir Björn. Eftir hlé mun kór og hljóm- sveit flytja stutt verk eftir Fauré og síðan tekur Gloria við, sem er annað verk eftir Poulenc. Textinn er dýrðarsöngur mess- unnar og er stundum sagt að höfundur hafi haft Gloriu eftir Vivaldi sem fyrirmynd. „Kór- kaflarnir eru mjög bjartir og fagnaðarríkir en einsöngskafl- arnir eru aðeins rólegri," segir Björn Steinar, en það er sópr- ansöngkonan góðkunna, Sigrún Hjálmtýsdóttir, sem syngur ein- söng í þessu verki. Hver fermetri nýttur Stjórnandi á tónleikunum verð- ur Petri Sakari, aðalhljómsveit- arstjóri Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, og bíður hans það hlut- verk að stilla saman 51 manns hljómsveit og kór þar sem 45 munu syngja. En hvernig kemst allt þetta fólk fyrir ásamt hljóð- færum? „Það hefur verið smíðaður sérstakur pallur sem kemur sem framlenging af tröppunum og nær alveg fram að fremsta bekknum," segir Björn Steinar og bætir við að kórinn muni standa alveg aftast og hefur verið fengið sérstakt leyfi hjá prestunum að hleypa nokkrum kórfélögum inn fyrir gráturnar. „Þannig að hver fermetri verð- ur nýttur.“ Auk plássleysis skapar stað- setning orgelsins, sem er uppi á kirkjulofti, ákveðið vandamál sem einnig hefur verið leyst með hugviti góðra manna. Upp- tökuvél verður beint að Petri Sakari og mun Björn Steinar hafa sjónvarp á loftinu þar sem hann getur fylgst með bending- um frá stjórnandanum. „Síðan verð ég með heyrnartæki á höfðinu og hljóðið sent þannig," segir Björn. „Við höfum gert þetta svona áður og það kemur mjög vel út.“ AI Kórfélagar æfa stíft. Mynd. GS. Vefarinn mikli frá Kasmír Frrimsýuinir 11, upríl 11 Ikl ia \(, AklliHVIlAR Leikfélag Akureyrar Vefarinn mikli frá Kasmir Leikverk byggt á skáldsögu Halldórs Laxness Hátíðarsýning í tilefni af 80 ára afmæli Leikfélags Akureyrar. Laugardaginn 19. apríl kl. 20.30 - UPPSELT 4. sýning mi&vikudaginn 23. april kl. 20.30. 5. sýning föstudaginn 25. apríl kl. 20.30. 6. sýning laugardaginn 26. april kl. 20.30. Það ætla allir að sjá Vefarann! Leikstjórn: Halldór E. Laxness Sýningin er ekki við hæfi barna Ekki er heegt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýningin hefst. Sýnt er á Renniverkstæðinu, Strandgötu 49. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Sími í miðasölu er 462 1400. |Dagur-<3Itmtmt - besti tími dagsins! ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00 FIÐLARINN Á ÞAKINU FRUMSÝNING 2. sýn. í kvöld laugard. 19. apríl. Uppselt. 3. sýn. miðvikud. 23. apríl. Uppselt. 4. sýn. laugard. 26. apríl. Uppselt. 5. sýn. miðvikud. 30. apríl. Örfá sæti laus. 6. sýn. laugard. 3. maí. Uppselt. 7. sýn. sunnud. 4. maí. Uppselt. 8. sýn. fimmtud. 8. maí. Nokkur sæti laus. 9. sýn. laugard. 10. maí. Nokkur sæti laus. 10. sýn. föstud. 16. maí. Nokkur sæti laus. KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams 10. sýn. fimmtud. 24. apríl. Uppselt. 11. sýn. sunnud. 27. apríl. Örfá sæti laus. 12. sýning föstud. 2. maí. Uppselt. 13. sýn. miðvikd. 7. maí. 14. sýn. sunnud. 11. maí. VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Sunnud. 20. apríl. Föstud. 25. apríl Fimmtud. 1. maí - Föstud. 9. maí Ath. Fáar sýningar eftir LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Sunnud. 20. apríl kl. 14.00 Þriðjud. 22. april kl. 15.00. Uppselt Sunnud. 27. apríl kl. 14.00. Sunnud. 4. maí kl. 14.00 Smíðaverkstæðið kl. 20.30 'LEITT HÚN SKYLDIVERA SKÆKJA eftir John Ford Sunnud. 20. april kl. 20.30. Uppselt. Föstud. 25. apríl kl. 20.30. Uppselt. Aukas. Laugard. 19. aprll kl. 15.00. Uppselt. Aukas. Fimmlud. 24. apríl kl, 15.00. Sumardagurinn fyrsti. Örfá sæti laus. Aukas. Laugard. 26. apríl kl. 15.00. og kl. 20.30. Aukas. laugard. 3. mai kl. 20.30. Síðustu sýningar Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í saiinn eftir aö sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30 LISTAVERKIÐ Frumsýning: Miðvikud. 23 apríl. Uppselt. 2. sýn. miðvikud. 30. apríl. Uppselt. 3. sýn. laugard. 3 mai. 4. sýn. sunnud. 4. mai. 5. sýn. löstud. 9 maí. 6. sýn. laugard. 10. mai. Listaklúbbur Leikhússkjallarans mánud. 21. apríl „The Importance of being Oskar“ Irski leikarinn Martin Tlghe flytur verk Micheál Mac Liammóir im Oskar Wilde. Sýningin hefst kl. 21. Húsið verður opnað kl. 20.30. Miðasala við innganginn. Ath. Aukasýning veröur á þriðjudagskvöidið á sama tíma. Miðasalan eropin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þeg- ar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga. m Framsóknarflokkurinn Velferð fjölskyldunnar Ráðstefna Sambands ungra framsóknarmanna í Borgartúni 6 í Reykjavík laugardaginn 19. apríl 1997. Dagskrá: 09.30 - 09.45 Setning. Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður FUF á Akranesi. 09.45 - 10.00 Avarp. Páll Pétursson. félagsmálaráðherra. 10.00 - 10:15 Opinber aðstoð við öflun húsnæðis á Norðurlöndum. Ingi Valur Jóhannsson, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu. 10.15 -10.30 Umræður og fyrirspurnir 10.30 - 10.45 bróun efnahags heimilanna. Már Guðmundsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka íslands. 10.45-11.00 Umræður og fyrirspurnir 11.00-11.15 KafTlhlé. 11.15-11.30 Skattlagning hjóna, sambýlisfólks og einstaklinga. Kristján G Valdemarsson, skrifstofustjóri hjá Skattstjóranum í Reykjavík. 11.30-11.45 Umræður og fyrirspurnir 11.45-12.00 Hvað er opinber fjölskyldustefna? Ingibjörg Broddadóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu. 12.00 - 12.15 Umræður og fyrirspurnir 12.15-12.30 Hornarfjarðarleiðin í húsnæðismálum, lieilbrigðis- og félagsþjónustu. Hallur Magnússon framkvæmdastjóri heilbrigðis- og félagsmálasviðs Homafjarðar. 12.30-12.45 Umræður og fyrirspurnir I>átttökugjald 500 krónur. Samband ungra framsóknarmanna

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.