Dagur - Tíminn Akureyri - 19.04.1997, Page 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 19.04.1997, Page 6
18 - Laugardagur 19.apríll997 4Dctgur-®mtmn LIFIÐ I LANDINU Popptextameistarinn í Frægðarhöll ljóðskálda Hver kannast ekki við að hafa sungið hástöfum í rútubíl með söngvatn í œð- um: Er ég kem heim í Búðardal... Harð- snúna Hanna... Slappaðu af vertu ekki stíf og stirð og þver o.s.frv. ? Þessir textar og miklu fleiri eru eftir Þorstein Eggertsson, mynd- menntakennara og aldursforseta Kefla- víkurmafíu poppsins, sem nýlega komst í alþjóðlega frœgðar- höll Ijóðskálda. Þorsteinn er einn afkasta- mesti dægurlagatextahöf- undur landsins og raunar líklega á öllum Norðurlöndum því hann á rúmlega 400 texta á plötum. En Þorsteinn hefur líka prufað sig áfram í ýmsum öðrum greinum orðlistarinnar og var nú í febrúar kjörinn í The Inter- national Poetry Hall of Fame! Sem hlýtur að teljast nokkur upphefð. Sú Frægðarstofnun er á vegum Alþjóðlega ljóðabóka- safnins á Englandi sem veitti Þorsteini viðurkenningu fyrir framlag hans í samkeppni sem safnið hélt í fyrra. Ljóðin sem hann sendi í keppnina eru nú komin út í tveimur bókum á veg- um safnsins og í lok þessa mán- aðar fær hann að setja auglýs- ingu með ljóði á eina af heima- síðum bóksafnsins á internetinu. Fyrsti fór á toppinn Þorsteinn hefur ekki gefið út nema eina bók á íslandi en skrif- að dágóðan slatta af ljóðum, smásögum og skáldsögum auk dægurlagatextanna. Það er greinilegt að hann vill halda popptextagerð og ljóðagerð sinni skýrt aðgreindri en viðurkennir þó að ljóðin sín beri ýmsa eigin- leika dægurlagatextanna. „Þegar dægurlagatexti er skrifaður þá er maður bundinn laginu og blæ þess. Þegar maður skrifar beint af augum er maður ekki bund- inn neinu nema eigin tilfinning- um. En af því að ég er búinn að gera svo mikið af þessu þá fæ ég einhvers konar lagbyggingu með íljóðin." Það var árið 1965 sem Þor- steinn samdi fyrsta dægurlaga- texta sinn og þá fyrir Savanna- tríóið. Lagið hét Ást í meinum og náði fyrsta sæti. Næsta lag sem Þorsteinn gerði texta við komst líka á topp vinsældarlista og var þá ekki aftur snúið. - Sagan segir að menn hafi hringt í þig í frímínútum, raulað lagstúf og beðið um texta - sem þú hafir svo skilað af þér í næstu frímínútum. Er það rétt? „Það var ekki alveg svoleiðis. Það var kannski hringt í mig og ég var beðinn um að taka leigu- bíl í stúdíóið. Þá átti bara að gera þetta meðan hljómsveitin beið.“ Textinn átti sum sé að verða til svona meðan hljómsveitin tók sér smókpásu. The Paper King’s Subjects Afar fátítt er núorðið að íslend- ingar reyni fyrir sér á erlendum mörkuðum (nema þá í þýðing- um) en fyrir 6 árum síðan gaf Þorsteinn út skáldsögu á ensku, The Paper Kings Subjects, um ís- lenska flækinga í Kaupmanna- höfn og ævintýri þeirra í upphafi Bítlaæðisins, ’63-’65. Bókina skrifaði hann á ensku og vildi ekki reyna að fá hana útgefna hér. „Það eru nokkrir vinir og kunningjar í þessu, þetta er svona ævisöguleg saga, og mér fannst hentugra að skrifa hana á ensku svo fólk færi ekki að geta sér til um hverjir þetta væru.“ Öfugu megin við Evrópu Þorsteinn ólst nefnilega upp við tvö, tungumál eins og flestir jafn- aldrar hans í Keflavík og skrifar jöfnum höndum á ensku og ís- lensku. Þótt enskan sé honum töm þá er hann ekki sammála því fólki sem segir enska tungu aðgengilegri en íslenskan í nú- tímasamfélagi. „Ég held það sé miklu fleiri tegundir af gróðri í galleríi íslenskrar tungu.“ - En nú er enska miklu orð- fleiri tunga... ,;jú, en margt í enskunni kemur úr öðrum tungumálum þannig að Englendingar hafa smá snefil af þessu sem við er- um að ná núna: að ná tengslum við annað tungumál. Enskan er með heilu stofnana úr latínu og grísku og þennan germanska grunn en íslenskan er fyrst fremst germönsk, svona grunn- tungumál þar sem eitt leiðir meira af öðru.“ En enska er útbreitt tungu- mál og sú sem töluð er á írlandi finnst Þorsteini töluvert mynd- rænni en breskan. Hann dvaldi um tíma á írlandi (þar sem hann rakst á auglýsinguna um ljóða- samkeppnina) og finnst frar og íslendingar eiga það sameigin- legt að hafa skriftirnar í blóðinu. Hugsunarhátturinn sé ljóðrænn .og.málið safaríkt (reyndar sagði ♦ „Það er miklu meiri breidd í þessu nú en var. Menn eru enn að yrkja mjög háttbundið, eins og Aðai- steinn Ásberg og stundum Stefán Hilmarsson. Svo er pönkið enn í gangi, t.d. hjá Botnleðju og allt þar á milli. Nú eru líka alvöru skáld eins og Megas og Bubbi Morthens að yrkja fyrir hljómplötur. Mér finnst Bubbi mikið skáld og ekki má heldur gleyma orðaleikjameist- aranum Sverri Stormsker." írskur skemmtikraftur við hann að sagnagleði íra kæmi til að af því þeir væru öfugu megin við Evrópu - kannski það eigi við um íslendinga líka?). Margt á prjónunum Þorsteinn heldur enn til á Suður- nesjum, nánar tiltekið Grinda- vík, virka daga þar sem hann kennir myndmennt en hann lærði upphaflega leiktjaldamál- un í Myndlistaskólanum og síðar myndskreytingar í Danmörku. „Grindavík er sögustaður Sölku Völku. Ég bý í húsinu þar sem Bogesen bjó, Einar í Garðhúsum, og þegar Sigvaldi Kaldalóns kom þarna suður þá bauð Einar hon- um að gista og þar samdi hann Suðurnesj amenn. “ Hvort sem Sigvaldi veitir hon- um innblástur eða Grindavíkin þá er víst að Þorsteinn situr ekki auðum höndum utan kennslu- stunda eða þegar hann kemur til Reykjavíkur um helgar til kon- unnar sinnar (maðurinn keyrir nefnilega ekki á milli enda einn af þessum fáu sérvitringum sem ekki hefur bflpróf „ég held ég hafi fæðst til að hafa einka- dræver"). Fyrir utan öll óútgefnu handritin sem halda áfram að hlaðast upp skrifaði Þorsteinn nýlega söngleikinn Besta sjopp- an í bænum sem færður verður upp hjá Tónlistarskólanum í Keflavík í haust. Auk þess hefur hann notað styrk sem hann fékk frá STEF til að ganga frá hand- riti að bók sem heitir „Nábleikir akrar og nýslegin tún“ og segir íslandssöguna í ljóðum. Flest íjalla þau þó um 20. öldina „enda hugsa ég að það hafi gerst álíka mikið á þessari öld eins og öllum hinum 10 til samans. Þetta er bara að gamni. Það er ekkert víst að þetta komi nokk- urn tímann út...“ Menn gætu haldið að það væri frústrerandi að sitja áratugum saman við skriftir og fá lítið sem ekkert útgefið. En Þorsteinn hristir bara höfuðið, laus við nokkra beiskju. „íslendingar skrifa mjög mikið og handritin mín hafa bara einfaldlega ekki þótt nógu góð.“ Þá má heldur ekki gleyma að textar Þorsteins hljóma áreiðanlega mun greini- legar í hugum fslendinga en mörg prentuð bókin... lóa Ljóðið Deserted, sem kom Þorsteini í Fræðgarhöllina: Herflnal good-bye was/ apparent; eyes of awareness, half-smilingg lips... as I lost a lifetime in/ our deserted love. Abandoned, and all things/ I caredfor have turned upp against me leaving me less than myself. Tears in my head instead of brains; my heart being squeezed/ as by slow, iron fists while my soul is imprisoned inside ofmy neck. Reaching with hopeless/ hands into frightening/ emptiness, trying to hold on to the/ nothing I am left with. Too puzzled to cry, too shaken to sleep, too worn out to take it away from myself. She had only been playing/ with fire and decided to drown it once and for all.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.