Dagur - Tíminn Akureyri - 19.04.1997, Page 8
20 - Laugardagur 19. apríl 1997
ÍOagur-ÍEmmm
Þau eru þegar byrjuð að rijja upp gamlar
minningar þegar blaðamaður mœtir á
staðinn. Sögurnar fljúga á víxl og hlátur-
inn ómar þegar skondin atvik koma upp í
hugann. í áratugi tóku þau Björg Bald-
vinsdóttir og Jón Kristinsson virkan þátt í
starfi Leikfélags Akureyrar en í dag eru
liðin 80 árfrá stofnun félagsins.
Við lékum nú saman í leik-
ritinu Pabbi. Jón lék
pabbann og ég mömm-
una,“ segir Björg. „Við áttum
ijóra syni sem nú eru allir orðn-
ir svo miklir og myndarlegir
menn,“ bætir hún við og ekki
laust við að hægt sé að greina
móðurstolt í röddinni þó þeir
hafi bara verið synir hennar í
þykjustunni. Einn sonanna var
reyndar sonur Jóns í aivörunni
en það var Arnar Jónsson, sem
nú er orðinn landskunnur leik-
ari. Hina synina þrjá léku þeir
Úlfar Hauksson, Einar Haralds-
son og Börkur Eiríksson. Leik-
stjórinn var Jónas Jónasson, þá
kornungur, og þau Björg og Jón
eru sammála um að þetta hafi
verið ljúi't og yndislegt leikrit.
Fjöldi hlutverka
Þau Jón og Björg byrjuðu að
leika hjá Leikfélaginu á svipuð-
um tíma. Jón var reyndar í
fyrsta sinn í smáhlutverki árið
1935 en 1944 lék hann fyrsta
aðalhlutverkið sem var í leikrit-
iriu Leynimelur 13. Fyrsta hlut-
verk Bjargar var aftur á móti í
Franska ævintýrinu sem sýnt
var árið 1943. „Ég var að telja
það saman nýlega og þetta eru
rúmlega 40 leikrit þar sem ég
var með stærri hlutverk. Smá-
hlutverkin tel ég ekki með,“
segir Björg en síðasta verkið
sem hún
lék x var
Emil í
Kattholti
árið 1990.
„Næstsíð-
asta hlut-
verkið mitt
var í Silf-
urtungl-
inu. Þar
lék ég fullu
kerlinguna
og fannst
það æðis-
lega gam-
an,“ segir
hún og
hlær dátt.
Hlut-
verk Jóns
eru einnig
eitthvað á
fimmta tug
en þar á
meðal eru
mörg
smærri
hlutverk
og segir
Björg á sínum yngri árum í hlutverki Ástu í Skugga-Sveini.
LIFIÐ I LANDINU
tmrnmnm.
Björg Baldvinsdóttir og Jón Kristinsson voru ekki í vandræðum að stilla sér upp fyrir myndatöku enda bæði
þrælvön að vera í sviðsljósinu. m
hann Björgu hafa leikið mun
meira en hann. Á móti kemur
að Jón eyddi miklum tíma í
stjórn, var formaður félagsins í
12 ár, og helur enginn annar
stjórnað félaginu í svo langan
tíma. „Ég hætti aðeins á undan
Björgu. Síðasta
sýningin sem ég
tók þátt í var á
125 ára afmæli
Akureyrarbæj-
ar árið 1987,“
segir Jón.
Eftirminni-
legar sýn-
ingar
Margir leikarar
eiga erfitt með
að gera upp á
milli hlutverka.
Segja hverja
sýningu sér-
staka og vilja
síður draga út
einstök hlut-
verk. Þetta
vefst þó ekki fyrir viðmælend-
um okkar að þessu sinni. Jón
nefnir strax Pat í Gisl og Georg
í Mýs og menn. „Það var ein
erfiðasta rulla sem ég hef nokk-
urn límann leikið," segir hann
um síðara hlutverkið. „Stykki
sem gekk ekki neitt,“ bætir
hann við og Björg tekur undir.
„Þetta var stórkostleg sýning og
einkennilegt hvað fóik hafði lít-
inn áhuga," segir hún. Einmitt
þetta, að velja leikrit sem ganga
í áhorfendur, segja þau vera
eitt það erfiðasta í leikhúslífinu.
„Þó okkur finnist eitthvað voða
fínt veit maður aldrei hvort al-
menningi finnist það sama,“
scgir Björg.
En hvað með uppáhaldshlut-
verkin hennar?
„Það eru óperetturnar. Mór
þótti alltaf
voðalega gam-
an að syngja og
þar fékk ég
bæði að syngja
og dansa." Eft-
irminnanleg
hlutverkin eru
þó fleiri en
sönghlutverkin
eins og kemur í
ljós þegar
Björg dregur
fram gamla
myndamöppu
og fer að fietta.
Og nú
skemmta þau
sér saman,
gömlu félag-
arnir, við að
skoða myndirnar. „Var ekki
Stína í þessu hlutverki?" segir
Jón og bendir. „Þetta var nú
skemmtileg sýning," heyrist í
Björgu sem bendir á aðra
mynd. Og svo eru það leikstjór-
arnir. Um þá er alltaf garnan að
spjalla.
„Ég hélt nú að Eyvindur væri
brjálaður maður,“ segir Jón um
Eyvind Erlendsson sem leik-
stýrði Gísl árið 1968 en bæði
Jón og Björg tóku þátt í þeirri
sýningu. „Manstu þegar hann
var að fá mig til að öskra,“ spyr
Björg. „Ég átti að koma inn al-
veg galin og mátti ekkert segja
nema arga. Ég kom inn og
öskraði og hann lót mig gera
þetta aftur og aftur og aftur. En
ég öskraði náttúi'ulega ailtaf
eins.“
Jón fékk líka að kynnast
dyntum Eyvinds. „Stundum lét
hann mig tala ákafiega hægt.
Svo á næstu æfingu eins hratt
og ég gæti. Hann var alltaf með
einhverjar nýjar kúnstir. Ég
hugsaði bara með mér að mér
væri andskotans sama. Á frum-
sýningunni geri óg þetta bara
eins og ég vil.“
„Mér fannst bann nú samt
ágætur,“ segir Björg.
Oftast í léttum hlut-
verkum
Áfram er haldið að fietta í
myndaalbúminu og fleii'i sögur
fæðast. „Mér fannst voða gam-
an að leika í Þi'emur eigin-
mönnum,“ segir Björg. „Þarna
eru þeir Guðmundur Gunnars-
son, Jón Norðíjörð og Jóhann
Ögumundsson, þessir þrír sem
ég lék mest á móti. En þetta var
eina skiptið sem við lékum öll
saman."
Næsta mynd er líka minnis-
stæð. Þar sést Björg í hlutverki
Ilerdísar í Uppstigningu. „Þetta
var mikið átakahlutverk. Það
fyrsta sem ég virkilega þurfti að
taka á. Annars var ég alltaf lát-
in í eitthvað létt, svona sprell.“
Þær safnast saman, minning-
arnar, á tæpum fimmtíu árum
og þau Jón og Björg eru löngu
Bjórg: „Eg átti að
koma inn alveg
galin og mátti ekk-
ert segja nema
arga. Eg kom inn
og óskraði og hann
lét mig gera þetta
aftur og aftur og
aftur... “